Morgunblaðið - 30.03.2000, Page 4

Morgunblaðið - 30.03.2000, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Flóð valda frekari skemmdum á vegum Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson Um 30 metra skarð myndaðist í veginn fyrir Búlandshöfða á Snæfellsnesi í gær og munu um 4.000 rúmetr- ar af möl hafa runnið úr honum. 4.000 rúmmetrar af möl úr veginum fyrir Búlandshöfða FLÓÐ ollu ófærð og skemmdum á vegum víðsvegar um land í gær. Hlýindi undanfarinna daga hafa víða valdið miklum leysing- um og urðu vegir við Búlan- dshöfða á Snæfellsnesi, flugvöll- inn á Sauðárkróki og við Skógarholt í Mývatnssveit einna verst úti í gær. 30 metra skarð myndaðist í veginn fyrir Bú- landshöfða á Snæfellsnesi í gær. Stór fylla rann úr aðfaranótt miðvikudags og að sögn Vega- gerðarinnar er talið að um 4.000 rúmmetrar af möl hafi skolast burt. Unnið er að viðgerð vegar- ins en skemmdir eru það miklar að reiknað er með að hann verði áfram ófær í dag. Vegagerðin telur ekki unnt að segja til um hvenær hann verði fær, fyrr en í kvöld. Flóð í Skagafírði, Mývatnssveit og Húnavatnssýslu Mikil flóð urðu í Skaga- firði bæði á þriðjudag og í gær vegna leysinga og um klukkan 10 í gærmorgun rufu starfsmenn Vega- gerðarinnar veginn frá Sauðárkróksbraut að flugvellinum til að koma vatni sem hafði flotið yfir veginn út í sjó. Einnig grófu þeir þrjá skurði í kambinn norðan við Sauð- árkróksbrautina til að veita vatni út í sjó. Vegur- inn að flugvellinum varð því ófær og verður gert við hann í dag. Sauðár- króksbrautin sjálf var hins vegar fær öllum bfl- um þó að nokkurt vatn hefði einnig flotið yfir hana. Þjóðleiðin til Austur- lands rofnaði í gær við Skógarholt í Mývatnssveit Morgunblaðið/Birkir Fanndal Vegurinn við Skógarholt í Mývatnssveit rofn- aði einnig og var unnið að viðgerð í gær með því að sturta möl í skarðið. Morgunblaðið/Sveinn Hjartarson Mikil flóð hafa verið í Skagafirði og flæddi vatn meðal annars yfir Sauðárkróksbrautina. vegna leysingavatns sem flæddi yfir veginn. Hiti var á bilinu 6 til 10 stig í gær og þrátt fyrir að vet- urinn hafi verið fremur snjóléttur þar, olli skörp þíðan talsverðum flóðum. Unnið er að viðgerð á veg- inum, möl verður sturtað í skarðið og verður hann væntanlega orðinn fær fyrir hádegi í dag. Flóð í Svartá í Húna- vatnssýslu olli einnig skemmdum en þar rofnaði símastrengur og urðu níu bæir símasambandslausir. Flóðið tók með sér göngu- brúarstólpa við bæinn Leifsstaði, sem hefur stað- ið af sér öll flóð í ánni frá árinu 1962. Flóðið mun í rénun nú en að sögn heimamanna er þetta með mestu flóðum sem menn þar um slóðir muna. Island ofarlega á baugi vestan hafs í apríllok MÁLEFNI íslands verða ofarlega á baugi í lok aprílmánaðar í Bandaríkj- unum, en þá opnar Víkingasýningin í Smjthsonian-safninu í Washington og ísland verður sérstök heiðursþjóð á árlegri Azalea-hátíð Atlantshafs- bandalagsins í Norfolk. Þá er fyrir- huguð heimsókn Halldórs Ásgríms- sonar utanríkisráðherra til Washingtonn og fundur með Madel- ine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í maíbyrjun. Víkingasýningin verðm- formlega opnuð fimmtudaginn 27. aprfl að við- stöddum þjóðhöfðingjum Norður- landanna og samkvæmt drögum að dagskránni er ráðgert að íslenskt klassískt tríó spili við opnunina og að íslensk stúlka i þjóðbúningi afhendi þjóðhöfðingjunum blóm við komu í safnið. Forseti íslands, norsku kon- ungshjónin, Viktoría, krónprinsessa Svía, Jóakim, krónprins Dana, og nýkjörinn forseti Finnlands, Tarja Halonen, verða viðstödd athöfnina. Á föstudagsmorgninum mun Björn Bjarnason menntamálaráð- herra ásamt Noregsdrottningu opna tveggja daga málþing um víkinga- tímabilið í National Museum of Nat- ural History-safninu (NMNH). í há- deginu er þjóðhöfðingjunum boðið til hádegisverðar í Hvíta húsinu í boði bandarísku/orsetahjónanna. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra verður sérstakm- gestur á Aza- lea-hátíð Atlantshafsbandalagsins í Norfolk, sem verður haldin síðustu vikuna í aprfl, en ísland er sérstök heiðursþjóð á hátíðinni í tilefni af því að eitt þúsund ár eru frá fundi Vín- lands og verða á hátíðinni margvís- leg atriði sem tengjast Islandi. Halldór mun eiga viðræður við yf- irmann flota Atlantshafsbandalags- ins, en stöðin í Keflavík heyrir undir hann. Hann mun síðan eiga fund með Madeline Albright, utamíkisráð- herra Bandaríkjanna, í Washington og er sá fundur ráðgerður 1. maí. Erfðavísir sem tengist heilablóð falli staðfestur ÍSLENSKUM vísindamönnum hef- ur tekist að staðsetja erfðavísi á litningi sem tengist heilablóðfalli. Greindi svissneska lyfjafyrirtækið F. Hoffmann-La Roche frá þessu í gær með fréttatilkynningu. Þar kemur fram að rannsókn Is- lenskrar erfðagreiningar, sem hófst í febrúar 1998 og er liður í fimm ára samstarfssamningi fyrirtækisins og Roche, sé sú fyrsta sinnar gerðar sem leiði til þess að erfðavísir sé kortlagður. Hafi það verið gert með því að skima allt erfðamengið í leit að breyttum erfðavísum sem tengj- ast algengustu afbrigðum sjúk- dómsins. I samstarfsverkefni fyrirtækj- Uppsögn ólögmæt FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Geir H. Haarde, úrskurðaði í gær að upp- sögn Hrafns Sigurðssonar, fjármála- stjóra Þjóðminjasafns, hefði verið ólögmæt. Leggur hann fyrir þjóð- minjavörð að semja við Hrafn um bætur vegna starfslokanna. Björn Bjamason, menntamála- ráðherra, vék sæti í málinu er Hrafn kærði 7. mars sl. þá ákvörðun þjóð- minjavarðar að segja upp ráðningu hans sem fjármálastjóra Þjóðminja- safns íslands. Fjármálaráðherra kemst að þeirri niðurstöðu að upp- sögn Hrafns hafi verið ólögmæt; til grundvallar hennar hafi ekki legið áminning sem fullnægt hafi skilyi’ð- um laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. anna tveggja er gert ráð fyrir rann- sóknum á erfðaþáttum 12 sjúkdóma og voru tæplega tólf hundruð sjúkl- ingar sem orðið höfðu fyrir heila- blóðfalli rannsakaðir í því skyni. í tilkynningu Hoffman-La Roche segir að með þvi að staðsetja breytta erfðavísa sem auka hættu á heilablóðfalli sé gert ráð fyrir að þekking á orsökum sjúkdómsins aukist og það geti síðan orðið til þess að unnt verði að spá fyrir um hann og grípa fyrr inn með for- vörnum og meðferð. Rannsókn Islenskrar erfðagrein- ingar á erfðaþáttum heilablóðfalls var gerð í samstarfi við lækna Landspítalans, Sjúkrahúss Reykja- víkur og Hjartaverndar, skv. upp- lýsingum frá ÍE í gær. Þar kom einnig fram að Roehe-lyfjafyrir- tækið hafi þegar reitt af hendi áfan- gagreiðslu vegna þess árangurs sem náðst hefði í rannsóknum á sjúkdómnum. Sólveig Grétarsdóttir hefur stjórnað rannsókninni hjá ÍE, en samstarfslæknar hennar eru Einar Valdimarsson, Finnbogi Jakobsson, Gísli Einarsson, Guðmundur Þor- geirsson, Sigurlaug Sveinbjörns- dóttir, Uggi Agnarsson og Vil- mundur Guðnason. Ræktar þú garðinn þinn? Sameinaðu kosti Heimilislínu og Heimilisbanka Með því að vera í Heimilislínu og Heimilisbankanum á Netinu tryggir þú þér mun hærri innlánsvexti, lægri útlánsvexti og sparar kostnað af færslum, millifærslum og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma. HEIMILISLÍNAN @BÚNAÐARBANKINN Tmústur banki Staður og stund á mbl.is OPNAÐUR hefur verið nýr vefur á mbl.is sem nefnist Stað- ur og stund. Þar er hægt að fylgjast með því sem er að ger- ast á sviði menningar, afþrey- ingar og skemmtunar. Þeir sem vilja koma upplýs- ingum um atburði á framfæri geta skráð þá inn á vefinn án endurgjalds. Þá er einnig boðið upp á þá þjónustu að fá sendan tölvupóst með upplýsingum um viðburði sem tengjast áhuga- sviðum. Einnig er hægt að fá sendan tölvupóst til að minna á áðurvaldaatburði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.