Morgunblaðið - 23.03.2000, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 23.03.2000, Qupperneq 58
f £3 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000____________________________________________ MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GUÐBJÖRG SIGRÍÐUR PETERSEN + Guðbjörg Sigríð- ur Petersen fœddist á Okrum á Selijamarnesi 29. júlí 1933. Hún lést. á líknardeild Land- spítaians 12. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 21. mars. I formála minning- argreina um Guð- björgu Sigríði þriðjudaginn 21. mars var rangt farið með nafn dóttur Hólmfríðar og Atla, Emilíu Bjarg- ar. Mig langar að skrifa nokkur orð um Guðbjörgu eða „Bauký" eins og hún var oft kölluð. Það er svo margt sem ég hef að þakka fyrir. Guðbjörg var glæsileg og skemmtileg kona. Ég man þegar ég hitti hana fyrst í sextugsafmælinu hennar. Mér leið strax eins og heima hjá mér. Það var kátt á hjalla, margt spjallað og mik- ið hlegið. Allt í einu átta ég mig á því að margar konur eru samankomnar í eld- húsinu og sé þá hvar ein og ein hverfur inn í vaskahús, sem er innangengt af eldhús- inu. „Ert þú næst“ var ég spurð. Ég varð hvumsa við og þá var sagt „Hvað, ertu ekki með bolla?“ „Elskan mín, drífðu þig í að skella í þig úr einum." Að því loknu átti maður að hvolfa úr honum í þrjá hringi yfir höfuðið og setja á ofn- inn. Ein vinkvennanna var „spá- kona“ þann daginn og beið eftir hinum í vaskahúsinu. Það mátti nefninlega enginn INGVELDUR MARKÚSDÓTTIR tlngveldur Mark- úsdóttir fæddist á Stokkseyri 7. sept- ember 1914. Hún lést á Landspitalanum 5. mars siðastliðinn og fór útför hennar ;ffram frá Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði 16. mars. Þegar ég sest hér niður til að skrifa um elsku ömmu mína kemur margt fram í hugann. Það er sama hvar borið er niður, amma var vönduð persóna, með mjúkan og hlýjan faðm sem ávallt var til staðar. Ég var svo lánsamur að fá að al- ast upp í návist ömmu og afa á Klappó. Amma hafði óbilandi áhuga á ferðalögum jafnt innan- lands sem utan. Veiði- og fjallaferð- irnar urðu ófáar og ávallt voru spilin og góða skapið með í ferðum. Amma var ómissandi félagi okkar barnanna og var alla tíð ung í anda enda átti hún auðvelt með að gleyma bæði stað og stund í leik með okkur bömunum. Var þá sama hvort um var að ræða fótbolta eða spilamennsku. Við fjölskyldan þökkum samveruna og kveðjum þig með söknuði og kær- um minningum. Þökkum þér fyrir allt og allt. Ingvar. Hinn 5. mars síðastliðinn lést á Landspítalanum Ingveldur Mark- 4 + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, sambýlis- maður, afi og langafi, JÓN G. ARNÓRSSON, Krókahrauni 12, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 24. mars kl. 13.30. Hallgrímur Jónsson, Margrét Dóra Jónsdóttir, Sveinn Friðfinnsson, Guðmundur Jónsson, Ruth Árnadóttir, Sigurður J. Jónsson, Dagný Guðjónsdóttir, Gunnar Jónsson, Þórunn Kristin Sverrisdóttir, Kristín Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MARONS PÉTURSSONAR, Hólavegi 11, Sauðárkróki. Kristfn Bjamadóttir, Bjarni P. Maronsson, Jórunn Árnadóttir, Sigurlaug H. Maronsdóttir, Lúðvík Bjarnason, barnabörn og barnabarnabarn. annar heyra „spádóminn" en konan sem „spáð“ var fyrir. Annars rætt- ist hann ekki. Að þessu hlógu þær mikið og sögðu að það væri auð- vitað ekkert að marka þetta, þetta væri bara svo skemmtilegt. Tíminn leið og alltaf var gaman að koma í heimsókn á Sogaveginn. Þá var kveikt á kerti og boðið upp á bakkelsi með kaffinu og ósjaldan hef ég verið þar í mat. Hlýlegast af öllu fannst mér þó hvað Guðbjörg og Emil voru áhugasöm að tala við okkur og taka þannig þátt í lífi okkar. Þau höfðu