Morgunblaðið - 23.03.2000, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Framsög’u-
menn fram-
tíðarinnar
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar, þar
sem nemendur í sjöunda bekk grunnskóla
reyna með sér, stendur nú sem hæst vítt og
breitt um landið. Orri Páll Ormarsson
fylgdist með einni slíkri hátíð, lokahátíð
------------------7------------------------
Breiðholts og Arbæjar, í Seljakirkju.
ANDDYRIÐ er uppfullt af ung-
mennum. Öll bera þau bækur og blöð
undir hendi og hlýða á ráðleggingar
og hvatningarorð foreldra, vina og
kennara. Þau koma vel nestuð til
leiks en aldrei eru góð ráð of oft
þegin.
Þá er komið að því - keppendur
ganga í salinn. Lokahátíð Stóru upp-
lestrarkeppninnar í Seljakirkju er
hafín. Hér leiða saman hesta sína
tveir hlutskörpustu nemendumir úr
sjöunda bekk í sjö skólum í Arbæ og
Breiðholti, fjórtán framúrskarandi
framsögumenn. Fólk framtíðarinnar.
Einbeitingin skín úr hverju andliti.
Barnakór Seljakirkju tekur mesta
hrollinn úr mönnum með laginu „Þú
ert þýðingarmikill“. Það er við hæfí
því þegar öllu er á botninn hvolft er
keppnin sjálf aukaatriði, mestu
skiptir að vera með. í þessari keppni
eru allir þátttakendur sigurvegarar.
Eða eins og segir í markmiðslýs-
ingu keppninnar: „Markmið upp-
lestrarkeppni í 7. bekk grunnskóla er
að vekja athygli og áhuga í skólum á
vönduðum upplestri og framburði.
Mestu skiptir að kennarar nýti þetta
tækifæri til að leggja markvissa rækt
við einn þátt móðurmálsins með
nemendum sínum, vandaðan upp-
lestur og framburð, og fái alla nem-
endur til að lesa upp, sjálfum sér og
öðrum til ánægju. Stefnt skyldi að
því að allur upplestur í tengslum við
keppnina sé fremur í ætt við hátíð en
keppni. Þetta á ekki síst við um loka-
hátíð keppninnar.“
Að uj)phefja
hið talaða mál
Það kemur í hlut Sigríðar Heiðu
Bragadóttur, aðstoðarskólastjóra í
Ölduselsskóla, að blása til leiks en
hún hefur ásamt Guðnýju Ýri Jóns-
dóttur, kennara í Árbæjarskóla, haft
veg og vanda af undirbúningi keppn-
innar í Árbæ og Breiðholti. í máli
hennar kemur fram að þetta sé í ann-
að sinn sem keppnin er haldin í
Reykjavík, en hún var fyrst haldin í
Hafnarfirði 1996. Fjöldans vegna
hafi verið nauðsynlegt að skipta
keppninni upp í hverfi í höfuðborg-
inni, fjögur talsins. 380 börn hófu
keppni í Arbæ og Breiðholti síðastlið-
ið haust. Fjórtán standa nú eftir.
Sigríður Heiða ber lof á framtakið
og kveðst sannfærð um að tilgang-
urinn, að upphefja hið talaða mál,
hafi náðst. Vitnar hún í átta ára nem-
endur í Ölduselsskóla máli sínu til
stuðnings en þeir eru víst, margir
hverjir, þegar farnir að æfa sig fyrir
keppnina. Ætla sko að vinna þegar
þeirverðatólf!
Sigrún Magnúsdóttir, formaður
fræðsluráðs, tekur í svipaðan streng í
ávarpi sínu. Segir keppnina dæmi um
gott fyrirkomulag á keppni og sam-
starfi. Þá sé ekki annað að sjá en
hlutdeild bókarinnar og upplestrar-
ins sé að aukast í grunnskólum. Það
Er fjölskyldan í fyrirrúmi?
Opið málþing um fjölskylduna
(íslensku samfélagi
haldið á Grand Hótel við Sigtún
laugardaginn 25. mars Id. 10:00—14:00
Dagskrl-
Kl. 10:00 Setning
Páll Pétursson,
félagsmálaráðherra
Kl. 10; 10 Fjölskyldustefna á (slandi
Guðný Björk Eydal,
félagsráðgjafi, lektor
við Háskóla íslands
Kl. 10:40 Fjölskyldan árið 2000
Sr. Þórhallur Heimisson
Kl. 11:00 Fjárhagslegar forsendur
fjölskyldulífs
Harpa Njáls, félagsfræðingur í
mastersnámi við
Háskóla íslands.
