Morgunblaðið - 23.03.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.03.2000, Qupperneq 1
70. TBL. 88. ARG. FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússnesku for- setakosningarnar • • Onnur um- ferð óum- flýjanleg? Moskvu, Kazan. AFP, Reuters. VLADIMÍR Pútín, starfandi forseti Rússlands, mun að líkindum ekki ná hreinum meirihluta atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna í Rúss- landi á sunnudaginn, og mun því verða að mæta í annarri umferð þeim frambjóðanda sem næstmesta fylgið fær. Þetta er mat Alexanders Veshnjakovs, yfirmanns yfirkjör- stjórnar kosninganna, sem byggt er á skoðanakönnunum sem sýna fylgi Pútíns dala niður fyrir 50%. En þetta breytir því ekki, að allt vh-ðist stefna í að kosningarnar verði í raun aðeins vinsældakönnun um þennan óskaarftaka Borís Jeltsíns, sem sagði óvænt af sér um áramót. Samkvæmt annarri könnun hefur fylgi Pútíns verið að aukast frekar en hitt. Sá sem næstur honum kem- ur að fylgi, kommúnistinn Gennadí Zjúganov, er ekki hálfdrættingur. 320 milljarð- ar kr. í oftek- in símagjöld? Talið er, að evrópsk farsímafyrir- tæki hafí haft rúmlega 320 millj- arða ísl. kr. af viðskiptavinum sín- um árlega með því að láta þá greiða of mikið þegar hringt er í þá úr fastlínusíma. Kemur þetta fram í skýrslu, sem ECTA, stofnun, sem fylgist með samkeppni í fjarskipta- málum, hefur tekið saman. í skýrslunni segir, að farsímafyr- irtækin taki frá 40% og upp í 70% meira en nemur kostnaði við þessi simtöl og varað er við því, að þessi ofteknu gjöld kunni enn að hækka. Segir þar einnig, að miklu meira eftirlit sé með fastlínufyrirtækjum en farsímafyrirtækjum. Komi það þeim síðarnefndu vel en sé um leið á kostnað fyrrnefndu fyrirtækj- anna og viðskiptavina þeirra. Jóhannes Páll II páfi syngur messu á Jötutorgi í Betlehem í gær, að viðstöddum þúsundum Palestínumanna, flestum kristnum. Jóhannes Páll II páfí messar í Landinu helga Harmar þjáningar Palestínumanna Betlehem. AP. JOHANNES Páll II páfi hélt í gær hápólitíska messu í fæðingarborg Jesú Krists, sem Palestínumenn túlk- uðu sem stuðningsyfirlýsingu við við- leitni þeirra til að stofna eigið ríki. Harmaði páfi þjáningar palestínsku þjóðarinnar og óskaði eftir alþjóðleg- um aðgerðum til að binda enda á þær. „Betlehem er hjarta pílagrímsferð- ar minnar," sagði páfi titrandi röddu í útimessu á Jötutorgi, sem Jasser Arafat, forseti heimastjómar Palest- ínumanna, var viðstaddur. „Þið hafið þjáðst fyrir augliti heimsbyggðarinnar,“ sagði páfi, „og það of lengi." Þessi orð hans reyndust nærri spámannleg; innan við Mukku- stimd eftir brottför hans frá Dheis- heh-flóttamannabúðunum við Betle- hem grýttu palestínsk ungmenni lögreglumenn palestínsku heima- stjórnarinnar og sýndu með því and- úð sína á meintum einræðislegum stjóraarháttum Arafats. Þrátt fyrir að Páfagarður hafi lýst pílagrímsför páfa til Landsins helga trúarlega heimsókn eingöngu hefur ekki farið hjá því að hann hreyfði við viðkvæmum pólitískum málum, ýmist í ræðu eða með gerðum sínum. Hann minnti meðal annars á „náttúrulegan rétt Palestínumanna til heimalands síns“ og þeir Arafat leiddust er þeir gengu um Dheisheh-búðiraar. En trúarleg helgi setti einnig mark sitt á dagskrá þessa annars dags sex daga heimsóknar