Morgunblaðið - 23.03.2000, Page 15

Morgunblaðið - 23.03.2000, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 15 AKUREYRI Gott veður hefur verið í Hlíðarfjalli síðustu daga og mjög gott færi. í gær var títivistardagur hjá Lundarskóla og gátu krakkarnir valið um að fara í fjallið eða á skauta í nýju skautahöllinni og þangað fóru margir. Litlu sttílkurnar tvær eru hins vegar af leikskólanum Kiðagili en krakkarnir þaðan fengu líka að fara í fjallið í gær. Fjölbreytt dagskrá á Vetraríþróttahátíð ÍSÍ um helgina Tvö íþróttamann- virki formlega vígð Um slúður og kjaftasögur Yfírlýsing frá eigendum skemmti- staðarins CLUB 13 á Akureyri TVÖ íþróttamannvirki verða formlega vígð á laugardag í tengslum við Vetraríþróttahátíð ISI sem ntí stendur yfir, annars vegar skautahöllin og hins vegar Strýta í Hlíðarfjalli. Mikið verður um að vera á Vetraríþróttahátíðinni um kom- Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum. Bjóðum eitt mesta úrval á íslandi af smáum og stórum vogum. HafÖu samband Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is andi helgi. Sýningarleikir í krullu, curling verða í skautahöllinni kl. 10 á laugardagsmorgun þar sem verða lið frá Akureyri og Kanada, en formlega vígsla hallarinnar verður kl. 17 á laugardag þar sem m.a. breskt listdanspar sýnir listir sínar og ávörp verða flutt. í Hlíðarfjalli verður alþjóðlegt FIS mót, bæði í stórsvigi og göngu og þá mun Davíð Oddsson, forsætisráðherra verða heiðurs- gestur við vígslu nýs veitinga- skála, Strýtu í Hh'ðarfjalli en at- höfnin hefst kl. 15. Á Akureyrarvelli verður keppt í snjókrossi og snjómótorkrossi og sýning verður á torfærujeppum. Halldór Blöndal forseti Alþingis mun ræsa fyrsta keppandann, en keppnin stendur yfir frá kl. 14 til 17 á laugardag. Þá verður opnuð sýning á tít- búnaði Suðurpólsfara, Everest- fara og Grænlandsjökulsfara í Kaupvangsstræti 1 kl. 14 á laug- ardag. Ólafur Örn Haraldsson, al- þingismaður og Suðurpólsfari segir þar frá félögum sínum sem ntí eru að ganga á Norðurpólinn. Islandsmeistaramót í listhlaupi á skautum verður í skautahöllinni á sunnudag frá kl. 10.30 til 14.30, en þá hefst skautasýning. Um kvöldið eða kl. 19 etja kappi Skautafélag Akureyrar og Björn- inn, Reykjavík, í deildarkeppninni í íshokkí. Alþjóðamótið í göngu er einnig á dagskrá í Hlíðarfjalli á sunnudag, sem og Coca Cola mót í göngu fyrir 14 ára og yngri. Um helgina stendur einnig yfir íþróttaþing ISI en það fer fram í KA-heimilinu. Ellert B. Schram forseti ISI setur þingið kl. 17 á föstudag og þá mun forseti ís- lands, hr. Olafur Ragnar Gríms- son ávarpa samkomuna sem og Björn Bjarnason menntamála- ráðherra. MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið um að birta eftirfarandi yfir- lýsingu frá eigendum skemmti- staðarins CLUB 13 á Akureyri: „Við sem eigum og rekum skemmtistaðinn CLUB 13 á Akur- eyri erum seinþreyttir til vand- ræða. En nú er svo komið að við sjáum okkur knúna til að senda frá okkur yfirlýsingu vegna þess slúð- urs sem gengur ljósum logum um bæinn og tengist okkur og skemmtistaðnum okkar með einum eða öðrum hætti. Á bak við lás og slá? Það staðfestist sem sé hér með að eigendur CLUB 13 á Akureyri tengjast ekki á nokkurn hátt þeim fíkniefnamálum sem upp hafa komið á Akureyri. Enginn úr hópi núverandi eða fyrrverandi eigenda skemmtistaðarins situr á bak við lás og slá né hefur nokkur úr þess- um hópi svo mikið sem verið tek- inn til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna fíkniefnamála. Staður fyrir venjulegt fólk CLUB 13 er vínveitingastaður sem er opinn öllum þeim sem hafa aldur til að sækja slíka staði. Stað- urinn er mest sóttur af yngsta ald- urshópnum, þ.e. ungu fólki á aldr- inum 18-30 ára. Það er sami hópur og sækir jafnframt hinn lands- fræga skemmtistað Sjallann, svo dæmi sé tekið. Gestir okkar eru sem sé ósköp venjulegt fólk, og í heildina litið lífsglatt og skemmti- legt og ljúft í allri umgengni. Hnökralaus og góð