Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+ Leó Garðar Ing-
ólfsson fæddist í
Reykjavík 19. nóvem-
ber 1933. Hann lést á
heimili dóttur sinnar
hinn 16. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
Leós voru Guðrún L.
Böðvarsdóttir, f. 3.
júlí 1909, d. 29. ágúst
1990, og Ingolf Abra-
hamsen, f. 14. júní
1904, d. 19. desember
Su 1966. Hálfsystir Leós
og sammæðra er Sig-
ríður Þóra Sigfús-
dóttir Weissbein, f. 8.
október 1936. Hún er búsett í Kali-
fomíu. Hálfsystkini Leós og sam-
feðra eru Bergljót, f. 4. maí 1927,
Iljördís, f. 17. janúar 1948 og Óm, f.
24. júm' 1951.
Leó kvæntist Unni Laufeyju
Jónsdóttur 1962, þau skildu 1972.
Eldri dóttir þeirra er Þóra, iðju-
þjálil, f. 31. desember 1962. Sam-
býlismaður Þóm er Kristján Aðal-
steinsson, málarameistari, f. 4.
Kær vinur, Leó Ingólfsson, er lát-
inn. Okkar kynni hófust eftir að ég
Jjvrjaði nám í rafeindavirkjun hjá
Landssímanum 1965. Leó var þá og
næstu áratugina á eftir aðalséríræð-
ingur Landssímans í sjálfvirkum sím-
stöðvum og kenndi það fag lengi. Á
þessum árum var lagður grunnui- að
símakerfinu eins og við þekkjum það í
dag. Leó var aðalhugsuðurinn og
skipuleggjandinn í þeirri uppbygg-
ingu. Einnig voru símstöðvar á þess-
um tíma þannig að laga þurfti þær að
hveiju iandi fyrir sig. I þessu fólst
mikil hönnunarvinna sem Leó sá um
eða hafði umsjón með.
Árið 1978 tókst með okkur góð vin-
átta þegar við fórum saman í sex mán-
aða nám í nýrri kynslóð af tölvustýrð-
um símstöðvum. Þetta var liður í að
koma Islandi í sjálfvirkt símasam-
band við önnur lönd. Námið var fyrst í
London og síðan Stokkhólmi. Skólinn
var frá 9-17 og íh' um helgar. Þetta
var mun styttri vinnudagur en við
vorum vanir. Við fórum því víða og
skemmtum okkur vel. Leó var afar
góður málamaður, fróður og fínn fé-
lagi. Þessi tími er mér afar kær.
Síðustu árin áður en hann hætti og
fór á eftirlaun, það gerði hann þegar
hann átti rétt á rúmlega sextugur, fór
hann að vinna að félagsmálum raf-
eindavirkja sem unnu hjá ríkinu. Raf-
„jðnaðarmenn voru dreifðir í mörg
stéttarfélög opinberra starfsmanna
og var mikill áhugi á að sameinast í
einu fagfélagi innan Rafiðnaðarsam-
bandsins. Við þetta var mjög mikii
andstaða hjá ríkisvaldinu og fyrir-
tækjum þess og mest var andstaðan
hjá Landssímanum. Leó ætlaði sér
ekki að vera í forystu fyrir þessum
nóvember 1957. Dóttir
Kristjáns er Lára
Kristjánsdóttir, f. 20.
desember 1984. Yngri
dóttir þeirra Leós og
Unnar er Guðrún, tölv-
unarfræðingur, f. 14.
ágúst 1964. Sambýlis-
maður Guðrúnar er
Jóhann Haukur Sig-
urðsson, líf&mðingur
og tölvunarfræðingur,
f. 21. júlí 1957. Dóttir
Jóhanns Hauks er
Guðrún Bima Jó-
hannsdóttir, f. 16.
febrúar 1978. Sonur
Guðrúnar og Jóhanns Hauks er
Leó, f. 17. nóvember 1991.
Leó Ingólfsson eyddi fyrstu ævi-
árum sínum í Reykjavík, en dvafdi
um fjögurra ára skeið hjá skyld-
fólki á Þingeyri, en Guðrún móðir
Leós var ættuð frá Hvammi í Dýra-
firði. Hann sat á skólabekk á Núpi í
Dýrafirði og þótti afburðanáms-
maður. Hann Iauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í' Reykjavík árið
breytingum þó hann styddi þær heils-
hugar. En það varð úr að hann tók
þetta að sér og hafði sigur eftir mikil
átök. Hann hafði þann eiginleika að
klára það sem hann tók sér fyrir
hendur. Þeir sem til þekkja eru sam-
mála um að þetta hefði ekki tekist án
hans.
