Morgunblaðið - 26.03.2000, Síða 21

Morgunblaðið - 26.03.2000, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 21 LEIKUR er okkur öll- um eðlislægur. Hann er hluti af frumþörf okkar til að tjá okkur og eiga samskipti við aðra. Barnið hefur yndi af því að bregða sér í alls kon- ar hlutverk og prófa að vera einhver annar en það sjálft. Á fullorðins- árunum getum við komist frá sjálfum okk- ur og upplifað annan veruleika en okkar eig- in með því að njóta lista. Við lesum bækur og lifum okkur inn í ör- lög og sálarlíf persón- anna, við hlustum á tónlist og finnum kenndir og tilfinn- ingar streyma um okkur, við horfum á málverk og sjáum ný sjónarhom í gegnum samspil lita og forma. Þegar við förum í leikhús verðum við vitni að samruna ólíkra list- greina. Leiklistin höfðar í senn til sjónar, heyrnar, tilfinninga og vits- muna. Hún sýnir okkur fjölbreyti- leika mannlegra tilfinninga og til- vem, birtir okkur nýja fleti á vemleikanum og leitast við að rífa okkur upp úr fastmótuðum hugsana- gangi vanans. Hún fær okkur til að endurskoða hugmyndir okkar og eykur víðsýni og samkennd með öðr- um sem ekki hafa nákvæmlega sömu viðmiðanir og við. Aukin þekking eyðir fordómum og stækkar hug- myndaheim okkar. Leiklistin leitast við að svala þrá okkar eftir að skynja dýpra og skilja betur lífið og tilveruna, fræðast um líf annarra, skoðanir þeirra og tfi- finningar og hjálpa okkur að átta okkur á því hvar við stöndum sjálf í lífinu. Þessum áhrifum nær hún með því að kveikja með okk- ur hugsanir og vanga- veltur og snerta okkur tilfinningalega en ekki síður með því að fá okkur til að hlæja og skemmta okkur. Leik- húsið getur veitt okkur hvatningu tfi þess að hafa áhrif á það hvert líf okk- ar stefnir og hafa áhrif á sameigin- lega framtíð okkar allra. Einu sinni héldu menn því fram að með tilkomu ljósmyndarinnar yrði málaralistin óþörf. Annað hefur komið á daginn. Sumir sögðu líka að með tilkomu kvikmyndarinnar myndi leikhúsið smám saman líða undir lok. En leikhúsið lifir enn góðu lífi, jafnvel þótt mikið framboð sé á hátæknivæddum kvikmyndum, sjónvarpsefni og alls konar afþrey- ingu og skemmtiefni á öllum sviðum. En hver er þá styrkur leikhússins? í leikhúsi erum við í nálægð við augnablik sköpunarinnar. Leiksýn- ingin á sér stað um leið og við upp- lifum hana, ásamt mörgum öðrum, og hver upplifír hana á sinn hátt. Það myndast sérstakt andrúmsloft milli leikara og áhorfenda og við tökum öll þátt í galdrinum. Við erum leidd inn í annan heim, annan veruleika og samband okkar við listamennina á sviðinu verður eft- irvæntingarfullt og náið. Það sem við sjáum er að gerast hér og nú. Ekkert verður leiðrétt eða strikað út. Leik- listin er list augnabliksins. Á að vera hugmyndaíiuðugt Leikhúsið hefur á löngum tíma tekið ýmsum breytingum, ein stefna hefur haft yfirhöndina um skeið og svo aðrar komið í staðinn. Enda er heimurinn sífellt að breytast og nauðsynlegt fyrir leikhúsið að fest- ast ekki í sama farinu. Allar hinar ólíku stefnur hafa haft eitthvað gott fram að færa og blandast saman á einn eða annan hátt. I leikhúsinu má aldrei ríkja nein einstefna. Leikhúsið á að vera hug- myndaauðugt og frjálslynt og þar á að rúmast gamalt og