Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 41 + Benedikt Ragn- arsson fæddist í Reykjavík 9. júlí 1968. Hann lést af slysförum 25. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans eru Anna Guðmundsdóttir, f. 30.1. 1950, banka- starfsmaður, og Er- lendur Ragnar Krist- jánsson, f. 12.3. 1944, verslunarmaður. Systur Benedikts eru Erla, f. 20.9. 1976, og Fjóla, f. 11.11. 1973. Sonur hennar er Hlynur Snær, f. 12.7.1994. Sambýliskona Benedikts er Dagrún Guðlaugsdóttir aðstoðar- Hann Benni frændi minn og félagi er látinn. Harmafréttin barst mér símleiðis sl. föstudagskvöld. Við Benni vorum miklir vinir og nánir samstarfsmenn. Kynni okkar hófust fyrst fyrir alvöru árið 1988 þegar ég eignaðist Land Cruiser- jeppa á 38 tommu dekkjum með GPS sem hvort tveggja heillaði Benna mjög. Benni var fljótur að tileinka sér ýmiss konar þekkingu af reyndum jöklamönnum og ferðafélögum. Hafði enda allt til að bera; var róleg- ur, yfirvegaður, hjálpsamur og úr- ræðagóður. Sem lærður rafeindavirki gat hann oft komið til aðstoðar. Hann var ein- staklega laginn og allt lék í höndun- um á honum. Benni var vinsæll og eftirsóttur ferðafélagi. Hann var mikið náttúru- barn og undi sér best á fjöllum og sérstaklega jöklum þar sem hann naut kyrrðar og fegurðar umhverfis- ins. Hann var ótrúlega fróður um örnefni og sögu landsins. Það kom því ekki á óvart hve vel hann naut sín sem stjómandi og leiðsögumaður í jöklaferðum snjósleðaleigunnar Geysis. Vann hann til að byrja með austur á Mýrdalsjökli og öðlaðist þar mikla reynslu og þekkingu. Honum var falið að byggja upp frá grunni nýja aðstöðu á Skálpanesi við austanverðan Langjökul. Þar vann hann kraftaverk við erfiðar aðstæður ásamt félaga sínum, Ástvaldi Óskars- syni, er þeir lögðu vegi og reistu nýj- an skála. Á sama tíma eignaðist fyrirtækið stærsta jöklatrukk landsins með sæt- um fyrir 50 farþega. Allt þetta og ekki síst nálægðin við aðalferða- mannastaði landsins, Gullfoss og Geysi, vekur vonir um velgengni. En því miður fær Benni ekki að njóta ávaxtanna af starfi sínu. Á yngri árum tók Benni þátt í mót- orkrossi á vélhjólum og hlaut marga byltuna. Þá verstu hlaut hann þó við Grímsvötn á Vatnajökli fyrir nokkr- um árum er við frændurnir urðum fyrir vélsleðaóhappi. Benni meiddist á hrygg og var fluttur í þyrlu á sjúkrahús. Sú ferð líður seint úr minni. Kallið kemur ávallt á óvart en þeg- ar hann Benni félagi minn átti í hlut kom það sérstaklega á óvart að slysið hafl átt sér stað á þjóðvegi eitt. Það er skarð fyrir skildi og við fé- lagar Benna söknum hans sárt. Við kveðjum að sinni djúpskyggn- an, ungan mann sem nú hefur verið kvaddur til starfa á æðri sviðum. Við Ingrid, íris, Eshter og Alex- andra vottum eftirlifandi ástvinum Benedikts okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að veita þeim styrk í sorginni. Óttarr A. Halldórsson. Benedikt Ragnarsson vinur minn og samstarfsmaður er látinn. Það er staðreynd sem erfítt er að horfast sáttur í augu við að umferðin skyldi krefjast lífs hans. Benni, eins við kölluðum hann allt- af, var einstakur í sinni röð. Trygg- ari, traustari og rólyndari manni hef ég aldrei kynnst. Hann var ekki margmáll, en sagði þeim mun meira framkvæmdarstjóri, f. 29.7. 