Morgunblaðið - 23.03.2000, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 13
FRÉTTIR
Héraðsdómur í máli gegn fyrrv. forstjóra Landmælinga
Sýknaður af öllum
ákæruatriðum nema einu
Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Iljálparstarfs kirkjunnar, tekur við
framlagi barna og unglinga í KFUM og KFUK til verkefna á Indlandi.
Söfnuðu 220 þúsund
fyrir börn á Indlandi
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur sýknað Agúst Guðmundsson,
fyrrverandi forstjóra Landmælinga
Islands, af öllum ákæruatriðum
nema einu í dómi sem kveðinn var
upp 2. mars sl. en hann var ákærður
fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og
umboðssvik. Samkvæmt dómsorði
er ákvörðun refsingar frestað skil-
orðsbundið í eitt ár og honum gert
að greiða V4 hluta sakarkostnaðar.
Ekki grundvöllur til
sakfellingar fyrir fjárdrátt
Málið var höfðað á hendur Ágústi
í september sl. Umhverfisráðuneyt-
ið vék honum úr starfi í sept. 1998
vegna embættisfærslu hans og var
nokkrum atriðum hennar vísað til
opinberrar rannsóknar. I ákærunni
var Ágústi annars vegar gefinn að
sök fjárdráttur í opinberu starfi,
með því að hafa í desember 1997
dregið sér GPS-staðsetningartæki
sem Landmælingar hefðu keypt
ásamt öðrum tækjabúnaði skv.
reikningi að fjárhæð rúmlega 2
milljónir kr. og fyrir að hafa sett
tækið í umboðssölu, sem svo seldi
Landmælingum það á 222 þús. kr.
Ákærði neitaði sök og kvað tækið
hafa verið gjöf til sín en hann hafi
síðar selt Landmælingum tækið.
Héraðsdómur komst að þeirri
niðurstöðu að ósannað væri að
Landmælingar hefðu í upphafi
keypt tækið skv. reikningi. Taldi
dómurinn eignarhald á tækinu svo
óljóst, er ákærði seldi Landmæling-
um tækið, að engu verði slegið föstu
um eignarhaldið og því sé ekki
grundvöllur til sakfellingar fyrir
fjárdrátt. Var hann því sýknaður af
þessum ákærulið.
I annan stað var Ágúst ákærður
fyrir umboðssvik í opinberu starfi,
og honum gefið að sök að hafa mis-
notað aðstöðu sína til að láta stofn-
unina greiða sér samtals 670 þús-
und kr. fyrir störf í þágu starfshóps
um stjórnsýslumörk á miðhálend-
inu, án þess að hafa fengið sam-
þykki kjaranefndar til greiðslu fyrir
þau störf, skv. reikningi ákærða
vegna 167 yfirvinnustunda í janúar-
apríl 1997.
Greiðslur voru í þrennu lagi. I
niðurstöðu dómsins segir að ákærði
hafi innt af höndum vinnu, sem hann
hafi hlotið að gera ráð fyrir að yrði
greidd. Hvað fyrri tvær greiðslurn-
ar varðaði, sem hljóðuðu upp á 130
þús. og 90 þús. kr., komst dómurinn
að þeirri niðurstöðu að ákærði hefði
verið í góðri trú er hann lét greiða
sér þær og var hann sýknaður af
þeim hlutum þess ákæruliðar.
Hvað síðustu greiðsluna snertir,
450 þús. kr., taldi dómurinn að
ákærði hefði nokkuð til síns máls er
hann hafi haldið því fram að það hafi
ekki verið hans að rökstyðja erindi
sitt frekar fyrir kjaranefnd. Honum
hafi þó verið ljóst er hann lét Land-
mælingar greiða sér umrædda upp-
hæð, að greiðslan var háð ákvörðun
kjaranefndar. Taldi dómurinn þá
háttsemi varða við ákvæði hegning-
arlaga.
.Ákærði átti lögmæta launakröfu
er hann lét stofnunina greiða sér án
þess að rétt væri að því staðið. Ekk-
ert fjártjón varð. Langur tími er lið-
inn frá því að brot ákærða var fram-
ið. Eftir atvikum þykir rétt að fresta
ákvörðun refsingar ákærða skil-
orðsbundið í eitt ár frá uppsögu
dómsins að telja og skal refsing falla
niður að þeim tíma liðnum haldi
ákærði almennt skilorð 57. gr. al-
mennra hegningarlaga nr. 19/1940,
sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955,“ segir í
niðurstöðu héraðsdóms.
