Morgunblaðið - 30.03.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 30.03.2000, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Flóð valda frekari skemmdum á vegum Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson Um 30 metra skarð myndaðist í veginn fyrir Búlandshöfða á Snæfellsnesi í gær og munu um 4.000 rúmetr- ar af möl hafa runnið úr honum. 4.000 rúmmetrar af möl úr veginum fyrir Búlandshöfða FLÓÐ ollu ófærð og skemmdum á vegum víðsvegar um land í gær. Hlýindi undanfarinna daga hafa víða valdið miklum leysing- um og urðu vegir við Búlan- dshöfða á Snæfellsnesi, flugvöll- inn á Sauðárkróki og við Skógarholt í Mývatnssveit einna verst úti í gær. 30 metra skarð myndaðist í veginn fyrir Bú- landshöfða á Snæfellsnesi í gær. Stór fylla rann úr aðfaranótt miðvikudags og að sögn Vega- gerðarinnar er talið að um 4.000 rúmmetrar af möl hafi skolast burt. Unnið er að viðgerð vegar- ins en skemmdir eru það miklar að reiknað er með að hann verði áfram ófær í dag. Vegagerðin telur ekki unnt að segja til um hvenær hann verði fær, fyrr en í kvöld. Flóð í Skagafírði, Mývatnssveit og Húnavatnssýslu Mikil flóð urðu í Skaga- firði bæði á þriðjudag og í gær vegna leysinga og um klukkan 10 í gærmorgun rufu starfsmenn Vega- gerðarinnar veginn frá Sauðárkróksbraut að flugvellinum til að koma vatni sem hafði flotið yfir veginn út í sjó. Einnig grófu þeir þrjá skurði í kambinn norðan við Sauð- árkróksbrautina til að veita vatni út í sjó. Vegur- inn að flugvellinum varð því ófær og verður gert við hann í dag. Sauðár- króksbrautin sjálf var hins vegar fær öllum bfl- um þó að nokkurt vatn hefði einnig flotið yfir hana. Þjóðleiðin til Austur- lands rofnaði í gær við Skógarholt í Mývatnssveit Morgunblaðið/Birkir Fanndal Vegurinn við Skógarholt í Mývatnssveit rofn- aði einnig og var unnið að viðgerð í gær með því að sturta möl í skarðið. Morgunblaðið/Sveinn Hjartarson Mikil flóð hafa verið í Skagafirði og flæddi vatn meðal annars yfir Sauðárkróksbrautina. vegna leysingavatns sem flæddi yfir veginn. Hiti var á bilinu 6 til 10 stig í gær og þrátt fyrir að vet- urinn hafi verið fremur snjóléttur þar, olli skörp þíðan talsverðum flóðum. Unnið er að viðgerð á veg- inum, möl verður sturtað í skarðið og verður hann væntanlega orðinn fær fyrir hádegi í dag. Flóð í Svartá í Húna- vatnssýslu olli einnig skemmdum en þar rofnaði símastrengur og urðu níu bæir símasambandslausir. Flóðið tók með sér göngu- brúarstólpa við bæinn Leifsstaði, sem hefur stað- ið af sér öll flóð í ánni frá árinu 1962. Flóðið mun í rénun nú en að sögn heimamanna er þetta með mestu flóðum sem menn þar um slóðir muna. Island ofarlega á baugi vestan hafs í apríllok MÁLEFNI íslands verða ofarlega á baugi í lok aprílmánaðar í Bandaríkj- unum, en þá opnar Víkingasýningin í Smjthsonian-safninu í Washington og ísland verður sérstök heiðursþjóð á árlegri Azalea-hátíð Atlantshafs- bandalagsins í Norfolk. Þá er fyrir- huguð heimsókn Halldórs Ásgríms- sonar utanríkisráðherra til Washingtonn og fundur með Madel- ine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í maíbyrjun. Víkingasýningin verðm- formlega opnuð fimmtudaginn 27. aprfl að við- stöddum þjóðhöfðingjum Norður- landanna og samkvæmt drögum að dagskránni er ráðgert að íslenskt klassískt tríó spili við opnunina og að íslensk stúlka i þjóðbúningi afhendi þjóðhöfðingjunum blóm við komu í safnið. Forseti íslands, norsku kon- ungshjónin, Viktoría, krónprinsessa Svía, Jóakim, krónprins Dana, og nýkjörinn forseti Finnlands, Tarja Halonen, verða viðstödd athöfnina. Á föstudagsmorgninum mun Björn Bjarnason menntamálaráð- herra ásamt Noregsdrottningu opna tveggja daga málþing um víkinga- tímabilið í National Museum of Nat- ural History-safninu (NMNH). í há- deginu er þjóðhöfðingjunum boðið til hádegisverðar í Hvíta húsinu í boði bandarísku/orsetahjónanna. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra verður sérstakm- gestur á Aza- lea-hátíð Atlantshafsbandalagsins í Norfolk, sem verður haldin síðustu vikuna í aprfl, en ísland er sérstök heiðursþjóð á hátíðinni í tilefni af því að eitt þúsund ár eru frá fundi Vín- lands og verða á hátíðinni margvís- leg atriði sem tengjast Islandi. Halldór mun eiga viðræður við yf- irmann flota Atlantshafsbandalags- ins, en stöðin í Keflavík heyrir undir hann. Hann mun síðan eiga fund með Madeline Albright, utamíkisráð- herra Bandaríkjanna, í Washington og er sá fundur ráðgerður 1. maí. Erfðavísir sem tengist heilablóð falli staðfestur ÍSLENSKUM vísindamönnum hef- ur tekist að staðsetja erfðavísi á litningi sem tengist heilablóðfalli. Greindi svissneska lyfjafyrirtækið F. Hoffmann-La Roche frá þessu í gær með fréttatilkynningu. Þar kemur fram að rannsókn Is- lenskrar erfðagreiningar, sem hófst í febrúar 1998 og er liður í fimm ára samstarfssamningi fyrirtækisins og Roche, sé sú fyrsta sinnar gerðar sem leiði til þess að erfðavísir sé kortlagður. Hafi það verið gert með því að skima allt erfðamengið í leit að breyttum erfðavísum sem tengj- ast algengustu afbrigðum sjúk- dómsins. I samstarfsverkefni fyrirtækj- Uppsögn ólögmæt FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Geir H. Haarde, úrskurðaði í gær að upp- sögn Hrafns Sigurðssonar, fjármála- stjóra Þjóðminjasafns, hefði verið ólögmæt. Leggur hann fyrir þjóð- minjavörð að semja við Hrafn um bætur vegna starfslokanna. Björn Bjamason, menntamála- ráðherra, vék sæti í málinu er Hrafn kærði 7. mars sl. þá ákvörðun þjóð- minjavarðar að segja upp ráðningu hans sem fjármálastjóra Þjóðminja- safns íslands. Fjármálaráðherra kemst að þeirri niðurstöðu að upp- sögn Hrafns hafi verið ólögmæt; til grundvallar hennar hafi ekki legið áminning sem fullnægt hafi skilyi’ð- um laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. anna tveggja er gert ráð fyrir rann- sóknum á erfðaþáttum 12 sjúkdóma og voru tæplega tólf hundruð sjúkl- ingar sem orðið höfðu fyrir heila- blóðfalli rannsakaðir í því skyni. í tilkynningu Hoffman-La Roche segir að með þvi að staðsetja breytta erfðavísa sem auka hættu á heilablóðfalli sé gert ráð fyrir að þekking á orsökum sjúkdómsins aukist og það geti síðan orðið til þess að unnt verði að spá fyrir um hann og grípa fyrr inn með for- vörnum og meðferð. Rannsókn Islenskrar erfðagrein- ingar á erfðaþáttum heilablóðfalls var gerð í samstarfi við lækna Landspítalans, Sjúkrahúss Reykja- víkur og Hjartaverndar, skv. upp- lýsingum frá ÍE í gær. Þar kom einnig fram að Roehe-lyfjafyrir- tækið hafi þegar reitt af hendi áfan- gagreiðslu vegna þess árangurs sem náðst hefði í rannsóknum á sjúkdómnum. Sólveig Grétarsdóttir hefur stjórnað rannsókninni hjá ÍE, en samstarfslæknar hennar eru Einar Valdimarsson, Finnbogi Jakobsson, Gísli Einarsson, Guðmundur Þor- geirsson, Sigurlaug Sveinbjörns- dóttir, Uggi Agnarsson og Vil- mundur Guðnason. Ræktar þú garðinn þinn? Sameinaðu kosti Heimilislínu og Heimilisbanka Með því að vera í Heimilislínu og Heimilisbankanum á Netinu tryggir þú þér mun hærri innlánsvexti, lægri útlánsvexti og sparar kostnað af færslum, millifærslum og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma. HEIMILISLÍNAN @BÚNAÐARBANKINN Tmústur banki Staður og stund á mbl.is OPNAÐUR hefur verið nýr vefur á mbl.is sem nefnist Stað- ur og stund. Þar er hægt að fylgjast með því sem er að ger- ast á sviði menningar, afþrey- ingar og skemmtunar. Þeir sem vilja koma upplýs- ingum um atburði á framfæri geta skráð þá inn á vefinn án endurgjalds. Þá er einnig boðið upp á þá þjónustu að fá sendan tölvupóst með upplýsingum um viðburði sem tengjast áhuga- sviðum. Einnig er hægt að fá sendan tölvupóst til að minna á áðurvaldaatburði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.