Morgunblaðið - 23.03.2000, Side 38

Morgunblaðið - 23.03.2000, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ pliirgiimMalillí STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VERKFALLSBOÐ- UN Á LANDS- BYGGÐINNI EFTIR AÐEINS vikutíma hefst verkfall á landsbyggðinni hjá flestum félögum innan Verkamannasambands ís- lands og Landssambands iðnverkafólks, ef verkalýðsfélögin fylgja á annað borð eftir því umboði, sem þau hafa fengið til verkfallsboðunar. Tilgangur verkfallanna er að ná fram kjara- bótum umfram þær, sem Samtök atvinnulífsins sömdu um við Flóabandalagið svonefnda. Komi til verkfallanna mun vinnu- friður ríkja á höfuðborgarsvæðinu og Keflavík, auk nokkurra staða, þar sem verkfallsboðun var felld, m.a. í Grindavík og Vestmannaeyjum, svo og á sumum stöðum á Snæfellsnesi. Sums staðar á landsbyggðinni var atkvæðagreiðslu um verk- fallsboðun frestað. Atvinnustarfsemi stöðvast hins vegar víða á landsbyggðinni, einmitt þar sem staða atvinnufyrirtækjanna er talin einna veikust. Mikil áhætta er því tekin með verkfalls- boðuninni. Utilokað er, að SA geti samið við þessi félög um meiri kjarabætur en samningar tókust um við Flóabandalagið. Hvaða rök geta þá verið fyrir verkföllum nú? Varla telja for- ustumenn félaganna, að hagur atvinnufyrirtækjanna á lands- byggðinni sé annar og betri en á höfuðborgarsvæðinu? Líkleg; asta skýringin felst í þeim deilum, sem verið hafa innan VMSÍ og hátt hefur borið í fjölmiðlum. En það er ekki boðleg ástæða fyrir verkföllum, sem aðeins veikja efnahag verkafólks og at- vinnufyrirtækjanna sem það starfar hjá. Ekkert skiptir launþega meira máli en að stöðugleiki haldist í efnahagslífinu þannig, að launahækkanir skili sér í auknum kaupmætti. Það tókst á síðasta samningstímabili og árang- urinn varð meiri kaupmáttaraukning en nokkru sinni fyrr. Ríkur skilningur er meðal launþega á því, að stöðugt verðlag skiptir höfuðmáli fyrir þá. Þetta kom fram í skoðanakönnun, sem ASÍ lét gera og birt var síðari hluta nóvember sl. Þar kom fram, að 83,2% launþega voru tilbúin að taka þátt í að tryggja stöðugt verðlag jafnvel þótt það þýddi minni launahækkanir. Það er mikilvægt, að launþegar átti sig á því, að gamla kapp- hlaupið milli launa og verðlags skilaði þeim aðeins kjara- rýrnun. Verkfallsboðunin nú er sem afturhvarf til fortíðar. Ágrein- ing milli launþega og vinnuveitenda um kaup og kjör ber að jafna við samningaborðið. Það er öllum fyrir beztu og vonandi verður það niðurstaðan í deilunni nú. ÞEKKING OG MANN- AUÐUR TIL FRAMTÍÐAR TIL ÞESS að þekkingariðnaðurinn geti vaxið áfram hér á landi og dafnað þurfa undirstöðurnar að vera í lagi. Möguleikamir eru óþrjótandi og gefa ótal tækifæri til að virkja það afl sem býr í unga fólkinu til framtíðar." Þetta sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í tilefni af stofnun samstarfsvett- vangs um heilbrigðistækni á þriðjudaginn. Benti hún á að atvinna framtíðarinnar byggðist að mestu upp á þekkingu og mannauði. Ástæða er til að taka kröftuglega undir þessi orð ráðherra um leið og stofnun samstarfsvettvangs um heilbrigðistækni er fagnað. Markmið vettvangsins er að stuðla að aukinni þróun og útflutningi heilbrigðistæknilausna frá íslandi