Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Olíuverð um 50% hærra nú en það hefur verið til jafnaðar síðustu 10 ár Allt að 5 milljarða aukinn kostnaður þjóðarinnar ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofn- unar, segir að það hafi víðtæk áhrif á þjóðarbúið ef verð á olíu haldist jafn hátt og það sé um þessar mundir, en það getur þýtt allt að fimm milljarða króna í aukin útgjöld þjóðarinnar vegna innflutnings á olíu. Þá mun vísitala neysluverðs nú í mars væntan- lega hækka um 0,1 prósentustig vegna bensín- hækkunarinnar um mánaðamótin, en hún nam 2,40 kr. á lítra. Eldsneyti hækkaði ekki vísitöluna í febrúar, en á síðasta ári hækkaði bensín um tæp 25% og má rekja rúmlega 16% af 5,8% hækkun vísitölunnar á síðasta ári til hækkunar á þessum útgjaldalið vísitölufjölskyldunnar. Þórður sagði að olíuverð hefði hækkað mjög mikið í fyrra, en það væri rétt að hafa í huga að verðið hefði verið í lágmarki fyrir þann tíma. Verð- ið hefði lækkað úr um 20 dollurum hráolíufatið á árunum 1995 og 1996 niður í 13 dollara fatið á ár- inu 1998, en hækkað síðan aftur í 17,8 dollara fatið 1999. Um þessar mundir lægi verðið hins vegar nálægt 30 dollurum olíufatið, sem væri um það bil 50% hærra en það hefði verið til jafnaðar þegar lit- ið væri til síðustu tíu ára. Víðtækar afleiðingar „50% hækkun, ef þetta verður viðvarandi, hefði gríðarlega víðtækar afleiðingar fyrir þjóðarbúið, því olíureikningur þjóðarinnar er nálægt tíu millj- örðum á ári og það gefur því augaleið að ef allar ol- íuvörur hjá okkur hækka hlutfallslega miðað við verðið á hráolíufatinu þá erum við að tala um mikla aukningu innflutnings eða sem nemur allt að fimm milljörðum króna í aukinn kostnað vegna olíunotk- unar þjóðarinnar,“ sagði Þórður. Hann sagði að áhrifln kæmu sterkast fram í byrjun hvað varðaði fiskiskipaflotann og í flutn- ingastarfsemi, auk þess sem heimilin hefðu þegar fundið fyrir þessu að því er varðaði hækkun á elds- neyti bifreiða. Því til viðbótar væri olían auðvitað hráefni í margs konar vörum, eins og til dæmis í plastvörum og umbúðaiðnaði, þannig að búast mætti við áhrifum víða vegna hækkunar aðfanga þeirra fyrirtækja sem notuðu olíuvörur við fram- leiðslu sína. Hann bætti því við að í lok þessa mánaðar væri gert ráð fyrir að teknar yrðu ákvarðanir um fram- leiðslukvóta á olíu fyrir OPEC-ríkin. Sú ákvörðun sem þar yrði tekin myndi hafa mikil áhrif, en OPEC-ríkin virtust telja að olíuverð væri orðið svo hátt að það gæti skaðað þau til lengdar. Oft væri talað um að 20-25 dollarar fyrir hráolíufatið væri æskileg viðmiðun. Hins vegar væri ómögulegt að segja um hvað yrði gert og verðið gæti hvort sem er haldið áfram að hækka aðeins eins og að lækka ef ekki yrði samstaða um að auka töluvert fram- leiðsluna. Ástæða verðhækkunarinnar væri ekki eingöngu ákvarðanir um minni framleiðsla heldur einnig mjög ört vaxandi eftirspurn í heiminum vegna mikils góðæris í heimsbúskapnum. Sterk viðbrögð við neyðar- kalli Blóð- bankans FULLT var út úr dyrum hjá Blóðbankanum í gær en Blóðbankinn sendi á miðviku- dag neyðarkall í tölvupósti til nokkurra fyrirtækja í Reykjavík og bað um að það yrði látið berast að blóðgjafa vantaði. Sagði Sigríður Ósk Lárus- dóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Blóðbankanum, að við- brögð við neyðarkallinu hefðu verið afar góð og að svo virt- ist sem það hefði farið eins og eldur í sinu út um allan bæ. Sigríður Ósk sagði að blóð- forði Blóðbankans hefði verið kominn