Morgunblaðið - 23.03.2000, Side 44

Morgunblaðið - 23.03.2000, Side 44
4£ FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Lyfseðilinn milli kl. 9 og 9.15 fyrir hádegi ÞAÐ VAR í morgunþætti svæðis- útvarps Austurlands fyrir nokkru, sem Ingunn Indriðadóttir rakti fyrir hlustendum framgang og hagræð- ingu „einhverra máttarvalda“ til nú- tíma verslunarhátta hér í fjórðungnum. Ingunn lýsti því hvernig þróunin helltist Reyðarfjörð. Fyrir ftn það bil 10 árum tel- ur hún að verslanir þar hafí verið; tvær sem seldu matvöru, ein blómabúð, bakarí, rit- fangavöruverslun og apótek. Á þeim tíma hafí starfandi læknar verið tveir. Ingunn seg- ir orðrétt: „I dag stend- ur eftir af þessari upptalningu einn lækn- ir og ein matvöruversl- un ...“ Um afdrif Apóteksins á Reyðarfirði segir Ingunn þetta: „Hér hefur verið rekið apótek eins lengi og elstu menn muna. En f*ro þegar öflugt að ég hélt, lyfjafyr- irtæki frá Reykjavík, LYFJA, treysti sér ekki til að taka við rekstri á þessu litla apóteki okkar, þá þótti mér það reyndar grátbros- legur gamanleikur því þeir voru varla búnir að opna þegar þeir lok- uðu aftur. Og það er ekkert óalgengt að sjá auglýsingu eins og þessa: „Til að fá lyfin samdægurs þarf að koma með lyfseðla milli kl. 9-9.15 f.h.“. Ég spyr; er þetta þjónusta?" -^Svona er spurt á Reyðarfirði í dag! En ég lít til Seyðisfjarðar og spyr í hreinni skelfingu: „Hvenær lokar LYFJAN apótekinu okkar?“ Apótek Austurlands á Seyðisfirði var stofn- að árið 1880 og vitnar um stórhug aldamótakynslóðarinnar, eins og öll hin gömlu húsin í bænum okkar, og allt annað gamalt sem tekist hefur að varðveita óskemmt frá fyrri tíð, og heillar ferðamennina sem hingað koma. Við getum glaðst yfir því sem varðveist hefur, og munað að þakka þeim sem hafa stutt að varðveislu þessara minja fyrir land og þjóð. Tuminn er alveg sérstaklega fal- legt hús, eitt af þessum sem ÞARF að varðveita. Hann var byggður -ÍÖ07. Verslunin hans Péturs sem er þama fellur skemmtilega inn í þann ramma sem húsið sjálft býður upp á. Gömlu innréttingarnar í vínbúðinni á Seyðisfirði gefa þeirri verslun al- veg sérstakan sjarma. Verslun F.J. Waage var stofnuð 1907, og verslun- areigandinn segir mér að það sé eina verslunin á landinu þar sem enn er afgreitt eingöngu yfir búðar- borð. Allt eru þetta fyrirtæki sem ferðamenn taka eftir, sérstaklega útlendingar sem koma með ferjunni. Og það skemmtilega er að þeir taka víst eftir þeim þegar þeir fara, vegna þess að svona nokkuð sáu þeir ekki annars staðar á Islandi á ferð sinni um landið nema hér. Seyðfirðingar, við þurfum að passa apótekið okkar, ekki að bíða eftir því að einhver loki því fyrir okkur og negli svo á hurðina til- kynninguna: „Til að fá lyf afgreidd o.s.frv., milli kl. 9-9.15 f.h.“ í dag göngum við inn í nýja öld, við skulum gera það glaðbeitt og vongóð. Ekki að láta hana ganga yf- ir okkur, dapra, úrilla og vonsvikna, vegna þeirra tækifæra sem bragð- ust á þeirri gömlu. Við höfum tilefni til bjartsýni nú, sem aldrei fyrr, og við skulum láta hana eftir okkur. Sitj- andi ríkisstjórn hefur sýnt okkur Austfirð- ingum nú á síðustu misseram að hún hef- ur skilning á vanda fjórðungsins í stóru atvinnumálunum og vilja til þess að rétta okkar hlut í atvinnu- þróunarferli nútím- ans, og við eram henni þakklát fyrir það. Helst er ég á því að á síðustu misseram hafi ekki áður jafn margir ráðherrar sótt okkur heim og nú. Ég tek mér það „bessaleyfi“ að þakka sérstaklega, fyrir hönd margra, kvenráðherran- um þremur sem heimsóttu fjórðung- inn til Neskaupstaðar nú fyrir skömmu. Þetta