Morgunblaðið - 23.03.2000, Side 28

Morgunblaðið - 23.03.2000, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Friðarumleitanir Sýr- lendinga og Israela Líkur tald- ar á nýjum viðræðum Washington, Damaskus, Jerúsalem. AP, AFP, Thc Washington Post. LÍKLEGT er talið að friðarviðræður milli Israela og Sýrlendinga hefjist að nýju í kjölfar fundar Bills Clint- ons, forseta Bandaríkjanna, og Haf- ezar al-Assads, Sýrlandsforseta, sem haldinn verður í Sviss á sunnudag. í gær spurðist út að hugsanlegt væri að Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, yrði einnig viðstaddur fund- inn en talsmaður Baraks útilokaði það í gær. Fari svo að viðræður hefj- ist á ný þykir líklegt að samkomulag náist á skömmum tíma og að friðar- samningur ríkjanna verði lagður fyr- ir ísraelska kjósendur í vor. Sam- kvæmt ákvörðun ríkisstjórnar Baraks verða ísraelar að samþykkja friðarsamning við Sýrlendinga í þjóðaratkvæðagreiðslu. Málamiðlun um landamæri Haft var eftir starfsmanni utanrík- isráðuneytis Israels í gær að deilan um framtíðarlandamæri þjóðanna yrði að öilum líkindum leyst með málamiðlun. Sýrlendingar hafa kraf- Blöndunartæki Ehud Barak Hafez al-Assad ist þess að ísraelar skili aftur Gólan- hæðum í heild sinni sem þeir tóku herskildi af Sýrlendingum árið 1967. Hingað til hefur ekki verið talið að Sýrlendingar væru reiðubúnir að veita neinar tilslakanir en nýlega hef- ur heyrst að þeir séu viljugir að láta Israelum eftir landsvæði sem liggja að Galíleuvatni. Israelarviljahafayf- irráð yfir strönd Galíleuvatns vegna þess að þaðan kemur meginhluti þess drykkjarvatns sem neytt er í ísrael. Israelar hafa einnig viljað að tryggt verði að Sýrland muni ekki ógna ör- yggi ísraels í framtíðinni. Páttur Bandaríkjanna mun felast í því að láta aðilum í té efnahags- og hemað- araðstoð til að gera samkomulag mögulegt. Einnig er ljóst að finna verður lausn á átökunum í Suður-Líbanon. Israelar fara fram á að öryggi banda- manna þeirra í Líbanon, SLA verði tryggt og að Sýrlendingar beiti áhrif- um sínum til að stöðva árásir Hizboll- ah-skæruliða á þorp og bæi í Norður- ísrael. Síðasta tækifærið til að koma á friði með brunavöm Hitastilltu Mora Mega blöndunartækin fyrir bað og sturtu tryggja öryggi og þægindi. Mora Mega er árangur margra ára vöruþróunar og betrumbóta. Mora - Sænsk gæðavara TeriGl Smiðjuvegi 11 • 200 Köpavogur Sími: 5641088 • Fax= 564 1089 • tengi.is Barak og Assad hafa viðhaldið óformlegu sambandi eftir að slitnaði upp úr formlegum friðarviðræðum þjóðanna í janúar á þessu ári. I viðtali við bandaríska dagblaðið Washing- ton Post sagði Hosni Mubarak, for- seti Egyptalands, að Sýrlendingar og ísraelar séu mjög nálægt því að ná samkomulagi um öll helstu deilumál þjóðanna og að hefjist formlegar við- ræður að nýju muni ekki taka langan tíma að ganga frá friðarsamningi. Opinbert dagblað stjómvalda í Damaskus, Al-Baath, sagði á mið- vikudag að fundur Assads og Clint- ons í Genf á sunnudag gæti verið síð- asta tækifærið sem Israelum gæfist á því að ná friði við Sýrlendinga. Stefna Clintons í tóbaksvarnarmálum bíður ósigur í hæstarétti Bandaríkjanna Afskipti af tóbaks- sölu sögð óheimil Washington. AP, AFP. RÍKISSTJÓRN Bandaríkjanna hefur ekki heimild til að skipta sér af sölu tóbaks sem fíkniefnis, jafn- vel þótt tóbaksnotkun sé kannski „einhver mesta ógnun, sem um getur, við heilsu manna“. Komst hæstiréttur Bandaríkjanna að þessari niðurstöðu í fyrradag og ómerkir hún að mörgu leyti stefnu Bills Clinton Bandaríkjaforseta og stjórnar hans í tóbaksvamarmál- um. FDA skorti heimild I dómi hæstaréttar, sem var samþykktur með fimm atkvæðum gegn fjómm, segir að Bandaríkja- þing hafi ekki heimilað Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnuninni, FDA, að hlutast til um tóbakssölu. Er niðurstaðan mikill sigur íyrir tóbaksiðnaðinn en að sama skapi ósigur fyrir stefnu Clintons í