Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 14
14 PÖSTUD AGUR 3. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Varabæjarfulltriii segir matarmál skólabarna í Garðabæ andstæð markmiði barnaverndarlaga Snýst um stuðning, virðingu og jöfnuð Garðabær TVEIR fulltrúar í fjölskyldu- ráði Garðabæjar hafa lagt fram bókun þar sem kemur fram að þeir telji ástand mat- armála nemenda við grunn- skóla Garðabæjar í andstöðu við uppeldismarkmið barna- vemdarlaga. ,AðalmáIið er að við högum hlutunum í samræmi við þær aðstæður sem við búum við í raun og veru en miðum þjón- ustuna ekki við aðstæður sem ekki eru lengur fyrir hendi,“ sagði Anna Rós Jóhannes- dóttir, sem situr í fjölskyldur- áði og er varabæjarfulltrúi, í samtali við Morgunblaðið. Hún lagði bókunina fram ásamt Önnu Magneu Hreins- dóttur. Grunnþjónusta Börn á unglingastigi í Garðaskóla geta keypt heita máltíð í hádeginu en böm í 1.-6. bekk, sem sækja Flata- skóla og Hofsstaðaskóla eiga þess kost að kaupa samlokur í hádeginu. „Það er staðreynd að foreldrar flestra barna í bænum em báðir útivinnandi en auk þess era heimili þar sem fyrirvinna er ein. Það að börn fái mat í hádeginu er hluti af grannþjónustunni sem fylgir einsetnum skóla,“ sagði Anna Rós. „Þetta snýst um stuðning við börn og heim- ili og virðingu fyrir vinnustað barnanna, auk þess sem sam- eiginleg máltíð stuðlar að jöfnuði, þar sem börn koma misjafnlega útbúin að heiman. Sameiginleg máltíð uppfyllir einnig ákveðnar félagslegar þarfir barnanna." Anna Rós sagðist hafa lagt fram bókunina vegna þess að samkvæmt barnavemdarlög- um sé það eitt af verkefnum bamaverndamefnda - en fjöl- skylduráð er barnaverndar- nefnd bæjarins - að setja fram tillögur og ábendingar um atriði er stuðla að því að búa börnum og ungmennum góð uppeldisskilyrði. Auk þess skuli þær benda á félags- leg atriði sem era andstæð þessu uppeldismarkmiði. Ástandið varðandi matarmál í grannskólum bæjarins sé gott dæmi um slíkt atriði. „Við vilj- um sjá metnaðarfullai' lausnir á matarmálum nemenda við grannskóla Garðabæjar, sem sýna skilning á þörfum barna við leik og störf sem era að taka út mikilvægan líkamleg; an og andlegan þroska. í framhaldi af einsetningu grannskóla Garðabæjar verði því lögð áhersla á að nemend- ur fái heita og næringarríka máltíð í hádeginu þegar á næsta skólaári,“ segir í bók- uninni. „Bömin fá ekki heitan mat í hádeginu í grannskólum Garðabæjar," segir Anna Rós. „Það sem við viljum koma til leiðar er að það sé borin virð- ing fyrir vinnustað bamanna okkar og að þau geti sest sam- an í hádeginu og borðað eins og fullorðna fólkið gerir. Okk- ur í minihlutanum flnnst vera léleg aðstaða fyrir börn í Garðabæ miðað við það að við eram með einsetna skóla. Það er búið að einsetja skólana, sem er gott, en það er ekki búið að kippa matarmálum barnanna í lag. Maturinn þarf ekki endilega alltaf að vera heitur en hann þarf að vera vel samsettur og kjarngóður." fþróttahús eða matur Nýlega var farið að bjóða börnunum að kaupa samlokur en Anna Rós sagði að þótt ráðgert væri að þegar fram í sækti yrðu gerðar úrbætur í matarmálum skólanna stæði það ekki til fyrr en eftir nokk- ur ár. „Við viljum að það verði sett í forgang að skapa þá að- stöðu sem þarf þannig að hægt verði að bjóða betri mat næsta haust,“ sagði hún. Hún sagðist vilja að for- eldrar yrðu látnir greiða hrá- efnisverð en bærinn legði fram aðstöðu og starfsfólk. „Það var verið að hækka fasteignagjöld í Garðabæ um 20% og við viljum að þetta verði gert fyrir þá peninga. Þetta er grannþjónusta," sagði Anna Rós. „Það á að byggja íþróttahús fyrir millj- ónir í bænum en meirihlutinn í félagsmálaráði segir að ekki séu til peningar fyrir þessu. Við eram hrifin af íþróttum en hrifnari af því að börnin fái hollan og góðan mat í hádeg- inu og sameiginlega máltíð,“ sagði hún. Hún sagði að minnihlutinn í bæjarstjóm myndi á næstu dögum leggja fram tillögu um að málið fengi algeran for- gang. 20 þúsund manna byggð í Vatnsmýrinni Vatnsmýrin FRAMTIÐ Vatnsmýrarinnar var