Morgunblaðið - 26.03.2000, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 26.03.2000, Qupperneq 34
^4 SUNNIJDAGIJR 26. MARS 2000 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ HARPA hf. veitir á næstunni styrki í formi málningar til góðra verkefna á vegum líknarfélaga, sjálfboðaliða, þjónustufélaga, menningarsamtaka og annarra þeirra sem vilja hafa forystu um að fegra og prýða umhverfi sitt. Vorin 1998 og 1999 veitti HARPA þrettán og fimmtán aðilum styrki í formi 2500 lítra af málningu að verðmæti fyrir um eina milljón króna hvort ár. Mikill fjöldi umsókna barst og voru undirtektir svo góðar að ákveðið hefur verið að veita málningar- styrki að nýju vorið 2000, enda hefur fyrirtækið fengið mikla hvatningu til þess. Víða um land starfa margs konar félög og félagasamtök sem jafnan leita verðugra verkefna til að láta gott af sér leiða fyrir samfélagið, t.d. með því að mála og fegra mannvirki. Það getur falist í endurbótum á sögufrægum húsum, kirkjum, byggðasöfnum, sæluhúsum, björgunarskýlum, íþróttamannvirkjum, elliheimilum og barnaheimilum, svo eitthvað sé nefnt. Skilafrestur er til 15. apríl nk. HARPA hf. ver að þessu sinni einni milljón króna til málningar- styrkja sem verða á bilinu 50 til 300 þúsund krónur eftir verkefhum. Þeir sem hyggjast leita eftir styrkjum eru beðnir um að skila umsóknum fyrir 15. apríl nk. til HÖRPU hf., Stórhöfða 44, 112 Reykjavík. Gera þarf grein fyrir verkefnum, senda mynd af því mannvirki sem ætlunin er að mála og gefa upp áætlað magn Hörpumálningar vegna verksins. Þriggja manna dómnefnd velur úr umsóknum. Dómnefndina skipa þeir Ólafur Jónsson, fyrrverandi formaður Málarameistarafélags Reykjavíkur, Vigfús Gíslason, sölustjóri HÖRPU hf. og Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri HÖRPU hf. Styrkþegar sjá alfarið um kostnað við framkvæmd verkefna. Tilkynnt verður um niðurstöður um miðjan maí. HJUtP* MÁUMINGARVERSLUN BJEJARUND 8 • KÓPAVOGI Sími 544 4411 HARPA MÁLNINGARVERSLUN SKIIFUNNI 4 • REYKJAVtK Sími 568 7878 NARPA MÁLNINGARVERSLUN STÓRHðFBA 44 • REYKJAVfK Sími 567 4400 Síwtpa tjefux Íífrnu U’ÍÍ DÖNSKU BORGARA- STYRJÖLDINNIAFLÝST FRÁ upphafi netsíðu Morgun- blaðsins hef ég verið fastur lesandi hennar. Á hverjum degi opna ég hana og les fréttir og umræðu frá Fróni. Eg bý í Danmörku og þótti það himnasending þeg- ar íslenska pressan haslaði sér völl í cyper- space. Þá gat ég betur fylgst með í föðurland- inu. Samtímis hélt ég að ég fylgdist með hér í ríki Þórhildar drottn- ingar. Hér er aragrúi fjölmiðla sem sendir nýtt og gamalt efni í tíma og ótíma. Þrátt fyrir allan þennan innlenda upp- lýsingastraum átti það fyrir mér að liggja að frétta af hérlendu stríðsástandi í Mogg- anum. Þarna var Guðmundur Eiríksson (GE), búsettur í Kaupmannahöfn, að vara Islendinga við ókostunum af of örum innflutningi erlendra verka- manna og flóttafólks. Greinarhöfundur lýsti ástandi sem ég á erfitt með að koma auga á hérlendis. Þar að auki setti hann fram fullyrðingar sem mér þykja heldur hæpnar. Þess vegna er ég knúinn til að koma á framfæri leið- réttingum og sýna fram á aðrar hlið- ar málsins. í upphafi greinar sinnar segir GE að þorri Dana sé andvígur þeim fjölda erlendra ríkisborgara sem sest hafa að í okkar ágæta, núver- andi heimalandi, þrátt íyrir að allar