er ákaflega mikils virði, menn hlusta á fólk og kynna sér aðstæður. Þann stuðning sem stjórnvöld eru að veita okkur, tel ég Byggðaþróun Við þurfum að fylkja okkur um gæslu þeirra verðmæta hér í fjórð- ungnum sem fyrir Karólína Þorsteinsdóttir eru, segir Karólína Þorsteinsdóttir, og við eigum að bregðast við strax. að við þökkum best með því að fylkja okkur af fullum heilindum um virkjunarframkvæmdirnar og þær niðurstöður sem teknar verða með tilliti til atvinnu í framhaldi af því. En til þess að lifa það að stóra draumarnir rætist þurfum við að gæta þess að týna ekki því sem við höfum. Við þurfum líka að fylkja okkur um gæslu þeirra verðmæta hér í fjórðungnum sem fyrir era, og til að gera það þurfum við ekkert að bíða, heldur bregðast við strax. En aftur til Reyðarfjarðar með „lyfseðilinn milli kl. 9-9.15 f.h.“: Aðförin að apótekinu þar þótti ekki öllum slæm, heldur tóku fleiri til hendinni með tiltektir í öðra fyr- irtæki. Og Ingunn segir: „Eitthvað fannst Kaupfélagi Hér- aðsbúa þetta sniðugt, fengu til liðs við sig fyrirtæki af Suðurnesjum og gáfu framkvæmdinni nafn“, og Ing- unn segir orðrétt: „Fyrsti þáttur heitir Samruni, já hlustandi góður, í þeim þætti era þeir ekki alveg vissir um hvort þeir eiga, eða era búnir að gefa, selja eða afhenda, verslunar- rekstur héðan úr fjórðungnum og finnst mér bera á mikilli óákveðni og mörgum spurningum ósvarað." Um framhaldið segir hún þetta: „Annar þáttur gengur út á hálf- gerðan drama því þar kemur fram „Hagræðing“, verðlækkun, meira vöruúrval og góð þjónusta, allt fyrir leysir vandann Reflectix er 8 mm þykk enduraeislondi einonorun í rúllum. 7 lög en 2 ytri alúminíum—lög endurgeisla hitann. Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m. í hóaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, ú rör, ó veggi, tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl. Skærí. heftibyssa oq límband einu mkfærin. ÞÞ &CO Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 t 568 6100 okkur, áheyrendur góðir. Þar reyna þeir af sinni alkunnu snilld að sann- færa áheyrendur um mikilvægi þess að verslað sé við eina heildsölu, og auðvitað er hún sunnanlands, hvað annað? Það er, að öll innkaup eru ákveðin á einum stað, einn inn- kaupastjóri, sem er líka fyrir sunn- an, sér um og ákveður hvaða vörar eru seldar hér í fjórðungnum ...“ Hér á Seyðisfirði er Kaupfélag Héraðsbúa nýbúið að byggja sér mjög gott verslunarhús. Það hefur á undanförnum árum, í krafti einok- unar, verið að koma allri verslun á Austurlandi undir einn hatt. Kaup- maðurinn á hominu er ekki lengur til staðar, gömlu kaupfélögin ekki heldur. Sambandið og Mikligarður sáu fyrir þeim. Meira að segja Kaupfélag Þingeyinga dó nú á dög- unum, og veit ekki sjálft hvers vegna það gerðist. En við eram hér fyrir austan og eins og Ingunn seg- ir: I óvissu um það hvort Kaupfélag Héraðsbúa er búið að „afhenda" okkur, „selja" eða „gefa“ til Sam- kaupa-Sparkaupa. En hvaða tímar fara nú í hönd í verslunarmálum okkar Sparkaup- Samkaup? Auglýsingar í sjónvarpi lofa betri þjónustu og ótakmörkuðu vöraúrvali. En ótrúlegt en satt, þeg- ar við komum inn í þessa fínu versl- un verðum við nánast fyrir sjokki. Allt sem blasir þarna við eru nánast hálftómar hillur. Hvar er öll góða matvaran sem við áttum von á, og sáum auglýsta í sjónvarpinu? Jú, við sjáum nokkrar dósir af ófrosnum kótelettum, og kjötfars, sem hlýtur að fara að verða þjóðarréttur hér. Og þarna era nokkrir pylsupakkar, og þegar betur er að gáð, fáein bjúgu. Hvílík frekja að kvarta yfir því að ekki sé alltaf til sýrður rjómi og annað smálegt. Hvað þá heldur að láta sér detta í hug gimilega fisk- og kjötrétti. „Það er alveg ótrúlegt hvað þessu landsbyggðarfólki getur dottið í hug að eigi að gera fyrir það.