líka frá mörgu skemmtilegu að segja. Þau höfðu ferðast mikið og fylgdust vel með. Heimili þeirra er fallegt og hefur listrænn smekkur Guðbjargar þar notið sín vel. Á veggjum eru mál- verk og mörg eftir hana en hún var lærð myndlistarkona. Að heilsast og kveðjast er lífsins saga, segir í lítilli vísu. Það eru orð að sönnu þótt einhvern veginn óski maður þess að þurfa aldrei að kveðja kæran vin. Af eigingjörnum hvötum hefði ég viljað að kynni okkar Guðbjargar hefðu orðið miklu lengri. Emil og börnum þeirra Guð- bjargar sem og barnabörnum öll- um votta ég mína innilegustu samúð. Erla Gígja. úsdóttir, amma og langamma. Nú skilja leiðir, það er eitthvað sem við viljum ekki en það er ekki okkar að stjórna því. Við vorum heppin að eiga svo góða og káta ömmu, sem var hrók- ur alls fagnaðar. Þú tókst þátt í öllum mannfagn- aði með fjölskyldunni, veiðiferðir, sumarbústaðaferðir, utanlands- ferðir eða útilegur, þú lést þig ekki muna um það að taka flug til Akur- eyrar til að vera með fólkinu þínu. Það lýsir því best, elsku amma, á ættarmóti fyrir nokkrum árum, Þegar eldra fólkið átti að sofa í samkomuhúsinu neitaðir þú að sofa þar, vildir frekar sofa í tjaldvagn- inum, til að missa ekki af fjörinu. Það eru margar góðar og skemmti- legar minningar sem leita á hug- ann á þessari stundu, elsku amma, söknuðurinn er mikill.Við erum þakklát fyrir að fá að hafa þig svo lengi. Elsku afa vottum við okkar dýpstu og innilegustu samúð, hann stóð eins og klettur við hlið þér. Takk fyrir allt, elsku amma og langamma. Stefán, Margrét, Björk, Björgvin og Guðmundur. Gróðrarstöðin ^ 0^ mnm ♦ Hús blómanna Blómaskreytingar við öll lækifæri. Dalveg 32 Kópavogi sími: 564 2480 3lómabwðin öarðsKom v/ FossvogskirUjugarð Sími: 554 OSOO ' H H H H H H H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 EGGERT LAXDAL + Eggert Laxdal fæddist á Ak- ureyri 5. apríl 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 9. mars síðastliðinn og fúr útför hans fram frá Dómkirkjunni 17. mars. Okkur langar að minnast vinar okkar Eggerts Laxdal í örfáum orð- um. Efst í huga okkar er þakklæti. Eggert stofnaði Kirkju frjáls- hyggjumanna í Hveragerði og stóð fyrir bænastundum vikulega í Hveragerðiskirkju nú í seinni tíð. Við sóttum oft bænastundir hjá honum og viljum þakka þær. Lárus þakkar einnig samtöl við Eggert og góðvild í sinn garð. Við látum hér fylgja Ijóðlínur er við sungum oft saman í kirkjunni. Ó, Jesúsbróðirbesti ogbamavinurmesti, æ, breið þú blessun þína ábamæskunamína. (P.J.) Með kærri þökk, Lárus og Sólveig, Dvalarheimilinu Ási, Hveragerði. Eggert E. Laxdal, góðkunningi margra lesenda Lesbókar og Bréfa til blaðsins í Morgunblaðinu, er lát- inn. Ég hitti hann aðeins í eitt skipti; en það var á upplestri er tengdist út- gáfu bókarinna Ljóð og laust mál; 60 ára afmæli Hressingarskálans. Var þetta á veitingahúsinu Sóloni ísland- usi árið 1994. Hann var maður hress og jákvæð- ur í framkomu; opinn, málgefinn og hlýlegur. Aðspurður virtist hann ekki hald- inn neinum efasemdum um að hann væri skáld; hefði enda fengið lista- mannsuppeldið úr íoðurhúsum og átt feril sem listiðnaðarmaður. Hann áritaði eintak mitt af safn- ritinu með drátthagri rithönd. Stuttu síðar var lesin smásagan hans í bókinni á samkomu sumra okkar; í upplestrarhópnum Andblæ á Málstöðum; sem var starfandi það sama ár. Var það Bjami Bjarnason rithöfundur sem valdi söguna; af því honum fannst hún vera svo hlýlegt og látlaust dæmi um ritverk frá eldri kynslóðinni; og tilfinningaríkt, ein- lægt og trúað í senn. I bókinni á Eggert fjögur Ijóð, og þessa stuttu smásögu; skreytta túss- teikningu hans sjálfs. Ljóðin heita Fuglar