Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 59 -........... ....... FOLKI FRETTUM ÞflÐ ER EKKERT VITI DDRU EN AD VERAI BÓDU SKflPI! I hreinsunin gsm 897 3634 ]>rif á rimlagluggatjöldum. Sukia, Contacto Especial con el Tercer Sexo Movax, Nickelbag records. London Leikfélag Menntaskólans á Isafirði setur upp Draum á Jónsmessunótt á Sólrisu 2000. Margslungin lista- hátíð fyrir alla Spennandi kaupauki Kvikmyndir sem Mox Factor hefur séð um förðun eru m.a.: Notting Hill, Titanic, The English Patient, Evita, Ever After, Bugsy Malone, Alien, Interview with a Vampire, Midnight Express, Anna and the King.... Madonnu- varalitir ♦ Snyrtivöru- verslunin Nana, Hólagarði, í dag, föstudag, kl. 14-18. SÓLRISUHÁTÍÐIN er orðin að hefð við Menntaskólann á fsafirði, en þá fagna nemendur og kennarar skólans sólrisu með óhefðbundnum kennsludögum og ýmsum viðburð- um. Yfir 40 viðburðir á dagskrá Hátíðin hefur vanalega staðið í eina viku, en Greipur Gislason upp- lýsingafulltrúi hátíðarinnar segir að nú vilji aðstandendur að hún nái alla vegna yfir tvær helgar, og verði þar með mun veigameiri. Há- tíðin hefst því í dag og endar ekki fyrr en sól hnígur til viðar sunnu- daginn 12. mars. Klukkan eitt mun MÍ-flugan, út- varp hátíðarinnar á FM 101,0, hefja sig til flugs, síðan leggur skrúð- ganga nemenda af stað frá skólan- um og Kaffi Sól verður opnað í húsi Þorvalds læknis við Mjallargötu, þar sem áður var Blómabúð Svan- fríðar. Munu heimamenn troða þar upp á ýmsan hátt alla daga hátíðar- innar. Síðan rckur hver listaviðburður- inn annan, en þeir eru rúmlega fjörutíu í þessari metnaðarfullu há- tíð Sólrisu 2000. Ekkert að sækja suður Annars vegar er dagskrá innan skólans þar sem ýmsir listamenn koma fram og má þar nefna Davíð Þór Jónsson skondinn Radíusbróð- ur, harmonikkutvíburinn Vadím þenur hljóðfærið listilega í sal skól- ans og íslenski dansflokkurinn stígur þar tilþrifamikil spor. Hins vegar er dagskrá fyrir hinn almenna borgara sem Sólrisa 2000 stendur fyrir í samvinnu við hin ýmsu listvinafclög. Gunnar Karls- son sýnir myndlist sína í Slunkar- íki, undankeppni söngvakeppni framhaldsskólanna fer fram á Hömrum, Hörður Torfa og gítarinn skipta uin Ijósapenu? 100, eim til að skipta um peruna Eéða helBl Blautir, skrýtnir draumar hans mæta þangað og einnig Jazzkvartett Sunnu Gunnlaugs- dóttur sem kemur alla leið frá New York. Draumur á Jónsmessunótt mun rætast þar í dramtískri tján- ingu leikfélags skólans og leikstjór- ans Sigrúnar Sólar Ólafsdóttur. Bókmenntakvöld, kvikmynda- sýningar, víkingskákmót, Múm tónleikar og margt fleira verður i boði fyrir list- og lífsgleðisólgna Is- firðinga og nærsveitamenn næstu daga. Ja, reyndar svo mikið að eftir að hafa fengið umboð frá hljómplötu- verslunni Illjómalind og Herrafata- verslun Kormáks & Skjaldar þá daga sem hátíðin stendur yfir, þyk- ir menntskælingum þeir ekkert hafa að sækja suður yfir heiðar, nema það væru kannski nektarbúll- urnar! MEISTARAVERKIÐ „Contacto Especial con el Tercer sexo“ eða „Sérstök kynni af þriðja kyninu" með hljómsveitinni Sukia er ein van- metnasta plata síðari ára. Hún skák- ar flestum hvað músíkalskt ímynd- unaraíl og djörfung snertir. Hún er einhvers konar sýrugeð- veiki sem smýgur inn í drauma og hversdagslíf hlustenda. Sukia er vinahópur frá Los Angeles og ólyg- inn segir að allir meðlimir séu með stór brjóst eða tippi og stundi ein- hvers konar stórfurðulegt saurlífi. Þessi skífa er sú fyrsta og vonandi ekki sú síðasta sem þessir syndaselir senda frá sér. Tónlistin byggist á sjúskuðum „sömplum", æðislegum laglínum, alls kyns hljóðfærum, röddum og vitleysu. Þetta er klámtónlist, diskó, rokk sem og slökunartónlist. Greinarhöf- undur mælir með að fólk læsi her- bergjum sínum og eigi stund með sjáfu sér þegar það setm- Sukia á fóninn. Diskurinn leiðir vitundina inn í draumaveröld þar sem ind- verskar prinsessur, loðnar geimver- ur, losti og svitalykt ráða ríkjum. Tónlistin minnir á það póstmódern- íska stuð sem Beck hefur gert garð- inn frægan með enda „pródúsera" hinir frábæru samstarfsmenn hans „Dust Brothers" nokkur lög á diskn- um. En Sukia er á ruglaðari og ópoppaðri slóðum en Beck. Þau vilja komast inn í ímyndunarafl hlustenda enda kalla þau tónlist sína slökunar- tónlist, nokkurs konar Enya fyrir þá sem vilja ekkert væl. Tónlistin er full af alls kyns sóðalegum kynlífslýsing- um og stunum sem erta syndina og reynslan er eins og unaðsstund með geimdrottningunni Barbarellu (sem Jane Fonda lék hér á árum áður). Eina lag plötunnar sem náði ein- hverjum vinsældum var „Dream machine" eða draumavélin, frábært lag sem lýsir tónlistinni vel, einhvers konar draumavél sem býr til blauta og skrýtna drauma. Sukia er þriðja kynið, ný vídd í kynferðismálum. Sukia er samt svolítið tormelt í fyrstu en það er um að gera að kom- ast yfir þá hindrun, hafa húmorinn í lagi og leyfa þeim að komast inn í hausinn á sér. Sukia er meinlaust LSD. Ragnar Kjartansson Nceturgalitm í kvöld dansleikur meó Stefáni Jökulssyni og Örnu Þorsteinsdóttur. _ Borðapantanir í síma 587 6080. maxFactor kynningar) Nýr andlitsfarði Nýir Gold-varalitir Hættu að toka d þér fötlegginal Notaðu One Touch húreyðingarkrem! Sársaukalaus ogfljótleg aðferð sem skýrir vinsældir One Touch á íslandi í 12 ár. Svo einfalt er það Rúllið kreminu yfir hársvæðið og strjúkið það síðan afmeð rökum þvottaklút. (Sjá leiðbeiningar.) Húðin verður mjúk, ekki hrjúf! One Touch er ofnæmisprófað Margra ára reynsla segir sína sögul Fæst í apótekum og stórmörkuðum. Sensitive .fyrir viðkvæma húð Regular fyrir venjulega Bikini fyrir „bikini" svæði Sól rís á ísafirði í dag DANSLEIKUR með Wjómsveítínní Upplyftíngu í Ásgarði, Glæsibæ, í kvöld, föstudaginn 3. mars. Húsið opnað kl. 22.00. Allir velkomnir!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.