Morgunblaðið - 02.04.2000, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 02.04.2000, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Eitt skref áfram og tvö aftur á bak Eftir sjö ára samningaþóf hillir nú undir endanlegan friðarsamning milli Israela og Palestínumanna. Það þýðir þó ekki að sætt- ir hafi tekist með þjóðunum. Margir telja að raunverulegur friður verði aldrei annað en - ■ 7 hilling. Oli Jón Jónsson var í Israel. Reuters Palestfnumaður ríður asna sínum fram hjá hópi gyðingalandnema sem mótmæla brottflutningi ísraelska hersins frá Vestur-bakkanum. „Araf- at drepur gyðinga í þágu friðar,“ stendur á mótmælaspjaldi með mynd af Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna. UMHVERFIS byggð gyð- ingalandnema í Kfar Ezion, sem liggur skammt suður af Jerúsal- em, hefur verið reist tvöföld girðing. Innri girðingin er lágreist og virðist ekki gerð til að hefta för nokkurrar skepnu, nema e.t.v. sauðkindar sem kynni að vera á beit í nærliggjandi högum. Um það bil tveimur metrum utan við hana rís önnur og hærri girðing. Sú er rúmir tveir metrar á hæð, klædd sterklegu og þéttriðnu stálneti og efst eru nokkrir gadda- vírsstrengir sem augljóslega eiga að koma í veg fyrir að menn geti komist yfir. Aðeins nokkur ár eru síðan ytri girðingin var reist. Fram að því hafði ekki verið þörf fyrir svo öfluga vörn fyrir landnemabyggðimar. Breyt- ingin varð með samkomulagi Israela og Palestínumanna í Osló árið 1993 um að hefja viðræður um frið milli þjóðanna. Friðarferlið hefur gert að- stæður ótryggari fyrir íbúa Kfar Ezion og aðra gyðingalandnema á hinum svokölluðu „hernumdu svæð- um“. Á stærð við Borgarljarðarhérað Oslóar-samkomulagið hefur valdið aukinni spennu milli gyðinga og Pal- estínumanna á Vesturbakka árinnar Jórdan, sem er landspilda svipuð að stærð og Mýra- og Borgarfjarð- arsýsla. Vesturbakkinn er hluti hem- umdu svæðanna en það em svæði sem ísraelar hemámu í átökum við arabaríkin árið 1967. Margir Palestínumenn era andvíg- ir friðarferlinu. Þeir óttast að það muni ekki leiða til þess að Israelar skili aftur að fullu því landi sem Pal- estínumenn telja sína eign. Landnám gyðinga á hernumdu svæðunum er þeim þymir í augum og segja þeir að ijölgun fólks í landnemabyggðunum sýni að ísraelar ætli sér smátt og smátt að leggja þessi svæði undir sig og flæma réttmæta eigendur lands- ins burt. Máli sínu til stuðnings benda Palestínumenn á tölur yfir nýjar húsbyggingar á svæðum gyð- ingalandnema á Vesturbakkanum. Nærri því fimm þúsund ný íbúðarhús hafa verið byggð þar á einu ári. í Kfar Ezion og öðram byggðum gyðingalandnema á Vesturbakkan- um ríkir ótti við að hópar Palestínu- manna hyggist beita hryðjuverkum til að reyna að flæma landnemana burt. Nú þegar hafa landnemar orðið fómarlömb árása hryðjuverka- manna. ,Árásir á íbúa landnemabyggð- anna hafa verið um 20 síðan friðar- ferlið hófst og margir hafa látið lífið eða særst í þessum árásum,“ segir talsmaður YESHA, sem era samtök gyðingalandnema á Vesturbakkan- um. Talsmaðurinn, kona á miðjum al- dri, segir að henni hafi borist morð- hótanir og hún segist hafa vissu fyrir því að nafn hennar sé á dauðalista pa- lestínskra hryðjuverkasamtaka. YESHA-samtökin hafa miklar áhyggjur af því að landnemabyggð- imar einangrist eftir að ríki Palest- ínumanna verður stofnað og þau ótt- ast um öryggi íbúanna. „Palestínska lögreglan hefur í fóram sínum mikið af ólöglegum vopnum sem átti að vera búið að láta af hendi samkvæmt friðarsamkomulaginu en það hefur ekki verið gert. Það er verið að blekkja þjóðina, telja fólki trú um að við getum búið hér áfram eftir að Pal- estínu-ríkið verður að veraleika. Auðvitað vill enginn stríð. Ég hef sjálf verið í hemum og særst í átök- um og bömin mín hafa gegnt her- þjónustu. En forystumenn Palestínu- manna hér á Vesturbakkanum hafa bannað