“ Kæra les- endur, ef ykkur skyldi detta eitt- hvað í hug þegar þið horfið á mat- arauglýsingar í sjónvarpi frá Samkaup-Sparkaup, þá skuluð þið bara gleyma því. Aðeins ein spurning í lokin: Verð- ur langt í það að við sjáum nokkrar bækur í grind fyrir jólin, og nokkra blómvendi í fötu, nægilega mikið til þess að blóma- og bókabúðirnai- gef- ist upp? En það má reyna, því þótt þetta sé ekki arðbær rekstrareining þá er ýmislegt leggjandi á sig fyrir málstaðinn. En ég vil taka fram, að ég hef mikla samúð með afgreiðslufólkinu í þessu nýja og fallega húsi. Það gerast oft atburðir í lífi lítilla barna sem verka svo sterkt á þau að þeir sitja í undirmeðvitundinni alla ævi. Foreldrar mínir vora fátækt bændafólk, sem átti erfitt með að sjá fjölskyldunni farborða. Móðir mín var feikna myndarleg húsmóðir, sem lagði sig fram um að laga góðan og girnilegan mat. Það má segja að henni hafi tekist ótrúlega vel. Einu sinni fyrir jólin sendist einhver fyrir hana með innkaupamiða með beiðni um úttekt. Ég var bara lítið barn, en ég gleymi aldrei sárindunum í svip mömmu þegar hún, sem ætlaði að gleðja fjölskylduna fyrir þessa hátíð barnanna, las bréfíð sem fylgdi þeirri úttekt sem hún fékk. Það var svona: „Fátækt fólk þarf ekki lyftiduft, það getur notað natron." Höfundur er húsmóðir á Seyðisfírði. Islenski „Don Kíkótinn“ svarar fyrir si g ÞAÐ fór sem mig grunaði að hinn „nátt- úrulega" sinnaði Ragnar Þjóðólfsson sá sig knúinn til að koma með athugasemdir varðandi ummæli mín sem ég viðhafði í Morgunblaðsgrein þann 13. febrúar síð- astliðinn sem bar yfir- skriftina „Framskóg- ur fæðubótarefna". Þar finnst Ragnari að ég vegi of þungt að af- urðum sem hann hefur tröllatrú á og telur Ólafur Gunnar allra meina bót. Ragn- Sæmundsson ar hefur áður látið í það skína að honum líki ekki sjón- armið mitt gagnvart efnum sem hann hefur átt þátt í að markaðs- setja og selja. I reynd er ekkert við því að gera enda ríkir hér á landi sem betur fer málfrelsi. Aftur á Næringarfræði N æringarfræðin er byggð á traustum grunni, segir Olafur Gunnar Sæmundsson, þar sem vísindaleg _____þekking er í___ hávegum höfð. móti þykir mér verra þegar reynt er að gera lítið úr málflutningi mín- um og menntun og látið líta svo út að ég berjist af alefli gegn bættri heilsu þjóðarinnar með því að vara við neyslu afurða sem auglýstar hafa verið sem allra meina bót. Afurðir býflugunnar geta reynst varhugaverðar Ragnar (sem eflaust vill vel) hef- ur um langt árabil verið ötull sölu- maður afurða sem kenndar era við býfluguna og hann fullyrðir að af- urð eins og blómafrjókorn séu „ein- faldlega næringarríkasta fæða sem til er“. Upp á síðkastið hefur borið hátt auglýsing þar sem fæðubótar- efnið Naten er auglýst. Umboðs- maður Natens er enginn annar en Ragnar Þjóðólfsson. Uppistaðan í Naten eru þrjú efni sem kennd eru við afurðir býflugunnar. Efnin heita blómafijókorn, própólis og drottn- ingarhunang. Naten hefur verið auglýst sem kraftaverkaefni hið mesta og í auglýsingum sem birst hafa í dagblöðum má sjá myndir af fólki sem dásamar efnið í hástert og í texta sem fylgir má meðal annars lesa að með neyslu þess hafi þrekið og einbeitingin batnað; neyslan hafi leitt til andlegs jafnvægis og vellíð- an og brennsla ljkamans aukist um tugi prósenta. Ég viðurkenni fús- lega að auglýsingar sem þessar, þar sem alið er á trúgirni fólks, virka leiðinlega