Morgunblaðið - 23.03.2000, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ljósmynd/Sigurgeir/Eyjum
Snjór yfir Vestmannaeyjum
VESTMANNAEYJAR eru ekki þekktar fyrir snjó- þann 21. marz. Myndin er tekin á Eldfclli að morgni
þyngsli, en eins og sjá má var snjór yfir Heimaey á en sama dag árið 1968 mældist 90 sentímetra snjór í
fyrsta degi cinmánaðar, sem var siðasta þriðjudag, Vestmannaeyjum.
Útlit fyrir 17,5 milljarða
afgang á ríkissjóði 1999
Lántökur ríkissjóðs
1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir leggur
fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra
Telur reglur
títlendingaeft-
irlitsins á reiki
SAMKVÆMT bráðabirgðatölum
um afkomu ríkissjóðs á síðasta ári
var hagnaður af ríkissjóði 17,5 millj-
arðar króna. Þetta er miklu betri af-
koma en gert var ráð fyrir í fjárlög-
um og heldur betri niðurstaða en
áætluð var við afgreiðslu fjárauka-
laga í desember sl., en þá var af-
gangurinn áætlaður 15 milljarðar.
Meginskýringin á betri afkomu er
að tekjur ríkissjóðs reyndust mun
meiri en gert var ráð fyrir.
Arið 1998 var ríkissjóður rekinn
með 9 milljarða halla, en þá settu
miklar lífeyrisskuldbindingar ríkis-
sjóðsáætlun fjárlaga úr skorðum.
Ríkissjóður gjaldfærði á því ári 20,8
milljarða vegna lífeyrisskuldbind-
inga, en horfur eru á að þessi kostn-
aður hafi verið innan við 8 milljarðar
á síðasta ári. í fjárlagafrumvarpinu
fyrir árið 1999 var reiknað með 2,5
milljarða afgangi, en nú eru horfur á
að afgangurinn verði 17,5 milljarðar.
Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri
á rekstrargrunni, sem birt er á
heimasíðu fjármálaráðuneytisins,
voru tekjur ríkissjóðs á síðasta ári
194,8 milljarðar sem er 10 milljörð-
um meira en reiknað var með í fjár-
lögum. Skattur af tekjum og hagn-
aði einstaklinga var 4,6 milljörðum
hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir og
tekjuskattur fyrirtækja skilaði tæp-
um milljarði umfram áætlun. Óbein-
ir skattar skiluðu ríkissjóði tæplega
4 milljörðum hærri fjárhæð en
reiknað var með.
Horfur eru á að útgjöld ríkissjóðs
hafi numið tæplega 187,3 milljörð-
um, sem er um 5 milljörðum meira
en gert var ráð fyrir í fjárlögum.
Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað und-
anfarin ár og endurspeglast það í
lægri fjármagnskostnaði. Utlit er
fyrir að hann verði 14,5 milljarðar,
sem er 500 milljónum minna en
reiknað var með í fjárlögum. Athygli
vekur að horfur eru á að kostnaður
ríkisins við vaxtabætur verði 270
milljónum lægri en reiknað var með
í fjárlögum, en kostnaður við vaxta-
bætur hefur vaxið ár frá ári.
Ríkisbókhald vinnur nú að endur-
skoðun á reikningum ríkissjóðs og
segir Gunnar Hall ríkisbókari að
stefnt sé að því að niðurstaða hggi
fyrir í byrjun maí. Hann segist ekki
treysta sér til að segja fyrir hver
niðurstaðan verði varðandi afkomu
ríkissjóðs, en 17,5 milljarða afgang-
ur sé ekki fjarri lagi því uppgjöri
sem nú Uggi fyrir á greiðslugrunni.
Eitt af því sem geti haft áhrif á nið-
urstöðuna sé hversu mikið af skött-
um hafi innheimst á árinu.
Mikil lækkun skulda
Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað
mikið á síðustu árum. Nettó lántök-
ur ríkissjóðs námu 172 milljörðum í
árslok 1997. Árið 1998 lækkuðu þær
niður í 151 milljarð. Samkvæmt
bráðabirgðatölum námu skuldirnar
142 milljörðum um síðustu áramót. I
fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyr-
ir að nettó skuldir ríkissjóðs verði
rúmir 124 milljarðar um næstu ára-
mót. Gangi þetta eftir verða nettó
lántökur ríldssjóðs 18% af vergri
landsframleiðslu í ár, en þetta hlut-
fall var 34,6% í árslok 1996.