nálægt hættumörkum vegna slysa og veikinda und- anfama daga og vikur. Nauðsynlegt sé að eiga ávallt blóðforða upp á um 450 einingar að meðaltali en þessi forði hefði hins vegar verið kominn niður í um 200 eining- ar þegar ákveðið var að senda út neyðarkall. Æ algengara að hættuástand skapist Aðspurð sagði Sigríður Lára að það gerðist æ al- gengara að hættuástand sem þetta skapaðist. „Það virðist einfaldlega vera meiri notkun á blóði og það gengur ekki nógu vel að ná í blóðgjafana, við þurfum nauðsynlega að stækka blóð- gjafahópinn,“ sagði hún. Þrengslin og Hellisheiðin lokuðust aftur í gær Ofærðin staðfestir nauð- syn Suðurstrandarvegar SESSELJA Jónsdóttir, bæjarstjóri í Ölfusi, sagði í samtali við Morgun- blaðið að það vandræðaástand sem skapaðist í Þrengslunum fyrr í vik- unni staðfesti enn og aftur nauðsyn þess að leggja Suðurstrandarveg. Bæði Þrengslin og Hellisheiði voru lokuð í gær vegna óveðurs. Sesselja sagði að það væri mikið öryggisatriði að farið yrði sem fyrst í uppbyggingu Suðurstrandarvegar. Suðurstrandarvegur mim liggja milli Grindavíkur og Þorlákshafnar, en þar er nú fær yfir sumartímann. Það sem af er þessa árs hefur verið mjög snjóþungt á Suðvesturiandi. Hellisheiðin hefur ítrekað lokast vegna veðurs og ófærðar. Síðastliðinn sunnudag skapaðist öngþveiti í Þrengslunum þegar þúsundir bíla reyndu að fara um veginn í mjög vondu verði. Vegurinn lokaðist og bjarga þurfti um 1.500 manns sem sátu fastir klukkutímum saman í bfl- um sínum. Sesselja sagði að þetta ástand hefði aldrei skapast ef búið væri að leggja Suðurstrandarveg. „Það gleymist stundum að Þrengslin og Hellisheiðin eru fjallvegir. Suðurstrandarvegur verður hins vegar allur á láglendi og vegarstæðið er mjög gott. Þar fyrir utan er það mikið öryggisatriði að fá Suðurstrandarveg. Hvað gerist ef það kemur upp neyðarástand í Reykjavík og fólk þarf að yfirgefa borgina í skyndi? Bflafjöldinn er orðinn svo mikill að það þurfa að vera fleiri og greiðari leiðir á þessu svæði. Suðurs- trandarvegur myndi leysa þennan Morgunblaðið/Siguijón Hjálmarsson Rjúpan hættir sér til byggða UNDANFARNA daga hefur nokk- uð borið á því að ijúpa hætti sér inn í byggð á Fáskrúðsfirði og segja heimamenn þar eystra að skýringin geti verið sú að svo mikill snjór sé til fjalla að þar sjái vart á dökkan díl. Rjúpan þykir hins vegar ekki sérlega lipur við fæðuöfiun f mannabyggð og e.t.v. kom rjúpan á myndinni sér makindalega fyrir á tijágrein í nágrenni kaupfélagsins á Fáskrúðsfirði í þeirri von að þar væri sitthvað matarkyns að finna. vanda að hluta tfl,“ sagði Sesselja. Suðurstrandarvegur er ekki kom- inn inn í vegaáætlun. Hins vegar er búið að veita fjármagni til hönnunar á veginum og verið er að undirbúa hann þannig að hægt verði að setja hann í umhveríismat. Vegurinn er 59 km og samkvæmt reiknireglum Vegagerð- arinnar myndi hann kosta um einn milljarð. Sesselja sagði að vegarstæð- ið væri mjög gott og stutt væri í efni í veginn og því gerði hún sér vonir um að hann gæti orðið talsvert ódýrari. Hún sagði að Suðurstrandarvegur myndi hafa mikið að segja fyrir at- vinnulífið á Suðurlandi og Suðumesj- um. Allir fiskflutningar frá Þorláks- höfn til Suðumesja þyrftu nú að fara í gegnum Reykjavík. Vegurinn myndi því skapa nýja möguleika í sjávarút- vegi og einnig í ferðaþjónustu. Rannsókn á stóra fíkniefnamálinu lokið RANNSÓKN lögreglunnar á stóra fíkniefnamálinu, sem upp kom í sept- emberbyrjun 1999, er lokið og var málið sent ríkissaksóknara