Morgunblaðið - 23.03.2000, Side 10

Morgunblaðið - 23.03.2000, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Rætt um framtíð íslenskunnar í heimi tækninnar Morgunblaðið/Ásdís Björn Bjarnason mcnntamálaráðhcrra sagði mikilvægt að tryggja stöðu íslenskunnar en Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra er þekktur fyrir kjarnyrta notkun tungunnar. Ráðherra gagnrýnir símafyrirtæki fyrir metnaðarleysi BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra gagnrýndi símafyrirtæki á Alþingi í gær fyrir að hafa ekki sýnt metnað í að nota íslenska stafi og íslenskan texta í farsímum. Sagði Björn að aðeins einn farsími hefði verið íslenskaður með þess- um hætti. „Það þarf að knýja markaðinn til að sinna þessum þörfum íslenskunnar ekki síður en Islendinga," sagði Björn. Björn var að svara fyrirspurn frá Svanfríði Jónasdóttur, þing- manni Samfylkingarinnar, um hvaða ráðstafanir hefðu verið gerð- ar af hálfu ráðherra til að tryggja stöðu íslenskunnar við þær tækni- breytingar sem verið væri að þróa, að tölvur skilji mælt mál (tungu- tækni). Svanfríður tók undir það með ráðherra að knýja þyrfti fleiri aðila en stjórnvöld til að takast á við það stóra og mikla verkefni að halda íslenskunni til haga í heimi tækninnar. Björn vísaði m.a. í svari sínu til skýrslu sem kom út á síðasta ári á vegum starfshóps um tungutækni en þar er lagt til að hrundið verði af stað átaki í þessum efnum. Björn fagnaði í þessu sambandi þeirri staðreynd að nú væri farið að selja Windows-stýrikerfíð á ís- lensku. „Það er árangur af starfi sem unnið hefur verið frá því í jan- úar á síðastliðnu ári og er stórt skref í því að tryggja stöðu ís- lenskunnar í upplýsingatækni- heiminum," sagði hann. Mennta- málaráðuneytið og verkefnisstjórn ríkisstjórnarinnar um upplýsinga- samfélagið hafa síðan að sögn Björns unnið sameiginlegar tillög- ur um frekari útfærslu tillagna þeirra sem settar voru fram í áður- nefndri skýrslu. í þeim væri gert ráð fyrir að hafist yrði handa um átak á sviði tungutækni þegar á þessu ári. Þá hefur menntamálaráðuneytið beitt sér fyrir því að Háskóli Is- lands skipuleggi nám á sviði tungu- tækni. Hefur rektor HÍ ákveðið að skipa starfshóp til að skipuleggja þverfaglegt nám í tungutækni í samstarfi við íslensk fyrirtæki sem hyggjast vinna á þessu sviði. Fullgilding Scheng- en samþykkt með 41 atkvæði ÞINGSALYKTUNARTILLAGA utanríkisráðherra um fullgildingu samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna var samþykkt með 41 atkvæði í atkvæða- greiðslu á Alþingi í gær, og verður send ríkisstjórninni sem ályktun Al- þingis. Um leið var samþykkt að vísa tveimur lagafrumvörpum sem tengj- ast tillögunni til þriðju umræðu í þinginu. Þegar greidd voru atkvæði um til- löguna í heiid sinni var 41 henni hlynntur, 4 andvígir, 5 greiddu ekki atkvæði en 13 voru fjarverandi. Við nafnakall, sem fram hafði farið áður um tillögugreinina, greiddu hins vegar allir fimm þingmenn Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs, sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsl- una, auk Guðjóns A. Kristjánssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, at- kvæði gegn samþykkt tillögunnar. Vakti það nokkra athygli að fjórir þingmenn kusu að sitja hjá við at- kvæðagreiðsluna, þar af þrír þing- menn Sjálfstæðisflokks, auk Sverris Hermannssonar, formanns Fijáls- lynda flokksins. Sjálfstæðismennirn- ir þrír voru þeir Einar K. Guðfinns- son, Einar Oddur Kristjánsson og Gunnar Birgisson. Allir viðstaddir þingmenn Framsóknarflokks og Samfylkingar voru tillögunni hins vegar samþykkir. Nokkrir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu og sagði Sighvat- ur Björgvinsson, þingmaður Sam- fylkingar, m.a. að hér væri um að ræða eitt stærsta utanríkismálið sem borist hefði inn í sali Alþingis frá samþykkt EES-samningsins. Málið snerist ekki síst um það að Is- lendingar gætu tekið ákvarðanir á jafnréttisgrundvelli á við aðrar Evrópuþjóðir og því segði hann já. I sama streng tók m.a. Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, sem sagði hér á ferðinni hið mesta framfaramál og sjálfsagt væri að taka þátt í samstarfi Norðurlanda og Evrópuþjóða. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, sagði hins vegar að það sam- Þróun í innanlandsflugi sögð mikið áhyggjuefni ÞINGMENN af landsbyggðinni lýstu miklum áhyggjum sínum vegna þróunar í innanlandsflugi í utandagskrárumræðum sem fram fóru á Alþingi í gær. Kom fram í máli Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra að í undirbúningi væri að halda ráðstefnu um almenn- ingssamgöngur á íslandi, bæði hvað varðaði flug og aðrar samgöngur, og sagði hann að hún myndi nýtast sem undirbúningur að aðgerðum í þess- um málum. Málshefjandi utandagskrárum- ræðunnar var Rristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar. Hann gerði að umtalsefni ákvörðun ís- landsflugs að draga sig út úr sam- keppni við Flugfélag íslands í áætl- unarflugi á innanlandsmarkaði, og sorglega þróun í flugsamgöngum til landsbyggðarinnar almennt. Kristján sagði dæmi um það að samgöngur við einstök byggðarlög væru styrkt af ríkissjóði, t.d. ferju- siglingar til nokkurra staða, sem og endurgreiðslur ríkissjóðs til sér- leyfishafa vegna farþegaflutninga á landi. Velti hann því fyrir sér hvers vegna þetta væri ekki hægt í fluginu einnig. Benti hann einnig á að byggðastyrkir til að halda uppi og styrkja flug til minni staða á lands- byggðinni væru hluti af byggðaþró- unarkerfi nágrannalandanna. Krist- ján kvaðst telja að beita þyrfti frekari jöfnunaraðgerðum hér á landi milli landsbyggðar og höfuð- borgarsvæðis. Einkunnarorðin gætu engu að síður verið sam- keppni, samstarf og samstaða. „Til þess að á íslandi búi ein þjóð þarf að bæta samgöngur því að góðar og öruggar samgöngur eru skilvirk- asta leiðin að því marki. Allir lands- menn, án tillits til búsetu, eiga að hafa sömu möguleika,“ sagði Krist- ján m.a. Bættar vegasamgöngur hafa áhrif á þróun flugsamgangna Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagði þýðingarmikið að átta sig á að farþegum í innanlandsflugi fjölgaði stöðugt. Þróunin væri þó sú að umferð ykist á meginflugvöllum en flestir minni áætlunarstaðir ættu í vök að verjast. Sagði hann að í samgönguráðuneytinu lægi nú bréf frá Flugfélagi íslandi þar sem fé- lagið segðist ætla að hætta hinn 1. júlí flugi milli Akureyrar og ísa- fjarðar, Grímseyjar, Þórshafnar, Vopnafjarðar og Egilsstaða nema einhverjar breytingar yrðu á fyrir- sjáanlegum taprekstri þeirra upp á 30-40 millj. kr á ári. Jafnframt væri ljóst að íslandsflug ætlaði að hætta ’iXii'í-IÍÍí JI ALÞINGI áætlunarflugi til Siglufjarðar í lok apríl. Sturla sagði að við innleiðingu samkeppni létu flugfélög í öllum meginatriðum viðskiptasjónarmið ráða í rekstri sínum og flygju því ekki á óarðbærum leiðum. „Ráð er fyrir þessu gert í núverandi löggjöf því heimilt er að bjóða út skyldu til opinberrar þjónustu í áætlunarflugi til flugvallar sem þjónar jaðar- eða þróunarhéraði eða á flugleið til hér- aðsflugvallar með lítilli umferð enda sé slík leið lífsnauðsynleg fyrir efna- hagsþróun á svæðinu.“ Benti hann á að gert væri ráð fyr- ir 9,7 millj. kr. til styrkja til flug- samgangna í fjárlögum fyrir árið 2000 og sagði að það væri hans álit að halda yrði út flugi til ákveðinna staða hvað sem öðru liði. Hins vegar hefðu bættar vegasamgöngur vita- skuld áhrif á samkeppnisstöðu flugsins. Allt flug frá Akureyri nema til Reykjavíkur boðið út? „í ljósi þeirrar þróunar sem hér hefur verið lýst tel ég að bregðast verði við hverju dæmi fyrir sig og það metið sérstaklega," sagði Sturla. „Allt virðist stefna í það að bjóða verði út allt flug út frá Akur- eyri nema til Reykjavíkur að sjálf- sögðu. Þar gæti einnig komið til flug frá Akureyri og til Siglufjarðar yfir vetrarmánuðina. Kostnaður verður hins vegar veiulegur og á það vil ég leggja áherslu að á fjárlögum þessa árs eru engir slíkir fjármunir til þess að koma til móts við þessar byggðir, eða bjóða út svo mikla þjónustu í flugi.