Heildarskuldir ríkissjóðs námu
238 milljarðar í árslok 1998, en áætl-
anir gera ráð fyrir að skuldirnar hafi
verið komnar niður í 229 milljarða
um síðustu áramót. Fjárlög gera ráð
fyrir að heildarskuldirnar verði
rúmir 211 milljarðar um næstu ára-
mót.
Samhliða lækkun skulda lækkar
vaxtakostnaður ríkissjóðs. Hann
nam 16 milljörðum árið 1998, en
horfur eru á að hann hafi verið 14,5
mihjarðar í fyrra. í fjárlögum þessa
árs er reiknað með að vaxtakostnað-
ur ríkissjóðs nemi 14 milljörðum.
REGLUR Útlendingaeftirhtsins um
heimsóknir útlendinga til landsins
virðast vera nokkuð á reiki, að sögn
Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttm-,
þingmanns Samfylkingarinnar. For-
maður Mannréttindasamtaka inn-
flytjenda segist hafa heimildir íyi-ir
því að útilokað sé að þingmaðurinn
reisi málflutning sinn á sandi.
Á Alþingi á mánudaginn vakti Ásta
Ragnheiður athygh á því í fyrirspum
að Islendingar, sem ættu tengdafólk
frá öðrum löndum en EES-ríkjunum,
gætu ekki fengið það í heimsókn
nema greiða 58 þúsund krónur inn á
bankareikning fyrir hvern mánuð
sem hver þeirra hygðist dvelja hér á
landi. Ásta Ragnheiður sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að í kjölfarið á
þeirri umfjöllun sem málið hefði
fengið virtist sem Útlendingaeftirlit-
ið hefði breytt reglum sínum um
þessi mál.
I fyrirspurninni á mánudaginn tók
Ásta Ragnheiður dæmi um íslending
giftan konu frá Filippseyjum. Hún
sagði að maðurinn ætti von á tengda-
foreldrum sínum frá Filippseyjum í
heimsókn og að honum hefði verið
sagt hjá Útlendingaeftirlitinu að
hann þyrfti að ábyrgjast fólkið með
því að leggja fyrrgreinda upphæð inn
á bankareikning. Ásta sagði að þessi
maður hefði síðan haft samband við
hana í fyrradag og sagt henni að
reglunum hefði verið breytt, að nú
hefði Útlendingaeftirlitið sagt honum
að hann þyrfti ekki að leggja neitt inn
á bankareikning. Hún sagði að af
þessu væri ljóst að reglur stofnunar-
innar væru nokkuð á reiki.
Forstjóri títlendingaeftirlitsins
kannast ekki við málið
Georg Lárusson, forstjóri Útlend-
ingaeftirlitsins, sagðist í samtah við
Morgunblaðið ekki kannast við þetta
einstaka mál og að engin breyting
hefði verið gerð á reglum stofnunar-
innar síðustu daga. Hann sagði það
rangt að gerð væri krafa um sérstaka
framfærslutryggingu gagnvart for-
eldrum eða tengdaforeldrum ís-
lenskra ríkisborgara, því að ef út-
lendingar ættu ættingja í beinan hð
hér á landi gilti ekki sú regla sem
kvæði á um slíka tryggingu.
Að sögn Georgs þurfa aðrir útlend-
ingar, sem koma tH landsins frá ríkj-
um utan EES-svæðisins og sækja um
dvalarleyfi, að sýna fram á að þeir
hafi nægilegt fé til framfærslu á með-
an á dvöl þeirra stendur. Hann sagði
að þessi regla væri byggð á 2. til 10.
grein laganna um eftirlit með útlend-
ingum.
Nauðsynlegt að
setja heildstæð lög
Georg sagði að til að hafa samræmi
í afgreiðslu Útlendingaeftirhtsins
hefði það mótað þá vinnureglu að
miða framfærslutrygginguna við
staðal Félagsþjónustu Reykjavíkur-
borgar, en samkvæmt honum er fjár-
hagsaðstoð við einstakling miðuð við
58 þúsund krónur á mánuði.
