Morgunblaðið - 23.03.2000, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.03.2000, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Borgarbókasafnið flytur úr Þingholtsstræti Ekki ljóst hvað verður um húsið Þingholt STARFSEMI Borgarbóka- safnsins í Pingholtsstræti 29a verður flutt í Tryggva- götu 15 í sumar. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Björnssyni, framkvæmda- stjóra menningar- og fé- lagsmála hjá Reykjavíkur- borg, er ekki búið að ákveða hvað verður um húsið við Þingholtsstræti, hvort það verður áfram í eigu borgar- innar eða hvort það verður selt. Endanleg ákvörðun verður tekin í vor. Það mun hafa þótt tíma- bært að flytja bókasafnið, enda umfang þess orðið allt of mikið fyrir húsið. Ekki þótti koma til greina að halda bókasafnsútibúi í Þingholtsstræti eftir að nýtt safn í Tryggvagötu verður opnað. Talið er að fáir myndu leggja leið sína í úti- bú í Þingholtunum þegar nýtt og fullbúið safn er kom- ið annars staðar í miðbæn- um. Verið er að skoða ýmsar Morgunblaðið/Golli Hús Borgarbókasafnsins við Þingholtsstræti. II 1 HL’M 1 I B h SSsk,- 111 “ \ 1 SBgfe..- Ib' _ hugmyndir um notkun húss- ins undir starfsemi á vegum borgarinnar, með tilliti til þess hvort húsið henti undir viðkomandi starfsemi. Ef engin hentug starfsemi finnst kæmi jafnvel til greina að selja það og munu ýmsir aðilar þegar hafa gef- ið sig fram við Reykjavíkur- borg og lýst yfir áhuga á húsinu, enda eitt reisuleg- asta hús Þingholtanna og umlukt stórum grónum garði. 5.000 fermetra hús rís á lóð Eflingar við Sætún tírslit Stóru upplestrarkeppninnar meðal 12 ára nemenda í Hafnarfírði Verðlaun fyrir upp- lestur o g smásögur Framkvæmdir við stórhýsið á lóð Eflingar við Sætún ganga vel. Stefnt er að því að taka húsið í notkun í júlí. Fram- kvæmdir á fullu skriði Reykjavík FRAMKVÆMDIR við tæp- lega 5.000 fermetra hús á lóð Eflingar stéttarfélags við Sætún eru á fullu skriði og stendur til að flutt verði inn í það i sumar. Húsið er á fjórum hæðum, auk kjallara, og verða skrif- stofur Eflingar og fræðsluað- setur á þriðju og fjórðu hæð, en Lífeyrissjóðurinn Fram- sýn, Landssamband lífeyris- sjóðanna og Reiknistofa líf- eyrissjóðanna á annarri hæð. Samvinnuferðir-Landsýn verða svo með afgreiðslu sína og skrifstofur á fyrstu hæð og í hluta kjallara og fjórðu hæðar. Stefnt er að því að flutt verði inn í húsið 1. júlí og segir Halldór Björnsson, for- maður Eflingar, að fram- kvæmdir hafi gengið afar vel, þrátt fyrir erfiða tíð. Fyrsta skóflustungan var tekin í júlí. í fyrra og segir Halldór allt benda til þess að flutt verði í sumar, samkvæmt áætlun. Teiknistofa Halldórs Guð- mundssonar hannaði húsið sem er tæplega 5.000 fer- metrar að stærð og aðalverk- taki við framkvæmdir er Eykt hf. Auk hússins er verið að reisa 1.600 fermetra bílastæðahús og er áætlaður heildarkostnaður við fram- kvæmdimar um það bil 630 milljónir. Hafnarfjörður ÚRSLITAKEPPNI í Stóru upplestrarkeppninni íHafn- arfirði fór fram á þriðjudag í Hafnarborg fyrir fullu húsi. Keppendur voru 12 ára nem- endur úr öllum skólum Hafn- arfjarðíU' og lásu þeir bæði þjóðsögur og ljóð. Frammistaða nemenda var metin meðal annars eftir hrynjanda og blæbrigðum í lestri og framburði. Einnig var tekið til þess hvort lík- amsstaða væri rótt, hraði hæfilegur og samskipti við áheyrendur góð. María Lovísa Guðjónsdótt- ir úr Oldutúnsskóla varð í fyrsta sæti keppninnar. Ey- rún Guðmundsdóttir úr Hval- eyrarskóla varð í öðru sæti og Sylvía Rut Sigfúsdóttir úr Engidalsskóla íþvíþriðja. Auk þess hlaut Jóhann Orn Gunnarsson, Öldutúnsskóla, sérstaka viðurkenningu fyrir túlkun sína á Ijóðinu Nirfíll- inn eftir Davíð Stefánsson. Einnig voru veitt verðlaun Morgunblaðið/Ásdís Tólf ára nemendur í Hafnarfirði kepptu til úrslita í Stóru upplestrarkeppninni í Hafnarborg. í smásagnasamkeppni fyrir 8. til 10. bekk. Þar hlaut Hrund Gunnarsdóttir úr Hvaleyrarskóla fyrstu verð- laun fyrir söguna Einmana sál, Margrét Arnardóttir úr Víðistaðaskóla önnur verð- laun fyrir söguna Nýtt líf og Guðrún Björg Steingríms- dóttir