fólki sínu að eiga nokkuð saman við okkur að sælda og í skól- um þeirra er alið á hatrinu." AIls búa á bilinu 160-170.000 ísra- elar á Vesturbakkanum, flestir þeirra landnemar sem tekið hafa sér bólfestu á svæðinu síðustu áratugi. YESHA-samtökin halda því fram að mikill meirihluti Palestínumanna búi einungis á um þriðjungi þess land- svæðis sem venja er að nefna Vestur- bakka Jórdanar. Samtökin segja að verið sé að afhenda Palestínumönn- um óbyggð svæði, eyðimerkur, sem enginn hafí nokkurn tíma búið á og ekki sé ástæða til að þeir hafi yfirráð yfir fremur en ísraelar. Palestínumenn hafa þegar fengið full yfirráð yfir nokkrum bæjum þar sem þeir era í meirihluta, s.s. Bet- lehem, Jeríkó, Hebron og Ramalla, en öðrum svæðum er stjórnað sam- eiginlega af Israelum og Palestínu- mönnum. Ekki er enn ljóst hversu stór hluti Vesturbakkans mun verða hluti hins nýja Palestínuríkis þegar endanlegt friðarsamkomulag verður í höfn. Palestínumenn hafa ávallt krafist þess að ísraelar láti af hendi allt það land sem þeir hernámu fyrir 33 árum. Til þess mega landnemarnir ekki hugsa. Að ala upp friðinn Margir hafa bent á að eina leiðin til að koma á varanlegum sáttum milli Israela og Palestínumanna liggi í „friðarappeldi“ bama. í bráða- birgðasamkomulagi þjóðanna frá 1995 um hernumdu svæðin er sér- staklega kveðið á um að menntun bama og ungmenna skuli miða að því að stuðla að friði. Margt virðist hins vegar enn standa í vegi fyrir því að uppeldi og íræðsla þjóni þessu markmiði. Síðustu mánuði hefur staðið harð- vítug deila vegna ákvörðunar menntamálaráðherra Israels, Yossi Sarid, um að ljóð eftir þjóðernissinn- að palestínskt ljóðskáld, Mamhloud Darwish, skuli kennd í bamaskólum í ísrael. Mjög mikil andstaða hefur verið víða í samfélaginu við ákvörðun ráðherrans. Deilan hefur einnig orðið til þess að veikja stoðir ríkisstjórnar- innar á þinginu, Knesset. Einna hörðust andstaða hefur komið frá Shas-flokknum, sem á aðild að ríkis- stjórninni og er flokkur trúaðra gyð- inga. Flokkurinn, sem hlaut 13% at- kvæða í síðustu þingkosningum í ísrael, sækir fylgi sitt einkum til austrænna gyðinga úr lægri stigum samfélagsins. ' Austrænir gyðingar era þeir íbúar landsins sem era af- komendur gyðinga sem ávallt hafa búið í Mið-Asturlöndum og eru því ekki aðfluttir á sama hátt og afkom- endur evrópskra gyðinga. MeðHmir Shas-flokksins reka sérstaka skóla og vilja að bömin fái trúarlega upp- fræðslu. Deilt hefur verið um íjár- veitingar til þessara skóla innan rík- isstjórnarinnar. Yfirvöld menntamála á yfirráða- svæðum Palestínumanna hafa nú ákveðið að ísraelskar bókmenntir verði settar á námskrá palestínskra grannskóla. Ekki er þó víst að öll pal- estínsk böm verði látin lesa verk gyðingahöfunda þar sem hverjum skóla mun verða í sjálfsvald sett hvort hann kennir þau eða ekki. Mikilvægi „innri friðar“ í ísrael Rúmlega 900.000 arabar, kristnir menn og músUmar era ísraelskir rík- isborgarar og hafa búið innan landa- mæra ríkisins allt frá stofnun þess árið 1948. Aðeins hluti þeirra lítur á sig sem Palestínumenn. Sambúð gyð- inga og israelskra araba hefur löng- um verið stirð og hafa hinir síðar- nefndu ávallt talið sig vera annars flokks borgara í landinu. Margir telja að með því að jafna stöðu gyðinga og araba innan Israels stuðli ísraelsk stjórnvöld einnig að bættum sam- skiptum við Palestínumenn. Fyrir skömmu kvað hæstiréttur ísraels upp dóm í mjög umdeildu máli sem varðaði réttindi arabíska minnihlutans í landinu. Arabísk hjón sóttu um lóð til yfirvalda undh' hús- byggingu en var synjað vegna þess að þau vora arabar en ekki gyðingar. Hjónin kærðu úrskurðinn og gekk málið alla leið til hæstaréttar sem komst að sögulegri niðurstöðu. I Israel gildir sú skipan að allt land sem einstaklingar hafa ekki fest kaup á eða erft er í eigu ríkisins. Byggð í þorpinu