Morgunblaðið - 23.03.2000, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Ingólfur
Á skarfaveiðum
HALLDÓR Björnsson mundar um árabil. Veiðitímabilinu er lok-
byssuna og miðar á skarf. Skarfa- ið í ár en því lauk 15. mars.
veiðar hafa verið stundaðar af sjó
Andlát
MAGNÚS
INGIMARSSON
MAGNÚS Ingimars-
son, prentsmiður og
hljómlistarmaður, er
látinn, 66 ára að aldri.
Magnús fæddist á Akur-
eyri 1. maí árið 1933,
sonur Ingimars Aðal-
sveins Óskarssonar,
kennara og náttúruf-
ræðings, og Margrétar
Kristjönu Steinsdóttur.
Magnús lauk lands-
prófi árið 1948. Hann
nam prentiðn í Prent-
smiðjunni Eddu og lauk
sveinsprófi í setningu
árið 1953. Hann stundaði tónlistar-
nám hjá ýmsum kennurum á árunum
1943-1955, og síðar í kennaradeild
Tónlistarskólans í Reykjavík.
Magnús starfaði sem setjari í
P’rentsmiðjunni Eddu til ársins 1960
og aftur frá 1978. Hann var yfirverk-
stjóri 1981-1989 og sölustjóri til árs-
loka 1994.
Hann var píanóleikari og útsetjari
í fjölmörgum danshljómsveitum á ár-
unum 1955-1972, þar á
meðal í hljómsveit Svav-
ars Gests og í eigin
hljómsveit. Magnús var
stjórnandi Fjórtán fóst-
bræðra auk þess sem
hann stjómaði fjölmörg-
um öðrum kórum. Hann
útsetti tónlist fyrir Sin-
fóníuhljómsveit íslands
og minni hljómsveitir
auk leikhústónlistar,
þ.á.m. söngleiki Jóns
Múla og Jónasar Áma-
sonar. Hann útsetti
einnig tónlist fyrir
hljómplötur, útvarp, sjónvarp og tón-
leika og samdi tónhst af ýmsu tilefni.
Frá ársbyrjun 1995 vann Magnús
að tónlistarverkefnum, svo sem
píanóleik, útsetningum og upptöku-
stjóm, auk kennslu við Söngskólann
í Reykjavík.
Eftirlifandi eiginkona Magnúsar
er Ingibjörg Bjömsdóttir. Magnús
lætur eftir sig fimm uppkomin böm
og þrjú stjúpböm.
Nýtt yfirlit Þjóðhagsstofnunar um stöðu
og horfur í þjóðarbúskapnum
Spáir yfir 50 milljarða
króna viðskiptahalla
Landsframleiðsla eykst um 4% í ár og atvinna
meira en í fyira, samkvæmt áætlun Þjóð-
hagsstofnunar. Afbur á móti verður verðbólga
yfír 5% og viðskiptahallinn fer yfír 50 millj-
arða sem er 7,2% af landsframleiðslu.
EINS og horfur eru nú í þjóðar-
búskapnum að mati Þjóðhagsstofn-
unar skiptir í tvö horn með líklega
þróun efnahagsmála á árinu. Ut-
litið er bjart þegar litið er til fram-
leiðslu og atvinnu en sé hins vegar
litið til verðbólgu og viðskiptahalla
hafa horfurnar versnað andstætt
fymi vonum.
í yfirliti um stöðu og horfur í
þjóðarbúskapnum sem Þjóðhags-
stofnun kynnti á heimasíðu sinni í
gær er reiknað með að landsfram-
leiðsla aukist um nær 4% á árinu
og atvinna verði jafnvel enn meiri
en á síðasta ári. Þetta er töluvert
hagstæðari mynd en fram hefur
komið í fyrri áætlunum stofnunar-
innar. Hins vegar er útlit fyrir
meiri verðbólgu og viðskiptahalla
en áður var reiknað með. Spáð er
að verðbólga verði 5,3% milli ár-
anna 1999 og 2000 og að hún verði
3,9% frá upphafi til loka ársins.