tóbaksvamarmálum. Clinton, sem er í heimsókn á Indlandi, brást við fréttinni með því að skora á þingmenn beggja flokka að taka upp aftur og styðja Frist-McCain-tillöguna, sem svo er kölluð. Er hún kennd við repúblikanana og öldungadeildar- þingmennina Bill Frist og John McCain en árið 1998 lögðu þeir til, að gripið yrði til aðgerða gegn tóbakssölu, svipaðra og FDA hefur beitt að undanfómu. Dick Armey, repúblikani frá Texas og leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeildinni, kvaðst ekki hafa mikinn áhuga á að auka vald FDA en það yrði þó hugsanlega tekið fyrir í þingnefnd- um. Talsmenn tóbaksframleiðenda lýstu yfir ánægju sinni með úr- skurðinn en talsmaður bandarísku læknasamtakanna sagði hann vera „sár vonbrigði". Tóbak ekki skilgreint sem fíkniefni í lögum í reglugerð FDA, sem skortir stoð í lögum að mati hæstaréttar, er nikótín flokkað sem fíkniefni og miklar hömlur settar við sölu tóbaks. Til dæmis má biðja alla tóbakskaupendur undir 27 ára aldri um skilríki með mynd og sígarettusjálfsalar mega hvergi vera þar sem börn eða unglingar komast í þá. Almenna reglan er sú að ekki má selja neinum undir 18 ára aldri tóbak. Hæstiréttur úr- skurðaði hins vegar, að væri tóbak fíkniefni lögum samkvæmt, yrði einfaldlega að banna það alveg. AP Fimm daga gíslatöku lokið LÖGREGLAN í Baltimore í Banda- rfkjunum réðst í fyrrinótt inn í íbúð þar sem maður, er grunaður var um fjjögur morð, hafði haldið þremur mönnum í gíslingu í fímm daga. Maðurinn var skotinn til bana en gíslarnir særðust ekki. Lögreglan hafði setið um húsið frá því á föstudag þegar Joseph Palczynski, 31 árs atvinnulaus raf- virki sem hefur átt við geðræn vandamál að strfða, réðst inn í íbúðina og tók fólkið í gíslingu. Lögreglan hafði leitað hans í viku vegna gruns um að hann hefði rænt fyrrverandi unnustu sinni 7. mars og myrt fjóra menn. Tveir gislanna, móðir unnust- unnar fyrrverandi og vinur henn- ar, sluppu út úr ibúðinni áður cn áhlaup lögreglunnar hófst, en lög- reglan bjargaði þriðja gíslinum, 12 ára dreng. Maðurinn svaf í sófa með byssu í kjöltunni þegar Iög- reglumenn brutust inn í íbúðina. Hann vaknaði og var að standa upp þegar hann var skotinn til bana. Ch nstian ±J íor Di Við bjóðum þér að koma í verslun okkar og kynnast nýju vorlitunum frá Christian Dior í dag og á morgun, föstudag, frá kl. 12-17. Snyrti- og förðunarfræðingar verða á staðnum og veita faglega ráðgjöf. Sjón er sögu ríkari. Glæsiiegur Dior- kaupauki. Laugavegi 80, sími 561 1330 E m NAMTOEÖMN Suðurgata v. Skothúsveg Vorum að fá í sölu þetta virðulega einbýlishús, sem er tvær hæðir og kjallari, samtals u.þ.b. 225 fm, auk 43 fm bilskúrs sem ekið er að frá Skothúsvegi. Húsið er í leigu en getur losnað eftir 1-3 mánuði. Á miðhæð eru stofur, eldhús og snyrting. Á efri hæð er stofa með kamínu og svölum, herbergi, baðherbergi og eldhús. I kjallara eru herbergi, geymslur, þvotta- hús og saunaklefi. Húsið getur nýst sem einbýli eða tvíbýli. Eign- in þarfnast smávægilegra endurbóta en býður upp á mikla möguleika að nýta sem glæsilegt einbýli í hjarta borgarinnar. V. 20,0 m. 9365 Connery aðlaður í Edinborg London. Morgunblaðið. SEAN Connery verður sleginn til riddara í Holyroodkastala í Edin- borg, þegar Elísabet drottning verður þar á ferð í júlí og er þetta fyrsti atburðurinn sem sjónvarpað verður beint frá kastalanum. Connery er ákafur stuðnings- maður skozka þjóðarflokksins og formaður hans, Alex Salmond, sagði við The Daily Telegraph vera mjög ánægður með að atburðurinn fari fram norðan landamæranna. Þá auki það enn á gleðina fyrir Connery, að hann verði sleginn til riddara í fæðingarbæ sfnum. Tilkynnt var um upphefð Sean Connery í desember sl., en því hef- ur verið haldið fram, að forysta Verkamannaflokksins hafí áöur komið í veg fyrir hana vegna stuðn- ings leikarans við SNP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.