Morgunblaðið - 23.03.2000, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 65
I DAG
BRIPS
Umsjún Uuðmundiir
l*áll Arnarsiiii
ÞRÁTT fyrir öfluga hindrun
vesturs í upphafi, komast
NS á hárréttan stað - í sex
spaða.
Vestur gefur; NS á hættu.
Noröur
* 41064
¥ A742
* A753
* Á
Suður
* KDG975
v K653
* 6
+ G10
Vcstur Norður Austur Suður
4 tíglar Dobl Pass Bspaðar
Pass 6 tíglar Pass 6spaðar
Pass Pass Pass
Útspil: Tígulkóngur.
Það er ekki um annað að
ræða en taka á tígulás og
heppnin er með sagnhafa,
því austur fylgir lit. Vestur
hefur því aðeins átt sjölit
fyrir hindrun sinni. Aðeins
slæm hjartalega gæti ógnað
slemmunni og spurningin
sem við biasir er þessi: Hvað
er til ráða ef hjartað liggur
4-1?
Til að byrja með trompar
sagnhafi tígul og austur
hendir laufi. Báðir eru með í
spaðakóng, en vestur hendir
tígli í næsta spaða. Nú
trompar sagnhafi tígul aft-
ur, tekur iaufás og spilar ás
og kóng í hjarta. Ef báðir
fylgja er slagur gefinn á
hjarta og lagt upp, en í þess-
arilegu...
Noj-ður
* A1064
¥ A742
* A?53
* A
Vestur
4 2
¥ 9
♦ KDG10842
* D652
Austur
483
¥ DG108
♦ 9
4 K98743
Suður
4 KDG975
¥ K653
♦ 6
♦ G10
... trompar sagnhafi lauf,
spilar síðasta tíglinum og
hendir hjarta heima. Vestur
fær þann slag, en þarf svo að
spila út í tvöfalda eyðu og þá
hverfur hinn hjartatapslag-
urinn heima.
Það er rétt hugsanlegt að
austur sé með einspil í
hjarta, en jafnvel sú ólíklega
lega hnekkir ekki samningn-
um. Sagnhafi myndi spila
eins, en í stað þess að senda
vestur inn á tigul, myndi
austur fá slag varnarinnar á
lauf og hann yrði þá á sama
hátt og makker sinn að spila
út í tvöfalda eyðu.
SKAK
Umsjón llelgi Ass
Orótarsson
Hvítur á leik
Þessi staða kom upp á
milli Færeyingsins Flóvin
Þór Næs (2257), hvítt, og
finnska alþjóðlega meistar
ans Olli Salmensuu (2418) á
opna mótinu í Linares á
Spáni nú í ár. 25.Bf6+! Kh7
Eftir hið nærtæka 25...Hxf6
vinnur hvítur eftir 26.Dg8! +
Kxg8 27.Rxf6+ 26.Rg5+!
hxg5 27.He7+ Dxe7
28.Bxe7 og hvítur bar sigur
úr býtum nokkru síðar.
Arnaó heilla
fT A ÁRA afmæli. í dag,
O V/ fimmtudaginn 23.
mars, er fimmtug Val-
gerður Sverrisdóttir,
Lórnatjörn. Hún og eigin-
maður hennar, Arvid Kro,
taka á móti gestum í
Iþróttahúsi Grenivíkur
laugardaginn 25. mars eft-
irkl. 17.
fT /\ÁRA afmæli.
O vl Sunnudaginn 26.
mars verður fimmtugur
Þórður Grétar Ámason,
byggingameistari, Reyr-
haga 15, Selfossi. í tilefni
af því taka hann og eigin-
kona hans, Vigdís Hjartar-
dóttir, á móti ættingjum
og vinum laugardaginn 25.
mars í sal Karlakórs Sel-
foss, Gagnheiði 40, Sel-
fossi, milli kl. 20-23.
Við erum með ferskasta fískinn í
margra kílómetra radíus.
COSPER
Þú ert hættur að koma heim með kvennmannshár
ájakkanum. Þú heldur greinilega að ég sé fi'fl.
LJOÐABROT
SEINASTA SIGLING
JÓNS INDÍAFARA
Guð blessi ykkur, börnin mín góðu.
Ég býst við að ég kveðji ykkur nú.
Varðveitið ykkar æru
og þá einu, sönnu trú.
Ég hef kennt ykkur kristin fræði
og komið ykkur til manns.
Gleymið ei gamla Jóni
og gömlu skruddunum hans.