Leó var að mörgu leyti einstakur,
hann var með greindari mönnum sem
ég hef kynnst. Hann hafði áhuga á
flestu því sem var að gerast í þjóðmál-
um, íþróttum, skák og tækni. Hann
var mjög fær íslenskumaður og var
iðulega fenginn til að lesa yfir eða
semja texta vegna félagsmála. Leó
var alltaf málefnalegur og sanngjam
þó ekki hafi alltaf verið ástæða til
þess.
Hann var ágætur hagyrðingur og
skemmti okkur oft með vísum af
ýmsu tilefni, oftast einhverju pers-
ónulegu á vinnustað. Einnig urðu
nokkrar til í félagsmálabaráttunni og
munu einhveijar hafa ratað á borð
samgönguráðherra. Þegar Leó frétti
það hafði hann nokkrar áhyggjur af
þvíjiær væru ekki nógu vel ortar.
Eg kveð þennan góða dreng með
miklum söknuði. Dætrum Leós,
bamabömum og öðmm aðstandend-
um votta ég mína innilegustu samúð.
Erlingnr Tómasson.
Fallinn er frá einn af betri félags-
málamönnum rafiðnaðarmanna. Leó
hóf störf hjá Landssímanum 1952 og
varð símvirki 1959. Hann var ákaflega
fær fagmaður á sínu sviði sem um-
sjónarmaður sjálfvirkra stöðva, sem
sýnir sig í því að hann varð yfírdeild-
arstjóri 1974 og var það til starfsloka.
1953. Leó hóf störf hjá Landsíman-
um 1952. I fyrstu var um sumar-
störf að ræða, en frá 31. júlí 1956
gegndi hann þar fullu starfi. Hjá
Landsímanum starfaði Leó samfeílt
þar til hann fór á eftirlaun 31. júlí
1994. Leó lauk si'mvirkjanámi árið
1959 og varð símvirkjameistari og
umsjónarmaður sjálfvirkra stöðva
1966. Hann gegndi stöðu yfirdeild-
arstjóra frá 1974 til starfsloka.
Leó sinnti ýmsum trúnaðarstörf-
um fyrir símvirkja, bæði innan Fé-
lags i'slenskra símamanna og utan
þess. Hann sat um tíma í kjaradeilu-
nefnd og starfsmatsnefnd á vegum
BSRB. Leó var helsti forystumaður
fyrir því að félög símvirkja, út-
varpsvirkja og skriftvélavirkja
sameinuðust innanRafiðnaðarsam-
bands íslands (RSÍ) árið 1987. Að
samciningunni vann hann sleitu-
laust frá 1983. Þess má geta að Leó
gegndi lykilhlutverki í stofnun Fé-
lags sfmsmiða þar sem hann meðal
annars skrifaði lög félagsins og fór
um landið til að safna i' félagatal.
Leó tók auk þess þátt í mörgum
verkefnum á vegum rafeindavirkja
eftir að þeir voru komnir í RSI.
Utfor Leós verður gerð frá Laug-
ameskirlgu í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Leó gegndi margskonar trúnaðar-
störfum innan Félags íslenskra síma-
manna og BSRB og síðar hjá Rafíð-
naðarsambandi íslands.
Fljótlega eftir stofnun Rafiðnaðar-
sambands Islands árið 1970 hófust
umræður meðal hinna svokölluðu
veikstraumsgreina, þ.e. símvirkja,
skriftvélavirkja og útvarpsvirkja, um
að sameinast undir starfsheitinu raf-
eindavirkjar. Þetta var mikið og flókið
verkefni, bæði vegna þess að hér var
um að ræða 3 löggiltar iðngreinar og
sameina þurfti námskrár og sveins-
próf. Meðan á þeirri vinnu stóð fóru
forystumenn þessara hópa að ræða
það að þeir myndu standa mun betur
ef þeir væru allir í einu stéttarfélagi,
en að hverri þessara iðngreina stóð
stéttarfélag og þau voru í hvert í sin-
um heildarsamtökum launamanna.
Þegar af stað var farið tók sú vinna
mun meira á en að sameina iðngrein-
amar. Það var um 1983 sem Leó tók
að blanda sér í málið af krafti. Leó var
einn af þessum eldhugum, ef mál
vakti áhuga hans og hann tók það að
sér var hann valdnn og sofinn yfir því.