Katzir, þar sem arabísku hjónin hugðust setjast að, hófst árið 1982 og hafði Gyðinglega stofnunin í Israel (JAFI) umsjón með úthlutun lóða fyrir hönd hins opinbera. Stofn- unin gegnir mjög sérstöku hlutverki í ísraelsku samfélagi og má teljast einsdæmi í heiminum. Hún hefur verið til frá árinu 1929 og er gjaman sögð hafa lagt granninn að stofnun Israelsríkis. Frá upphafi hefur Gyð- inglega stofnunin séð um að útvega gyðingum hvaðanæva að í heiminum land og lifibrauð í Israel. A síðustu fimmtíu árum hafa 2,7 milljónir gyð- inga flust til landsins fyrir tilstilli JAFI. Þar sem Gyðinglega stofnunin hef- ur það hlutverk að útvega gyðingum í ísrael jarðnæði gat hún ekki tekið umsókn arabísku hjónanna til greina og var henni því vísað frá. Hæstirétt- ur ísraels komst hins vegar að því að yfirvöldum væri óheimilt að mismuna þegnunum með þessum hætti. Einn- ig komst rétturinn að því að stjóm- völdum væri óheimilt að fela JAFI að úthluta landi þar sem ljóst væri að stofnunin úthlutaði einungis landi til gyðinga. Rökstuðningur réttarins þykir athyglisverður því leitast er við að sýna fram á að niðurstaðan leiði bæði af þeirri staðreynd að ísrael er gyðinglegt ríki og af þeirri forsendu að ríkið er byggt á grandvallarregl- um lýðræðis og mannréttinda. Urskurðurinn leiddi til harðra mótmæla af hálfu gyðinga í landinu. Málið hefur einnig vakið upp deilur um stjómskipun landsins og orðið til- efni umræðna um grandvöll og eðli lýðræðisins í Israel. „Ef rétturinn hefði tekið upp á því að haga sér svona fyrir fimmtíu áram væri Isra- elsríki ekki til,“ segir Benny Elon, einn fjögurra þingmanna Þjóðarein- ingarflokks ísraels (Halchud Ha- Leumi). „Það skýtur skökku við að ríkisvaldið skuli ekki mega láta Gyð- inglegu stofnuninni, sem í raun stofn- aði Israelsríki, eftir að úthluta landi. Fyrir aðeins nokkram vikum felldi þingið tillögu tveggja arabískra þing- manna um að ríkisvaldinu yrði óheimilt að fela JAFI að úthluta landi. Rétturinn hefur þar með tekið fram fyrir hendurnar á lýðræðislega kjörnum fulltrúum og það er óviðun- andi. Það má vel halda því fram að tími sé kominn til að afnema þá mis- munun sem felst í því að ríkisvaldið er gyðinglegt í Israel. En ákvörðunin á að vera í höndum Knesset.“ Efnahagslegt misgengi Því hefur verið haldið fram að sá mikli munur sem verið hefur á hag- þróun í Israel og á yfirráðasvæðum Palestínumanna síðustu ár sé alvar- legasta hindrunin fyrir framgangi friðarins. Mikið atvinnuleysi og kyrrstaða hefur einkennt atvinnulíf á hemumdu svæðunum undanfarin ár, meðan hagvöxtur hefur verið mjög mikill í Israel, að meðaltali 5-6% á ári síðan 1991. Vöxturinn hefur verið einna mestur í hátækni- og þekking- argreinum og hefur Israel þegar skipað sér á bekk með þeim löndum þar sem tölvu- og hugbúnaðarfyrir- tæki hafa dafnað hvað best í heimin- um. „Síðan Persaflóastríðinu lauk hafa auknar líkur á friði fyrir botni Mið- jarðarhafs meðal annars valdið því að auðveldara hefur orðið að laða áhættufjármagn til Israels. Við telj- um að riæsti Kísildalur heimsins verði í ísrael," segir David Assia, einn stofnenda og æðstu yfirmanna hugbúnaðarfyrirtækisins Magic. Magic var stofnað árið 1983 og hefur meðal annars sérhæft sig í hönnun hugbúnaðar fyrir netverslanir. Fyr- irtækið hefur vaxið mjög hratt, hefur nú um 700 starfsmenn á sínum snær- um og rekur dótturfyrirtæki í 14 löndum. Á síðustu áram hafa mörg öflug- ustu fjármála- og fjárfestingarfyrir- tæki heims lagt fé í uppbyggingu há- tækniiðnaðarins í Israel og flest stærstu tölvu- og hugbúnaðarfyrir- tæki heims hafa starfsstöðvar í land- inu. Listinn yfir nöfn fyrirtækjanna er langur. Meira en 100 ísraelsk há- tæknifyrirtæki era nú skráð í Nasd- aq-kauphölHnni og undanfarin ár hafa þessi fyrirtæki aflað jafnvirði hundraða milljarða íslenskra króna í opinberam