nýtt, gaman og alvara. Framtíðarósk mín til leikhússins er sú að það megi alltaf vera óhrætt við að leita inn á nýjar brautir en megi jafnframt bera gæfu til að varð- veita það besta sem hefur verið gert í gegnum aldimar. Höfundur er leikari. Sjálfstætt fólk kemur útí Hollandi VAKA-Helgafell hefur gengið frá samningi við hollenska bókaforlag- ið de Geus um útgáfu á Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness. Sagan hefur einu sinni áður komið út í Hollandi en það var árið 1938. TJt- gáfan á Sjálfstæðu fólki nú sætir nokkrum tíðindum því að verk Hall- dórs hafa á undanförnum ára- tugum komið stopult á markað í Hollandi. Salka Valka var fyrsta skáld- sagan sem þýdd var á hollensku en það var árið 1937. Hún var endur- útgefin 1959. Heimsljós (fyrsta bók) kom á markað 1942, Atómstöðin og Islandsklukkan 1957, Brekkukots- annáll og Paradísarheimt 1965 en hún var endurútgefin 1981. Það verða því um tveir áratugir liðnir frá síðustu útgáfu bókar eftir Halldór Laxness í Hollandi þegar Sjálfstætt fólk birtist lesendum þar í landi á ný. De Geus gefur út fjölda hol- lenskra og þýddra verka. Meðal rit- höfunda sem koma út undir merkj- um forlagsins eru Nóbelsskáldið Nagieb Mahfoez, Simon de Beau- voir og sænsku rithöfundarnir Marianne Fredriksson og Henning Mankell en útgáfur De Geus á verk- um þeirra hafa notið mikilla vin- sælda. Meðal annars var Henning Mankcll valinn höfundur ársins 1 Hollandi og Anna, Hanna og Jó- hanna eftir Marianne Fredriksson sat mánuðum saman efst á metsölu- listum. Póstmód- ernismi og nýlendur ÓLAFUR Rastrick heldur fyrirlest- ur í hádegisfundarröð Sagnfræð- ingafélags Islands í stóra sal Nor- ræna hússins kl. 12.05-13 á þriðjudag. Erindi sitt nefnnir hann „Menn- ingarlegt forræði og grunsemdir um hið ósammælanlega. Um póst-kólón- íalisma og sagnfræð.“ Fyrirlesturinn er í fundarröð sem ber yfirskriftina: Hvað er póstmódernismi? Ólafur starfar sem sérfræðingur á Hag- stofu íslands og er fræðimaður í Reykjavíkur-akademíunni. Áðgangur er ókeypis. -----♦-♦-4----- Listmunaupp- boð Gallerís Foldar GALLERÍ Fold heldur listmuna- uppboð í Súlnasal Hótels Sögu í kvöld kl. 20. Boðin verða upp 94 verk, þ. á m. fjölmörg verk gömlu meistaranna. Verkin eru til sýnis í Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14, í dag kl. 12-17. -----4-4-4----- Sýning framlengd Hafnarborg- Sýning Kristínar Loftsdóttur, Hornin íþyngja ekki kúnni, (Ijós- myndir og hlutir frá WoDaaBee- hirðingjum í Niger) hefur verið framlengd og stendur til 10. apríl. Herdís Þorvaldsddttir Avarp á Alþjóðlega leikhúsdeginum 2000 Herdís Þorvaldsdóttir Fyrir hag Yfirhilla kr. 2.600 Fallegir sjónvarpsskápar fyrir stór tæki 201141 4 tV I I •» 1 -- MSMMtMíiaÆj IMBBHBaa(lcr. 11.900) an arma mVHll'lMkr. 6.900 ) Fáanlegur með örmum. Níðsterkur vinnuþjarkur með mjóbaksstuðningi, gaslyftu og stillanlegu baki. wmmfor. n.9oo) Tölvuborð á hjólum þar sem allt er á einum stað Hirzlan H - 73 'r B-159/153 D - 61/45 Beykillnan TOIVUBORÐ TOIVUBORD H1LLUSAMSTÆDA HOKNSKRIFBORO Smiðsbúð 6 • 210 Garðabær Sinti 564 5040 • Fax 564 5041 Verð á tilboðum miðast við staögreiðslu Skrifborð <fi stólar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.