Morgunblaðið - 23.03.2000, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 27
. Stuðn-
ingur við
skatta-
lækkun
FRAMMÁMENN í þýsku at-
vinnulífi og verkalýðsleiðtogar
lýstu í gær stuðningi við áætl-
anir Gerhards Schröders og
stjórnarinnar um mestu skatta-
lækkun í Þýskalandi eftir stríð.
Skoruðu þeir á þingmenn að
tryggja, að lög um lækkunina
yrðu samþykkt á næstu vikum.
Hófust umræður um skattatil-
lögumar á þingi í gær en kristi-
legii' demókratar hafa gagn-
rýnt þær harðlega og segja, að
þær gangi ekki nógu langt,
einkanlega fyrir smá og meðal-
stór fyrirtæki. Aðilar vinnu-
markaðarins eru hins vegar
sammála um, að með tillögun-
um sé verið að stíga svo mikil-
vægt skref, að ekki megi spilla
fyrir því á neinn hátt með póli-
tísku argaþvargi.
Segir Elian
vera gísl
FELIPE Perez Roque, utan-
ríkisráðherra Kúbu, sagði í
gær, að hinum sex ára gamla
dreng, Elian Gonzalez, væri
haldið „í gíslingu" á Miami af
„valdamiklum minnihluta",
sem ætti þá ósk heitasta, að til
styrjaldar kæmi milli Banda-
ríkjanna og Kúbu. Hann kvað
þó jákvætt, að dómari á Miami
hefði vísað á bug tilraunum
ættingja Gonzalez til að halda
honum í Bandaríkjunum. Illt
væri þó, að þeir hefðu áfrýjað
þeim úrskurði og yrði það til að
draga málið á langinn.
Northwest úr
sambandi
STARFSEMI bandaríska flug-
félagsins Northwest Airlines,
tengiflugfélags Flugleiða í
Minneapolis, var með eðlileg-
um hætti í gær en í íyrradag
neyddist það til að aflýsa eða
fresta hundruðum flugferða.
Var ástæðan sú, að vinnuflokk-
ur tók óvart í sundur kapal fyr-
ir tölvukerfi fyrirtækisins. Kom
það auðvitað ekki að sök fyrir
þá, sem voru í loftinu, en öllum
öðrum olli það miklum óþæg-
indum.
Þriðjungur
vatnsbóla
mengaður
UM þriðjungur allra brunna
eða vatnsbóla í 31 ríki Banda-
ríkjanna er mengaður af efninu
MTBE. Síðustu tvo áratugina
hefur því verið bætt í bensín til
að tryggja betri bruna í bílvél-
um og minni loftmengun en nú
er vitað, að það er krabba-
meinsvaldandi. Bandarísk
stjórnvöld tilkynntu sl. mánu-
dag, að notkun efnisins yrði
bönnuð, en talið er, að einn ára-
tugur muni líða áður en það
hverfur alveg úr drykkjarvatni.
Meginástæða fyrir menguninni
er lekir bensíntankar nálægt
vatnsbólum.
NÝTT ÁR — NÝ ÖLD
— NÝTT LÍF!
Frábær árangur í megrun og bættri
heilsu! Uppl. í síma 698 3600.
Dauðdagi Raspútíns dreginn 1 efa
London. AP.
SAGAN um dauðdaga Raspútins
fellur um sjálfa sig, að mati sagn-
fræðingsins Edwards Radzinskys,
sem nýlega gaf út bók um munk-
inn dularfulla byggða á skjölum
bolsévika. En sagan segir að Ras-
pútín, sem hópur aðalsmanna
myrti, hafi áður lifað það af að
borða mikið magn af eitruðu
sætabrauði.
Radzinsky segir Raspútin hins
vegar ekki hafa verið mikið fyrir
sætindi og er því sagan um sæta-
brauðsátið að hans mati lygi ein,
sögð í því skyni að umvefja prest-
inn dulúð vegna þeirra miklu
áhrifa sem hann hafði við hirð
Rússakeisara.
Bók Radzinskys ber heitið Ras-
pútfn: Siðasta orðið og var nýlega
gefin út í Bretlandi, en hún bygg-
ist á skjölum sem sellóleikarinn
og hljómsveitarstjórinn Mstislav
Rostropovits eignaðist á uppboði
hjá Sotheby’s 1995. Bókin fjallar
m.a. um morð munksins, en þessi
ólæsi almúgamaður frá Síberíu
náði ótrúlegum áhrifum við hirð
Rússakeisara og hjá kónu hans
Alexöndru vegna meintrar hæfni
hans til að slá á dreyrasýki sonar
þeirra.
í æviminningum sínum sagði
prinsinn Felix Júsópov, einn
morðingja Raspútins, að munkur-
inn hefði neytt sætabrauðs sem
blandað hafði verið blásýru og
eitruðu víni án þess að það hefði
nein áhrif á líðan hans. Dóttir
Raspútins, Matrjóna, skrifaði hins
vegar í æviminningum sinum að
faðir sinn hefði aldrei neytt kjöts
eða sætinda og kveður Radzinsky
frekari staðfestingu að flnna í
skjölum bolsévika. En þar lýsir
m.a. Konstantín Tsjikatsjev hjá
dómstólum í Saratov í Rússlandi
því yfir Raspútín hafi aldrei snert
súkkulaði sem aðdáendur sendu
honum. „Hann deildi því út, en
sagðist sjálfur ekki borða sl/kan
óþverra," sagði Tsjikatsjev og þá
var haft eftir vini Raspútfns, Al-
exei Filippov, að Raspútín neytti
aðeins físks, aldrei kjöts eða sæt-
inda, jafnvel ekki þegar hann var
drukkinn.
Af hverju greindi Júsópov þá
frá þessari ítarlegu morðtilraun í
bók sinni? „Af því að hann ákvað
að skrifa skáldsögu," sagði Radz-
insky sem undirbýr nú sjónvarps-
þætti um ævi Raspútíns sem sýnd-
ir verða í Rússlandi í september.
N Ó A T Ú N
N*Ptí4^
FLUGLEIÐIR
Veisla fyrt;
Spríklantli nýrsi0
eldislax!
N O A T U N
NÓATÚN117 « R0FABÆ 39 « HÓLAGARÐI • HAMRAB0RG 14 KÓP. • HVERAF0LD • FURUGRUND 3, KÓP
* ÞVERH0LTI 6, M0S. * JL-HÚSI VESTUR í BÆ KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68