hlutafjárútboðum í Bandaríkjunum. Á síðasta ári einu námu nýfjárfestingar í hátækmið- naði í ísrael jafnvirði tæplega 120 milljarða íslenskra króna og er Israel nú í hópi þeirra ríkja heims þar sem fjárfesting í hátæknigreinum er hvað mest. Það hlýtur að teljast athygUs- verður árangur, sérstaklega í ljósi þess að íbúar landsins era aðeins rétt rúmlega 6 milljónir. Að mati David Assia liggur skýr- ingin á hinum mikla uppgangi í ísra- elskum hátækniiðnaði einkum í því að í landinu er mikið af hæfu og vel menntuðu starfsfólki. Hann bendir einnig á þann frumkvöðlaanda sem einkennt hefur samfélagið frá upp- hafi. „Herinn hefur gegnt mikilvægu hlutverki í þessu sambandi. í fyrsta lagi er hann mjög öflugur og ver land okkar fyrir árás, sem vitanlega er framskilyrði þess að blómlegt at- vinnulíf geti þrifist. En annað og ekki síður mikilvægt hlutverk hersins hef- ur verið að fóstra tækniþekkingu og standa fyrir öflugu rannsókna- og þróunarstarfi í tengslum við hátækni í hemaði. Allir framkvæmdastjórar ísraelskra hátæknifyrirtækja sem náð hafa árangri á heimsvísu, ég þar með tafinn, störfuðu áður við hátækni innan hersins." Annað atriði sem Assia nefnir sér- staklega er mikið framboð af sér- fræðingum á sviði tækni og vísinda. „Margir hafa undrast það að á göng- um ísraelskra hátæknifyrirtækja heyrist fólk gjarnan tala saman á rússnesku. Rússneskir innflytjendur sem hingað hafa komið síðan Sovét- ríkin liðu undii' lok era margir mjög vel menntaðir og hafa fundið sér far- veg innan hátæknifyrirtækjanna." Eina færa leiðin Sá uppgangur sem „nýja hagkerf- ið“ hefur skapað í Israel er í hrópandi mótsögn við það ástand sem ríkir í efnahags- og atvinnumálum á yfir- ráðasvæðum Palestínumanna. I síð- ustu viku birti Alþjóðavinnumála- stofnunin (ILO) upplýsingar um vinnumarkað á Vesturbakkanum og á Gaza-svæðinu þar sem fram kemur að flest fyrii'tækin era lítil fjölskyldu- fyrirtæki í hefðbundnum iðnaði eða þjónustu. Bæði framleiðni og gæði vöra og þjónustu era slök miðað við ísraelsk fyrirtæki. Opinbert atvinnu- leysi er 10% á Vesturbakkanum en yfir 16% á Gaza-svæðinu. Nokkur hátækniiyrirtæki í ísrael hafa nú stofnað til samstarfs við aðila á yfirráðasvæðum Palestínumanna. David Assia segir að þegar hafi verið hrint af stokkunum áætlunum um samvinnu palestínskra og ísraelskra fyrirtækja á sviði hugbúnaðarþróun- ar. Magic á einnig í samstarfi við fyr- irtæki í nágrannalöndum ísraels, jafnvel í ríkjum þar sem valdhafar líta á Israel sem svarinn óvin. „Við lítum svo á að besta leiðin til að koma á friði milli fólks liggi gegnum við- skiptin,“ segir Assia. Friðarferli Israela og Palestínu- manna er nú að nálgast lokaáfanga sinn þótt e.t.v. séu erfiðustu deilu- málin enn óleyst. Yasser Arafat, óskoraður leiðtogi Palestínumanna, hefur ítrekað lýst því yfir að Palest- ínuriki verði formlega stofnað um miðjan september næstkomandi, hvort sem endanlegt friðarsam- komulag verður í höfn eða ekki. Flest bendir til þess að langur tími muni líða áður en grær um heilt milli ná- grannaþjóða á svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Sumir eru jafnvel þeirrar skoðunar að aldrei takist að stilla til friðar milli Israela og Palest- ínumanna. Og meðan David Assia og aðrir þeir sem trúa á mátt viðskipt- anna vinna að því að rífa niður girð- ingar milli fólks reisa gyðingaland- nemar í Kfar Ezion nýjar girðingar milli sín og Palestínumanna. „Friðar- ferlið er stundum eins og að taka eitt skref fram á við og svo tvö skref aftur á bak,“ segir gamalreyndur embætt- ismaður í ísraelsku utanríkisþjónust- unni. „Við vitum hvorki hvaða árang- ur hlýst af þessu öllu saman né heldur hvenær hann kemur í ljós. En við verðum að halda áfram að reyna að feta veg friðarins. Það er einfald- lega engin önnur leið fær.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.