1970. Sonur þeirra er Fannar Þór, f. 10.5.1993. Þau hófu sambúð árið 1986. Foreldrar Dagrúnar eru Guð- laugur Guðjónsson, f. 1.7.1928, og Ragn- hildur Ársælsdóttir, f. 5.1.1929. Benedikt var menntaður raf- eindavirki en starf- aði síðustu ár í ferðaþjónustu. Utför Benedikts fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. af viti. Benni byrjaði að vinna hjá okkur á Geysi við vélsleðaferðir á Mýrdalsjökli sumarið 1996. Eg sá hann ekki mikið það sumarið, frekar en önnur sem fylgdu í kjölfarið, enda ég með aðsetur í Reykjavík, og þang- að kom Benni helst ekki nema eftir vistum næstu sumur. Hann kunni vel við sig til fjalla og þar vildi hann vera. Starfsemi okkar óx fiskur um hrygg, og úr varð eftir að Benni hafði verið hjá okkur tvö sumur á jöklinum, að ég leitaði eftir því við hann haustið ’97 að hann gengi í okkar raðir á ársgrundvelli. Það samþykkti hann strax og frá þeim degi vann hann við fyrirtækið sem það væri hans eigin og bar hag þess ævinlega fyrir brjósti. Ég gleymi því seint að veturinn sem fylgdi í kjölfarið snjóaði seint og lítið. Þetta þótti okkur súrt í brotið, sérstaklega um jólin og áramótin þar sem við áttum von á mörgum farþeg- um. Við höfðum fullir bjartsýni verið búnir að bóka mikið af alls kyns ferð- um þ.á m. „Norðurljósaferðum", sem við höfðum reyndar kynnt sem vél- sleðaferð að kvöldlagi með möguleika á að sjá norðurljós. Kollegar okkar í USA höfðu hins vegar snúið textan- um svolítið, þannig að úr var orðin „Norðurljósaferð“ og ekkert minnst á vélsleða. Ég hafði rekið augun í þetta og bar það upp við Benna. „Þá er þetta ekkert mál,“ sagði hann eins og svo oft. „Við búum bara til „Norð- urljósaferð“.“ Þar með var það af- greitt og í eftirmiðdaginn fórum við saman á Econolinernum, og bjugg- um til „Norðurljósaferð" fyrir amer- íska ferðamenn, sem hundruð þeirra hafa síðan tekið þátt í. Þannig var Benni, aldrei nein vandamál. Hlutun- um var bara bjargað. Benni hafði mikinn áhuga á þróun fyrirtækisins og gerði sér vel ljóst hvar tækifæri þess lágu. Sumarið ’98 hófumst við handa við að byggja okk- ur nýja aðstöðu til jöklaferða, við Langjökul austanverðan, þar sem liggur Skálpanes milli jökuls og Blá- fells. Þar hélt Benni til síðastliðin tvö sumur og vann myrkranna á milli við að leggja veg, byggja skála, og fara með ferðamenn á jökulinn. Þarna ætlaði Benni sér að eiga framtíðar- setur og við áttum okkur háleita drauma og markmið um staðinn. Draumarnir lifa áfram eins og gerir minningin um góðan dreng. Ég þakka fjölskyldu Benna fyrir að fá að hafa notið hans með þeim og bið þeim Guðs blessunar og styrks á þessum erfiðu tímum. Garðar K. Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Geysis -Vélsleðaferða ehf. Það var um hádegi laugardaginn 26. febrúar, að ég fékk hringingu til Indlands frá föður mínum, er hann tjáði mér að Benni vinur minn og vinnufélagi væri látinn. Ég bjóst ekki við því þegar ég kvaddi Benna á plan- inu uppi í skíðaskála hinn 30. janúar sl. á leið minni í „Indlandshrepp" eins og við kölluðum það okkar á milli, yrði í síðasta skipti sem við sæjumst í þessu lífi. Okkar fyrstu kynni hófust árið 1997, þegar ég hóf vinnu hjá Geysi Vélsleðaferðum á