m.a. til umræðu á opnum fundi um skipulag og um- hverfi Reykjavíkurborgar og kynnti Orri Gunnarsson, nemi í umhverfis- og bygg- irigarverkfræði við Háskóla Islands, verkefni um upp- byggingu Vatnsmýrarinnar, sem unnið var í Háskólanum, en samkvæmt því er gert ráð fyrir rúmlega 20 þúsund manna byggð á svæðinu. Á fundinum fjallaði Axel Hall um hagrænar forsendur fyrir staðsetningu Reykja- víkurflugvallar og byggði er- indið á skýrslu sem gefin var út 1997. Þá fjallaöi Þorsteinn Þorsteinsson, verkfræðingur og kennari við Háskóla ís- lands, um samgöngur í þétt- býli. I lýsingu verkefnisins, sem Orri kynnti, kemur fram að hverfisskipulagið miðast við lögmál hringamyndunar, með miðborg innst, þar sem nýtingarhlutfall lands er hátt. Utan miðborgarinnar er blönduð byggð, sem á það til að breytast í miðborgar- svæði með tímanum. Þriðji og fjórði hringurinn hefur að geyma íbúðahverfi fyrir bæði einbýli og fjölbýli. Skipulag svæðisins tekur mið af næsta nágrenni en forðast öll einkenni út- hverfaskipulags, sem nýrri hverfi borgarinnar hafa ver- ið skipulögð eftir. Ætlunin er því að láta byggðina líta út eins og flugvöllurinn hafi aldrei verið þar og að hún komi sem sjálfsagt framhald af vesturbænum og Þingholt- unum. Göng undir Oskjuhlíð og Kópavog Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir lágreistri byggð meðfram sjó í Skerja- firðinum. Grænt svæði kem- ur sem framhald af Hljóm- skálagarðinum og myndar grænan borða sem tengir borgarhverfí við græn svæði með göngustígakerfi. I lýs- ingu tillögunnar segir að nokkurs konar þekkingar- þorp komi út frá háskóla- svæðinu og samkvæmt reynslu erlendis frá sæki þangað tækniíyrirtæki vegna nálægaðar við há- skólahverfið. Gatnakerfi hverfisins mið- ar að því að jafna umferðar- rennsli borgarinnar í heild og að taka við umferð sem skapast í hverfinu sjálfu. Það yrði gert með því að fjölga stofnbrautum, sem Iiggja frá miðbænum úr einni í þrjár miðað við núverandi ástand. Göng yrðu grafin undir Öskjuhlið, sem tengdust inn á Kringlumýrarbraut. Önnur göng kæmu undir Kópavog að Breiðholtsbraut. Þessi tenging kæmi í staðinn fyrir braut í gegnum Fossvogsdal- inn. Framtíðaráform gera einnig ráð fyrir braut er lægi yfir Skerjaíjörð, út á Álfta- nes og tengdist inn á Hafnar- fjaröarveg. Þorsteinn, verkfræðingur og kennari við Háskóla ís- lands, sagði að þegar fram líða stundir gæti verið snið- ugt að gera veg frá Vatns- mýrinni suður á bóginn til Álftaness, með brú eða göng. Hann sagði það einnig alveg ljóst að ef tugir þúsunda íbúa myndu flytjast í Vatnsmýrina þurfi að byggja miklar um- ferðaræðar frá því svæði og til austurhluta borgarinnar. Opinn fundur um skipulag og umhverfí Reykjavíkurborgar Nauðsynlegt að líta á höfuð- borgarsvæðið sem eina heild Höfudborgarsvædid AFAR mikilvægt er að líta á höfuðborgarsvæðið sem eina heild, þegar kemur að skipu- lagningu byggðar á svæðinu. Þetta kom fram í erindum dr. Trausta Valssonar og Gests Ólafssonar, arkitekta og skipulagsfræðinga, á opnum fundi um skipulag og um- hverfi Reykjavíkurborgar, sem haldinn var af borgar- fulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins á Grand Hóteli á þriðju- daginn, en Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti flokks- ins í borgarstjórn, var fund- arstjóri. „Það er mikilvægt að svæð- ið sé skoðað í heild þegar kemur að framtíðarskipulag- ningu, sérstaklega þegar kemur að stærstu þjónustu- mannvirkjum, eins og höfn- um og flugvellinum,“ sagði Trausti. „Það era mál sem ekki er hægt að reikna með að séu leyst innan ákveðinna sveitarfélagamarka.