úr Setbergsskóla þau þriðju fyrir söguna Barns- ránið. Sigurvegararnir hlutu peninga- og bókarverðlaun og þar að auki fékk Hrund Gunnarsdóttir fyrsta menn- ingarpassa Hafnarfjarðar sem veitir aðgang að öllum helstu menningarstofnunum bæjarins. Veggspjald með viðmiðun um góðan skdla afhent borgarstjora Nám, festa og umhyggja vega þungt Reykjavík GÓÐUR skóli er heiti á vegg- spjaldi sem fræðsluráð Reykjavíkur er að dreifa þessa dagana í alla skóla borgarinnar. Veggspjaldið hefur að geyma viðmið um góðan skóla sem fræðsluráð Reykjavíkur samþykkti í des- ember sl. að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu frá fræðslumiðstöð. Starfshópur skólafólks samdi viðmiðin og var efni í þau safnað víða að. í viðmiðunum er lýst hug- myndum um góðan skóla og er tilgangurinn með útgáfu þeirra að gefa skólanum kost á að spegla starf sitt, viðhorf og andrúmsloft í þessum hug- myndum og geta þeir lært af sínum. Nám, festa, agi, hlýhugur og umhyggja vega þungt í viðmiðun um góðan skóla. Viðmiðin skiptast í fimm kafla: Stefnumörkun og for- ysta, lærdómsumhverfi, nem- endur, mat á árangri og sí- menntun. I kaflanum um stefnumörk- un er lögð áhersla á að starfað sé eftir ákveðnum markmið- Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs og Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri afhentu Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur borgarstjóra eintak af veggspjaldinu Góður skóli. um, að siglt sé en ekki látið berast með straumi og að allir sem í skólanum starfi, nem- endur og starfsfólk, hafi ákveðin markmið að keppa að. I kaflanum um lærdóms- umhverfi er m.a. fjallað um andrúmsloft skóla, kennslu- aðferðir og vinnuvenjur nem- enda. Kaflinn um nemendur tekur á ábyrgð þeirra og skyldum í skólanum. Kaflinn um mat á árangri fjallar um mat á frammistöðu nemenda, árangur skólastarfsins og vinnubrögð í skólanum. Vill lóð fyrir fímm 40 hæða háhýsi Kópavogur BÆJARRÁÐI Kópa- vogs hefur borist beiðni um úthlutun lóða undir fimm 40 hæða stórhýsi undir íbúðir, verslun og þjónustu. Það er einstaklingur í Reykjavík sem sækir um lóðimar fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags. Bæjarráð vísaði bréfinu til skipulagsstjóra og byggingarfulltrúa. Morgunblaðið fékk þær upplýsingar á bæjar- skrifstofunum að málið væri til skoðunar en nánari upplýsingar var ekki að fá. í bréfinu segir að farið sé fram á lóðir undir fimm 40 hæða háhýsi fyrir íbúðir, verslun og þjónustu fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags, sem hópur fjárfesta muni standa að. Staður undir lóðirnar er ekki til- greindur sérstaklega og teikningar fylgja ekki. 4.500 raanna byggð Ef miðað er við að lóð- ir fáist undir háhýsin, sem yrðu hæstu bygg- ingar landsins, og að íbúðir verði á 38 hæðum í hverju húsi yrði þarna um að ræða 190 íbúðar- hæðir. Ef 8 íbúðir yrðu á hverri hæð væri um að ræða samtals 1.520 íbúð- ir. Sé miðað við 3 íbúa í hverri íbúð er sótt um lóðir fyrir 4.560 manna íbúðarbyggð í háhýsun- um. Hraða út- hlutun í Aslandi BÆJARRÁÐ Hafnar- fjarðar hefur samþykkt að fela bæjarverkfræð- ingi að láta hraða gerð útboðsgagna vegna ann- arrar úthlutunar bygg- ingarlóða í 2. áfanga Ás- lands. Nýlega var úthlutað í fyrstu úthlut- un annars áfanga fimm sex íbúða fjölbýlishúsum, sex fjögurra íbúða fjöl- býlishúsum, 12 parhús- um, 29 einbýlishúsum, auk þess sem 22 aðilum var úthlutað raðhúsum. Bæjarráðið samþykkti á fundi sínum nýlega að næsta úthlutun nái til Þrastaráss, þar sem eru 16 einbýlishús, 14 íbúðir í parhúsum, 20 íbúðir í raðhúsum, 9 stór fjölbýl- ishús, 6 fjórbýlishús. Jafnframt verði athugað hvort hagstætt sé að bjóða út í Svöluási 7 ein- býlishús, 18 íbúðir í par- húsum, 9 íbúðir í raðhús- um, 1 fjölbýlishús og 1 sambýli. I öðrum áfanga Ás- lands eru lóðir fyrir alls 427 íbúðir, alls eru 83 lóð- ir fyrir einbýlishús, 24 fyrir parhús, 68 fyrir rað- hús auk 252 íbúða í fjöl- býli. Hæstu byggingar verða þrjár hæðir. Mikil eftirspurn hefur verið eftir lóðum á svæðinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.