Morgunblaðið - 23.03.2000, Side 48

Morgunblaðið - 23.03.2000, Side 48
MORGUNBLAÐIÐ 48 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 i i á uppletð á ntðurletfl li p. stendur í stað - nýtt á lista l Vikan 23.03. - 30.03. ; NÉÞ 1. Hann Védís H. Árnad. 2. Other side | Red Hot Chili Peppers i I ■ 3. Maria Maria . Santana í 4 4. Dolphins Cry Live ♦ 5. Hryllir Védís H. Árnad. i i • 6. Falling Away From Me Korn . 1 7. Starálfur Sigur Rós 8. Okkar nótt i Sálin hans Jóns míns , | * 9. Run to the Water Live 1 4 10. Sex Bomb Tom Jones > 11. Show me the meaning Backstreet Boys ! ♦ 12. Crushed | Limp Bizkit 13. Born to make you happy Britney Spears ' j *► 14. Bad Touch | j Bloodhound Gang 15. Sexx Laws Beck í ♦ 16. The Great Beyond REM t 17. Whatlam Tin Tin Out & Emma B. ♦ 18. Whatagirl wants Christina Aguilera «► 19. So Long Everlast I + 20. Break Out Foo Fighters Listinn er óformleg vinsældakönnun og byggist á vali gesta mbl.is. 0 mbl.is SKJÁR eiNN * SKOÐUN UM ÞJÓÐLENDUR TALSVERÐAR umræður hafa á undanfórnum vikum verið um svo- nefndar þjóðlendur og þá málsmeð- ferð sem nú er hafin til að ryðja burt óvissu varðandi mörk þeirra gagn- vart mörkum jarða eða annarra óbeinna eignarréttinda í einkaeign. Umræðan hingað til hefur að mestu leyti snúist um kröfugerð ríkisins annars vegar og kröfugerð landeig- enda hins vegar og sýnist sitt hverj- um um kröfugerðina eins og gengur. Með þeim orðum sem á eftir fara er gerð tilraun til að skýra mál þetta frekar til þess að lesendur geti gert sér betri grein íyiir þeim álitamálum sem eru til athugunar og úrlausnar. II Hinn 1. júlí 1998 tóku gildi lög nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og af- rétta. Þau verða nefnd hér þjóðlendu- lög. Með lögunum var tekin sú ákvörðun að nota orðið þjóðlenda um öll landsvæði utan eignarlanda þó svo að einstaklingar og lögaðilar kynnu að eiga þar takmörkuð eignarrétt- indi. Innan þjóðlendu kunna því að vera afréttir eða önnur óbein eignar- réttindi í eigu einstakra aðila. Undir- rótin að umræddri lagasetningu var einkum sú að öðru hverju, einkum eftir miðja síðustu öld, höfðu risið deilur um eignarrétt yfir ýmsum há- lendissvæðum landsins eða svæðum sem lengst af voru nefnd afréttir eða almenningar. Mál af þessu tagi höfðu komið fyrir dómstólana og snerust þá deilur gjaman um hvort umrædd landsvæði teldust að fullu eign aðliggjandi sveitarfélags eða hvort ríkið færi með eignarrétt yfir viðkom- andi svæðum. I sumum tilvikum var þó um að ræða ágreining um eignar- aðild einstakra jarða eða kirkna og ríkisins að hálendissvæðum. Þessi saga verður ekki rakin frekar hér að öðru leyti en því að með dómi Hæsta- réttar íslands frá 25. febrúar 1955 var hafnað kröfu aðliggjandi hrepps- félaga að Landmannaafrétti í Ran- gárvallasýslu um viðurkenningu á beinum eignarrétti yfir landsvæðinu. I framhaldi af þessum dómi höfðaði íslenska ríkið mál til viðurkenningar á beinum eignarrétti að Landmanna- afrétti en til andmæla í málinu risu hreppar á svæðinu og eigendur tveggja jarða og gerðu kröfu um beinan eignarrétt að umræddu land- svæði sér til handa. Kröfum beggja var hafnað með dómi Hæstaréttar frá 28. desember 1981 en í dóminum er engu að síður gert ráð íyrir því að þar til bærir handhafar ríkisvaldsins gætu sett reglur um meðferð og nýt- ingu umrædds landsvæðis að teknu tilliti til viðurkennds réttar byggðar- manna til upprekstrar og annarra af- réttamota. III Helstu