skoðanakannanir, sem gerðar hafa verið þau sextán ár sem ég hef dval- ist hér, sýna að meiri hluti lands- manna hafi ekkert á móti þessu fólki. Hlutfall þeirra sem eru „með og á móti“ er breytilegt, en yfirleitt eru fleiri „á móti“ á meðan lítt sannferð- ugir fjölmiðlar og stjórnmálamenn, með jöfnu millibili, reka áróður gegn þegnum frá þriðja heiminum en and- staðan dvínar yfirleitt þegar áróð- ursstorminn lægir. GE skýrir andstöðu Dana með því að efnahagur þeirra hafi farið sí- versnandi á síðustu árum. Þetta er alrangt. Efnahagurinn hefur stór- batnað síðustu sjö árin. Atvinnuleysi hefur minnkað um nær helming og kaupmáttur launa hefur aukist til muna og ekkert bendir til að þessari þróun verði snúið við í náinni fram- tíð. GE fullyrðir að 30% útgjalda rík- isins renni í vasa innflytjenda. Það hefur hann frá Piu nokkurri Kjærs- gárd. Hún reiknaði það út á þeim forsendum að allir erlendir borgarar fái alla hugsanlega styrki félags- þjónustunnar. Barnabætur voru einnig reiknaðar inn í þetta dæmi og gert ráð fyrir því að hver erlend fjöl- skylda telji sex til átta einstaklinga! Staðreyndimar eru hins vegar þær að 17% erlendra ríkisborgara eru atvinnulausir en margir þeirra hafa atvinnuleysistryggingar og eru þess vegna ekki sá baggi á þjóðar- búinu sem GE reynir að telja okkur trúum. Fullyrðingar frú Kjærsgárd eru úr lausu lofti gripnar. Greinarhöfundur gefur í skyn að innflytjendur eru hneigðari til afbrota en Danir og aðrir Evrópu- búar og styður mál sitt með lýsingum á hverf- um í Kaupmannahöfn, Óðinsvéum og Árósum þar sem hvítir menn séu ekki óhultir, inn- flytjendur „hiki ekki við að ráðast að þeim“. Ég er Árósabúi og vann við flóttamanna- hjálp frá 1993 til ’98, hér í borg og þekki til hlítar Gellerupparken, sem GE nefnir, sem eitt þessara hverfa. Ég versla í City Vest í jaðri hverfisins. Mörg erlend börn þaðan ganga í skóla með börnunum mínum, sum í sama bekk. Ég þekki ýmsa íbúa Gellerupparkens per- sónulega og hef farið þar um á öllum tímum sólarhrings. Sonur minn á tyrkneskan vin þar, sem hann heim- sækir á stundum. Enginn sem á þangað friðsamleg og eðlileg erindi þarf nokkuð að ótt- ast. Ég veit að sömu sögu er að segja um Vollsmose í Óðinsvéum. í upphafi ársins hófst nýr greina- flokkur í Berlingske Tidendes / Eg tel hættulegt að kynda undir ótta og hatri gagnvart þessu fólki, segir Kári Gylfa- son, ekki síst þegar for- sendurnar eru svo fjarri allri skynsemi og mann- úðlegum hugsunar- hætti. Weekendavis um svipað hverfi í Is- hpj, svefnbæ í nágrenni Kaup- mannahafnar. íbúar hverfisins af ýmsum þjóðernum eru teknir tali og þeir spurðir um kosti og galla við að búa þar. Greinarnar lýsa fólki með margs konar viðhorf og drauma, gleði og sorgir, rétt eins og gengur og gerist hjá öðru fólki. Enginn seg- ist hafa nokkuð að óttast. GE lýsir í grein sinni hvernig arabískir drengir svffast einskis, segir líkamsárásir og skemmdar- verk algeng. Hið rétta er að í heild fækkar glæpum í Danmörku. Alvar- legar líkamsárásir færast í vöxt, en Danir eru ekki eftirbátar útlendinga í þeim efnum. Danir eru iðnari við skemmdarverk. Hér á ég einkanlega við veggjakrot. Rétt er að hlutfallslega eiga inn- flytjendur hlut að fleiri afbrotum en innfæddir. Ástæðan er hugsanlega meira atvinnuleysi meðal gestanna. Hinsvegar