“ Fjöldi þingmanna kvaddi sér hljóðs í umræðunni í gær og lýstu þeir m.a. þeirri skoðun sinni að al- varlegt ástand væri að skapast í inn- anlandsflugi. Vissulega væru vegir almennt betri en áður en fólki þyrfti hins vegar að hafa valkost um sam- gönguleiðir. Töldu nokkrir þing- menn að þróunin sýndi í hnotskum þörfina á því að stjórnvöld mótuðu stefnu í samgöngumálum, stefnu sem þau síðan fylgdu eftir af festu. rýmdist illa stöðu íslands, sem ekki væri í Evrópusambandinu, að sam- þykkja Schengen-samninginn enda hefði hann verið innlimaður í ESB- löggjöfina. Sagði hann mikinn kostn- að samfara Schengen-aðild, hætta ykist á að fíkniefni flæddu hingað inn þegar innri landamæravörslu yrði hætt og samningurinn gæti jafn- framt haft slæm áhrif á ferðaþjón- ustu hér á landi. Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði ljóst að ekki yrði aftur snúið og að Islending- ar yrðu aðilar að Schengen. Hins vegar væru meingallar á málinu, m.a. væru ekki fyrirliggjandi neinar upplýsingar um kostnað sem hlytist að Schengen-aðild og því myndi hann ekki greiða atkvæði. Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæð- isflokki, tók í sama streng er hann gerði grein fyrir atkvæði sínu en Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Fijálslynda flokksins, sagðist hins vegar hafa sannfærst um það er hann hlýddi á umræður í fyrradag um málið að Schengen-aðild væri Is- lendingum óhagstæð, og hann segði því nei. ♦ ♦ ♦ Aftur bundin við 6 tonn STÆRÐ krókabáta verður aftur bundin við 6 tonn verði frumvarp sem sjávarútvegsráðheira mælti fyrir á Alþingi á mánudag að lögum en við lagabreytingar sem gerðar voru í janúar 1999 var reynt að gefa krókaaflamarksbátum möguleika á stækkun yfir þau 6 tonn sem áður hafði verið miðað við varðandi krókabáta. Árni M. Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra lagði þó áherslu á að svo gæti vel farið að niðurstaðan yrði sú, að smábátum yrði leyft að verða stærri en 6 tonn, en að hann teldi rétt að það yrði verkefni endur- skoðunarnefndar um fiskveiðilög- gjöfina að vega þetta lagaákvæði og meta. Frumvarpið sem sjávarútvegsráð- hen-a mælti fyrir felur í sér að gild- istöku laga um veiðar krókabáta verður frestað um eitt ár. Það felur hins vegar líka í sér að stærð króka- báta verður aftur bundin við 6 tonn og sagði Árni að komið hefði í ljós að möguleikarnir til stækkunar króka- báta, sem settir voru í lög í janúar 1999, höfðu víðtækari afleiðingar í för með sér en ráðgert var í fyrstu. Því teldi hann eðlilegt að stíga eitt skref til baka þar sem greinilega hefði ekki tekist að ná því markmiði sem stefnt var að við lagasetninguna í janúar 1999. Þessi lagagrein yrði samt eins og aðrar til skoðunar í starfi endurskoðunamefndarinnar svokölluðu á næstu mánuðum. Komið til móts við þá sem sitja uppi með nýja báta? í Morgunblaðinu í gær var sagt frá því að í kjölfar þess að frumvarp sjávarútvegsráðherra var lagt fram hefði spurn eftir veiðileyfum aukist mikið og verðið þar af leiðandi hækk- að enda sætu nú margir uppi með nýja báta án þess að fá á þá veiðileyfi á næsta fiskveiðiári. Árni lagði á það áherslu við umræðuna að hann teldi eðlilegt að sjávarútvegsnefnd Al- þingis tæki afstöðu til þess, í umfjöll- un sinni um frumvarpið, hvort mögu- legt væri að taka tillit til þeirra sem tekið hefðu ákvarðanir á grundvelli ákvæða löggjafarinnar, sem nú er stefnt að því að fresta. Ekki myndi standa á sjávarútvegsráðuneytinu að aðstoða við að finna einhveija leið sem þar mætti að gagni koma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.