Jafnframt er búist við að viðskipta-
halli aukist í stað þess að standa í
stað, samkvæmt fyrri spám.
Forsendan fyrir breyttum horf-
um er sú að umsvif í efnahagslífinu
eru talin aukast mun meira en áð-
ur var reiknað með. Áætlað er að
þjóðarútgjöld aukist um 4,7% á
þessu ári á móti 2,8% sem gert var
ráð fyrir í desember. Stafar þetta
bæði af aukinni neyslu og fjárfest-
ingu. Gangi þetta eftir munu þjóð-
arútgjöldin aukast jafn mikið á
þessu ári og í fyrra og fyrir vikið
verður hagvöxturinn meiri en spáð
var.
Hægir á kaupmáttar-
aukningu
Helstu niðurstöður úr mati Þjóð-
hagsstofnunar á framvindu efna-
hagsmála á árinu 1999 og horfum
ársins 2000 eru þessar:
► í takt við spá um 3,9% vöxt
landsframleiðslu í ár er gert ráð
fyrir að atvinnuleysi minnki enn á
þessu ári og verði að jafnaði 1,7%
af mannafla.
► Vísitala neysluverðs hækkaði
um 5,8% frá upphafi til loka ársins
1999 en 3,4% milli áranna 1998 og
1999. Þjóðhagsstofnun spáir að
heldur dragi úr verðbólgu á þessu
ári og að hún verði 3,9% frá upp-
hafi til loka ársins en að meðal-
hækkun frá árinu 1999 verði 5,3%
► Áætlað er að kaupmáttur
ráðstöfunartekna á mann hafi auk-
ist um 5% á árinu 1999. Reiknað er
með að það hægi á kaupmáttar-
aukningu á þessu ári og að hún
verði um 1,5%. Um þetta mat ríkir
þó nokkur óvissa, bæði vegna
kjarasamninga sem enn er ólokið
og einnig vegna áhrifa samninga á
launaskrið.
► Gert er ráð fyrir að á þessu
ári hægi á vexti út- og innflutn-
ings. I ár er reiknað með að út-
flutningur vöru og þjónustu vaxi
um 1,8% en vöxturinn var 5,8% í
fyrra. Spáð er að innflutningur
vöru og þjónustu aukist um 4,1% í
ár en á síðasta ári var aukningin
6,3%, sem þó var minni vöxtur en
árin á undan.
► í heildina urðu litlar breyt-
ingar á viðskiptakjörum í fyrra og
ekki búist við miklum sviptingum í
ár.
► Viðskiptahalli mældist tæpir
43 milljarðar króna á síðasta ári og
var 6,7% af landsframleiðslu sem
er nánast sama hlutfall og árið
1998. í ár er spáð að viðskiptahall-
inn aukist og verði 50,5 milljarðar
króna eða 7,2% af landsfram-
leiðslu.
► Lauslega áætlað nam hagnað-
ur atvinnuveganna fyrir tekju- og
eignarskatta um 3% af rekstrar-
tekjum á árinu 1999 og arðsemi
eigin fjár var um 4,5%. Afkoman
breyttist lítið frá árinu áður en var
nokkuð lakari en á árunum 1995-
1997.
► Afkoma ríkis og sveitarfélaga
batnaði á árinu 1999 og gert er ráð
fyrir frekari bata í ár. Samkvæmt
uppgjöri Þjóðhagsstofnunar er
áætlað að tekjuafgangur hins opin-
bera hafi verið 14 milljarðar króna
á síðastliðnu ári, eða um 2,2% af
landsframleiðslu, en 2,8 milljarða
króna afgangur varð árið 1998. í
ár er reiknað með að afgangurinn
aukist í ríflega 17 milljarða króna
sem er um 2,5% af landsfram-
leiðslu.