Mýrdalsjökli og það sumar er eitt það skemmtileg- asta í mínu minni. Ferðirnar í Foss- búann að fá okkur hamborgara og svo í sund á Seljavelli eru mér ógleymanlegar sökum þess að allt sumarið var Benni með hjálm og hanska eins og við kölluðum það. Brúnn á höfði og höndum en skjanna- hvítur alls staðar annars staðar. Eftir þetta sumar unnum við saman af og til þar sem ég var alltaf með annan fótinn inni á Geysi, þar til í nóvember 1999 og fram til janúarloka 2000 að við unnum saman nánast daglega fi’á morgni til kvölds. Við fórum einu sinni að Skálpanesi en þar var mikið uppbyggingarverkefni fyrir höndum, sem Benni hlakkaði til að takast á við. Mér eru nú stundirnar sem við eydd- um í meistaraverkinu okkar „skúrn- um“ uppi í skíðaskála, að gera hann kláran fyrir vetrarvertíðina, mjög dýrmætar. Þar vorum við frá morgni til kvölds nánast í tvær vikur og grín- uðumst mikið með að hætta í þessu sleðarugli og fara bara í málningar- bransann. Að loknum venjulegum vinnudegi var svo gjarnan farið upp á heiði, þar sem við „keyrðum af okkur hornin" eins og við orðuðum það og þá var Benni jafnan kóngurinn í þrautunum í brekkunum. Að skúr- verkefni loknu tók við að gera sleð- ana klára fyrir vertíðina og þar kenndi Benni mér margt í sambandi við viðhald á vélsleðum og það sem ég kann á þessu sviði í dag á ég honum allt að þakka. Það er alveg klárt, að það verður ekki eins að koma til vinnu hjá Geysi hér eftir. Mér mun alltaf verða hugs- að til Benna í hvert skipti sem ég kem í skíðaskálann, að Skálpanesi eða bara sé vélsleða. Matartímarnir voru okkar bestu stundir, þá áttum við góð samtöl um sameiginleg áhugamál sem sneru að fjallaferðum og vélsleð- um. Ég verð einsamall í huganum hér langt í burtu, þegar ég hugsa til þess að þær samræður verði ekki endur- teknar í þessari jarðvist. Með þess- um fátæklegu orðum vil ég minnast góðs drengs sem dó langt um aldur fram, vinar míns Benna Ragnars. Með kærri þökk fyrir vináttu og góð kynni. Ég vil senda fjölskyldu Benna og þá sérstaklega Döggu og Fannari mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð blessa þau og vemda í þeirra miklu sorg. Svanur Vilhjálmsson. Það voru ekki mörg orð. Þetta var nú meiri ratinn. Hvemig er eiginlega hægt að villast í smákvöldsleðaferð á Hellisheiði? Hann brosti bara svo glitti í glettin augun. Krimti svolítið í honum. Sá sjálfur um þetta næst. Og ég sagði túristunum sem fannst jaðra við galskap að sitja reyk- spúandi ótemjur út í óvissu nátt- myrkra hrauntrölla, eldfjalla, klaka og sjóðandi hvera, að þessum manni treysti ég fyrir lífi mínu. Þeim væri óhætt líka. Sannarlega var okkur óhætt. Ég hef fengið að ferðast með þeim flest- um sem fást við að leiða ferðafólk um heim jökla og fjalla á vélsleðum eða jeppum. Við upphaf ferðar birtist fólki þéttur, kraftalegur íslendingur með sögu fjalla og veðra í andlitinu. Rifaði í augun, þar fyrir innan eitt- hvað svo greinilega gott. I ferð kom í ljós þéttur, hugsandi, öraggur klett- ur sem við hengdum tórana okkar við með ánægju. Metnaðurinn og sam- viskusemin keyrið sem jafnvel kynnti hann fyrir ofþreytu, kappanum sem hélt nú að maður þyrfti ekki að eyða dýrmætum tíma í rúminu. Svona sáu tugþúsundir