Morgunblaðið - 23.03.2000, Síða 30
MORGUNBLAÐIÐ
30 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000
ERLENT
Alvarlegar ásakanir á NASA, banda-
rísku geimvísindastofnunina
Reutcrs
Þriðja desember sl. biðu menn milli vonar og ótta eftir að heyra eitthvað
frá Marsfarinu en vonin um það brást alveg. Nú er því haldið fram að
sumir þessara manna hafi vitað frá upphafi að geimfarið var svo gott
sem dauðadæmt. Dan Goldin, yfirmaður NASA, er fyrir miðju.
Vissu um stór-
galla í hönnun
Marsfarsins
KOMIÐ hafa fram upplýsingar, sem
virðast staðfesta þann orðróm, að
hvarf Marsfarsins í desember sl.
hafi ekki komið öllum starfsmönnum
NASA, bandarísku geimvísinda-
stofnunarinnar, á óvart. Skýrði
BBC, breska ríkisútvarpið, frá því í
gær.
Orðrómur hefur verið um, að
verkfræðingar hjá NASA hafi vitað
af alvarlegum hönnunargalla í þrýst-
um eða stýrihreyflum, sem áttu að
draga úr hraða geimfarsins er það
færi inn til lendingar á Mars, en þeir
hafi samt sem áður þagað um það.
Thomas Young, sem áður var í
stjómunarstöðu hjá NASA en er nú
sestur í helgan stein, hefur tekið
saman sjálfstæða skýrslu um þetta
mál og er hún nú til skoðunar í Hvíta
húsinu. Hermt er, að þar sé til-
greindur fjöldinn allur af mistökum
og alvariegum skyssum og eftir öðr-
um heimildum er haft, að þrýstamir
fyrrnefndu hafi ekki staðist próf-
anir.
I ljós hafi komið, að kveikikerfið,
sem átti að kveikja í eldsneyti geim-
farsins, hafi ekki virkað sem skyldi í
þeim kulda, sem er í geimnum.
Vegna þess gat í raun enginn vitað
hvort þrýstarnir myndu vinna eins
og þeim var ætlað.
ÁRSFUNDUR
2000
Fimmtudagmn 6. aprfl.
LÍFEYRIS
SJÓÐUR
arkítekta og
tæknlfræðinga
Fundurinn verður haldinn í húsnæði íslandsbanka
á Kirkjusandi, ö.hæð, og hefst hann kL 17:15.
Dagskrá:
Dagskrá ársfundarins er í samræmi viö 5. gr. samþykkta sjóösins og er eftirfarandi.
1. Skýrsla stjórnar.
Bergsteinn Gunnarsson, formaður.
2. Ársreikningur 1999 og tryggingafræðileg athugun á fjárhag tryggingadeildar.
3. Kynning á fjárfestingarstefriu sjóðsins.
4. TUlögur um breytingar á samþykktum.
5. Kosning stjómar. Kjósa skal tvo aðalmenn og einn varamann til þriggja ára.
6. Kosning félagslegra skoðenda.
7. Önnurmál.
Stjóm Lífeyrissjóðs arkitekta og tæknifræðinga.
Sjóðfélagar eru hvatlir til að rnœta á fundinn.
Baðið veröur upp á léttar veitingar að fundi loknum.
REKSTRABAÐIU:
Verðbréfamarkaður islandsbanka hf, Kírkjusandi, 155 Reykjavik.
5ími: 588 9170 • Veffang: vib.ís • Netfang: vibffövíb.ís
Svindlað á aðstæðum
Þessar niðurstöður kölluðu að
sjálfsögðu á endurhönnun og meiri
vinnu og meiri útgjöld en sagt er, að
ónefndur yfirmaður hjá NASA hafi
látið breyta aðstæðunum, sem próf-
animar voru gerðar við, til að svo
virtist sem vélamar myndu vinna við
þau skilyrði, sem vitað var, að biðu
þeirra.
Samkvæmt frétt frá bandarísku
fréttastofunni UPI var ekki skýrt
frá gallanum fyrr en rétt áður en
geimfarið lenti 3. desember en þá
var það líka orðið um seinan.
I fyrrnefndri rannsókn á örlögum
Marsfarsins er líka fullyrt, að um
annan galla hafi verið að ræða og
hafi hann einn og sér nægt til að tor-
tíma farinu burtséð frá kveikikerf-
inu.
Skýrsla Thomas Youngs verður
birt þegar Hvíta húsið hefur kynnt
sér hana en talsmenn NASA vilja
ekkert um málið segja að svo stöddu
að því undanskildu, að þeir neita því,
að aðstæðunum við prófanirnar hafi
verið breytt til að þrýstarnir virk-
uðu.
„Erfiðir tímar“
Ljóst er þó, að hjá NASA eiga
menn ekki von á neinu góðu. Dr.
Carl Pilcher, einn af yfirmönnum
stofnunarinnar, sagði á ráðstefnu
með geimvísindamönnum í Houston
í síðustu viku, að hvað Marsfarið
varðaði hefði „metnaðurinn byrgt
okkur sýn“. Dan Goldin, yfirmaður
NASA, sagði nýlega á fundi með
framkvæmdastjórum sínum, að þeir
skyldu búa sig undir, að væntanleg
skýrsla yrði eitthvað í átt við niður-
stöður Rogers-nefndarinnar, sem
kannaði hið hörmulega Challenger-
slys 1986. Þær voru einn samfelldur
áfellisdómur.
Ed Stone, sem hafði yfirumsjón
með hreyflunum eða þrýstunum í
Marsfarinu, tekur þannig til orða á
minnisblaði, sem ætlað var til innan-
húsbrúks: „Okkar bíða líklega held-
ur erfiðir tímar.“