til ákæru- meðferðar í gær. Níu menn sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins að kröfu lögreglunnar í Reykjavík. Að sögn Egils Stephensen sak- sóknara hjá Lögreglustjóranum í Reykjavík er málið gríðarlegt að vöxtum. Til marks um það em blað- síður málsgagnanna rúmar tvö þús- und talsins. Lögreglan í Reykjavík hefur kært 20 manns tfl ríkissaksóknara, og níu manns að auki sæta kæm eftir rann- sókn efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjórans á stórfelldum eignatil- færslum. Rannsókn lögreglunnar í Reykja- vík á málinu hefur staðið yfir frá í maí 1999, eða fjómm mánuðum áður en málið komst upp með því að hald var lagt á 6 þúsund e-töflur, 24 kg af hassi, 4 kg af amfetamíni og eitt kg af kókaíni. Efnahagsbrotadeild ríkis- lögreglustjóra lagði þá hald á eignir og fjármuni að verðmæti a.m.k. 70 milljónir króna, en talið er að fíkni- efnaágóði hafi verið notaður til að fjármagna umræddar eignir. Talið er að smyglleiðin sem notuð var hafi verið opin í eitt ár áður en lögreglan og tollgæslan lokuðu henni. Á þeim tíma er líklegt að á annað hundrað kg af ýmiss konar fíkniefn- um hafi verið smyglað inn í landið. Um miðjan óktóber sl. hafði rann- sóknin leitt í ljós hveijir vom viðrið- nir málið og lágu fyrir tengsl sak- bominga við fíkniefnin, sem lagt var hald á. I lögfræðiáliti um bræðslusamninga er fallist á sjónarmið stéttarfélaganna Félögin framseldu ekki samningsum- boð til VMSÍ SAMKVÆMT lögfræðiáliti sem unnið hefur verið fyrir ríkissátta- semjara era kjarasamningar sem gerðir vom vegna starfsfólks sem vinnur í fiskimjölsverksmiðjum sjálfstæðir en heyra ekki beint undir aðalkjarasamning Verkamanna- sambandsins. Þessi niðurstaða þýðir að stéttarfélögin hafa heldur meira svigrúm til að boða tfl verkfalls í verksmiðjunum en ella hefði verið. Árið 1997 gerðu stéttarfélögin kjarasamninga við vinnuveitendur vegna fiskimjölsverksmiðjanna áður en Verkamannasambandið gekk frá aðalkjarasamningi. Bræðslusamn- ingarnir vísuðu þó í samning VMSI að því leyti að launabreytingar áttu að taka mið af því sem samið yrði um síðar. Vinnuveitendur töldu að bræðslusamningamir væru hefð- bundnir sérkjarasamningar og þess vegna litu þeir svo á að ekki þyrfti að gera sérstaka viðræðuáætlun vegna þeirra þegar kom að því að gera nýja samninga. Stéttarfélögin töldu hins vegar að þetta væm algerlega sjálfstæðir samningar og félögin gætu boðað til aðgerða óháð viðræð- um um gerð aðalkjarasamnings. Til að skera úr þessu óskaði ríkis- sáttasemjari eftir lögfræðiáliti og er niðurstaða þess á þann veg að bræðslusamningarnir séu sjálfstæð- ir og að félögin hafi aldrei framselt samningsumboð sitt til VMSÍ. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari sagði að hann myndi styðjast við þetta álit og ekki setja fyrir sig þó ekki hefði verið gerð formleg við- ræðuáætlun vegna bræðslusamn- inganna. Stéttarfélögin hafa vísað ágreiningi vegna samninganna til sáttasemjara og sagðist hann ætla að boða deiluaðila til fundar mjög fljótlega. Bræðslusamningar eru tveir, ann- ars vegar em loðnubræðslur SR- mjöls og hins vegar em fjórar loðnu- bræðslur eystra. Líkur eru taldar á að félögin hafi samstarf í viðræðun- um og einnig ef kemur til aðgerða. Formannafundi VMSI, sem vera átti í gær, var frestað vegna ófærð- ar. Hann verður haldinn í dag og er reiknað með að á fundinum verði tekin ákvörðun um boðun verkfalls síðar í þessum mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.