ferðafólks Benna. Alveg sama hvað uppá kom, Benni hafði úrræðin. Réttu úrræðin. Ekkert pat. Náttúran grimma og hann, þau vora dús, enda nánir sam- býlingar. Hún reyndi sitt, blessunin, grýtti t.d. einu sinni á hríðarskelli í miðri sleðaferð með ameríska eldri- borgara. Ég sá gleraugun mín á nef- inu ekki nema af og til. Maddömum- ar vöfraðu tvist og bast í hrauni og hríð, en við höfðum Benna. Hann bjargaði öllu á mettíma, og kom okk- ur beina leið í hús. Virðing mín fyrir Benna á fjöllum ber snert af lotningu. Ég var búinn að hlakka til langra kynna við góðan dreng. Ólíkir sem við voram en sameinaðir í árans metnaðinum naut ég návista hans, orðlausrar hlýju og vísdóms þess sem náttúran gúterar. Mér þótti svo innilega vænt um Benna, hann var þannig. Ég á svolítið eftir af honum þótt örlögin hafi yfirbugað líkamann sterka. Svo er um fleiri. Staðgengil hans fáum við vinnufélagar hans aldrei, í hans skarð þarf marga menn. Fannar, þegar þú vext úr grasi, hittu mig og heyrðu svo oft sem þú nennir af þínum stóra, sterka góða pabba. Hann er í þér, það sér hver, og það skulum við skýra fyrir þér. Á himnum era öragglega snjór og fjöll, þar hittumst við þegar stundin rennur upp. Ari Arnórsson Við viljum minnast Benna, eins og við kölluðum hann, sem var sam- starfsmaður okkar og góður félagi hjá Geysi Vélsleðaferðum. Okkur grunaði ekki að klukkutíma eftir að Benni fór í ferðalag norður í land myndum við fá símhringingu þess efnis að félagi okkar væri látinn. Benni var einstakur maður. Hann unni starfi sínu og þótti gaman að vinnunni. Hann var að vinna við áhugamálið sitt sem vora vélsleðar og ferðalög. Ef Benni var ekki í vinn- unni þá var hann uppi á fjöllum með vinum sínum í vélsleðaferð eða jeppa- ferð. Síðasta vor hófust framkvæmd- ir í Skálpanesi við Langjökul þar sem Geysir er með útgerð á vélsleðum og fjallatrakkum. Benni var þar allt síð- asta sumar og talaði um það í allan vetur hvað hann hlakkaði til að fara í Skálpanes í vor. Benni var alltaf fyrstur manna til að koma öðram til hjálpar án þess að fólk þyrfti að biðja um hjálpina. I vinnu sem þessari vinna menn mjög náið saman og tengjast miklum tryggðaböndum. Menn lenda í alls kyns ævintýrum saman. Þó stendur eitt atvik uppúr sem gerðist síðastliðið sumar. Þá hafði bíll lent í miklum hrakningum skammt fyrir sunnan Langjökul. Benni, Haddi kokkur og Valdi Víbon vora þar saman komnir á leið upp í Skálpanes þegar þeir sáu bílinn. Þá kom sér vel úthald og áræði Benna. Tveir höfðu áður reynt að binda í bíl- inn en höfðu ekki árangur sem erfiði og tókst ekki að koma taug í bílinn. Benni sagðist nú geta bætt um betur og stökk út í ána og náði að binda í bílinn sem var svo dreginn upp á þurrt land. Þegar Benni kom upp úr eftir allt volkið skrönglaðist hann inn í bfl rennblautur frá toppi til táar og greip þar opna bjórdós og sagði hvað væri gott að fá bjór núna og fékk sér vænan sopa, en bjórdósin reyndist hafa verið notuð sem öskubakki því miður fyrir Benna og varð hann að skola öskunni niður með Kók og hló svo mfldð á eftir. Annað dæmi um seiglu Benna var þegar hann hand- mokaði snjótroðara lausan eftir að hafa lent í krapapytti uppi á Lang- jökli. Þetta era bara brot af þeim