eignarheimildir að land- svæðum í íslenskum rétti eru nám, af- salsgerningar, hefð og erfðir. Fleiri heimildir koma þama einnig við sögu þó að þær verði ekki tíundaðar hér. Þessar eignarheimildir geta bæði verið grundvöliur að beinum og óbeinum eignarrétti. Þegar skera vashhugi A L H L I Ð A VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR i Fjárhagsbókhald l Sölukerfi I Viðskiptamanna kerfi i Birgðakerfi I Tilboðskerfi I Verkefna- og pantanakerfi I Launakerfi I Tollakerfi Vaskhugi ehf. Síðumúla 15 - Simi 568-2680 þarf úr um eignarrétt á þessum gmndvelli er tvíþættur vandi fyrir hendi. Hinn fyrri er sá að eignarrétt- argrundvöllurinn sjálfur getur verið óljós og umdeilanlegur. Hinn síðari er sá að þótt eignarréttargrundvöll- urinn sjálfur sé óvefengjanlegur get- ur samt sem áður verið ágreiningur um efni hans, stærð og mörk. Stundum fléttast bæði þessi atriði saman. Varðandi afsalsgem- inga er þess sérstak- lega að geta að Hæsti- réttur hefur nokkmm sinnum komist að þeirri niðurstöðu að enginn geti svo gilt sé afsalað sér víðtækari rétti en hann á og að einhliða landamerkj alýsingar inn til óbyggða séu eng- an veginn einhlít eign- arréttarleg heimild. Þetta þýðir meðal ann- ars að enginn getur í sjálfu sér tekið sér eign- arrétt með einhliða landamerkjalýsingu. Með þjóðlendu- lögunum er ekki tekin nein afstaða til sönnunarreglna eða lagaskOyrða fyr- ir því að land geti talist eignarland í merkingu laganna heldur var sér- stakri nefnd, óbyggðanefnd (og eftir atvikum dómstólum landsins) falið að Eignarréttur, segir Stefán M. Stefánsson, hefur ekki verið tekinn frá neinum. skera úr um mörk þjóðlendna gagn- vart einstaklingsbundnum réttindum á grundvelli almennra sönnunar- reglna og annarra réttarheimilda sem þegar vom í gildi og tiltæk em í hverju tUviki. Obyggðanefnd er þannig óháður úrskurðaraðOi sam- kvæmt lögunum um þjóðlendur sem fer með það veigamikla hlutverk að úrskurða um fyrrgreind mörk þar sem ágreiningur reynist fyrir hendi. IV Ein helsta ástæða fyrir setningu þjóðlendulaga var án efa sú að ryðja í burt þeirri óvissu sem ríkt hefur um langt skeið í íslenskum rétti varðandi mörk eignarlanda að einkarétti gagn- vart lendum sem ekki era slíkum rétti undirorpin. Óvissa um eignar- heimUdir og eignarmörk skapa auð- veldlega óvissu í viðskiptum með um- ræddar lendur og getur dregið langan dilk málaferla, óþæginda og tafa á eftir sér. Þessi óvissa verður því bagalegri þeim mun verðmætari sem umræddar lendur verða með aukinni velmegun og auknum nýting- armöguleikum. Grannhugsunin með lögunum um þjóðlendur var einmitt sú að ganga í það verk í eitt skipti fyr- ir öll á nokkmm áram að skera úr um mörk eignarlanda gagnvart þjóðlend- um til þess að eyða þessari óvissu og skapa öryggi í viðskiptum. Norð- menn hafa átt við áþekk vandamál að glíma. Svonefnd Höjfjellskommisjon var sett á laggirnar þar í landi og hafði hún það meginverkefni á árun- um 1909-1953 að ákvarða merki eign- arlanda gagnvart hálendissvæðum í eigu ríkisins að því er vai'ðar Suður- Noreg. Síðar var sett á stofn Utmarkskommisjon for Norland og Troms. Hún hafði svipuðu hlutverki að gegna að því er varðar Norður- Noreg en þar voru lýsingar á land- merkjum og aðstæður allar þó mun ógleggri. Utmarkskommisjon er dómstóll og verður úrlausnum henn- ar skotið beint til Hæstaréttar Nor- egs. Starfi hennar er ekki lokið enn. Ljóst er hins vegar að norskir úrsk- urðaraðilar og