vorsins, Morgunn, Kristur, og Sumardagur. Sagan heitir Bón- orð. Ég játa að mér fannst Eggert í fyrstu vera of bernskur sem skáld til að ég væri tilbúinn að taka hann al- varlega; enda andstæða mín. En með árunum sá ég fleiri skrif eftir hann í Morgunblaðinu, og sannfærðist þá smám saman um að hann verðskuld- aði það dálæti sem Bjarni Bjarnason hafði á honum. Mér virðist nú að æviatriði hans lýsi vel manninum sem birtist að baki ljóðunum: Hann ólst upp á heimili myndlistarmanns; erlendis að miklu leyti; og gerðist svo lærður prent- myndasmiður við dagblað. Síðar gerðist hann heilsuveill, og sneri sér þá að garðyrkjustörfum. Með slíkan bakgrunn hefði mátt vænta tilfinningar fyrir listamanna- lífsstíl; vandvirkni í listrænum vinnu- brögðum; trúhneigðar; og tilfinning- ar fyrir náttúrunni; í skáldskapi hans. Hann var félagi í Rithöfundasam- bandi Islands, frá 1988; sem ljóð- skáld og bama- og unglingabókahöf- undur. Ég kveð með eftirsjá þennan list- ræna heiðursmann; og held að það sama megi segja um aðra höfunda í áðumefndu safnriti sem árituðu ein- tak mitt ásamt honum; en það vom: Jón Valur Jensson, Ágúst Borgþór Sverrisson, Anna S. Björnsdóttir, Bjarni Bjamason, Þórarinn Torfa- son, Árni Larsson, Benedikt Lafleur, Hörður Gunnarsson, Nemó Nemó, og Edda Ársælsdóttir. Vil ég að lokum birta hér kafla úr helgileik eftir T.S. Eliot; sem var höf- uðskáld í enskumælandi heimi 20. aldar. Var hann af foreldrakynslóð Eggerts; sem mun hafa verið tíu ára er leikrit þetta var frumsýnt á Eng- landi; árið 1935. Leikritið heitir Morð í dómkirkjunni. En í ljóðabrotinu sem fylgir hér á eftir er kór presta að harma dauða Tómasar Beckets erki- biskups, í Kantaraborg, á tólftu öld. þýðingin er mín: „Við prísum þig 6 Guð, fyrir dýrð þína er birtist í ðllum skepnum jarðar, í snjónum, í regninu, í vindinum í storminum; í öllum skepnum þínum, bæði veiðimönn- unumogbráðinni því allir hlutir eiga sér aðeins tilvist í augliti þínu, aðeins í vitund þinni eru allir hlutir til aðeinsíþínuljósi, og þín dýrð yfirlýsist jafnvel í því semafneitarþér; myrkrið lýsir yfir Ijóssins dýrð. þeir sem neita þér gætu ekld neitað efþúværirekkitil; og afneitun þeirra er aldrei algjör, þvíefhúnværisvo, væru þeir ekki tíl. þeir staðfesta þig í lífi sínu; fuglinn í loftinu, bæði haukurinn og finkan; dýriðájörðinni, bæði úlfurinn og lambið; maðkurinn í moldinni og maðkurinn í maganum. því má maðurinn, sem þú hefur gert meðvitaðan um þig, lofa þig vísvitandi, í hugsun og í orði og í verki.“ Tryggvi V. Líndal. BJORN GÍSLASON + Björn Gislason fæddist í Hafn- arfirði 28. febrúar 1963. Hann lést í umferðarslysi á Kjalarnesi 25. febrúar sfðastliðinn og fór út- för hans fram frá Bústaðakirkju 10. mars. Þín var löngun fóst að fara fjallanípur, jökulskara, stíga fannir hryúks og hh’ða, hárraauðnalönd. Kenndir öðrum og að skoða ættland vort í sumarroða, eða á fljótum Qölum skíða freransbrötturönd. Með Ijóðlínum Hallgríms Jónas- sonar langar okkur að kveðja kæran vin og félaga og þakka fyrir liðnar ánægjustundir á fljótum og jöklum íslands. Kæra Villa, Elín, Gísli, Gréta og aðrir ástvinir, missir ykkar er mikill, en hugur góðra vina er hjá ykkur. mjóðuregíhugaverð, hefeimargttilsvara, þegar heyri um þína ferð, þá, sem allir fara. Fylgdir mörgum fjallaleið Qarri byggðum manna. Við þér blasti víð og heið veröld öræfanna. Okkur svíður eftirsjá, eins og bresti strengur. Vinahópnum horfinn frá hugumþekkur drengur. Leggðu heill úr hinstu vör. Hlýjuergottaðfmna eftir langa fjallaför fórunauta sinna. Fv. starfsfólk Langjökuls. Björk, Hildur, Bjarni Freyr og Hlynur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.