skemmtilegu sögum sem tii era um góðan dreng sem fallinn er frá langt fyrir aldur fi-am en þær geymast í minningu okkar allra. Við sendum Döggu, Fannari, for- eldrum, systkinum, öðram aðstand- endum og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Samstarfsfélagar hjá Geysi. Benedikt Ragnarsson vinur okkar og félagi er fallinn frá í hörmulegu umferðarslysi. Benedikt var traustur ungur maður, úrræðagóður, hjálp- samur, með létta lund og vandaður til orðs og æðis. Islenzku víðemin, tærleiki loftsins og stórbrotin náttúra öræfanna vora honum einstaklega hjartfólgin. Góð- ur drengur hefur verið numinn á brott í blóma lífsins fullur starfsorku og með nýjar hugmyndir um fram- gang þeirra mála sem honum höfðu verið falin hjá Vélsleðaferðum Geys- is. Voram við nokkrir félagarnir með honum fyrir skemmstu á vélsleðum í ferðaþjónustuaðstöðu þeirri sem Vélsleðaferðir Geysis era að koma sér upp í Skálpanesi við Langjökul. Mátti merkja að mikill hugur var í Benedikt að ljúka frágangi á staðn- um svo taka mætti sem fyrst á móti ferðamannahópum til ferða um Langjökul. Hann var vakinn og sof- inn yfir framgangi þessa verkefnis og hafði mikinn metnað fyrir því að sem bezt tækist til. Það er skarð fyrir skildi hjá vinnu- veitanda Benedikts að missa svo áhugasaman og trúan starfsmanm Hann aflaði sér góðrar reynslu f fjallaferðum sem nýttist vel í því starfi sem hann gegndi. Okkur auðnaðist að eiga þarna saman góðan dag í faðmi íslenzkra fjallasala í veðri eins og bezt gerist. Sú samverustund er okkur nú dýr- mæt er hans nýtur ekki lengur við. Sérstaklega munum við sakna Benedikts í vetrarferðum okkar og eflaust munum við finna fyrir nær- vera hans. Oft var hann fremstur, enda treystum við á leiðsögn hans um erfið svæði eða í vondum veðram. Okkur leið alltaf betur ef hann var með í för. Hann hafði góða næiveru, jákvæðni hans var óbrigðul og aldrei skipti hann skapi. Deyrfé deyjafrændur deyrsjálfuriðsama; en orðstír deyraldregi hveim er sér góðan getur. (ÚrHávamálum.) Missir sambýliskonu Benedikts, Dagrúnar, og elskulegs sonar þeirra, Fannars Þórs, er mikill. Hugur okk- ar félaganna er með þeim og vottum við þeim báðum, foreldram hans og systram sem og öðram aðstandend- um okkar dýpstu hluttekningu. ^ Megi Guð styrkja þau í sorg þeirra. Blessuð sé minning hans. F. h. félaga í vetraferðum, Hjörtur Ingólfsson. Okkur langar til að þakka Bene- dikt fyrir ógleymanlega sleðaferð sem við fóram með honum á Nesja- völlum helgina fyrir þetta hörmulega slys.Hann stýrði ferðinni með miklu öryggi og góðmennsku og vora allir á einu máli um það. Hann kom fyrir sem mikið ljúfmenni og var alltaf brosandi. Ég minnist hann einnig í skóla á Laugum í S-Þingeyjarsýslu fyrir 15 áram. Þá voram við í 9. bekk og var mikið brallað á þeim tíma. Fyrir hönd La primavera, Aldís Hafsteinsdóttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- .. greinum fylgi á sérblaði upp- * lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Persónuleg, alhllða útfararþjónusta. Svem'r Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararsrióri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.il BENEDIKT RAGNARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.