Kl. 11:30 Léttur hádegisverður
Kl. 12:00 Fjölskyldurannsóknir — lífsgildi
og velferð
Dr. Sigrún Júlíusdóttir,
félagsráðgjafi, dósent við
Háskóla Islands.
Pallborð, fyrirspurnir yaWán/r
og umræður
Málþingið og h á d e g i s v e r ð u r i n n
er þátttakendum að kostnaðarIausu.
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Landssamband framsóknarkvenna
Morgunblaðið/Ásdís
Frá lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Seljakirkju. F.v.: Stelia Björk Ililmarsdóttir, sem hafnaði í öðru
sæti, Arnar M. Hafsteinsson, Anna Kristín Pálsdóttir, sem hlaut þriðju verðlaun, Iris Mýrdal Kristinsdóttir,
Guðmundur Guðmundsson, Fjóla Kristín Bragadóttir og Helga Höskuldsdóttir, sem er í pontu.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Arnar Gauti Markússon sem fór
með sigur af hólmi í Stóru upp-
lestrarkeppninni í Seljakirkju.
beri að þakka kennurunum sem kynt
hafi undir áhuga.
Þá hefst upplesturinn.
Ungmennin stíga í pontu eitt af
öðru. I fyrstu umferð sækja þau í
sagnaarfinn og lesa þjóðsögu, skipta
með sér þremur sögum, Álfunum og
Helgu bóndadóttur, Málmeyjarkon-
unni og Niðursetukerlingu. Sagna-
þulimir ungu lesa hátt og snjallt,
skýrt og af öryggi. Hér eru engir
viðvaningar á ferð. Greinilega
strangar æfingar að baki.
Vart má á milli keppenda sjá en
þeir eru Fjóla Kristín Bragadóttir og
Kristjana Kristinsdóttir úr Árbæjar-
skóla, Sölvi Rúnar Pétursson og
Þóra Sif Friðriksdóttir úr Ártúns-
skóla, Kári Kolbeinsson og Helga
Höskuldsdóttir úr Breiðholtsskóla,
Sigrún Erla Ólafsdóttir og Steinunn
Sv. Kristjánsdóttir úr Hólabrekku-
skóla, Stella Björk Hilmarsdóttir og
íris Mýrdal Kristinsdóttir úr Selás-
Þvottavélar
fyrir vélahluti
Tilboð í mars
J S fákó sf. ími 564 1819
skóla, Arnar M. Hafsteinsson og
Anna Kristín Pálsdóttir úr Selja-
skóla og Guðmundur Guðmundsson
og Amar Gauti Markússon úr Öldu-
selsskóla.
Að þjóðsagnalestri loknum er gert
hlé. Menn næra sig á kexi og kókó-
mjólk.
Vilborg skáld
keppninnar
I annarri umferð lesa keppendur
ljóð að eigin vali eftir Vilborgu
Dagbjartsdóttur en hún er skáld
keppninnar að þessu sinni. Ung-
mennin sýna hér á sér aðra hlið, lifa
sig inn í ljóðin og ljóst má vera að
ekki er minna lagt upp úr túlkun en
framsögn. Maður gleymir því sem
snöggvast að hér em á ferð böm á
þrettánda ári.
Víða er borið niður í skáldskap Vil-
borgar en ljóðið „Sérstakur dagur“
nýtur áberandi mestrar hylli, upp
undir helmingur þátttakenda les það.
I þriðju umferð er komið að há-
punkti keppninnar, að því er Sigríður
Heiða upplýsir. Lesið er Ijóð að eigin
vali.
Blaðamaður bíður forvitinn eftir
vali unga fólksins. Fljótt er ljóst að
eldri skáldin eiga upp á pallborðið,
Steinn Steinarr, Tómas Guðmunds-
son, Jónas Hallgrímsson, Davíð
Stefánsson, þrjú ljóð eftir hann era
flutt, Jóhannes úr Kötlum, Guð-
mundur Böðvarsson, Kristján frá
Djúpalæk og Jón úr Vör en allir era
þessir menn fallnir frá. Einn kepp-
andi les ljóð eftir Vilborgu Dag-
bjartsdóttur í þessari umferð og ann-
ar ljóð eftir Pétur Önund Andrésson.
Á síðamefnda skáldinu veit blaða-
maður engin deili, þrátt fyrir eftir-
grennslan.
Keppendur leggja sig síst minna
fram við þennan lestur og blaðamað-
ur furðar sig enn og aftur á því hvílíkt
vald þeir hafa á forminu.
Þar með er keppninni lokið og Sig-
ríður Heiða biður dómnefnd að draga
sig í hlé með þeim orðum að hún sé
ekki öfundsverð. Það verður að
sönnu enginn hægðarleikur að gera
upp á milli keppenda.