► Horfur eru á að árlegur hag-
vöxtur á tímabilinu 2001-2004
verði 2-2,5%. í samræmi við hæg-
ari hagvöxt á næstu árum er gert
ráð fyrir að atvinnuleysi aukist lít-
illega og verði um 2,5% að meðal-
tali á tímabilinu. Jafnframt er
reiknað með að verðbólga minnki
smám saman og verði í lok tíma-
bilsins um 2,5%.
► Á tímabilinu 2001-2004 er
gert ráð fyrir að kaupmáttur ráð-
stöfunartekna á mann vaxi um
1,5% árlega sem er lægra en und-
anfarin ár en sambærilegt við það
sem reikna má með í viðskipta-
löndunum.
► Þrátt fyrir að horfur séu á að
hægi á vexti þjóðarútgjalda á
næstu árum þá eru líkur á að mik-
ill viðskiptahalli verði viðvarandi-
Samkvæmt framreikningum Þjóð-
hagsstofnunar verður viðskipta-
halli að jafnaði um 8% af lands-
framleiðslu á árunum 2001-2004.
Stöðugleikinn í hættu
Þjóðhagsstofnun segir að það
hafi sýnt sig að undanförnu að sá
mikli vöxtur sem verið hafi í efna-
hagslífinu tefli stöðugleikanum í
tvísýnu. Það birtist meðal annars i
því að tólf mánaða breyting verð-
lags hafi verið á bilinu 5-6% síð-
ustu sex mánuði. Þótt þessi verð-
þróun skýrist að hluta af
sérstökum aðstæðum sé ljóst að
svona mikil verðbólga fái ekki
staðist til lengdar. Við bætist svo
að viðskiptahallinn fari vaxandi og
það geti grafið undan stöðugleik-
anum þegar til lengri tíma er litið.
„Þetta er mikið áhyggjuefni í ljósi
þess að almenn skilyrði þjóðarbús-
ins eru með ágætum um þessar
mundir og þvi er mikilvægt að
leggja grunn að betra jafnvægi '
utanríkisviðskiptum og draga úr
þrýstingi á verðlag. Af þessum
ástæðum er óhjákvæmilegt að
hægja á efnahagsstarfseminni ú
næstu misserum, draga úr þjóðar-
útgjöldum og stuðla þannig að
„mjúkri lendingu“ í efnahagsmál-
um eins og því var lýst í þjóðhags-
áætlun sem lögð var fram á Al-
þingi síðastliðið haust.“
Þegar litið er lengra fram í tím-
ann telur Þjóðhagsstofnun að efna-
hagshorfur séu að mörgu leyti hag-
felldar. Þannig sé reiknað með að
hagvöxtur verði á bilinu 2-2,5% að
jafnaði á árunum 2001-2004. Þetta
telur stofnunin viðunandi hagvöxt,
sérstaklega með tilliti til þess
hversu ör hann hefur verið undan-
farin ár. Miðað er við að það takist
að hægja nægilega mikið á vexti
þjóðarútgjalda til að skilyrði skap-
ist fyrir hjöðnun verðbólgu á ný-
Samkvæmt þessu nær verðbólga
hámarki á þessu ári en fer síðan
lækkandi á næsta og þarnæsta ári
niður í það sem gengur og gerist i
helstu viðskiptalöndum. Viðskipta-
halli verður hins vegar áfram við-
varandi og er það mikil umhugsun-
arefni, að mati Þjóðhagsstofnunar-
„Ljóst er að þessi mynd sem hér
hefur verið dregin upp gerir mikl-
ar kröfur ti! hagstjórnar á næstu
misserum. í þessari spá felst að
framhald verði á hagvaxtarskeið-
inu sem hófst árið 1994. Ef spáin
gengur eftir verður þetta lengsta
hagvaxtarskeið í sögu þjóðarinnar
og jafnframt verður það einstakt
fyrir þær sakir að saman hefur
farið mikill hagvöxtur og stöðug-
leiki.“