Otal fundir með öllum aðilum, flókinn
undirbúningur, bréfaskriftir sem
skiptu hundruðum og síðast en ekki
síst að sameina ólíka hópa í eina sveit,
sem væri tilbúin til þess að standa
saman um gerð kjarasamnings og
leggja svo í verkfall til þess fá hann
viðurkenndan. Þessi hópur og for-
ystumenn hans þurftu ekki einungis
að beijast við vinnuveitendur, heldur
þurftu þeir að berjast við forystu-
sveitir þeirra stéttarfélaga og lands-
sambanda sem þeir vildu ganga úr.
Þar stóð Leó í eldlínunni og barðist af
öllum lífs og sálar kröftum. Baráttan
varð svo heit að hann var á tímabili
rekinn úr Félagi íslenskra síma-
manna. En Leó og hópur hans hafði
fullan sigur eftir fimm vikna verkfall
árið 1987.
Á þessum tíma kynntist ég Leó og
sá þar hörkutól, en við nánari kynni sá
ég að þar fór tilfinningaríkur maður,
víðlesinn og með ákaflega ríka rétt-
lætiskennd. Það var gott að vinna með
honum og hann var ætíð tilbúinn til að
ræða alla hugsanlega fleti á hveiju
máli og leita að hinni réttu hlið. Hann
hafði næmt auga fyrir því hvernig
best væri að vinna málum framgang
og ákaflega gott stöðumat. Leó vann
sér fljótt virðingu meðal forystu-
manna RSÍ og ekki síður vináttu
þeirra, sem entist allt hans líf. Ég
rakst stundum á Leó í fjallgöngum
mínum og við urðum m.a. samferða
einu sinni yfir Drangajökul og lentum
þar í aftakaveðri, en dvöldum síðan í
fallegu veðri um nokkurt skeið í
Reykjafirði og fórum þaðan víða. Leó
leið greinilega vel í hinni einstöku
náttúru okkar og kunni vel að njóta
hennar við veiðar í ám og vötnum og í
fjöruborðinu, eða við rölt um fjörum-
ar og sprang um fjöllin.
Ég vil fyrir hönd rafiðnaðarmanna
og samtaka þeirra þakka Leó fyrir
góð og mikil störf og sendi aðstand-
endum samúðarkveðjur.
Guðmundur Gunnarsson, form.
Rafiðnaðarsambands Islands.
Ég vil minnast félaga míns, Leós,
með nokkrum orðum. Fyrstu kynni
mín af honum voru þau að hann var
einn af kennurum mínum þegar ég
var að læra símvirkjun (rafeindavirkj-
un) á árunun 1966 til 1969. Það kom
strax í ljós að þar fór maður sem var
vel að sér í tækninni og átti auðvelt
með að miðla þeirri kunnáttu til okkar
nemanna. Leiðir okkar hafa legið
saman allt frá þeim tíma. Við vorum
starfsmenn Símans og báðir í hópi
þeirra manna sem voru mikið að
vinna vítt og breitt um landið. Dáðist
ég oft að því hvað Leó var vel að sér í
öllum málum, ekki síst í því sem sneri
að tækninni.
Það var margt brallað á þessum ár-
um meðan menn gáfu sér tíma til að
spila, tefla, ganga, syngja eða jafnvel
yrkja, en Leó var hagyrðingur og sló
oft fram vísum sem áttu við h'ðandi
stund.
Samskipti okkar Leós urðu hvað
mest upp úr 1982 þegar hann var kos-
inn til forystu fyrir rafeindavirkja hjá
Símanum. Hann taldi mig á að koma
með í þann slag, sem stóð fyrir dyr-
um, þ.e. að sameina rafeindavirkja í
Rafiðnaðarsambandinu. I þeirri vinnu
var Leó á heimavelli, skipulagning
hans og öguð vinnubrögð gerðu það
að verkum að ætlunarverk okkar
tókst, þ.e. að sameina sem flesta ra-
feindavirkja í einu félagi. Auðvitað
var Leó ekki einn að verlri, en ég full-
yrði að engum öðrum en Leó hefði
tekist að fá „alla“ rafeindavirkja hjá
Símanum til að skrifa undir viljayfir-
lýsingu um sameininguna og leggja
niður vinnu til að fylgja því eftir. Þetta
tókst honum með góðu skipulagi og
vegna þess góða orðspors sem hann
hafði meðal okkar. Leó þekkti alla
rafeindavirkjana persónulega enda
hafði hann kennt okkur flestum meira
eða minna. Seinna tók Leó þátt í að
koma símsmiðum í Rafiðnaðarsam-
bandið og vann það á sama hátt vel.
