Morgunblaðið - 23.03.2000, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 55
MINNINGAR
+ Kristín Ósk
Elentínusdóttir
fæddist í Hvítanesi í
Kjós 4. september
1925. Hún andaðist á
Landakotsspítala
hinn 10. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
Kristínar voru þau
Jódís Runólfsdóttir,
f. 12.8. 1901, d. 25.9.
1994 og Elentínus
Elías Valdimar
Guðbrandsson, f.
13.10. 1902, d. 31.8.
1934. Systkini Krist-
ínar eru Sigurberg-
ur Helgi, Héðinn, Guðfínna og
Runólfur.
Kristín var ógift og barnlaus
en ól upp bróðurson sinn, Elías
Það er misjafnt hvaða áhrif nær-
vera fólks hefur á mann. Stína
frænka var sú manngerð sem afar
gott var að vera nálægt, enda með
eindæmum jákvæð á allt og alla.
Hún var alltaf ein af okkur. Sama
hvort um barnaafmæli, jólaboð eða
bara óformlegt sunnudagskaffi var
að ræða; Stínu mátti ekki vanta.
Nánari systur en þær mömmu er
vart hægt að hugsa sér, þótt ólíkar
væru. Við systurnar munum ekki
þann dag að þær hafi ekki talast
við í síma eða hist.
Stína giftist aldrei og bjó með
Jódísi móður sinni, ömmu okkar,
allt þar til amma dó í hárri elli
1994. Þær mæðgur voru afar sam-
rýndar og nær ómögulegt að
ímynda sér þær í sitthvoru lagi,
enda var alltaf talað um „ömmo-
stínu“ í einu orði. Saman ólu þær
upp frænda okkar Elías. Stína var
óeigingirnin holdi klædd og leið
aldrei betur en þegar hún gat glatt
aðra. Hún virtist alltaf finna á sér
hvar hennar væri þörf og var boð-
in og búin að aðstoða við hvað sem
var. Þessi ósérhlífni hennar kom
vel fram síðustu æviár ömmu.
Aðalatriðið var að gömlu kon-
unni liði vel, alveg sama hversu
mikinn kraft það kostaði hana
sjálfa. Stína var einungis átta ára
gömul og elst fimm systkina þegar
Jón Héðinsson, f.
3.4. 1951. Elías er
kvæntur Björgu
Kristínu Jónsdóttur,
f. 23.8. 1955. Þeirra
börn eru: Ingibjörg
Ósk, Fannar og
Kristín Ósk.
Kristín stundaði
alla tíð saumaskap
og var um árabil
forstöðukona
saumastofunnar
Mínervu. Hún var
forstöðukona
saumastofu Borgar-
spítalans frá stofn-
un hans og þar til hún lét af starfi
fyrir aldurs sakir.
Utför Kristínar fór fram í kyrr-
þey frá Áskirkju hinn 20. mars.
afi dó og því vön að taka til hend-
inni. Orðið leti var ekki til í hennar
orðaforða og ekkert var geymt til
næsta dags. Ung að árum tók hún
að aðstoða ömmu, sem var kjóla-
meistari, við saumaskapinn og
varð það einnig hennar ævistarf.
Við systur nutum heldur betur
góðs af hæfni hennar við handa-
vinnuna og ósjaldan heyrði maður:
„Æ, stelpur, ég fann þennan efnis-
bút og renndi honum í gegnum
vélina." Gat þar verið um galla-
buxur, jakka eða síðkjól að ræða.
Já, það tekur víst bara 20 mínútur
að sauma herraskyrtu! Stína
frænka hefur allltaf verið okkur
systrunum miklu meira en móð-
ursystir.
Hún var okkur ómetanleg stoð
og stytta í öllu sem við tókum okk-
ur fyrir hendur og það tómarúm
sem andlát hennar skilur eftir í
hjarta okkar verður aldrei fyllt.
Þó að kali heitur hver
hylji dalinn jökull ber
steinar tali og allt hvað er
aldrei skal eg gleyma þér.
(Sig. Bjarnason.)
Guð blessi minningu Stínu
frænku.
Erna og Helga.
Kristín Elentínusdóttir kvaddi
þennan heim að morgni föstudags-
ins 10. mars. Undarlegt, þegar ein-
hver sem manni þykir vænt um og
sem er mikið varið í, hættir að
vera til. Og það var mikið varið í
Kristínu þótt ekki væri hún að
trana sér fram. Hún var falleg
kona, ekki bara í útliti, heldur ekki
síður að innra eðli.