Áð sögn Georgs er aðalvandinn í
málum útlendinga hér á landi sá að
það eru engin skýr lög til, hvorki um
réttarstöðu og réttindi þeirra né
heldm- hvernig fara skuli með mál
þeirra. Hann sagði að lögin, sem
stuðst væri við, væru eldgömul, frá
1965, og algerlega úrelt og jafnframt
úi' takti við þá löggjöf um útlendinga
sem nágrannalöndin hefðu mótað.
Georg sagði því nauðsynlegt, ekki
síst vegna stöðu Islands á alþjóða-
vettvangi, að sett yrðu hpildstæð lög
um málefni útlendinga á Islandi.
Hindranir á heimsóknum
útlendinga afnumdar
Ásta Ragnheiður sagðist í gær
hafa lagt fram nýja fyrirspmTi á Al-
þingi til Sólveigar Pétm-sdóttur
dómsmálaráðherra en Útlendinga-
eftirlitið heyrir undir dómsmálaráðu-
neytið.
Ásta Ragnheiður spurði annar-
svegar hvaða rök væru fyrir því að ls-
lendingar, sem vildu bjóða til sín er-
lendum ættingjum til dvalar, þyrftu
að hlíta mjög mismunandi reglum til
að fá dvalarleyfi fyrir þá. Hins vegar
spurði hún ráðherra hvort hann
hygðist afnema hindranir þær sem
nú væru á heimsóknum útlendinga
utan EES-svæðisins hingað til lands.
Guðjón Atlason formaður Mann-
réttindasamtaka innflytjenda mót-
mælir orðum Georgs Kr. Lárussonar
þess efnis að Ásta Ragnheiður og inn-
flytjendur fari með rangt mál. „Við
höfum skriflegar heimildir á fleiri en
einum stað fyrir því að svo er ekki,
m.a. í síðasta tölublaði Seríunnar,
fréttabréfi miðstöðvar nýbúa, þar
sem finna má svör Georgs við spurn-
ingum starfsfólks miðstöðvarinnar.
Þar er spurt beinlínis um heimsóknir
náinna ættingja og annarra ættingja
innflytjenda. I svarinu kemur fram
að ekki sé lengur nóg að ábyrgjast
ættingana skriflega heldur verði að
sýna fram á að 58 þúsund króna
framfærslutrygging sé fyrir hendi og
þar er átt við mánaðargreiðslu fyTÍr
einn einstakling. í því tilfelli sem hér
um ræðir er ætlunin er að fá foreldra
konunnar, sem eru filipeyskir ríkis-
borgar, í heimsókn í allt að eitt ár. Út-
lendingaeftirlitið krefst því 1392 þús-
und króna framfærslutryggingaT
vegna þeirra,“ segir Guðjón.
-------»-H---------
Windows 98 í
íslenskrí þýðingu
Salan fram-
ar vonum
SALA á Windows 98-stýrikerfi í ís-
lenskri þýðingu hófst í tölvuverslun-
um um allt land í gær. Að sögn
Viggós H. Viggóssonar, fram-
kvæmdastjóra sölu- og markaðs-
sviðs Tölvudreifingar, sem sjá um
sölu til verslana, gekk hún framar
vonum.
„Það er nánast uppselt," sagði
hann. „Hjá okkur er uppselt og að
því er virðist einnig í verslunum í
Reykjavík.“
Sagði hann að von væri á annarn
sendingu í næstu viku en að sú send-
ing myndi ekki annan eftirspurn
miðað við pantanir. Aðspurður
hversu mikið hefði verið sett í sölu
sagði hann, „Við gefum það ekki upp
að svo stöddu. Það er ekki tímabært
að segja frá því en það verður auð-
vitað gert. Eins og staðan er í dag
þá hefur verið ákveðið að gera það
ekki.“ Sagði hann að gert væri ráð
fyrir að 8-10 þúsund stýrikerfi seld-
ust á fyrstu þremur mánuðunum.
Ræktar þú garðinn þinn?
Sameinaðu kosti Heimilislínu og Heimilisbanka
Með því að vera í Heimilislínu og Heimilisbankanum á Netinu tryggir
þú þér mun hærri innlánsvexti, lægri útlánsvexti og sparar kostnað af
færslum, millifærslum og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma.
HEIMILISLÍNAN
mfcfec ® BÚNAÐARBANK3NN
Traustur banki