Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 50
60IT fóU McCANN'EtlCKSON ■ SlA MORGUNBLAÐIÐ fcg FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 EG Skrifstofubúnaður ehf. Ármúla 20 sími 533 5900 fáx 533 5901 HESTAR Litföróttur undan tveim- ur einlitum Eftir að farið var að ræða um að litförótti hrossaliturinn væri í útrýmingarhættu hafa ýmsar nýjar upplýsingar komið í ljós. * Asdís Haraldsdóttir komst að því að Páll Imsland hefur séð að litförótt getur komið fram hjá afkvæmi tveggja einlitra hrossa ef annað er hvítt. Það sannar hesturinn Reglubrjótur frá Lágafelli. PÁLL Imsland hóf tilraunir með lit- förótta litinn sumarið 1996. Hann vildi ganga úr skugga um að litforótt gæti komið fyrir með öllum möguleg- um grunnlitum í íslenska hrossast- ofninum. Tilraunirnar fóru fram í tveimur gangmálum og var annað á Lágafelli í Austur-Landeyjum, en hitt á Lambastöðum í Hraungerðis- hreppi. Grálitföróttur Reglubrjótur Páll var staddur á Lágafelli vorið 1998 og var að skoða afrakstur til- raunarinnar. Hann rakst þá á gráan fola sem bar greinileg einkenni þess að vera jafnframt litföróttur. Folinn var ári eldri en tilraunafolöldin, eða tveggja vetra þegar þetta var. Magn- ús Finnbogason bóndi á Lágafelli sagði folann undan Hrafnhildi frá Lágafelli og Friði frá Kleifum. Þessi hross eru bæði einlit og samkvæmt kenningum um litförótta litinn átti þetta því ekki að geta staðist, því hingað til hefur verið talið að litförótt sé til komið fyrir tilstuðlan ríkjandi erfða og því þurfi annað hvort for- eldrið að vera litförótt til að fá fram litinn. Enginn hafði orðið þess var að hryssan hefði nokkru sinni strokið burt, né heldur að annar foli hafi komið í girðinguna til hennar. Við eftirgrennslan kom í ljós að enginn litfóróttur graður foli hafi verið í Austur-Landeyjum þetta sumar. Auk þess kastaði Hrafnhildur á rétt- um tíma miðað við að hafa verið í girðingu hjá Friði. Folaldið var dökkt á lit, en Hrafnhildur er dökk- jörp, nærri svört á bolinn. Friður er hins vegar grár og var nærri alhvítur þegar þetta var. Hann er fæddur rauðbleikur. Þessi ungi og grunsam- legi foli hlaut nafnið Reglubrjótur. Erfir liti bæði frá föður o g móður Þegar Ijóst var að folinn væri að sýna fram á brot á reglum um erfða- lögmálin, sem hingað til hafa verið taldar réttar, var Ijóst að nauðsyn- legt væri að taka blóðsýni úr öllum þremur hrossunum. Það var gert síð- astliðið sumar og voru þau send til Svíþjóðar til blóðflokkagreiningar. Niðurstöður liggja nú fyrir og sýna að ekkert mælir gegn því að báðir til- greindir foreldrar séu í raun hinir réttu, þrátt fyrir litina sem ekki eiga að geta gefið litförótt. Páll heldur því fram að Reglu- brjótur erfi dökkbrúna litinn sem hann fæddist með frá móður sinni, en sá litur erfist aðeins á vindhárafeld- Ljósmynd: Páll Imsland Reglubrjótur frá Lágafelli. Grálitföróttur undan tveimur einlitum hrossum. Á fyrri myndinni er hann í undirhárafeldi sem er að falla af, en á seinni myndinni er hann í nýjum og dekkri sumarfeldi. inn. Hins vegar erfir hann hvítan lit á undirhárafeldinn frá föður sínum og jafnframt þann eiginleika að lýsast með aldri. Hann mun því með árun- um hætta að sýna það á skrokki sín- um að hann er litföróttur þótt hann geymi eiginleikann í genasafni sínu. Litir virðast alls ekki erfast þannig að jafnaði að litur komi frá sitt hvoru foreldri á sinn feldinn hvor, heldui- erfist litur að jafnaði á báða feldina í senn fyrir tilstuðlan sömu gena. Hér er því á ferðinni einhvers konar af- brigði í erfðum miðað við venjulegar eða algengar erfðareglur, afbrigði sem veldur því að við litaerfðirnar skipast mismunandi litur á sitt hvorn feldinn og koma litimir hvor frá sínu hvoru foreldri. Þannig varð litförótt fyrst til A þennan hátt hefur litförótt augsýnilega fyrst orðið til og síðan haldist við í gegnum venjulegar ríkj- andi erfðir og þannig kemur litförótt samkvæmt þessu ennþá fram af og til. Þannig mega menn jafnan vænta þess að fá fram í einlitu stóði sínu lit- förótt folöld, en aðeins ef þar eru hvítar hryssur eða hvítur foli. Páll segist eiga von á því að gegn þessari frásögn verði sett fram sú mótbára að Friður sé sjálfur litför- óttur, en það sjáist bara ekki af því hann er orðinn hvítur. Hann segir því til að svara að undan Friði hafi komið mörg afkvæmi fram á Lágafelli og því ætti að vera orðið ljóst ef hann bæri þessi gen sjálfur. Hann ætti þá að hafa þau frá föður sínum, Gáska 920 frá Hofsstöðum, sem er grár, fæddur rauðskjóttur. Ekki er vitað um litförótt undan Gáska nema á móti litföróttum hryssum, né heldur IEíBÍEæsÉnss leysir vandann Reflectix er 8 mm þvkk endurqeislandi einanqrun í rúllum. 7 lög en 2 ytri alúminíum-lög endurgeisla hitann. Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m. I hóaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, ú rör, ó veggi, tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl. Skæri. heftibyssa og límband einu verkfærín. PÞ &CO Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 ÁRMÚIA 29 S: 553 8640 l 568 6100 S A ÁÐUR EN LANGT UM LÍÐUR GETUR ÞÚ VERIÐ í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.