Morgunblaðið - 23.03.2000, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Portrett af eiginkonu listamannsins Cézanne, frá 1877.
Sjúkrastofa II eftir Hilding, frá 1920.
Blómapottur með blágresi eftir Juan Gris, frá 1915.
Úr safni
Sandblom-
hjónanna
Samling S, eins og málverkasafn hjónanna
Grace og Philip Sandblom er nefnt, er nú til
sýnis í heild sinni í Nationalmuseum í
Stokkhólmi. Þetta er verðmætasta safn í
sænskri einkaeign og á sýningunni má sjá
___margan dýrgripinn. Inga Birna_
Einarsdóttir kynnti sér safnið.
AÐ ER lítil og hugljúf ást-
arsaga sem er upphafið að
þessu safni. Það var í
kringum 1930 er Grace og
Philip hittust fyrst og það átti sér
einmitt stað í Nationalmuseet. Eftir
að hafa gengið í sameiningu um sal-
ina og komist að því að þau deildu
miklum myndlistaráhuga voru þau
ekki að tvínóna við hlutina og ákváðu
að gifta sig. Þetta var upphafið að
farsælu hjónabandi og nú búa þau í
hárri elli í Lausanne í Sviss. Þau hófu
síðan að safna listaverkum af mikill
nákvæmni. Það var aldrei ælunin að
eignast fjölda verka heldur að eign-
ast einungis verk sem þeim þótti fal-
leg og þá réð kaupverðið ekki úrslit-
um. I safninu má sjá mörg verk sem
heldur betur hafa aukið verðgildi
sitt. Á þeim tíma sem þau voru að
byggja upp sitt safn var myndlist
miklu ódýrari en í dag og þá er átt
við verk eftir helstu meistara 20. al-
darinnar. Árið 1970 fluttust þau svo
til Sviss og notuðu tækifærið og gáfu
Nationalmuseum nokkur verðmæt-
ustu verk í eigu sinni. Þar á meðal
eru verk eftir Delacroix, Cézanne,
Courbet, Seurat, Picasso og sænska
listamanninn Ernst Josephson. Með
þessari sýningu nú vill safnið heiðra
þessa þýðingarmestu styrktaraðila
sína. Segir safnstjórinn í sýningar-
skrá að safni sem njóti slíks velvilja
geti ekki mistekist ætlunarverk sitt.
Hjónin leggja áherslu á að eignast
verk eftir sænska listamenn. Ernst
Josephson er talinn til gullaldarmál-
ara Svía og nýtur sömu virðingar og
þeir félagar Ásgrimur Jónsson,
Kjarval og Jón Stefánsson á Islandi.
Hann ber höfuð og herðar yfir
sænska listamenn hvað varðar lita-
meðferð og pensildrætti. Hann er
meistari í að mála portrettmyndir
þar sem honum tekst að fanga
stemmningu augnabliksins og kar-
akter fyrirsætunnar. Hann missti
síðar geðheilsuna og á meðan hann
var veikur breyttist myndmálið,
bæði hlutföll og sjónarhorn. Á sýn-
ingunni má sjá frábæra portrett-
mynd af leikstjóranum Ludvig Jos-
ephson sem er nú í eigu National-
museum. Sjúkdómslist Josephsons
hafði áhrif á sænsku naivistana sem
blönduðu saman einkennilegum
hlutföllum og ljóðrænni rómantík í
myndum sínum. Mörg verk í safninu
eru eftir Hilding Linnqvist og Axel
Nilsson sem urðu þekktastir úr þess-
um hópi.
Það eru tvær myndir eftir Paul
Cézanne á sýningunni, uppstilling
með ávöxtum og mynd af eiginkonu
listamannsins. Cézanne var upptek-
in af geómetrískum formum og leit-
aðist við að sýna myndefni sitt í
geómetrískum einingum. Frúin situr
við sauma í hægindastól og ílíkinni
sem hún heldur á er skipt niður í fer-
hymdar einingar sem er greinilegur
fyrirboði kúbismans. Cézanne var sá
sem ruddi brautina fyrir módern-
ismann og hafði mikil áhrif á lista-
menn sem komu síðar. Þessa til-
hneigingu til að skipta myndefninu
niður í geómetrískar heildir má jafn-
vel sja í myndum eftir Jón Stefáns-
son. íslenska landslagið verður oft á
tíðum ferhyrnt í meðförum hans.
Picasso, George Braque og Juan
Gris voru forsprakkar kúbismans.
Þeir skiptu myndefninu niður í ein-
ingar sem þeir röðuðu saman á til-
viljanakenndan hátt. Það má sjá
mynd eftir Gris á sýningunni; upp-
stillingu með geraníum. Þrátt fyrir
aflöguð hlutföll má sjá á skýran hátt
borðið sem pottaplantan stendur á.
Einnig eru myndir eftir fleiri mód-
ernista, Piet Mondrian málaði lárétt-
ar og lóðréttar línur á grunnlitunum
Ljdnaveiðar eftir Eugen Delacroix, frá 1855.
Lindin eftir Pablo Picasso, frá 1921.
og eina slíka mynd gefur að líta á
sýningunni. Spaenski málarinn Joan
Miro málar abstrakt fígúrur og tungl
í myndinni personnages. Uppsprett-
an er heiti myndar eftir Picasso sem
fer raunsæjum höndum um mynd-
efnið og myndin er ekki í þeim ab-
strakt stíl sem einkennir hans verk.
Myndin er af guðalíkri konu liggj-
andi á strönd med stórt vatnsker í
fangi sér. Myndin er nokkuð dæmi-
gerð fyrir tímabilið um og eftir íyrri
heimsstyrjöld í list Picasso.
Það eru einnig eldri myndir á sýn-
ingunni. Ljónaveiðin eftir Eugene
Delacroix er frá 1855 og sýnir afar
dramatískt mótíf, árás ljóna á hesta-
menn. Delacroix var gífurlega flink-
ur málari og meistari í litameðferð.
Hér renna litirnir í bakgrunni og
myndefninu saman í eina áhrifaríka
heild. Þessi aðferð hans hafði áhrif á
stíl impressjónistanna, þeir beinlínis
leystu myndefnið upp í form og liti.
Dæmi um þetta má sjá í lítilli olíu-
mynd eftir Georges Seurat þar sem
myndefnið, brúin við Bineau, leysist
upp í birtu og liti á einstakan hátt.
Þessi glæsilega sýning stendur til
9. apríl næstkomandi. Á heimasíðu
safnsins www.nationalmuseum.se
má afla sér frekari upplýsinga um
safnið og yfirstandandi sýningar.