dómstólar hafa starfað alla síðustu öld og starfa enn að því að ryðja burtu óvissu um eignarheimild- ir að lendum sem liggja að hálendinu. Ástæðan fyrir þessari viðleitni Norð- manna er sú sama og liggur til grand- vallar þjóðlendulögunum, þ.e. að koma umræddum eignarheimildum á hreint í eitt skipti fyrir öll og að eyða þar með réttaróvissu. V Mikilvægt er að gera sér grein fyr- ir því að með þjóðlendulögum er ekk- ert land tekið af neinum og það er heldur ekki tilgangurinn með lög- unum. Tilgangurinn er hins vegar að koma upp málsmeðferðarreglum sem geri óbyggðanefnd kleift að rækja hlutverk sitt sem er: 1) að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlenda og hver séu mörk þeirra og eignarlanda; 2) að skera úr um mörk þess hluta þjóð- lendu sem nýttur er sem afréttur og 3) að úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna. Óbyggðanefnd (og eftir atvikum dómstólum) ber að skera úr þeim ágreiningsefnum sem upp koma á grundvelli gildandi réttarheimilda eingöngu. Að sjálfsögðu má ganga út frá því sem vísu, miðað við þá rétt- aróvissu sem ríkt hefur um eignar- heimildir og mörk þeirra að skoðanir manna séu skiptar um öll þessi atriði í einstökum tilvikum. Lögunum um þjóðlendur var einmitt ætlað að taka á þessari réttaróvissu og ljúka henni. VI Til þess að fylgja fyrirmælum þjóð- lendulaganna verða þeir aðilar sem að þjóðlendumálum koma að setja fram kröfur sínar, rökstyðja þær og flytja síðan málið í heild sinni. Fjár- málaráðherra fer með fyrirsvar vegna þjóðlendnanna íyrir hönd rík- isins og stofnana á vegum þess. Á vegum ráðuneytisins starfar sérstök ráðgefandi nefnd fjármálaráðherra um þjóðlendumál sem er honum til aðstoðar. Fjármálaráðherra setur fram kröfúr vegna þjóðlendnanna og á sama hátt setja viðkomandi land- eigendur eða aðrir hagsmunaaðilai- fram kröfur fyrir sína hönd. Ekki era nein fyrirmæli um það í þjóðlendulög- unum hvernig haga skuli kröfugerð enda ekki von því að þjóðlendulögin fjalla hvorki um efnisrétt né sönnun- arreglur varðandi eignarréttinn sem áður sagði. Kröfur hafa nú verið sett- ar fram af hálfu beggja deiluaðila varðandi tiltekin landsvæði. Ráðgef- andi nefnd fjármálaráðherra hefur því lagt til að kröfugerð af hálfu ríkis- ins sé hagað þannig að sem best sam- rýmist þeim dómafordæmum og fræðikenningum sem þekkt era varð- andi eignarhald á þeim landsvæðum sem um er að tefla. Þama er auðvitað vandratað og alveg sérstaklega í upp- hafi þegar ekki nýtur við fordæma í formi úrskurða frá óbyggðanefnd sjálfri. Það er hins vegar alveg ljóst að kröfugerð ríkisins er annars vegar miðuð við að gæta hófs og hins vegar að gefa engan afslátt ef svo má segja. Ríkið myndi bregðast skyldum sínum ef það ásældist augljósan eignarrétt manna og hinu sama gildir ef ríkið gerði ekki kröfu til þess lands sem það á eða ef vafi leikur á um eignar- heimildir að því. Þess er fastlega vænst að aðrir hagsmunaaðilar noti sambærilega viðmiðun er þeir setja l'ram kröfur sínai'. VII Fyrir þá sem ekki vita er nauðsyn- legt að taka fram að umrædd mála- ferli era rétt á byrjunarstigi. Ennþá hafa aðeins verið settar fram kröfur beggja aðila að því er varðar nokkur landsvæði í Ámessýslu. Gagnaöflun varðandi þær á eftir að fara fram að verulegu leyti en síðan fer fram flutn- ingur viðkomandi mála fyrir óbyggð- anefnd. Eftir atvikum má einnig búast við að sumum málanna verði StefánM. Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.