Og lesið og lærið þið meira
en lært þið gátuð af mér,
því vizkan er hið æðsta
af öllu, sem jarðneskt er.
Ég hef farið um hálfan heiminn,
og heyrið þið orðin mín:
Bókin er gagnlegri en gullið
og gleður meir en vín.
Sigfús Blöndal
STJÖRIVIJSPA
cftir Frances Ilrake
* TW
HRUTUR
Afmælisbarn dagsins:
Forvitni þín leiðirþigoft á
skemmtilega stigu ogþótt
ævintýraþráin sé rík, er
raunsæið með í för.
Hrútur (21. mars -19. apríl) Hæfileikar þínir eru ótvíræðir og vekja aðdáun annarra og stundum öfund. En umfram allt skaltu láta hvorugt á þig fá, heldur halda þínu striki.
Naut (20. apríl - 20. maí) Ábyrgðartilfinningin er af hinu góða. En hún má ekki vera svo rík, að þú gefir þér aldrei tíma til þess að brosa að spaugilegum Þáttum tilver- unnar.
Tvíburar . (21. maí - 20. júní) AA Þér vinnst óvenju vel í dag. Því er um að gera að nota tækifærið og klára sem flest af þeim verkefnum, sem hafa hlaðizt upp á borðinu þínu.
Krabbi (21.júní-22. júh') Eitthvað kemur upp á og raskar jafnvæginu á heimil- inu. Gríptu strax til þinna ráða og kveddu orsökina í kút- inn áður en usli hlýst af henni.
Ljón (23. júU - 22. ágúst) Samskiptamálin eru á oddin- um og allir vilja fá sneið af þeirri verðbréfaköku. En mundu að ekki er aUt gull sem glóir og dreifðu áhættunni sem mest.
Meyja *jj (23. ágúst - 22. sept.) Mættu málum opnum huga og afgreiddu þau ekki fyrr en þú ert búinn að kynna þér mála- vexti. Það er svo oft sem ytra byrðið blekkir.
(23. sept. - 22. október) Þegar eitthvað nýtt ber til á tilfinningasviðinu, er ákaflega varasamt að hlaupa upp til handa og fóta. Skoðaðu máhð vandlega og afgreiddu það svo.
Sporðdreki ™ (23. okt.-21.nóv.) Það er alltaf þörf fyrir góða hugmynd. Ekki liggja á liði þínu, heldur kastaðu þínum málum fram til umræðu. Það er aldrei að vita nema þau batni við það.
Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) AO Þeir sem leita ráða fijá þér hafa stundum á orði að þú ættir að gerast launaður ráð- gjafi. Líttu á þetta sem hrós og þakklætisvott en haltu þínu striki.
Steingeit —j (22. des. -19. janúar) Þú ræður alveg við þín verk- efni í rólegheitunum. Því er engin ástæða til þess að vera með einhverja stæla, bara til þess að vekja athygli annarra.
Vatnsberi (20. jan.r -18. febr.) VSnt Hálfnað er verk, þá hafið er. Það er engin ástæða fyrir þig til þess að hika; þú hefur aUt sem þarf til starfans svo brettu bara upp ermarnar!
Fiskar iwnt (19. febrúar - 20. mars) Nú væri gott að gera sér glögga grein fyrir stöðu fjár- málanna. Það eru einkum ým- is smáútgjöld sem þú verður að hafa yfirsýn yfir, því þau eru drjúg.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Hef opnað lækningastofu
í Læknasetrinu Þönglabakka 6,
109 Reykjavík
Tímapantanir í síma 535 7700
mánudaga—föstudaga frá kl. 9.00—17.00
Dóra Lúðvíksdóttir
Sérgrein: Lungnalækningar og ofnæmislækningar
20% AFSLÁTTUR
af öllum vörum í 3 daga.
Fimmtudag föstudag
og laugardag.
Opið til kl. 17 laugardag.
Skólavörðustíg 7, 551 5814
Glæsilegur kerruvagn
með burðarrúmi
f.OO.IS
S I M I ~5 3 3 3 6 6
G L Æ S I B Æ
Opið á laugardögum frá 11.00 til 16.00
• ••
|or f|oisKyiaunnar
og kjarasamningar
Halldór Ásgrímsson
verður frummælandi ó opnum fundi
ó Hótel Borg ó morgun,
föstudag, fró kl. 12-13.
Hódegisverður kr. 1.300
Fundarboðendur:
Þingmenn Framsóknarflokksins í Reykjavík
Jónína Bjartmarz
Ólafur Örn Haraldsson