Ég kynntist Kristínu fyrir rösk-
lega 42 árum, þegar ég fluttist til
Islands frá mínum erlendu heima-
högum. Betri og traustari vinkonu
gat enginn átt. Ekki fór maður
bónleiður til búðar þar sem Kristín
var, ekkert var sjálfsagðara en að
sauma fyrir mann kjól eða ný
gluggatjöld, eða bara spjalla ef
eitthvað bjátaði á í sálartetrinu.
Ég hugsa með þakklæti til þeirra
mörgu góðu stunda sem við áttum
saman á ferðalögum hér á landi og
erlendis eða bara í rólegheitum
heima.
Kristín kunni að meta fegurðina
í stóru sem smáu. Allt sem hún tók
sér fyrir hendur, í vinnunni eða
heima, var unnið af smekkvísi og
samviskusemi, allt lék í höndunum
á henni. Liðagigtin sem þjáði hana
um árabil hefur án efa verið henni
þungbærari en hún vildi vera láta,
en vegna sjúkdómsins gat hún
ekkert unnið í höndunum síðustu
árin.
Kristín bjó með móður sinni Jó-
dísi Runólfsdóttur og annaðist
hana þangað til Jódís andaðist árið
1994, 93 ára gömul. Ég spurði einu
sinni Kristínu hvort hún hefði ekki
hugleitt að sækja um vist fyrir
móður sína á hjúkrunarstofnun, en
mér fannst hún stundum vera of
bundin við umönnun Jódísar.
Kristín svaraði: „Mamma ól mig
upp og ég er ekki of góð til að
hugsa um hana eins lengi og hún
þarf þess með.“
Kristín og móðir hennar tóku að
sér bróðurson Kristínar þegar
hann var aðeins 6 vikna og ólst
hann upp hjá þeim mæðgunum.
Kristín var honum eins og móðir
enda leit hún ávallt á hann sem
son sinn.
Þegar ég heimsótti Kristínu
stuttu fyrir andlát hennar hafði
hún orð á því að suðið í súrefnis-
tækinu minnti sig á lækjarnið í
vorleysingum.
Vel hefði Kristín mátt eiga eftir
fleiri vorkomur.
Paula Sejr Sörensen.
KRISTIN OSK
ELENTÍNUSDÓTTIR
+ Sólveig Jónsdótt-
ir fæddist í
Reykjavík 15. sept-
ember 1911. Hún lést
í Landakotsspítala
10. mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Jón
Benediktsson, (1862-
1940) og Marín Gísla-
dóttir (1876-1955).
Systkini hennar voru
Helgi Jónsson (1895-
1914), Sigurbjörg
(1899-1981), Sigur-
rós (1904-1981),
Helga (1915-1971).
Þórarinn, Sigurjón og Marín dóu
á unga aldri.
Eftirlifandi eiginmaður Sól-
veigar er Geir G. Jónsson stór-
Gætþessadags
Þvíaðhannerlífið
Lífið sjálft
ogíhonumbýr
allurveruleikinn
og sannleikur tilverunnar
unaður vaxtar og grósku
dýrð hinna skapandi verka
ljómi máttarins.
Því að gærdagurinn er draumur
og morgundagurinn hugboð
en þessi dagur í dag
sé honumvelvarið
umbreytir hverjum gærdegi
kaupmaður, fæddur
1. ágúst 1911. Börn
þeirra eru: 1) Marín
Sjöfn, kennari, f. 16.
desember 1940. Son-
ur hennar Orvar
Omrí Ólafsson
(1979). 2) Jón Örvar,
læknir, f. 2. febrúar
1947, d. 12. ágúst
1976 frá unnustu,
Helgu Kristrúnu
Þórðardóttur
sjúkraliða, f. 1. maí
1948, og ófæddum
syni, Jóni Örvari G.
Jónssyni (1977).
Útför Sólveigar fór fram í kyrr-
þey frá Fossvogskapellu 21. mars
síðastliðinn.
íverðmætaminningu
og hverjum morgundegi
ívonarbjarma.
Gætþúþvível
þessadags.
(ÚrSanskrít.)
Mamma, ó, elsku hjartans mamma
mín. Ég held þú hafír í raun aldrei
gert þér grein íyrir hversu innilega
mér þótti vænt um þig, nema síðustu
vikur lífs þíns, þegar ég sat við
sjúkrabeðinn þinn og við gátum tal-
að saman og þegar þú varst orðin svo
veik, að þú gast ekki tjáð þig, en þú
heyrðir, þegar ég talaði við þig, hélt í
höndina á þér, kyssti þig og söng fyr-
ir þig vögguvísur, sem þú hafðir
sungið fyrir mig sem barn og alla
sálmana, sem þú þekktir svo vel,
sálmana um Krist og elsku hans til
okkar mannanna bama, sem hrösum
svo oft, en fyrir miskunn hans rísum
við aftur á fætur.