páfa til Landsins helga, ísraels. Þúsundir hlýddu á messu hans á Jötutorgi, steinsnar frá Fæðingarkirkju Krists, sem talin er byggð á fæðingarstað hans. Að messu lokinni kraup páfi í hljóðri bæn við stjömuna á gólfi Fæðingarkirkjunn- ar þar sem Jesúbarnið er talið hafa verið lagt í jötu fyrir 20 öldum. Bindi á vefarana Kaupmannahöfn. Reuters. DANSKA hugbúnaðarfyrirtæk- ið Maersk Data er mikið vígi gamaldags gilda. Þetta staðfest- ist í gær, er forráðamenn fyrir- tækisins boðuðu að nýjum starfsmönnum yrði kennt að hnýta bindishnút. Maersk Data leitar nú 50 nýrra starfsmanna til að sinna netverkefnum, en ólíkt hefð- bundnari sviðum viðskiptalífsins þykir frjálslegur klæðaburður nánast orðinn einkennandi fyrir hina nýju stétt „vefara“. Þessu vill fyrirtækið spoma gegn. „Við erum að leita að fólld sem e.t.v. hefur svolítið annan bakgrunn en þeir sem við al- mennt erum að ráða. (...) Nýlið- arnir geta kennt okkur að borða flatböku og drekka kóladrykk. Við getum kennt þeim að hnýta bindishnút," segir í tilkynningu. Opinber heimsókn Bandaríkjaforseta til Indlands Dregið verði úr ógn kjarnorkuvopna Nýja Delhí, Agra, Indlandi. AFP, AP. BILL Clinton Bandaríkjaforseti fór þess á leit við Indverja í gær að þeir settu heiminum fordæmi með því að draga úr þeirri ógn sem stafar af víg- búnaðarkapphlaupi, sem og með því að hefla viðræður við Pakistan varð- andi stöðu Kasmír á nýjan leik. Clinton, sem er nú í opinberri heimsókn á Indlandi ásamt dóttur sinni Chelsea, sagði að ef kjamorku- vopnatilraunir Indverja hefðu valdið ótta þá mundi hlutverk Indlands í því að draga úr vígvæðingu vekja hlýhug. En Bandaríkin hafa þrýst á Indverja og Pakistana að undirrita bann við kjamorkuvopnatilraunum frá því þjóðirnar höfðu uppi kjamorku- vopnatilraunir á árinu 1998. Viðræður Clintons og Atal Behari Vajpayee, forsætisráðherra Ind- lands, um kjarnorkuvæðingu landsins í fyrradag skiluðu þó litlum árangri og hélt Clinton áfram að mæla fyrir banni við kjamorkuvopnatilraunum er hann ávarpaði indverska þingið í gær. Hvatti hann þar tíl þess, að þetta fjölmennasta lýðræðisríki heims drægi sig út úr vígbúnaðarkapp- hlaupinu og hæfi þess í stað friðar- viðræður við grannþjóðina Pakistana að nýju - brýn þörf væri á bættum samskiptum þjóðanna. „Stefna Indlands hvað kjarnorku- vopn varðar hefur óneitanlega áhrif utan landamæra ríkisins: hún tærir vamir gegn þeirri ógn sem af kjam- orkuvopnum stafar, dregur úr þeim þjóðum sem hafa afneitað slíkum vopnum og hvetur aðra til að halda öllum möguleikum opnum,“ sagði Clinton og lagði jafnframt mikla áherslu á að hann væri ekki í neinni aðstöðu til að segja Indverjum fyrir verkum varðandi öryggismál þjóðar- innar. Þá heimsótti Clinton Taj Mahal ásamt Chelsea og lýsti hann því yfir að hafa lengi haft áhuga á að skoða AP Bill Clinton Bandaríkjaforseti, sem er í opinberri heimsúkn á Indlandi, og dóttir hans, Chelsea, skoðuðu Taj Mahal-grafhýsið fræga í gær. þetta fomfræga grafhýsi. Clinton notaði enn fremur tækifærið til að hvetja tíl aukins samstarfs Banda- ríkjanna og Indlands hvað umhverfis- mál varðaði og benti á þau áhrif sem loftmengun hefði haft á hvítan marmara Taj Mahal. MORGUNBLAOH) 23. MARS 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.