og um leið koma til móts við þarfír heilbrigðiskerfisins fyrir hagkvæmari og betri lausnir til að bæta lífsgæði og lífslíkur sjúklinga. Samkomulag um samstarf heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytis, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Rannsóknarráðs Is- lands, Samtaka iðnaðarins og HeObrigðistæknifélags íslands nær til næstu þriggja ára og tryggir vettvanginum 13,4 milljónir á ári. Aukinheldur er ætlunin að leita til ýmissa aðila eftir fjárframlög- um, hér á landi sem erlendis, svo og um þátttöku og samstarf í smærri og stærri verkefnum. Mikill og ör vöxtur hefur verið í fyrirtækjum og rannsóknum sem tengjast heilbrigðisvísindum hér á landi undanfarin ár, eins og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra benti á við stofnun vettvangsins, og nægir þar að nefna fyrirtæki á borð við Össur, Flögu, íslenska erfðagreiningu, Delta, Tölvumiðl- un og Urði, Verðandi, Skuld. Æskilegt er að ýta undir þessa þróun og er stofnun hins nýja samstarfsvettvangs gott skref í þá átt. Hér má þó ekki láta staðar numið. Það þarf að ýta undir alla starfsemi sem miðar að eflingu hins íslenska þekkingarsamfélags. Áður hefur verið bent á það hér að skilning hefur skort á þessu hjá hinu opinbera. Fram hefur komið að framlög til grunnrannsókna hafa dregist saman á síðustu tuttugu árum á sama tíma og mennt- unarstig þjóðarinnar hefur verið að hækka og möguleikamir til öflugs vísindastarfs að aukast. Orð iðnaðar- og viðskiptaráðherra um mikilvægi þekkingar og mannauðs fyrir framtíðarhorfur ís- lensks atvinnulífs vekja vonir um að meiri áhersla verði lögð á að efla íslenskt menntakerfi og vísindastarf en hingað til hefur verið gert. Það væri mikið framfaraskref. Össur Skarphéðinsson býður sig fram til forystu fyrir S Þurfum að hugsa hli menntunar upp á Össur Skarphéðinsson segir að hann horfí til franska sósíalistaflokksins þegar hann leitar fyrirmyndar að stefnu Samfylkingarinnar. Hann vill að við hugsum stefnuna í menntamál- um upp á nýtt því að við séum að sigla inn í þjóðfélag sem geri miklar kröfur til fólks. OSSUR Skarphéðinsson, al- þingismaður og fyrrverandi umhverfisráðherra, hefur boðið sig fram til formanns Samfylkingarinnar. Hann var kjörinn alþingismaður fyrir Alþýðuflokkinn 1991, en hann tók áður virkan þátt í starfi Alþýðubandalagsins. Össur var spurður hvers konar stjómmálaafl hann vildi að Samfylkingin yrði og hvert hann vildi leita fyrirmynda. „Eg vil að Samfylkingin verði nú- tímalegur jafnaðarmannaflokkur af evrópskum toga. í því felst að hún hefur sem hornsteina gildi hinnai- klassísku jafnaðarstefnu, um sam- hjálp og umhyggju. Jafnframt taka slík- ir flokkar öðruvísi á mikilvægum málum samtímans eins og markaðslögmálum en áður. I stað þess að andæfa þeim eins og fyrr á öldinni hafa þeir í reynd tekið sér það hlutverk að leggja fram félags- legar lausnir á vandamálum sem mark- aðurinn getur ekki leyst og sníða af agnúa á markaðskerfinu. Eg nefni sem dæmi að það hefur verið hlutverk þess- ara flokka að leggjast af mikilli hörku gegn fákeppni og einokun og tryggja þannig jafnræði í atvinnulífinu. Ef ég ætti að nefna einhveijar íyrirmyndir, sem ég horfi til, þá myndi ég nefna