Morgunblaðið - 23.03.2000, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 23.03.2000, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 23 ÚRVERINU jjósmynd/Elena Guijarro Garcia Kampselurinn (erignathus barbatus) við smábátahöfnina í Elliðavogi. Kampselur í Elliðaárvogi FYRIR skömmu sáu starfsmenn á Hafrannsóknastofnun kampsel (er- igfnathus barbatus) í smábátahöfn- inni við Elliðaárvog. Var hann mjög gæfur og lét ekki raska ró sinni þótt ljósinyndir væru teknar af hon- um á stuttu færi. Um kvöldmatar- leytið sást hann hins vegar synd- andi um höfnina en vikuna áður hafði hringanóri (phoca hispida) sést á sama stað, en hann er einnig sjaldséð tegund. Guðmundur Þórð- arson, sem rannsakar blöðruseli á Hafrannsóknastofnuninni, segir að smæð þessa kampsels sem og litur á baki gefi mjög sterklega til kynna að hér sé um vetrung að ræða. Kampselir eru hánorræn selateg- und sem finnst allt í kringum Norð- urpólinn og einnig við Grænland og er talið að í stofni kampsela í heim- inum séu um 600 þús. til ein milljón dj?r. Ungir kampselir eiga það til að flækjast og sjást nokkuð reglulega við Vestfirði og Norðurland en eru mjög sjaldgæf sjón við suður- og vesturströndina. Kampselur dreg- ur nafn sitt af þéttum og stífum veiðihárunum (kampar). Þetta er stórvaxið selakyn sem getur orðið allt að 230 cm að lengd og vegið um 260 kg. Kampselir kæpa á ís á tíma- bilinu frá miðjum mars til byijun maí og eru kóparnir um 12 til 18 daga á spena. Kampselir sækja fæðu sína niður á um 200 metra dýpi en helsta fæða þeirra eru ýms- ir hryggleysingjar (kuðungar, sam- lokur og krabbadýr) og fiskar. Islendingar reka rækju verksmiðju á Nýfundnalandi SNÆFELL hf., Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Samherji hf. og kana- díska samvinnufyrirtækið Fogo Is- land Co-Operative Society Ltd. hafa stofnað félag, Fogo Island Shrimp Ltd., um rekstur rækjuverksmiðju á Fogo Island á Nýfundnalandi og hefst framleiðsla í sumar. Björn Z. Ásgrímsson, fram- kvæmdastjóri ísheims hf., átti frumkvæðið að stofnun félagsins og leiddi viðkomandi saman eftir að hafa fundið kanadískt samstarfsfyr- irtæki, sem hafði aðgang að auðlind- inni og aðstöðu. Snæfell var með rækjuverksmiðju í Ólafsvík en henni var lokað haustið 1998 og er tækja- búnaður nýju verksmiðjunnar að miklu leyti þaðan. Að sögn Björns sjá menn félagið sem góðan fjárfestingarkost. „Menn koma þarna með þekkingu og búnað í rækjuvinnslu og horfa til framtíðar og í þessu geta einnig falist tækifæri í öðrum fisktegundum, meðal ann- ars botnfiski, þegar fram í sækir.“ Fyrrnefnt samvinnufyrirtæki sjó- manna og verkamanna var mjög stórt í þorskveiðum og -vinnslu en þorskveiðibann Kanadamanna fyrir áratug breytti stöðu þess. Uppgang- ur í krabba- og rækjuveiðum á allra síðustu árum hefur styrkt mjög stöðu sjávarútvegs á Nýfundna- landi, einnig hafa botnfiskstofnar sýnt batamerki og verið að styrkj- ast. Nýja félagið er í meirihluta eigu íslensku aðilanna en forstjóri þess er Hugh St. Croix, sem einnig er forstjóri Fogo Island Co-Op. Fram- leiðslustjóri er Andri Þorleifsson og verður hann eini íslenski starfsmað- urinn til að byrja með en uppbygg- ing verksmiðjunnar verður í hans höndum. „Endanlega lokið“ „LÍKLEGA er vertíðinni endan- lega lokið núna. Það sést lítið sem ekkert til loðnunnar og hálfgert reiðuleysi á flotanum. Þar að auki er spáð slæmu veðri og ég efast um að nokkuð finnist eftir bræluna," sagði Ólafur Einarsson, skipstjóri á loðnuskipinu Faxa RE, í samtali við Morgunblaðið 1 gær. Þá var á annan tug skipa á miðunum við Malarrif en lítil veiði var í gær, að- eins 20 til 30 tonn í kasti. Loðnan er lélegt bræðsluhráefni eftir að hrygningu lýkur og erfitt er að koma henni úr veiðarfærum ofan í lestar sökum þess hversu þurr hún er. Enn eru eftir tæp 68 þúsund tonn af loðnukvóta vertíð- arinnar og segja sjómenn nánast útilokað að hann náist úr þessu. *Í5F' Sendum bíla til umboðsmanna hvert á land sem er Skuldabréf til 60 mánaða - Fyrsta afborgun í júní 2000 - Euro-Vísa raðgreiðslur til 36 mánaða Opel Vectra 1.6 GL - árg. ‘99 Opel Astra 1.6 GL - árg. '98 Nissan Terrano II - árg.'99 MMC Lancer 1.3 GLX-árg.'97 Subaru Legacy 2.0 - árg. '99 - Ek. 16 þús. - beinsk. - Ek. 39 þús. - sjálfsk. - Ek. 2 þús. - beinsk. - Ek. 43 þús. - beinsk. - Ek. 22 þús. - sjálfsk. - Verð kr. 1.630.000,- - Verð kr. 1.290.000,- - Verð kr. 2.540.000,- - Verð kr. 1.190.000,- - Verð kr. 1.990.000,- Opel Corsa - árg.'99 Suzuki Vitara JLXI - árg. '99 Nissan Almera 1.6 SLX- árg. *99 Mercedes BenzC180 - árg.'98 Opel Astra 1.6 - árg.'99 - Ek. 33 þús. - beinsk. - Ek. 25 þús. - beinsk. - Ek. 23 þús. - sjálfsk. - Ek. 15 þús. - sjálfsk. - Ek. 20 þús. - sjálfsk. - Verð kr. 1.070.000,- - Verð kr. 1.420.000,- - Verð kr. 1.390.000,- - Verð kr. 2.890.000,- - Verð kr. 1.480.000,- Umboðsmenn: Akranes: Björn Lárusson sími 431 1650 - Akureyri: Sigurður Valdimarsson sími 461 2960 - Borgarnes: Bílasala Vesturlands sími 4371577 - Egilsstaðir: Víkingur Vélaverkstæði sími 471 1244 - Höfn Homafirði: Bíiverk sími 4781990 - Húsavík: S.C. Bíiaverkstæði sími 464 1060 - fsafjörðun Bílasalan ísafjarðarflugvelli sími 456 4712 - Keflavík: Bílasala Reykjaness sími 421 6560 - Reyðarfjörður: Lykill sími 474 1199 - Sauðárkrókur: Bifreiðaverkstæði Áka sími 453 5141 - Selfoss: Betri bílasalan sími 482 3100 - Vestmannaeyjar: Bílkaup/Bláberg sími 488 2270 sMlah jWm (í húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) Sævarhöfða 2-112 Reykjavík Símar: 525 8096 - 525 8020 - Símbréf 587 7605
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.