á mig, ekki síst ef það er vitað að þau innihalda engin virk efni. Sem dæmi má nefna að marg- ar vel gerðar rannsóknir hafa verið framkvæmdar á áhrifum blómafrjó- korna á líkamsgetu og niðurstöður benda ótvírætt til að neysla þessar- ar sykurríku afurðar gefur ekki neinn undrakraft og getur í reynd verið hættuleg fólki sem þjáist af frjóofnæmi. Drottningarhunang er Sushí borðbúnaður Bakkar kr. 1.500. Dískar frá kr. 525. Hnífar frá kr. 2.900. Japansprjónar kr. 395 paríð. If0) PIPAR OG SALT V%CE5#' Klapparstíg 44 * Sími 562 3614 I aftur á móti að megin- uppistöðu sykurlögur en þar er einnig að finna prótein og eitt- hvað af steinefnum og vítamínum. Afurðin er því sannarlega orku- gefandi en býr ekki yf- ir neinum undraverð- um eiginleikum. Þess skal jafnframt getið að hópur manna þolir drottningarhunang illa og sumir sem neytt hafa hunangsins í þeirri trú að það sé allra meina bót, hafa uppskorið slæm asma- og ofnæmisköst. Ástæða orða minna í téðri blaða- grein var einmitt að vara fólk við þessum mögulegu aukaáhrifum. Rotturnar og Cheeriosið í grein sinni bendir Ragnar á að ég efist um að menn þurfi almennt á fæðubótarefnum að halda. Hér ratast Ragnari rétt orð í munn, en að sama skapi geta þær aðstæður að sjálfsögðu komið upp að neysla fæðubótarefna sé nauðsynleg. Ragnar nefnir Olaf Olafsson, fyrr- verandi landlækni, til sögunnar og bendir á að sá mæti maður, sem jafnframt er formaður Beinvernd- ar, hvetji konur til að taka inn kalk og járn og þannig koma í veg fyrir beinþynningu. Olaf þekki ég ágæt- lega og sem dæmi má nefna þá starfa ég með Olafi í stjórn Bein- verndar. Það er rétt hjá Ragnari að Olafur hefur ráðlagt kalkneyslu en þá fyrst og fremst úr fæðu eins og mjólk og mjólkurafurðum. Aftur á móti skil ég ekki hvað Ragnar er að blanda járni inn í þessa umræðu. En eflaust er hér um að ræða þekk- ingarleysi á næringarfræðinni og þekkingarleysi hans opinberast til fulls þegar hann fullyrðir að það hafi verið sýnt fram á að rottur telji Cheerios-hafrana næringarsnauð- ari en umbúðirnar utan um þá. En eins og Ragnar segir í grein sinni 21. mars síðastliðinn: „Hann [Olaf- ur] mælir t.d. með því að menn leggi sér til munns Cheerios á morgnana þótt sýnt hafi verið fram á að rottur töldu pakkann næring- arríkari en innihaldið." Cheerios er auðvitað dæmi um hollan mat og þess vegna morgunmat en ég gæti nefnt fjölmörg önnur dæmi um góð- an morgunmat: Hafragraut með rúsínum, brauð með osti, skyr, jóg- úrt, ostaslaufu, ávexti o.s.frv. Hófsemi og fjölbreytni Næringarfræðin byggir á traust- um granni þar sem vísindaleg þekking er í hávegum höfð. Nær- ingarfræðingar og næringarráð- gjafar hafa lokið að lágmarki fjög- urra ára háskólanámi í viður- kenndum háskólum. Starfsheiti þeirra er lögverndað. Menntaðir næringarfræðingar og næringar- ráðgjafar hér á landi eru einhvers staðar á bilinu 30-40 og skoðanir þeirra á öllum meginatriðum nær- ingarfræðinnar samhljóma. Þetta er sagt vegna þess að það hefur komið fyrir að fólk sé opinberlega að titla sig næringarráðgjafa og haldið á lofti kenningum sem tengj- ast á engan hátt hinni vísindalegu næringarfræði. Ragnar er reyndar ekki sekur um það athæfi, enda titl- ar hann sig verslunarmann og áhugamann um náttúruefni og sjálfslækningar. Þeir sem kynna sér af opnum hug undraheim nær- ingarfræðinnar skilja fljótt að það sem virkar til langframa er hófsemi og fjölbreytni þar sem hömlulaus neysla ákveðinna fæðutegunda og útskúfun annarra á ekki upp á pall- borðið. Höfundur er næringarfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.