Leó var frábær félagi sem gott var að
vinna með. Hann hlustaði á rök, hugs-
aði málin frá grunni og ekki síst vann
hann það sem þurfti að vinna. Þegar
við vorum að vinna sem mest í félags-
málunum kom Leó mikið heim til mín
og ég dáðist að því hvað hann var
óþreytandi að leika við börnin mín.
Áldrei voru svo mikilvæg málefni til
umræðu í félagsmálunum að Leó
hefði ekki tíma til að taka börnin í
„kleinu“ eða leika við þau á annan
hátt.
Ég og fjölskylda mín vottum dætr-
um Leós og öðrum aðstandendum
innilega samúð. Sérstaklega veit ég
að afabömin hafa misst mikið.
Valgeir Jónasson.
Afi Leós dó í gær. Hann var hraust-
ur maður og einn sá skemmtilegasti í
heimi og það er ekki tilviljun. Hann
hefur verið góður við okkur öll. Hann
hefur farið með okkur öll með tölu á
skemmtilega staði, t.d. í Barnaríkið
og í sund. Hann hefur leyft okkur að
fara næstum því á hvaða stað sem er
og þá meina ég okkur öll. Það hlýtur
að hafa verið hræðilegt fyrir Leó að
missa afa eins og Leó. Hann hlýtur að
sakna afa síns sáluga. Hann Leó
gamli var hraustur eins og ljón, sterk-
ur eins og bjöm og góður eins og rós.
Og í öllum hlutum var hann frábær.
Bjartur Dagur og bekkjarfélag-
ar Leós yngra
í Vesturbæjarskóla.
Elsku afi Leó. Mig langar að kveðja
þig og þakka þér fyrir hvað þú varst
góður við mig. Þótt þú værir ekki al-
vöm afi minn heldur hans Leós vinar
míns þá bauðst þú mér oft að koma
með ykkur í sund og fleira skemmti-
legt, eins og að fara í Fjölskyldugarð-
inn. Það var líka enginn jafn flinkur
og þú í að „knexa“. Við Leó hjálpuð-
um þér að byggja risastóran rússí-
bana, og þú bjóst til flotta kirkju,
krana og háan tum.
Elsku afi Leó, ég á eftir að sakna
þín mikið. Ég veit sjálf hvað það er
sárt að missa afa sinn og þess vegna
er ég svo fegin, að hann Leó vinur
minn skuli eiga svona margar góðar
minningar til að hugga sig við. Guð
geymiþig.
Þín vinkona,
Margrét Dórothea.
Við hin á 3. hæðinni sendum Leó
litla og allri fjölskyldunni innilegar
samúðarkveðjur og þökkum afa Leó
fyrir elskuleg kynni.
Ragnheiður, Jón
og Steindór Grétar.
LEO GARÐAR
INGÓLFSSON
+ María Soffía
Kristinsdóttir
fæddist í Hringsdal í
Grýtubakkahreppi í
S-Þing. 16. maí 1930.
Hún lést á Land-
spítalanum 19. febr-
úar síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Breiðholts-
kirkju 25. febrúar.
í tæp tvö ár hefur
verið háð stríð, það stríð
hefur verið háð í kyrr-
þey eins og svo mörg
íftnnur á þessum vett-
vangi. Sum vinnast en önnur tapast.
Maja var baráttumanneskja, sigur-
vegari, hún vann áfangasigra en í
hvert sinn stóð hún upp eilítið verr
undirbúin fyrir næstu orrustu. Ovin-
urinn fann upp nýjar leiðir og beið
færis. Að endingu er þrekið uppurið,
þá er stríðið tapað, en því var svo
sí,inarlega ekki tapað baráttulaust.
Mínar fyrstu minn-
ingar um Maju era
tengdar dúnhreinsun-
inni. Á hverju sumri var
æðardúnninn sólþurrk-
aður og mesta ruslið
hrist úr honum. Þegar
því var lokið birtist
Maja til að hreinsa. I
marga daga dundi í vél-
inni frá þvi við krakk-
amir skreiddumst fram
úr á morgnana og þar til
við sofnuðum á kvöldin.
Ég get ennþá séð hana
fyrir mér, í hitanum og
rykinu í dúnhúsinu,
standandi yfir vélinni með visk í hönd-
unum og augun sindrandi af þessari
einstöku eðlislegu gleði sem fylgdi
henni alla tíð. Sérstakur, hávær og
smitandi hlátur hennar fyllti húsið og
heimilisbragurinn varð einhvem veg-
inn allur öðravísi þessa daga.