samskipti við eftirlitsmenn Við sem rekum CLUB 13 gerum það af metnaði og alúð. Við höld- um uppi strangri dyravörslu og reynum þannig að tryggja að eng- inn komist inn sem ekki hefur náð tilskildum aldri. Við höfum ávallt haft mjög gott samstarf við eftir- litsmenn hins opinbera. Þeir heim- sækja staðinn reglulega, stundum oft á kvöldi, á eftirlitsferðum sín- um um öldurhús bæjarins. Þeir hafa mjög sjaldan þurft að hafa af- skipti af gestum CLUB 13 eða vísa einhverjum þeirra út vegna of lágs aldurs. Við erum stoltir af þessari staðreynd enda segir hún mikið um skelegga framgöngu dyravarða hússins. Með samúðarkveðjum... Við sem eigum og rekum CLUB 13 höfum, eins og vonandi flestir Akureyringar, þungar áhyggjur af aukinni tíðni fíkniefnabrota í bæn- um. Við munum hér eftir sem hingað til leggja metnað okkar í að sjá til þess að engin fíkniefni kom- ist inn á staðinn sem við rekum. Ef við yrðum þess varir myndum við án tafar gera þar til kvöddum yfirvöldum viðvart. Það er von okkar að þessi yfir- lýsing verði til þess að kveða í kút- inn, í eitt skipti fyrir öll, þrálátan orðróm um tengsl CLUB 13 og eigenda hans við fíkniefnamisferli af ýmsum toga. Að lokum viljum við senda þeim, sem hafa ánægju af því að búa til óþverrasögur um náungann, okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þeim Guðs blessunar. Akureyri, 22. mars 2000, fyrir hönd eigenda CLUB 13. Arnar Tryggvason, Jón Páll Tryggvason, Ingi Þór Tryggvason." ----------------- Vilja setja upp vetrar- íþróttasafn SÖGUSÝNING sem setja átti upp í tengslum við Vetraríþróttahátíð ISÍ á Akureyri hefur verið felld niður þar sem ekki tókst að afla nægilegra gagna frá þeim sem til var leitað. Þetta kemur fram á heimasíðu hátíð- arinnar. Alls var leitað til um 400 íþrótta- og ungmennafélaga, íþróttabanda- laga, héraðssambanda, sérsam- banda, íþrótta- og tómstundafull- trúa, skíðastaða og einstaklinga, en innan við 2% af þeim sem leitað var til svaraði beiðni um að fá lánaða muni á sýninguna. Leitað var eftir gripum sem tengjast vetraríþrótt- um, ljósmyndum og öðru því sem átt gæti heima á sýningu sem þessari. Þá er Þjóðminjasafnið lokað um þessar mundir og því erfitt um vik að fá lánaða muni þaðan. Þrátt fyrir að ekki tækist að afla muna á sýninguna að þessu sinni eru nú uppi hugmyndir um að setja upp safn á Akureyri sem tengist vetrar- íþróttum og eru þeir Jón Arnþórsson og Hermann Sigtryggsson í forsvari fyrir því. Þeir beina þvi til þeirra sem eru aflögufærir með muni sem tengjast vetraríþróttum og telja að þeir eigi heima á slíku safni, safni Vetraríþróttamiðstöðvarinnar á Ak- ureyri, að setja sig í samband við þá. ------f-4-4------ Tvennir tdnleikar SÖNGDEILD Tónlistarskólans á Akrueyri heldur tvenna tónleika þar sem fram koma nemendur deildar- innar. Fyrri tónleikamir verða fimmtudagskvöldið 23. mars kl. 20.30. í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju en á þeim koma fram nemend- ur á efri stigum. Seinni tónleikarnir verða föstudagskvöldið 24. mars kl. 20.30 og verða þeir í sal Tónlistar- skólans en á þeim koma fram nem- endur á neðri stigum. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. ----------------- Bókmennta- kvöld ÞRIÐJA bókmenntakvöld Sigur- hæða húss skáldsins og Gilfélags- ins verður í Deiglunni fimmtudag- skvöldið 23. mars og hefst kl. 20.30. Að þessu sinni lesa Arnrún Halla Arnórsdóttir, Erlingur Sigurðar- son, Hallgrímur Indriðason, Heið- dís Norðfjörð og Sverrir Pálsson. •5 Aöalfundur »5 Aðalfundur Sparisjóðs Svarfdæla Dalvík verður haldinn í félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal fimmtudaginn 30. mars nk. kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins. Að loknum aðalfundi er boðað til fulltrúaráðsfundar. Dalvík, 20. mars 2000. Stjórnin. Bókaðu í síma 570 3030 03 460 7000 Fax 570 3001 • websalesó>airiceland.is •www.flujfelaj.is ...fljújðufrekar FLUGFELAG ISLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.