Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 31 Þáttur íslendinga hefur vaxið mikið hjá okkur og þessi krafa markaðarins að vinnufélagar og vinahópar geti brugðið sér saman á hestbak átti ekki síst þátt I því að hugmyndin að Hesta- miðstöðinni kviknaði. Þáttur íslendinga hefur vaxið „Jafnframt því að byggja upp hér erum við að styrkja allar okkar stöðvar," segir Einar. „Ishestar eru ekki bara fyrirtæki í eigu nokkurra aðila því að hornsteinar fyrirtækis- ins eru bændur úti um allt land sem eru verktakar og samstarfsaðilar. An þeirra værum við ekki til. Hestamiðstöðin mun því einnig þjóna öllu okkar neti og verða upp- lýsingamiðstöð fyrir lengri ferðir okkar. Hérna ætlum við að búa til hestamenn og þjálfa þá smám sam- an upp í að verða viðskiptavini okk- ar í lengri ferðum. Við höfum getað kynnt dásemdir hestamennskunnar fyrir mörgum íslendingnum í styttri ferðum okk- ar og munum geta það í auknum mæli nú. En það hljómar nú dálítið kaldhæðnislega að eftir því sem okkur gengur betur með þetta verkefni missum við viðskiptavin- inn fyrr frá okkur. Það gerist ekki svo sjaldan að fólk fær áhuga á hestum og endar með því að byrja sjálft í hestamennsku, kaupa sér hest og hesthús og þar með erum við búin að missa það frá okkur. Samt sem áður er þetta yfirlýst markmið okkar.“ í næstu viku kemur út í fyrsta sinn bæklingur frá íshestum á ís- lensku og segir Einar það kannski dæmi um þær áherslubreytingar sem eru að verða í fyrirtækinu því bæklingur fyrirtækisins hefur bara verið gefinn út á fjórum erlendum tungumálum. „Þáttur íslendinga hefur vaxið mikið hjá okkur og þessi krafa markaðarins að vinnufélagar og vinahópar geti brugðið sér saman á hestbak átti ekki síst þátt í þvi að hugmyndin að Hestamiðstöðinni kviknaði. Með því að hafa þessa að- stöðu geta slíkir hópar komið hing- að, sumir stunda útreiðar, aðrir fara í göngu- eða hjólreiðaferð allt eftir óskum hvers og eins og svo sameinast hópurinn og snæðir sam- an kvöldverð í skemmtilegu um- hverfi." Margir kaupa ferðahestinn Einar var spurður að því hvernig gengi að fá hesta í ferðir. Hann sagði að verktakarnir sem sæju um lengri ferðirnar sæju alfarið um að útvega hesta í sínar ferðir. Það gengi mjög vel, en alls voru yfir 1300 hestar í ferðum á vegum ís- hesta síðastliðið sumar. Hann sagði jafnframt að mjög vel gengi að fá góða hesta fyrir styttri ferðirnar. Af þremur hestum sem kæmu til reynslu hjá íshestum væri að meðaltali einum skilað til baka. Það kæmi fljótt í ljós hvort hestarnir hentuðu ekki og sumir hestar væru til dæmis orðnir mjög leiðir eftir mjög skamman tíma. Ekki gengi að nota slíka hesta áfram. „Það fara margir hestar í gegn- um hendurnar á okkur því alltaf er þó nokkuð um það að þeir sem finna draumahestinn sinn hér vilja kaupa hann. Við tökum alltaf vel í það. Eg tel reyndar að þeir sem kaupa sér hest þurfi helst að vera búnir að hafa hann í tvær til þrjár vikur áður en ákvörðun er tekin. Ef seljendur hefðu þessa reglu þá fyrst gætu þeir sagt að kaupandinn viti að hverju hann gengur. Því miður hef- ur þessi regla ekki alltaf verið við- höfð í hestaviðskiptum hér á landi og valdið því að margur framtíðar- hestamaðurinn hefur gefist upp á hestamennsku strax í byrjun. Ef farið verður að huga meira að þessu er það forsenda þess að hægt verði að búa til fleiri hestamenn hér á landi og það er einmitt það sem allir sem að markaðsmálum ís- lenska hestsins ættu að stefna að. Eitthvað er um það líka að fólk komi hingað sérstaklega til að leita að hestum bæði fyrir börn og þá sem eru að byrja í hestamennsku. Hestar sem hafa verið hér eru pott- þéttir, enda búnir að bera fjöldann allan af óvönu fólki á bakinu. Bænd- ur hafa einnig séð sér hag í því að lána hesta í lengri ferðirnar. Eftir slíkar ferðir er hestur mun betri söluvara og í toppþjálfun auk þess sem margir seljast í ferðunum. Ég vona að eitt að hlutverkum Hestamiðstöðvarinnar verði að liðka fyrir sölu á hestum, bæði til íslendinga og útlendinga. Við von- umst til að geta verið með hesta í umboðssölu fyrir bændur og hesta- menn í auknum mæli.