Morgunblaðið - 23.03.2000, Side 59

Morgunblaðið - 23.03.2000, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 5Ö FRÉTTIR Friðþjófur með fyrirlestur um Atlantshafslaxinn FÖSTUDAGINN 24. mars flytur Friðþjófur Árnason, líffræðingur hjá Veiðimálastofnun, fyrirlestur á veg- um Líffræðistofnunar Háskólans. Fyrirlesturinn nefnist Mismunur á hlutfalli kynþroska laxaseiða eftir búsvæðum í fjórum ám á Islandi. Hann hefst kl. 12:20 í stofu G6 að Grensásvegi 12. Atlantshafslaxinn hefur ákaflega fjölbreyttan lífsferil. Klak og upp- vöxtur laxaseiða á sér stað í fersk- vatni en 1-6 árum eftir klak ganga seiðin til sjávar. Sjávardvöl laxins varir í u.þ.b. 1-3 ár en eftir þann tíma snýr hann aftur í ferskvatn til hrygningar sem fullorðinn kyn- þroska lax. Ekki fara þó allir eftir þessu ferli því hluti hængseiðanna verður kynþroska á seiðastigi án þess að ganga fyrst til sjávar. I fyrirlestrinum verður fjallað um rannsókn sem gerð var á tíðni kyn- þroska hængseiða hjá laxi í fjórum ám á Islandi. Markmið rannsóknar- innar var að meta hve stórt hlutfall laxahænga verður kynþroska á seiðastigi og bera saman þetta hlut- fall, bæði milli áa og milli búsvæða innan sömu árinnar. Einnig að at- huga áhrif mismunandi vaxtarskil- yrða á tíðni kynþroska og hvort áhrif vaxtar á kynþroska hafi verið mis- munandi milli þessara fjögurra áa. Athugasemd Morgunblaðinu hefur borist eftir: farandi athugasemd frá Skímu: „í frétt Morgunblaðsins um stór- lækkun á utanlandssímtölum hjá Islandssíma er gerður samanburð- ur á verði þriggja aðila sem bjóða þessa þjónustu, þ.e. Landssímans, Islandssíma og Frjálsra fjarskipta. Einhverra hluta vegna hefur fallið niður verðsamanburður við þá aðila sem bjóða lægri talsíma- þjónustu til útlanda en íslands- sími, s.s. Netsíminn og Landsnet. Skíma vekur athygli á því að 1100- netsíminn var opnaður til þjónustu í desember 1998 og hefur frá þeim tíma boðið lægsta verð á markað- inum til fjölda landa og gerir það ennþá. Á þessari stundu er einnig óút- skýrt af hálfu Íslandssíma hvenær þeir munu geta boðið upp á þessa þjónustu og hvort verðin sem þeir bjóða gildi einnig fyrir símtöl í GSM síma erlendis. Til að varpa ljósi á hvar íslands- sími stendur raunverulega í verð- samanburði er hér verð frá öllum aðilum sem bjóða ódýr símtöl til helstu landa.“ Mínútuverð á daginn 1100 Netsíminn Frjáls fjarskipti ** Landsnet * Islandssími *** Bandaríkin Bretland 18,60 17,29 23,00 23,00 21,47 17,06 18,90 18,90 Danmörk Kína 17,66 44,21 23,00 90,00 19,37 56,61 18,90 89,90 Filippseyjar Pólland 36,21 27,38 45,00 40,00 36,56 33,56 45,00 40,00 * Innifalið í þessu verði er innanlandsgjald Símans, 1,56 kr. ** Nota þarf sérstakan tækjabúnað (símlykill). Einnig er ekki mögulegt að hringja úr farsímum. *** Býður enn sem komið er ekki þjónustu við almenning. Sigurður Ágúst Sigurðsson afhendir vinningshöfunum lyklana. Fyrsti vinningsbíllinn afhent- ur í Símalottói D AS Rætt um eftir- litshlutverk Evrópuráðsins MÁLSTOFA um Evrópuráðið verð- ur haldin í Litlu Brekku í Reykjavík í dag kl. 17.15 og fjallar Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður um eftirlitsferð Evrópuráðsins til Moskvu og Tsjetsjníu nýverið. Lára Margrét er formaður sendi nefndar íslands á þingum Evrópu- ráðsins og var hún nýverið í ferð sem fulltrúi sérskipaðrar sendinefndar Evrópuráðsins til að kanna meint mannréttindabrot rússneska hers- ins. Hún hefur áður farið í kosninga- eftirlitsferðir; til Litháen árið 1992, Sarajevo 1997 og Albaníu 1998. Mál- stofan er öllum opin og hefst kl. 17.15. Að loknu erindi Láru Mar- grétar verða umræður. Framleikar í Bláfjöllum Hi-C Framleikar 2000 verða haldnir á skíðasvæði Fram í Eldborgargili í Bláfjöllum laugardaginn 25. mars næstkomandi. Framleikamir eru þeir sjöundu í röðinni og eru skíðaleikar íýrir böm á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum að 8 ára, þar sem megináhersla er lögð á leikgleðina fremur en sigurinn. Keppni hefst kl. 11. Á leikunum renna krakkarnir sér í gegnum svigbraut sem samanstend- ur af bólum og hæðum, göngum og fígúmm. Þeir sem era að stíga sín fyrstu skref á skíðum fá aðstoð við að fara niður brautina frá uppábúnum trúðum. Umgjörð mótsins er að öðra leyti eins og um mót fullorðinna væri að ræða, með rástjaldi, rafrænni tímatöku, marksvæði og tilkynningu um nafn hvers barns og tíma í gegn- um hátalarakerfl. í lok síðari ferðar FYRSTI vinningsbíllinn í Simalottói DAS hefur verið afhentur. Síma- lottó DAS er nýtt af nálinni. Þátttak- endur hringja í ákveðið símanúmer til að vera með og kostar 100 kr. að vera með í hvert skipti. Greiðslan er innheimt með símareikningnum. Iflónin Hreiðar Grímsson og Ásta Sigrún Einarsdóttir, bændur á Grímsstöðum í Kjós, duttu ílukku- er hverju barni afhentur viðurkenn- ingarpeningur, bolur og annar glaðn- ingur frá styrktaraðilum mótsins. Einnig verða sex fyrstu strákum og stelpum í aldursflokki 6 ára og yngri, 7 ára flokki og 8 ára flokki afhentur sérstakur verðlaunapeningur fyrir brautartíma. Þátttakendur á leikunum hafa ver- ið á bilinu 90 til 140 í gegnum árin. Með svo ungum skíðamönnum fylgir einnig töluverður fjöldi áhorfenda; þannig var áætlað að áhorfendur væra um 200 á leikunum á síðasta ári. LEIÐRÉTT Norðmenn, ekki fslendingar I Verinu í gær stóð að Evrópu- sambandið krefðist þess að íslend- pottinn í fyrsta útdrættinum í Síma- lottóinu. Þau hlutu í vinning nýjan Toyota Avensis sem Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri DAS, afhenti þeim í húsakynnum Toyotaumboðs- ins. Nýr Toyotabfll er dreginn út einu sinni í viku og fer dráttur fram í þættinum DAS 2000, sem er á dag- skrá Sjónvarpsins á fímmtudögum. ingar létu sér nægja 12% heildar- kvóta kolmunnans, en þama var átt við ESB og Norðmenn. Tafla Uppsetning á töflu sem fylgdi grein Guðbjörns Jónssonar, Að berj- ast án árangurs er mikilvæg lífslist, riðlaðist til í blaðinu í gær. Er hún birt hér aftur og era hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á mistökunum. Vöruheiti mín. 1958 mín. 1997 Súpukjöt, 1 kg 46 76 Kartöflur, 1 kg 8 26 Gosflaska, 33 cl 12 13 Sígarettur, (Camel) 72 56 Bensín, 1 lítri 9 23 Olía til húsahitunar, 11 3 6 Samtals mín. 150 200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.