Elsku mamma, þökk sé þér fyrir
að þú kenndir mér sem bami að trúa
á Guð og Jesúm Krist. Þakka þér
fyrir að þú kenndir mér að meta göf-
uga tónlist, þakka þér fyrir gjafmildi
þína, kærleika þinn og hjálp. Alls
þessa vil ég minnast, einungis þess
góðaogfallega.
Nú hefur þú fengið hvíld og frið
frá þjáningum þessa jarðlífs. Nú
færð þú að hvíla við hlið elskulegs
sonar þíns, sem þú og við öll syrgð-
um svo mjög, sefur rótt til upprisu-
dagsins þegar Kristur, sem þú elsk-
aðir, kemur í dýrð sinni og vekur þig
til lífsins aftur. Elsku mamma, bless-
uð sé minning þín. Ég bið góðan Guð
að blessa elsku pabba minn, sem hef-
ur staðið eins og klettur í hafinu, bið
um styrk honum til handa, einnig
mér, syni mínum og bróðursyni, sem
amma var alltaf svo góð.
Ég vil þakka öllum ættingjum og
vinum, sem hafa hjálpað og hug-
hreyst okkur, starfsfólki Borgarspít-
ala og Landakotsspítala fyrir yndis-
lega umönnun og hlýju á erfiðri
stund. Einnig vil ég þakka starfs-
fólki Landspítalans fyrir hve mjög
þau hafa uppörvað og hjálpað mér.
Guð blessi ykkur öll.
Elsku mamma mín. Guð gefi þér
góða nótt.
Þín dóttir
Marín (Marsí).
SOLVEIG
JÓNSDÓTTIR
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúp-
faðir, tengdafaðir og afi,
MAGNÚS INGIMARSSON
hljómlistarmaður,
Hjarðarhaga 21,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 21. mars.
Ingibjörg Björnsdóttir,
Einar Ingi Magnússon, Sigrún Guðmundsdóttir,
Gunnar Magnússon, Maria G. Palma Rocha,
Sigrún Magnúsdóttir, Jón Helgason,
Ása Magnúsdóttir,
Ragnhildur Magnúsdóttir, Hjörtur Kristjánsson,
Halldóra Viðarsdóttir, Jóhann Úlfarsson,
Kristín Viðarsdóttir,
Björn Leví Viðarsson, Ásta Lára Sigurðardóttir
og barnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR,
Aðalgötu 17,
Keflavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Garðvangi,
Garði, sunnudaginn 19. mars sl.
Hún verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju
föstudaginn 24. mars nk. kl. 16.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Svæðisskrifstofu málefna
fatlaðra, Keflavík.
Hjalti Hjaltason, Poltra Hjaltason,
Marinó Þ. Jónsson,
Sigurður Jónsson,
Álfhildur Ósk Hjaltadóttir,
Eirný Ósk Sigurðardóttir,
Áslaug Dröfn Sigurðardóttir.
+
Ástær fósturmóðir mín, tengdamóðir, systir,
mágkona, amma og langamma,
KRISTÍN ÓSK ELENTÍNUSDÓTTIR,
Langholtsvegi 9,
Reykjavík,
andaðist á Landakotsspftala föstudaginn
10. mars sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Elías Héðinsson, Björg Jónsdóttir,
Sigurberg Elentínusson, Sara Jóhannsdóttir,
Héðinn Elentínusson,
Guðfinna Elentínusdóttir, Lúðvík Jónsson,
Runólfur Elentínusson, Gréta Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Okkar ástkæra
LOVÍSA SIGURGEIRSDÓTTIR
frá Hrísey,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri
mánudaginn 20. mars.
Böm, tengdabörn og ömmubörn.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR BACHMANN,
Hrafnistu
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn
24. mars kl. 13.30.
Birgir Bachmann, Þórunn B. Jónsdóttir,
Hörður Bachmann, Auður Kjartansdóttir,
Gísli Bachmann
og barnabörn.
CD ÚTFARARÞJÓNUSTAN,
Persónuleg þjónusta
Höfum undirbúið og séð um útfarir á höfuðborgar-
svæðinu sem og þjónustu við landsbyggðina í 10 ár
og erum samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægsta
verð allra á líkkistum og þjónustu við útfarir.
Sxmi 567 9110 & 893 8638
_______www.utfarir.is utfarir@itn.is_
n !5fM?s*l
S W á n,; ..
Rúnar Geimuindsson Sigurður Rúnarsson
útfararstjóri útfararstjóri