Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 68
ÁREIÐANLEIKI ( FLUTNINGUM
Leitið upplýsinga í síma 520 2040
www.atlantsskip.is
GAMAN SAMAN
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RTTSTJ@MBL.IS, AKUREYIII: KAUPVANGSSTRÆTII
FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Söluskrifstofu SH
- í Rússlandi lokað
MEIRA en 500 milljóna króna tap
varð á rekstri söluskrifstofu Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. í
Rússlandi á síðasta ári og verður
skrifstofunni lokað. Tapið hefur þeg-
ar verið afskrifað að fullu.
Að sögn Gunnars Svavarssonar,
forstjóra SH, hefur rekstur skrifstof-
unnar gengið mjög erfíðlega eftir að
efnahagskreppan skall á í Rússlandi
árið 1998 og gengi rúblunnar hrundi.
Fyrirtækið hafi tapað miklum fjár-
munum á því flytja fisk til Rússlands
og greiða fyrir hann í erlendum
gjaldmiðli en selja hann síðan í rúbl-
um. Því hafi verið ákveðið að hætta
rekstrinum. Hann segir ástandið á
rússneska markaðnum reyndar að
batna en hér eftir muni SH selja
þangað framleiðslu sína í gegnum
söluskrifstofu félagsins í Noregi.
Árið 1997 flutti SH 17.800 tonn af
fiski og fiskafurðum til Rússlands og
34.000 tonn árið eftir. Þessi útflutn-
ingur dróst svo verulega saman á síð-
asta ári og var honum í raun og veru
hætt um mitt árið og dregið úr allri
starfsemi.
SH gaf í gær frá sér afkomuvið-
vörun en tap samstasðunnar mun
aukast nokkuð frá sex mánaða upp-
gjöri en þá nam tap af starfseminni í
heild 154 milljónum króna.
■ Afkomuviðvörun/21
■ Tapið meira/24
Fjölmennt var á fundi Flóabandalagsins í gærkvöld.
Morgunblaðið/Jónas
Oddsteinn Árnason úr Björgunarsveitinni Víkverja í Vík brýtur ís af
rafmagnshnum. Til að komast að lfnunni þurfti hann að setjast í gröfu-
skóflu yfir ánni Klifanda í Mýrdal.
Ising á raflínum og
brotnir staurar
RAFMAGN fór víða í Vestur-
Skaftafellssýslu í óveðrinu í fyrra-
kvöld og í íyrrinótt. Mikil ísing
hlóðst á raflínur, sem víða slitnuðu,
og brotnuðu 30-40 rafmagnsstaur-
ar, að sögn Örlygs Jónassonar, um-
dæmisstjóra RARIK á Suðurlandi.
Búist er við að rafmagn komist á
alls staðar að nýju einhvern tímann
í dag. Eftir er viðgerð á stofnlínunni
frá Hvolsvelli til Víkur.
Örlygur sagði mikla fsingu á lín-
um ogþyrfti að berja hana af metra
fyrir metra. Síðdegis í gær var
Björgunarsveitin í Vfk kölluð út til
að brjóta af raflínum.
Einn þeirra bæja sem varð raf-
magnslaus er Suður-Götur í Mýrdal.
Jón Hjaltason bóndi sagði að lfnan
að bænum hefði slitnað sjö eða átta
sinnum frá því hún var lögð. Sagði
Jón lfnuna liggja þvert á verstu
vindátt á 300-400 metra kafla.
Örlygur Jónasson sagði RARIK
leggja tugi kílómetra af raflínum í
jörðu á hverju ári, aðallega á þekkt-
um ísingarsvæðum. Sfðasta sumar
hefðu verið lagðar 30-40 km
raflagnir í jörð á Suðurlandi. Mýr-
dalurinn teldist ekki til mestu ísing-
arsvæða, þótt ísingar yrði þar vissu-
lega vart. Búið væri að leggja
Ifnuna frá Skeiðsflöt og yfir Klif-
andi í jörð, eins er línan í Reynis-
hverfi komin í jörð en þar féll gamla
lfnan nú að miklu leyti.