“ Fagmannleg aðstaða losar fólk við kvíða Einar telur mjög mikilvægt að geta boðið upp á góða aðstöðu fyrir fólk sem kemur í styttri ferðir. Oft er um að ræða algerlega óvant fólk og stundum er ekki laust við að það kvíði fyrir að fara á hestbak. Hann segir að þegar fólkið kemur inn og sér aðstöðuna slaki það strax á. Það kemur fyrst inn í huggulegan mat- sal með bar þar sem boðið er upp á veitingar eftir hestaferðina. Þar verður reyndar veitingasala allan daginn fyrir gesti og gangandi. Síð- an er gengið inn í fataherbergið þar sem allt er í röð og reglu, stígvél- um, hlífðarfatnaði og reiðhjálmum raðað eftir stærð og aðstaða til að þvo sér og snyrta. Næst er komið inn í lítinn sal þar sem hnakkar eru á færanlegum statífum og á gólfinu er stamt tartanefni, sem spúlað er oft á dag. Næst er rennihurð dregin frá og við blasir glæsilegt hesthús sem rúmar 54 hross. Hestarnir eru teknir inn í salinn þar sem hægt er að leggja á og prófa hestinn. Ef veðrið er gott er hægt að leggja á úti og prófa hestinn í gerði. Einar segir að um leið og fólkið sér að fagmennska er í fyrirrúmi slaki það strax á. Fyrstu hugrifin skipti því miklu máli. f ævintýralandið á 15 mínútum Hann segir að veðráttan í vetur hafi sett svolítið strik í reikninginn. Samt sem áður hefur hún aukið honum bjartsýni því þrátt fyrir allt hafi starfsemi Hestamiðstöðvarinn- ar farið mjög skart af stað og að- sóknin framar björtustu vonum. „Aðstöðuleysi hefur háð afþrey- ingu fyrir ferðamenn hér á landi og við erum mjög ánægð með að taka þátt í þeirri þróun sem er að verða í að búa til góða og fallega umgjörð utan um ferðamennina sem heim- sækja okkur. Sem dæmi um vel- heppnaða aðstöðu er nýja Bláa lón- ið. Við sjáum fram á að ná til fleiri ferðamanna núna þegar fólk getur komið í sínu fínasta pússi hingað og fengið allan hlífðarfatnað til að skreppa á hestbak. Þá batnar hreinlætisaðstaðan mjög mikið þegar lokið verður við byggingu baðhússins og heitu pottanna. Það er í rauninni alveg einstakt að geta boðið fólki upp á að eftir innan við 15 mínútna akstur frá vel flestum hótelum á höfuðborgar- svæðinu sé það komið langt út í sveit þar sem það getur stundað ýmsa afþreyingu í sannkölluðu æv- intýralandi.“ Figum errþá eftir riokkur sæti í sparinaðarferðir í sumar Dammörk- BílaPLÚS 31. maí, 7. júuníog 23. ágúst m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Innifalið: Flug og bílaleigubíll í A-flokki. Krít 17. júlí og 4. september Portúgal 16. maí og 12. september m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Innifalið: Flug, gisting á Garden Choro í 2 vikur, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallarskattar. Mallorca 17. maí og 6. september m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Innifalið: Flug, gisting á Biarritz í 1 viku, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallarskattar. Aukasparmadarferö 28. júmí m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Innifaiið: Flug, gisting á Pil Lari Playa í 2 vikur, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallarskattar. Bemidorm-stórsparmaðarPLÚS 16. júmí m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Innifalið: Flug, gisting á Los Gemelos í 1 viku, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallarskattar. *Bókad og staðfest fyrir 31. mars. CD Umboösmenn Plúsferöa um allt land Akranes • S: 431 4884 Blönduós' S: 4524168 Borgamas • S: 437 1040 Dalvík • S: 466 1405 ísafjörður • S: 456 5111 Sauðárkrókur • S: 453 6262/896 8477 Akureyri-S: 462 5000 Höfti'S: 478 1000 Egilsstaðir • S: 471 2000 Solioss • S: 482 1666 Vestmannaeyjar • S: 481 1450 Keflavik'S: 421 1353 Grindavfk• S: 426 8060 Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 535 2100 • Fax 535 2110 *l\letfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.