“ I erindi sínu fjallaði Trausti um togstreituna á milli náttúra og borgar og sagði hann að viðhorf manna í þessum efnum hefði breyst mjög til hins betra í gegnum tíðina. Áður fyrr hefðu menn einblínt á uppbyggingu iðn- aðar og umhverfissjónarmið mátt sín lítils, en nú væra menn mun meðvitaðari um mikilvægi náttúrannar og umhverfisins. Náttúran stór- kostleg auðlind „Gróf iðnaðarstarfsemi á ekkert erindi inni í miðri borg,“ sagði Trausti. „Það er hvarvetna verið að flytja þessa starfsemi út fyrir byggð, hvort sem að það era flugvellir, stórhafnir eða ann- að slíkt. Menn verða að átta sig á því að náttúran hérna við bæjardymar, eyjarnar, sundin og strendurnar, er stórkostleg auðlind, sem býð- ur upp á mikla lífsfyllingu fyrir íbúana í útivist og öðra slflcu." Að sögn Trausta geldur skipulag byggðar á höfuð- borgarsvæðinu mjög fyrir það hversu mörg sveitarfélög eru þar. Hann sagði að sam- spil og samhæfing byggðar væri mjög lítil sökum þess hversu framkvæmdavaldið væri dreift á svæðinu. „Sum sveitarfélögin era að reyna að byggja upp einhverjar litlar hafnir, sem er óhagkvæmt á stöðum sem passa ekki út frá fegurðarsjónarmiðum og slíku, eins og til dæmis höfnin við endann á Kársnesinu í Kópavogi. Þar er verið að byggja upp iðnaðarstarfsemi meðan verið er að flytja hana frá suðurströnd Reykjavíkur og búa þar til ylströnd. Kársnesið er fallegur staður og væri til dæmis ekki fal- legra að vera þar með ein- hverja menningarbyggingu eða opinbera byggingu, með sjóinn á allar hliðar, svona eins og óperan er í Sidney. Alveg eins og á Kársnesi er á Gufunesi falleg staðsetning og í Örfirisey, en hvað setjum við á þessa fallegustu staði borgarlandsins - olíutanka og áburðaverksmiðju. Það er ekki mikill og ræktaðar feg- urðarsmekkur sem birtist í svoleiðis skipulagsstefnu. Á meðan fjárhagslegur ábati af iðnaðarstarfsemi er jafnmikill og raun ber vitni loka sveitarstjórnarmenn augunum fyrir því að þeir eru að gera þarna hræðilega hluti skipulagslega séð.“ Hafnar- eða flugvallarsamlag „Ein af ástæðunum fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur hefur ekki verið fluttur annað er sú að Reykjavíkurborg hefur haft miklar tekjur af honum. Ef það væri búin til ein- hvers konar yfirstjórn, sem sæi um skipulagningu byggð- ar á höfuðborgarsvæðinu eða stofnað einhvers konar hafn- ar- eða flugvallarsamlag, þá væru menn ekki fastir í þeirri hugsun að reyna að ríghalda í þær tekjur sem þessi iðnað- arsvæði gefa af sér. Þá væra menn ekki endilega að hugsa um það að byggja upp litla óhagkvæma höfn á sínu svæði heldur sameinuðust um eitt almennilegt flutningasvæði, þar sem flugvöllur höfn og landflutningar kæmu saman. Þetta er verið að gera alls staðar í Evrópu enda er þetta einn meginkjarni í skipulags- stefnu Evrópusambandsins, en þessi hugmynd hefur ekki náð að nema land hér. Það væri t.d. hægt að gera þetta í hrauninu við Straumsvík. En ein af meginforsendunum fyrir því að það sé hægt að búa til hagkvæmni úr flutn- ingum er að geta farið með vöra beint úr skipi í flug eða öfugt, þá yrði til dæmis bara ein tollafgreiðsla fyrir þetta allt saman.'“ Trausti sagði líka mikil- vægt að horfa á höfuðborgar- svæðið í enn víðara samhengi þ.e. í tengslum við Akranes og Borgarnes, þar sem til dæmis væri hægt að reka ákveðna hafnarstarfsemi á Grandartanga. „Ef að við drægjum þenn- an stærri ramma værum við ekki að troða þessari iðnaðar- starfsemi inn á fallegustu staði höfuðborgarsvæðisins.“ Ekki stundaðar neinar skipulagsrannsóknir Gestur Ólafsson var sam- mála Trausta um mikilvægi þess að líta á höfuðborgar- svæðið sem eina heild í skipu- lagsmálum. Hann sagði enn- fremur að hér á landi væra ekki stundaðar neinar skipu- lagsrannsóknir á t.d. því hvaða byggðaform og hvaða byggð myndi henta hér á landi fyrir Islendinga í dag og í framtíðinni. „Ég held að það sé ákaflega mikilvægt að við hér á Islandi gerum sömu menntunar- og reynslukröfur til þeirra, sem er trúað fyrir jafn mikilvægu og vandasömu verki eins og nútíma skipulag er, eins og t.d. vel flest Evrópulönd gera - ég held að það sé grundvall- aratriði," sagði Gestur. Margir þeirra sem era að fást við skipulag gera sér ekki grein fyrir því hvað þetta era flókin og afdrifarík mál, sem verið er að fjalla um. Þetta er miklu meira og flóknara at- riði en að finna lóð fyrir eitt- hvert hús, ákveða hvað nýt- ingarhlutfallið á að vera mikið á lóðinni og hvernig þakið á að halla.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.