BÖRN og unglingar í KFUM og
KFUK skiluðu nýlega til Hjálpar-
starfs kirkjunnar afrakstri af
verkefni sínu í vetur sem snerist
um að fræðast um kjör jafnaldra
þeirra í þriðja heiminum, einkan-
lega á Indiandi og safna fjármun-
um í verkefni hjálparstarfsins.
Félagar í hinum ýmsu deildum
beittu ýmsum aðferðum við fjár-
öflunina, söfnuðu dósum og flösk-
um, héldu bingó, tombólur og
happdrætti og á uppskeruhátíð
nýverið var afrakstrinum safnað
saman og hann afhentur Jónasi
Þórissyni, framkvæmdastjóra
Hjálparstarfs kirlgunnar. Alls
söfnuðust um 220 þúsund krónur
og sagði Jónas er hann tók við
peningunum, að þeir myndu
margfaldast að verðgildi í verk-
efnunum á Indlandi.
Samræma
þarf betur
rekstur
SVR ogAV
AUKIN samvinna eða jafnvel sam-
eining Strætisvagna Reykjavíkur
og Almenningsvagna er kostur sem
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, segir að menn
verði að skoða í tengslum við um-
ræður um eflingu almenningssam-
gangna á höfuðborgarsvæðinu.
„Mér finnst það liggja í augum
uppi að samræma þarf betur rekst-
ur Strætisvagna Reykjavíkur og
Almenningsvagna," sagði Kjartan,
sem finnst nýútkomin skýrsla um
rekstur SVR mjög athyglisverð, en
þar kemur fram að farþegum fækki
jafnt og þétt og þörf sé á aðgerðum
til að efla almenningssamgöngur.
I kjölfar skýrslunnar hefur borg-
arráð m.a. falið borgarstjóra að
kanna hvort æskilegt sé að skilja á
milli stefnumótunar og þjónustu-
kaupa almenningssamgangna í
borginni.
Undrast sinnaskipti
R-listans
Kjartan sagðist undrast sinna-
skipti R-listans í þessu máli, því
fyrir borgarstjórnarkosningarnar
árið 1994 hefði eitt hans helsta
kosningamál verið að breyta SVR
úr hlutafélagi í borgarfyrirtæki,
eins og hann hefði síðan gert.
„Ingibjörg Sólrún hélt því þá
hvað eftir annað fram, að hlutafé-
lagaform ætti undir engum kring-
umstæðum við um rekstur strætis-
vagna. Sá rekstur yrði að vera í
höndum hins opinbera. Þessi sinna-
skipti nú sýna í raun hversu mikill
pólitískur vindhani hún er,“ sagði
Kjartan, en bætti því við að þessi
stefnubreyting R-listans væri hon-
um mikið ánægjuefni.
Að sögn Kjartans kemur fram í
skýrslunni að kostnaður miðað við
hvern ekinn kílómetra er lægri hjá
Almenningsvögnum en hjá Strætis-
vögnum Reykjavíkur.
„I raun ætti þessu að vera öfugt
farið því SVR er mun stærra fyrir-
tæki og ætti því að njóta hag-
kvæmni stærðarinnar. Mig grunar
að þetta sé vegna þess að Almenn-
ingsvagnar eru að nota aðferðir
hlutafélagsins en SVR er borgar-
fyrirtæki, sem er einfaldlega ekki
nægilega vel rekið.“
BALEMOj
Langar þig tíl þess?
SUZUKI Baleno fæst fjórhjóladrifinn,
með spræka og skemmtilega 1600
vél, bæði í Sedan og Wagon útfærsl-
unum. Fjórhjóladrif er alveg ómetan-
legt við þær aðstæður sem við búum
við hér á íslandi, ekki bara svo við
komumst leiðar okkar, heldur bætir
það aksturseiginleika og stöðugleika
bílsins við allar aðstæður. Svo eru
Baleno 4x4 bílarnir afar vel búnir
staðalbúnaði, bæði þæginda- og
öryggisbúnaði. SUZUKI bílar eru
þekktir fyrir hagkvæmni í rekstri og
sparlega eldsneytisnotkun. Er þetta
ekki einmitt bíllinn sem þig vantar?
Baleno - Fólksbíllinn
TEGUND: VERÐ
1.3 GL3d 1.195.000 KR.
1.6 GLX 4x4 4d ABS 1.595.000 KR.
1.6 GLXWAGON 4x4 abs 1.695.000 KR.
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
www.suzukibilar.is
Þorbergur Guðmundsson
Sölustjóri
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slml 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, slmi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson,
Grænukinn 20, simi 555 15 50. Hvammstangi: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17. (safjörður: Bllagarður ehf.,Grænagarði, simi 456 30 95.
Keflavlk: BG bílakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bflasala Suðurlands, Hrlsmýri 5, slmi 482 37 00.