Morgunblaðið - 26.03.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.03.2000, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hestalandsliðið staðsett í Leifsstöð: ■■ •• Glæsilega hönnuð hljómtækjastæða. Framúrstefnuleg og kraftmikil með 2 xlOO W útgangsmagnara, Power Bass hátalara - funky blá baklýsing, einingar sem auðvelt er að taka ! sundur, gegnsætt lok fyrir CD-spilara og allt það sem þú vilt hafa í alvöru hljómtækjastæðu, og meira til Umbótaþróun í Rússlandi Frá hruni fram á þennan dag Eiríkur Bergmann Einarsson FÉLAG stjórnmála- fræðinga stendur að fyrirlestraröð um málefni stjórnmála. Næsti fyrirlestur er á þriðjudag og hefst hann klukkan 17 í Norræna húsinu. Eiríkur Berg- mann Einarsson stjórn- málafræðingur talar þar um umbótaþróunina í Rússlandi allt frá hruni kommmúnismans í Aust- ur-Evrópu og fram að forsetakosningum sem fram fara í Rússlandi dag. „Kosningarnar sem fram fara í dag eru til- komnar að undirlagi Bor- ís Jeltsíns sem hefur ver- ið sú valdafígúra í Rússlandi sem ráðið hef- ur ríkjum allt frá sundurliðun Sovétríkjanna í ágúst 1991. Hann hefur nú valdið sér eftir- mann, Vladimir Pútín, gamlan KGB-njósnara og má segja að hér sé um að ræða framhald af stjórnartíð Jeltsíns (ef Pútín verður kjörinn forseti sem allt bendir til). Stjórnarstefna Jelts- íns hefur einkennst af umbótar- ferli í efnahags- og stjórnmála- kerfi landsins. Þetta hefur haldist gegnum allan valdaferil- inn þrátt fyrir ýmsar uppákom- ur og þá staðreynd að skilning- ur Rússa á hinu frjálsa markaðskerfi og lýðræði er ekki sá sami og á Vesturlöndum - þá er ferlið samt í þá átt. Ekkert bendir til þess í dag að Vladimír Putin muni bregða af þessari stefnu - þrátt fyrir vafasamar aðgerðir í Tstjetsníu og harð- stjórnarlega tilburði." - Hvað um forsöguna að þess- um kosningum? „Ég held því fram að komm- únisminn í Sovétríkjunum hafi hrunið vegna fjögurra samverk- andi þátta. Frumskilyrði og hinn undirliggjandi þáttur hinna þriggja var efnahagsleg inn- byggð bilun í efnahagskerfi Sovétríkjanna. Undir lok átt- unda áratugarins fóru hjól efna- hagslífsins þar að hægja á sér eftir mikið uppgangstímabil ára- tuginn á undan og framleiðni at- vinnulífsins hrundi. Þrátt fyrir að efnahagskerfið næði að við- halda þeim lífsskilyrðum sem íbúar Sovétríkjanna voru vanir þá upplifðu þegnarnir efnahags- skreppu í samanburði við önnur ríki. Á uppgangstímabili efnahag- skerfisins í Sovétríkjunum opn- aðist hagkerfið fyrir erlendum áhrifum, þannig dreifðist þekk- ing um alþjóðasamfélagið út yfir öll Sovétríkin og veitti þegnun- um innsýn í lífshætti annars staðar í veröldinni sem flugu hraðfara fram úr þeirra eigin. Annan þáttinn er að finna í al- þjóðasamfélaginu sjálfu. Ég held því fram að alþjóðasamfé- lagið sem slíkt búi yfir einhvers konar sameiginlegum gildum sem nú á dög- um snúast um frelsi, lýðræði og mannrétt- indi. Þessar hug- myndir dreifðust með aukinni tækni sem komin var fram gegn- um útvarpssendingar með gervihnattatækni sem var bein- línis beint inn í Sovétríkin, gegnum bækur, faxtækið og gegnum auknar samgöngur og ferðamannastraum. Önnur kynslóð ráðamanna í Rússlandi hafði þekkingu á alþjóðasamfé- laginu. Þessir tveir þættir duga ► Eiríkur Bergmann Einarsson fæddist í Reykjavík 6. febrúar 1969. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breið- holti 1990. Hann lauk BA-prófi frá Háskóla íslands í stjórnmála- fræði og kandítatsprófi í al- þjóðastjómmálafræði frá Kaup- mannahafnarháskóia. Hann starfaði sem blaðamaður á Helg- arpóstinum, sem framkvæmda- stjóri leikhússins Iðnó og sem verkefnisstjóri Evrópumála hjá Rannsóknarþjónustu Háskóla Is- lands, en því starfi gegnir hann nú. Kona Eiríks er Dagný Blönd- al uppeldisfræðinemi og eiga þau tvö böm, Sólrúnu 5 ára og Einar lOmánaða. þó ekki til þessa að skýra þær umbreytingar sem áttu sér stað og geta menn bent í því sam- bandi á ríki eins og Kína, Kúbu og Kóreu. Skýringanna er sem sé einnig að leita í innri upp- byggingu Sovétríkjanna. Það var árangur Sovéríkjanna til jafns við efnahagshrunið sem leiddi þetta af sér.“ - Hvernig þá? „Uppbygging áratuganna á undan leiddi af sér hátt mennt- unarstig þjóðarinnar. Læsi var almennt, borgarmyndun jókst til mikilla muna sem þýðir að þjóð sem áður var ómenntuð og dreifð hafði breyst í að vera há- menntuð og samþætt, það bjó til þann jarðveg að geta meðtekið skilaboðin sem beint var inn í Sovétríkin að utan. Sömu skila- boð til fátækari og dreifðari svæða hefðu ekki leitt sömu breytingar af sér - jarðvegurinn var sem sé fyrir hendi. Fjórði þátturinn felst í vilja stjórn- valda til að hefja breytingarnar. Þáttur Gorbachev var úrslita- atriðið í þessari þróun. Hann hafði áttaði sig á hinni kerfis- bundnu veilu sem lá í hagkerf- inu. Hann hafði ferðast víða og var í raun meira í ætt við sósíal- demókrata en kommúnista. Harðlínukommúnisti hefði getað hert sultarólina og þvingað þjóð sína nið- ur. Gorbachev kaus að fara aðra leið og hóf umbótaferlið með framsetningu sinni á Perestroiku og Glasn- ost um umbætur í stjórn- og efnahagskerfi lands- ins. Sú stjórnvaldsaðgerð leysti úr læðingi kröfuna um umbylt- ingu samfélagsins sem aldrei verður hægt að snúa við nema í allsherjarstyrjöld. Sem sagt - framtíðarhorfur Rússlands eru margfalt betri en skammtíma- horfurnar. Framtíðar- horfur Rúss- lands betri en skamm- tímahorfur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.