franska sósíalistaflokkinn. Hann var ákaflega róttækur flokkur undir forystu Jospin, en hefur líklega tekist best að ganga í gegnum gagngera umsköpun. Hann afneitar ekki markaðskei-finu heldur vill beita því í þágu fjöldans." Þú nefnir franska sósíalistaflokkinn frekar en breska verkamannaflokkinn. „Já. Það er meiri samsvörun milli Samfylkingarinnar og franskra jafnað- armanna en hennar og breska verka- mannaflokksins sem ég var sjálfur fé- lagi í. Þetta helgast ekki síst af uppruna Samfylkingarinnar. Hér er ég auðvitað að lýsa meginlínum. Við flytjum ekki inn erlenda flokka. Hér eru séríslenskar aðstæður og þessi flokkur, sem við er- um aðfara að stofna, verður að svara þeim sérstaklega." Þörf á forystumanni með skýrt umboð Á ýmsu hefur gengið í aðdraganda stofnunar Samfylkingarinnar og hún hefur ekki náð því fylgi sem forystu- menn hennar vonuðust eftir. Hver er þín skýring á þessu? „Stjómmál samtímans eru forystu- stjórnmál. Þau eru að stómm hluta háð á leikvangi sem fjölmiðlarnir leggja. Fjölmiðlarnir kalla fram viðbrögð og skoðanaskipti milli forystumanna stjórnarflokkanna. I Samfylkingunni hefur ekki verið neinn forystumaður sem hefur haft kjörið umboð flokks- manna vegna þess að flokkurinn hefur ekki verið til. Samfylkingin hefur ekki verið neitt annað en kosningabandalag og þess vegna hefur hvergi verið vett- vangur til að ganga í gegnum hug- myndalega umsköpun eins og ég er að reyna að hefja í þessari kosningabar- áttu og væntanlega í kjölfar hennar." Hvaða málefni er það sem þú sérð að verði meginverkefni íslenskra stjórn- mála í framtíðinni? „Samfylkingin þarf að reyna að sjá fyrir sér það ísland sem við munum mæta í framtíðinni. Ég held að við séum að sigla inn í nokkuð harðskeytt og erf- itt samfélag sem gerír miklar kröfur til fólks og lykillinn að því að sjá sér farborða í því flókna markaðssamfélagi sem er að verða til með vaxandi tækni sé öflug og sífelld menntun. Það verður að hugsa hlut- verk menntunar upp á nýtt og endur- skipuleggja tiltekna hluta hennar að verulegu leyti. í því flókna hátækni- samfélagi þar sem markaðurinn verður miklu meira ráðandi en nú, hvort sem okkur líkar betur eða verr, held ég að menntakerfið verði nýtt jöfnunartæki í framtíðinni eins og almannatrygginga- kerfið og húsnæðiskerfið hafa verið. Ef við ætlum að halda íslandi á því tiltölu- lega stéttlausa formi sem það er í dag þurfum við að stórbæta menntakerfíð og ekki síst að tryggja að menntunin verði ókeypis eins og hún er í dag. Sjálf- stæðisflokkurinn er hins vegar að feta sig inn á braut þar sem menntunin verð- ur ekki lengur ókeypis. Það eru komnar námsbrautir í Háskólanum sem kosta nemendur 1,5 milljónir. Ég óttast að þetta sé aðeins upphafið að því sem koma skal. Þessi afstaða kallar reyndar á að í markaðssamfélagi þurfi flokkur eins og Samfylkingin að skilgreina ítarlega hvemig hún sér hlutverk ríkisins í rekstri. Að mínu mati á ríkið ekki að standa í samkeppnisrekstri og þar af leiðandi geri ég ekki athugasemdir við að bankarnir séu fluttir úr höndum rík- isins svo fremi sem það standist allar sanngjarnar kröfur um viðnám gegn fá- keppni og einokun. Ég dreg hins vegar línuná algerlega við menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Ég vil ekki fara út í einkavæðingu á þessum sviðum og ég hafna þeirri tegund einkavæðingar sem menn hafa verið að reyna að smeygja þarna inn eins og einkaframkvæmd. Það er heldur ekki sama hvemig tek- ið er á einkavæðingu bankanna. Eg vil ekki rússneska einkavæðingu þar sem ósýnilegum valdaklíkum í samfélaginu em afhentar eigur ríkisins. í okkar þjóðfélagi er ósýnilegur valdahópur, sem við köllum kolkrabba og nærist á fákeppni og einokun sem Sjálfstæðis- flokkurinn skapar honum. Eitt af ból- virkjum hans er Islandsbanki. Eðlilega vill hann víkka út sitt svið og gleypa Landsbankann og nýtur stuðnings Sjálfstæðis- flokksins til þess. Þá yrði til banki sem hefur fast að 60% markaðshlutdeild. Það er of mikið og ég er því mótfallinn slíkum sammna af samkeppnis- og neytenda- ástæðum. Menn verja þetta með því að í þessu felist mikið hagræði og það sé gott fyrir neytendur. Eg segi á móti að með þessum ofurtökum á bankaheimin- um geta þessir herrar, sem þarna stjórna, hækkað kostnaðinn með þjón- ustugjöldum og öðra slíku. Þetta er því slæmt fyrir atvinnulíf okkar og ef samkeppnislög era svo ónýt að þau duga ekki til að koma í veg fyrir þetta þarf að skera þau upp.“ Stjórnkerfi fiskveiða standist jafn- ræðisákvæði stjórnarskrárinnar Sjávarútvegsmálin hafa klofið flest- alla stjórnmálaflokka; Samfylkinguna ekki síður en aðra flokka. Mun flokkurinn geta sett fram trú- verðuga stefnu í þessu máli? „Já, það mun hún gera. Árið 1984 hurfu menn úr frjálsu umhverfi yfir í kerfi þar sem fiskurinn í sjónum varð að sérréttindum mjög fárra. Það kann að vera að það hafi verið hægt að réttlæta þessa breytingu tímabundið, en það er alveg ljóst að það er ekki hægt að rétt- læta þá mismunun sem í þessu fólst til langframa. Það era til dæmis skilaboð Hæstaréttar. Þrátt fyrir öflugar varnir verjenda gjafakvótakerfisins hefur al- menningur í landinu ekki bifast í þeirri sannfæringu sinni að í eignarhaldi út- gerðarmanna á fiskinum í sjónum felist ranglæti. Samhliða virðist mér að al- menningur sé þeirrar skoðunar að afla- markskerfið sé farsæl leið til að stjórna fiskveiðunum. Sáttaleiðin í þessari erf- iðu deilu liggur þess vegna í að laga afla- markskerfið að jafnræðisreglu stjórn- arskrárinnar. í því felst það pólitíska verkefni að afnema eignarhald útgerð- armanna á kvótanum, þó þannig að fisk- veiðiai-ðurinn rýrni ekki. Þarna koma ýmsar leiðir til greina, en ég tel að hag- felldasta leiðin sé að leigja veiðiheimild- irnar og láta verðið myndast á markaði. Ef þessi leið er farin hafa allir sömu möguleika á að TI gangainnígreininaoghefja MUn“" þar störf. Jafnræðis er því gefín « gætt. Fiskihagfræðingar Og fál segja að þessi aðferð verði ekki til þess að draga úr arðinum í at- vinnugreininni, en það er ljóst að hann mun dreifast með öðram hætti en í dag.“ Staða Islands í Evrópu að veikjast Telur þú að hugsanleg aðild Islands að Evrópusambandinu sé eitt þeirra verkefna sem bíða stjórnmálamanna á Islandi í framtíðinni? „Hugsanleg aðild verður örugglega meðal þeirra, hver sem niðurstaðan verður. íslendingar þurfa að treysta Á móti sam- runa ísiands- og Landsbanka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.