Stundum fór ég með Maju, mömmu
eða ömmu Þóra í berjamó, það vora
skemmtilegar ferðir. Maja hafði frá
mörgu að segja og náði ömmu oft á
gott flug líka. Að áliðnu kvöldi komum
við heim með fullar berjafötur,
strengi um allan kroppinn og maga-
verk af hlátri. Það var einhvem veg-
inn alltaf sól þessa daga.
Seinna, þegar mamma tók við
hreinsuninni, héldu Maja og Palli
áfram að koma við á hverju sumri, en
heimsóknimar urðu stijálli með áran-
um. Heimili þeirra hjóna í Leirabakk-
anum var alltaf opið ættingjum, vin-
um og kunningjum. Þangað var gott
að koma og njóta ósvikinnar gestrisni
þeirra hjóna, enda var þar stundum
þröng á þingi en alltaf glatt á hjalla.
Þegar ég var lítil stóð mér stundum
stuggur af hreinskilni Maju, en seinna
var þetta sá eiginleiki sem ég dáði
hana mest fyrir. Hún var aldrei feimin
við að láta hlutina heita sínum réttu
nöfnum, lygi og óheiðarleiki vora ekki
til í hennar fari. Maja var einstök, hún
bætti fólk í kringum sig. Mér hefur
verið sagt að Maja hafi verið afbragðs
ljósmóðir og því get ég vel trúað, hún
var innileg og ráðagóð og fólk fékk
strax traust á henni. Hún stóð full-
komlega undir því trausti. Þegar ég
var ófrísk ræddum við Maja vel sam-
an og á þeim tíma kynntist ég henni á
nýjan hátt. Viðhorf hennar til lífsins
endurspeglaðist í frásögnum af ljós-
móðurstarfinu og hennar eigin með-
göngum. Þama galopnaðist fyrir mér
alveg nýr heimur og er ég henni inni-
lega þakklát fyrir það. Við ræddum
einnig mikið um æskuár hennar og
samskiptin milli systkinánna. Ég öðl-
aðist skilning á ýmsu sem hafði verið
mér ráðgáta, ég fékk að kynnast nýj-
um hliðum á ömmu og afa, pabba og
líka sjálfri mér. „Þú átt eftir að rekast
á marga veggi í lífinu," sagði Maja
einu sinni við mig fyrir löngu og ég
man að mér sárnaði við hana. Mér
verður oft hugsað til þessara orða,
veggirnir hafa verið margir en voru
nauðsynlegir í leiðinni að auknum
þroska. Mér gafst bara aldrei færi að
spyrja hana nánar út í þessi orð. Sá
hún kannski sjálfa sig í mér á þessum
tiltekna tímapunkti? Ég vil gjaman
trúa því.
Maja sagðist eiga góðan mann og
víst er að samband þeirra þjóna var að
mörgu leyti einstakt. Þau bára ótak-
markaða virðingu hvort fyrir öðra og
væntumþykjan skein úr augum
beggja. Þegar veikindin skullu yfir
eins og holskefla stóð Palli sem klett-
ur við hlið Maju og studdi hana með
ráðum og dáð. Þegar ég var við nám
fjarri heimahögum kom það stundum
fyrir að ég gisti hjá Maju og Palla í
Leirabakkanum. Þá velti ég oft fyrir
mér hver væri lykillinn að baki hjóna-
bandi eins og þeirra. Þau vora svo ólík
en þó svo samstiga, tvö mismunandi
hljóðfæri sem spiluðu sama lagið í
fullkomnum samhijómi. Nú er efri
röddin hljóðnuð, hláturinn þagnaður
og tómlegt orðið í Leirubakkanum.
Elsku Palli, Jóhannes, Þór og
Kiddi, tengdadætur Maju og bama-
böm, margt er enn ósagt og margt af
því er heldur ekki hægt að segja, til
þess skortir orð. Minningin um ein-
staka konu mun fylgja ykkur og okk-
ur öllum sem þekktum hana. Megi
hlátur hennar óma í hjörtum okkar
um ókomna framtíð og vilji hennar og
styrkur vera okkur til eftirbreytni,
þar til kemur að endui-fundum. Hugur
okkar allra er hjá ykkur á þessum erf-
iðu tímum.
Deyrfé,
deyjafrændur,
deyrsjálfuriðsama
en orðstír
deyraldregi
hveim er sér góðan getur.
(UrHávamálum.)
Ásta í Höfða.
MARÍA SOFFÍA
KRISTINSDÓTTIR