Boðið er upp á tónlistaratriði frá
Tónskóla Sigursveins til að stytta
biðina eftir úrskurði dómnefndar -
við þessar aðstæður er tíminn lengi
að líða. Keppendur virka þó afslapp-
aðir þar sem þeir bera saman bækur
sínar.
Frammistaða er metin á grund-
velli líkamsstöðu, notkunar talfæra,
raddstyrks, blæbrigða, hraða, fram-
burðar og samskipta við áheyrendur.
Dómnefndin
átti bagt
Stundin rennur upp. Dómnefnd
gengur í salinn, með Þórð Helgason
formann í broddi íylkingar, en auk
hans eiga þar sæti Ari Páll Kristins-
son, Þráinn Guðmundsson og Ólöf
Sverrisdóttir.
Það má heyra saumnál detta.
„Við áttum heldur bágt þarna
frammi,“ tekur Þórður til máls, „í
raun ættu allir keppendur að fá verð-
laun.“ Það er ekki fjarri lagi en þann-
ig era ekki leikreglurnar. Og þeim
verður að hlíta.
Þórður vindur sér því í að tilkynna
úrslitin. Þrír efstu fá peningaverð-
laun frá Búnaðarbankanum í Mjódd
en allir keppendur era leystir út með
íslenskri orðsnilld frá Máli & menn-
ingu og rauðri rós.
Þórður byrjar á þriðja sætinu og
það hreppir Ánna Kristín Pálsdóttir
úr Seljaskóla. Henni er vel fagnað.
Annað sætið kemur í hlut Stellu
Bjarkar Hilmarsdóttur úr Selásskóla
sem einnig er klappað lof í lófa.
Spennan er mikil þegar Þórður
gerir sig líklegan til að Ijóstra því upp
hver hefur borið sigur úr býtum. Óg
hann dregur menn ekki á tíðindunum
- Arnar Gauti Markússon úr Öldu-
selsskóla. Sigurvegarinn stígur stolt-
ur fram. Hann er hylltur af ungum
sem öldnum enda vel að sigrinum
kominn. Skeleggur piltur.
Sigurvegarinn er kysstur og knús-
aður í bak og fyrir og það tekur
blaðamann drykklanga stund að
brjótast að honum. Hann er hæst-
ánægður með árangurinn enda búinn
að leggja á sig mikið erfiði. „Þetta er
þriðja keppnin sem ég tek þátt í.
Fyrst í bekknum mínum, síðan í skól-
anum og loks hér. Þetta hefur verið
rosalega skemmtilegt og ekki spillir
sigurinn fyrir.“ Amar Gauti kveðst
lítið hafa lesið opinberlega áður en
röddina hefur hann þjálfað í
Drengjakór Laugarneskirkju. „Þær
æfingar komu að góðu gagni.“
Segir hann marga hafa hjálpað sér
við undirbúninginn en nefnir kenn-
ara sinn, Auði Elínu Ögmundsdóttur,
og Sigríði Heiðu Bragadóttur aðstoð-
arskólastjóra sérstaklega í því sam-
bandi.
Athygli vakti að í lokaumferðinni
flutti hann ljóðið Fjallgönguna eftir
Tómas Guðmundsson utan bókar.
Arnari Gauta þykir skemmtilegt
að lesa Ijóð og sögur, hvort sem er
upphátt eða í hljóði, og segir upp-
lestrarkeppnina síst hafa dregið úr
þeim áhuga. Segir hann þetta áhuga-
mál kannski ekki algengt í sjöunda
bekk en þó séu nemendur sem hafi
yndi af bókmenntum.,A-ð mínu mati
mætti leggja meiri áherslu á upplest-
ur í skólanum, það eykur skilning
nemenda og áhuga á sögum og ljóð-
list.“
Alls spreyttu 3.118 sjöundubekk-
ingar sig í Stóra upplestrarkeppn-
inni í ár. Koma þeir úr 73 skólum, 146
bekkjardeildum. Ur þeim hópi vora
valdir 250 nemendur sem lesa upp á
átján lokahátíðum víðs vegar um
land. Standa þær nú sem hæst.
Fjórar lokahátíðir fara fram í dag,
í Bústaðakirkju, Reykjavík, kl. 15, í
Neskirkju, Reykjavík, kl. 15.30, í
Safnaðarheimili Mosfellsprestakalls
kl. 19.30 og í grunnskólanum ísafirði
kl. 20. Á miðvikudaginn kemur fer
lokahátíðin fram í félagsheimilinu
Hvoli, Hvolsvelli.
Aðstandendur Stóra upplestrar-
keppninnar hafa frá upphafi verið
Heimili og skóli, íslensk málnefnd,
Islenska lestrarfélagið, Kennarahá-
skóli íslands, Kennarasamband ís-
lands og Samtök móðurmálskennara.