Morgunblaðið - 23.03.2000, Side 35

Morgunblaðið - 23.03.2000, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 35 Nýjar bækur Ný bók um Island og Evrópusamvinnuna • ÍSLANDogEvr- ópuþróunin 1950 - 2000 er eftir Einar Benediktsson, sendi- herra. Um er að ræða fyrstu heilstæðu frá- sögnina af þátttöku Islands í viðskipta- og efnahagssamvinnunni í Evrópu frá stríðslok- um fram til dagsins í dag. Höfundurinn dregur upp ljósa mynd af þróun sam- bands íslands við við- skipta- og efnahags- samvinnu nágranna- þjóðanna, hvernig íslensk stjórnvöld hafa mótað af- stöðu og ákvarðanir til framvindu sem skipti meginmáli um afkomu útflutningsatvinnuvega og hvernig samskiptum við Evrópustofnanir og ráðamenn var háttað. I bókinni setur Einar meðal annars útfærslur fiskveiðilögsög- unnar 1952, 1958, 1972 og 1976 í nýstár- legt og fróðlegt sam- hengi við viðleitni ís- lendinga til að tryggja frjálsan markaðsaðgang fyrir útflutning okkar. Einar Bene- diktsson hefur haft einstakt tækifæri til að fylgjast með þess- um málum úr návígi, fyrst sem alþjóðlegur starfsmaður Efna- hagssamvinnustofn- unar Evrópu í París og síðar sem embætt- ismaður á heimavett- vangi en lengst af í utanríkis- þjónustunni erlendis, m.a. sem sendiherra hjá EFTA í Genf og Evrópusambandinu í Brussel. Bókaútgáfan Fjölsýn forlag gef- ur bókina út. Hún er 160 blaðsíð- ur, prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Einar Benediktsson M-2000 Vetraríþróttahátíð ÍBR. Kennsla og kynning á íþróttum fyrir almenning. Skíðaganga, mr ganga, sund, ^ skokk, skíði innan borg- armarkanna í hádeginu og seinni hluta dags. Vínartónlist í Skautahöll. Kl. 20-22. Skautað við Vínartóna á svelli Skautahallarinnar í Laugardal. Signý Sæmunds- dóttir og Snorri Wium syngja við undirleik Bjarna Jónatans- sonar. Harmonikkuleikur verð- ur á staðnum og Vínartónlist. www.ibr.is www.reykjavik- 2000.ÍS Sig’urbjörg' Þrastardóttir les eigin ljóð SIGURBJORG Þrastardóttir ljóð- skáld verður gestur Ritlistarhóps Kópavogs í dag, fimmtudag, kl. 17-19 í kaffistofu Gerðarsafns. Sigurbjörg les úr eigin verkum. Tónleikaröð tileinkuð Bach TÓNLEIKARÖÐ í tilefni 250 ára ártíðar J. S. Bachs hefst í Breiðholtskirkju í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Tónleikamir verða 26 að tölu og verða haldnir annan hvern fimmtudag í hverjum mánuði, nema í ágúst. Þeir síðustu verða vorið 2002. Jörg E. Sondermann organisti Ieikur öll orgel- verk Bachs en af 1.200 þekktum verkum hans voru 300 samin fyrir orgel. Bach varð fyrstur tónskálda J. S. Bach til að tileinka sér áhrif frá tónlist vítt og breitt úr Evrópu og skapa úr þeim sinn eigin einkemiandi stfl. Á dagskrá tónleikanna í kvöld verða Fantasía í C- dúr, sex sálmaforleikir Schiiblars, Fúga í h-moll, Sónata nr. 1 í Es-dúr og Prelúdía og Fúga í C-dúr. Aðgangseyrir er 900 kr. og rennur til verkefna Hjálparstofn- unar kirkjunnar í tilefni af kristni- háti'ð á Islandi. Yorbókatíðindi 2000 í TILEFNI Bókavikunnar 11.- 17. apríl verða gefin út Vorbókatíðindi 2000, 16 síðna blað í dagblaðsstærð, sem dreift verður með Morgunblað- inu sunnudaginn 9. apríl í rúmlega 60 þúsund eintökum. í þessu blaði verða kynntar bækur sem komið hafa út frá áramótum eða eru vænt- anlegar. I opnu blaðsins verður síðan dagskrá vikunnar og er öllum sem ætla að standa fyrir einhverskonar uppákomum í tengslum við bók- menntir, bóklestur og bókmenningu á þessum tíma og fram að Degi bók- arinnar 23. apríl (páskadegi) boðið að koma því á framfæri á þessum vettvangi. Þessar tilkynningar kosta ekki neitt. Skrifstofa Félags íslenskra bóka- útgefenda, Suðurlandsbraut 4A tek- ur við tilkynningum. Netfang: baek- ur@mmedia.is [ auglýsingu, sem birtist í Morgunblaðinu þann 16. mars sl., eru bornir saman eiginleikar og verð bíla í sama verðflokki. Þau leiðu mistök virðast hafa orðið að Peugeot 406 er sleppt í samanburðinum. Það leiðréttist hér með og við bætum við lengd og breidd bílanna. Tegund Peugeot 406 Laguna Avensis Vectra Passat Gunnar Bernhard ehf. Vatnagöróum 24 • s. 520 1100 Sýningar og prufubílar eru einnig á eftirtöldum stöðum: Akranes: Bílver s. 431 1985, Akureyri: Bílasala Akureyrar s. 461 2533, Vestmannaeyjar: Bilaverkstæðið Bragginn s. 481 1535, Keflavík: Bílavík ehf. s. 421 7800. Vélarstærð Hestöfl ABS Loftpúðar Hnakkapúðar CD Fjarstýrð hljómtæki Hátalarar Þokuljós Lengd Breidd 1800 16v 112 jú 2 5 nei nei 4 nei 4,60 m 1,77 m 1600 16v 107 já 4 5 já já 6 já 4,51 m 1,75 m 1600 16v 110 já 4 5 nei nei 4 nei 4,49 m 1,71 m 1600 16v 101 já 2 5 nei nei 6 nei 4,49 m 1,71 m 1600 8v 101 já 4 5 nei nei * 4 nei 4,67 m 1,74 m

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.