Formaður Eflingar á fjölmennum fundi Flóabandalagsins
Samningum ekki lokið
án breytinga á sköttum
Fallist á 2% hækkun á mótframlagi
vinnuveitenda í lífeyrissjóð
HALLDÓR Bjömsson, formaður
Eflingar, sagði á fundi Flóabanda-
lagsins í gærkvöldi að það væri sitt
mat að ekki yrði hægt að Ijúka kjara-
samningum við vinnuveitendur nema
a(5 ríkið kæmi til móts við láglauna-
fólk með breytingum á sköttum.
Kröfur ASI í þeim efnum væru um að
skattleysismörk hækkuðu til sam-
ræmis við launaþróun á síðasta ári.
Þetta kostaði ríkissjóð ekki neitt ef
horft væri til skatttekna hans á síð-
asta ári.
Halldór fór yfir samningsstöðuna á
fundinum og sagði að vinnuveitendur
hefðu fallist á að greiða 75 milljónir í
sameiginlegan starfsmenntasjóð fé-
laganna sem mynda Flóabandalagið.
Félögin myndu leggja fram 25 millj-
ónir. Líkur væru á að krafan um 2%
mótframlag vinnuveitenda í séreign-
arsjóð gegn 2% framlagi launagreið-
enda næðist fram. Hann sagði að enn
væri ágreiningur um tryggingar
samnings. Vinnuveitendur hefðu lýst
sig tilbúna til að koma til móts við fé-
lögin varðandi tengingu við launaþró-
im annarra hópa, en hins vegar hefðu
þeir algerlega hafnað kröfu þeirra
um tengingu við verðbólgu.
Halldór sagðist vænta þess að á
fundi með Samtökum atvinnulífsins í
dag myndu vinnuveitendur leggja
fram tillögu um breytingar á
grunnkaupi. Búast mætti við að hart
yrði tekist á um þær. Halldór minnti
á að helmingur félagsmanna í Flóa-
bandalaginu væri með dagvinnulaun
undir 95.000 kr. á mánuði. Krafa um
5% árlega launahækkun væri því
raunhæf og sanngjöm. Heildarkostn-
aður við kröfugerðina væri 7,51% á
ári.
Sigurður Sigurðsson, formaður
Hlífar, sagði á fundinum að það væri
sitt mat að ekki mætti hvika um fimm
eyring frá kröfunni um 91.000 kr.
lágmarkslaun og klöppuðu fundar-
menn mikið íyrir því.
Sigurður Bessason, væntanlegur
formaður Eflingar, sagði að sérkjara-
viðræður hefðu gengið hægar en
hann vænti. Eimskip hefði t.d. slitáð
viðræðum um sérkjarasamning nema
að fallist yrði á kröfu fyrirtækisins
um þrískiptar vaktir, en henni hefðu
starfsmenn hafnað. Þá hefðu vinnu-
veitendur í fyrradag hafnað því að
gera sérkjarasamning við blaðburð-
arfólk með þeim rökum að núverandi
fyrirkomulag væri gott. Sigurður
sagði að þetta fólk hefði til skamms
tíma ekki haft lífeyrisrétt eða veik-
indarétt. Samninganefnd Flóabanda-
lagsins væri hins vegar sammála um
að skrifa ekki undir samninga fyrr en
fallist hefði verið á kröfuna um sér
kjarasamning við blaðburðarfólk.
Eimskip
með 1.436
milljónir í
hagnað
REKSTUR Eimskipafélags
íslands og dótturfélaga þess
skilaði 1.436 milljóna króna
hagnaði á árinu 1999, borið
saman við 1.315 milljónir
króna árið á undan. Rekstrar-
tekjur samstæðunnar námu
15.370 milljónum króna árið
1999 en voru 16.573 milljónir
króna árið 1998.
Samdráttur í tekjum var
einkum vegna minnkandi um-
svifa félagsins í Rússlandi og
Eystrasaltsríkjunum, en
þyngst vegur að Maras Linija
Ltd., dótturfélag Eimskips,
hætti rekstri á fyrri hluta árs-
ins. Þá leiddi efnahagslægð í
Austurlöndum fjær til sam-
dráttar í flutningum þangað.
Alls nam söluhagnaður fé-
lagsins 455 milljónum króna.
Þar af nam hagnaður af sölu
Skógafoss og Reykjafoss 164
milljónum króna og söluhagn-
aður af hlutabréfum Burðar-
áss hf. var 188 milljónir króna.
Samtals námu fjárfestingar
samstæðunnar á síðasta ári
6.442 milljónum króna.
■ Verðmætaaukning/20