eiga þeir nær enga aðild að skipulagðri glæpamennsku. Al- varleg afbrot fámennra arabískra og sómalískra götugengja blikna hjá bófastríðum danskra rokkara. Hinn almenni vopnaburður áðurnefndra þjóðabrota, sem GE segir að ógni lýðræðisríkinu Danmörku, er hans eiginn hugarburður. Þrátt fyrir fullyrðingar GE um hið gagnstæða, aðlagast útlendingar vel dönsku samfélagi og siðum. Margir halda samtímis fast í eigin siði eins og ég og GE. Við hámum í okkur þorramat sem flestum Dönum klígj- ar við og klæðumst lopapeysum sem hérlendum þykja hlægilegur arfur frá hippatímabilinu. íslendingar hafa borið með sér ásatrú og stunda blót með söfnuðum sínum á frum- norrænu máli. Stór hluti innflytjenda er múslím- ar og halda áfram að iðka trú sína í nýja landinu. Ekki verður vart trúboðs frá þeirra hálfu þótt GE virðist „vita“ að það sé heilög skylda þeirra að „snúa vantrúuðum til All- ah“. (Allah er arabíska og þýðir ein- faldlega guð.) Þær ungu stúlkur sem hann segir ögra Dönum svo mjög með höfuð- skýlum sínum eru í minni hluta með- al múslímskra systra sinna, en mjög sýnilegar. Reynsla mín er sú að múslímar beri meiri virðingu fyrir kristnum mönnum en þeir fyrir múslímum. Innflytjendur láta æ meir að sér kveða. Ýmsar atvinnugreinar eru nær eingöngu mannaðar útlending- um. Tyrkir eru áberandi í hreingern- ingunum, arabar og Tyrkir skipta á milli sín pizzustöðunum og arabar einoka grænmetismarkaðinn. íj-anir eru að jafnaði betur menntaðir en aðrir hérlendis og munu eflaust verða áberandi á öllum sviðum landsmála næstu áratugina. Islend- ingar eni sumstaðar stóreignamenn í fiskiðnaðinum og þar fram eftir götunum. Þannig er nútíminn. Þetta er sú hnattvæðing sem hef- ur hnmdið af stað þjóðflutningum okkar tíma og hnýtir okkur saman í efnahagslega heild í stað þess að vera orsök herfara og styijalda eins og þjóðflutningarnir miklu í lok Rómartímabilsins. Öll grein GE ber þess ljósan vott að hann þekkir ekki þetta fólk sem hann er að vara íslendinga við. Vel má vera að fara eigi varlega í inn- flytjendamálum og vissulega eru til víti til varnaðar, en hafa ber það er sannara reynist. Ríki jarðar eiga við margs konar vandamál að etja og svo er og í Dan- mörku, en innflytjendamálið er ekki stærsti vandinn. Það getur hins veg- ar reynst ákveðin lausn á mestu ógn velferðarþjóðfélagsins. Margra ára barnafæð hefur valdið auknu hlut- falli ellilífeyrisþega og skorti á vinnukrafti til að sjá gamla fólkinu farborða. Barnmargar fjölskyldur flótta- fólks og innflytjenda eru sennilega lausn þessa vanda. Það ætti að koma í veg fyrir yfir- vofandi borgarastyrjöld frænda okk- ar. Ég læt þetta nægja þótt meira sé hægt að finna af misskilningi og rangfærslum í skrifum landa míns. Eg hef dregið fram meginatriðin, leiðrétt þau eða vísað þeim á bug og læt afganginn liggja milli hluta. Ástæðan fyrir því að ég gat ekki orða bundist er sú, að Island fylgir dæmi annarra Evrópuþjóða og veitir viðtöku fólki frá öllum heimshomum og ég tel hættulegt að kynda undir ótta og hatri gagnvart þessu fólki, ekki síst þegar forsendurnar eru svo fjæiri allri skynsemi og mannúðleg- um hugsunarhætti. Höfundur eryfírmaður hreingerninga við Háskóla Árósa. INNROMMUN02 O FAKAFENI 11 • S: 553 1788 Kári Gylfason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.