Morgunblaðið - 23.03.2000, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 23.03.2000, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 31 Símynstur- myndlist MYNDVERK Listhns Sævars Karls IRIS ELFA FRIÐRIKSDÓTTIR Opið á tíma verslunarinnar. Til 5. apríl. Aðgangur ókeypis. ur stór hvít pappírsverk er hanga hlið við hlið á vegg, og virka alveg slétt og einslit þar til skoðandinn gengur upp að þeim og athugar þau nánar, þá uppgötvar hann saumað homótt mynstur er gengur þvert yfir myndflötinn alltaf á sama stað ofantil á þeim öllum. Bragi Ásgeirsson Iris Elfa Friðriksdóttir, Án titils, símynstur, steypa og pólýester. Morgunblaðið/Golli ÞAÐ hefur ekki mikið farið fyrir Iris Elfu á íslenzkum listavettvangi frá því hún lauk námi við Jan van Eyck-akademíuna í Maastrich í Hollandi 1986, en áður hafði hún lokið námi við MHÍ 1984. Þó hefur hún haldið fimm einkasýningar til þessa, síðast í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, 1997 og tekið þátt í á annan tug samsýninga. En sýning- ar hennar hafa yfirleitt haft lítið umfang, og að auk verið í hljóðlát- ara laginu sem eru fágætir eigin- leikar nú um stundir. Við bætist að umsvif hennar á myndfletinum má líkja við lyngt fljót og þar ber stór- um meira á íhygli og djúpri hugsun en sýnilegum átökum við lífæðar listarinnar. Iris Elfa bregður ekki út af markaðri venju á þessari sjöttu einkasýningu sinni, og þeirri ann- arri undir vemdarvæng Sævars Karls. Nú tekur listakonan það til meðferðar sem hún nefnir símynst- ur, segir það sjaldnast hafa talist góður og gildur efniviður mynd- listar, sé þó sennilega algengasta myndsköpunarform kvenna - sem skraut í hekluðum dúkum, prjóna- peysum og klukkustrengjum, þar sem einfalt mynstur er endurtekið af natni og eljusemi. Ennfremur segir hún: „ef símynstrið er skoðað af nákvæmni geta vaknað ýmsar áhugaverðar og jafnvel áleitnar spumingar, vegna þess að í ran og vera er ekki til neitt, sem heitir endurtekning. Orðið „símynstur" er í raun rangnefni. Hvert mynstur er einstakt og frábragðið öllu sem áð- ur hefur verið gert, t.d. era engin snjókorn algjörlega eins, þó svo augað greini sjaldnast muninn. Það er ekki hægt að endurtaka steyptan flöt, þótt notast sé við sama mótið. Pólyester (heiti ýmissa gerviefna sem framleidd era úr sýram og alkóhólum og notað einkum í þræði, t.d. dakron) dropar falla aldrei eins og þráður fylgir aldrei beinni línu. - Símynstrið er taktur verksins og fjölbreytileikinn tónar þess.“ Þetta allt er gott að hafa í huga áður en sýningin er heimsótt, því sannast sagna kemur hið einslita myndmál gestinum í opna skjöldu, þannig að hann veit vart hvaðan á sig stendur veðrið þótt ýmsu sé vanur. En fari maður að hugleiða hlutina, er það alveg rétt að ekkert er alveg eins í náttúranni þótt hún sé byggð upp af örfáum framform- um, en hins vegar ekki kórrétt að ekkert sé alveg eins í mannanna verkum, því þar gilda önnur lögmál. Heimspekin er þó á vissan hátt full- gild og framslátturinn vekur upp gagnlegar hugleiðingar hjá hverj- um og einum ef vill. Á sýningunni era annars vegar verk sem unnin era í steypu og pólýester en hins vegar pappír og tvinna. í fyrra fallinu eru það all- mörg jafnstór ferhymd gataverk, þar sem götin, þ.e. mynstrið, dreif- ast skipulega í beinni línu lárétt og lóðrétt um myndflötinn, þannig að horfi skoðandinn um stund á hvert verk fyrir sig myndast sjónræn hreyfing eða nokkrir móðukenndir blettir á fletinum. Þetta vísar svo aftur til þess sem fengið hefur stíl- heitið „optík“ í myndlistinni, er endurtekningar forma framkalla hreyfibylgjur á fletinum þá lýnt er í þau. í seinna fallinu era það nokk-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.