Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Bósi Ijósár og hin leikföngin leggja í björgunarleióangur til að frelsa Vidda. Fýlu-Pésa túlkar dr. Frasier Crane og Harald G. Haralds á íslensku.
að verða stofnanalegt."
Þetta kallar á spurningu: Ætli til-
koma íslenskrar erfðagreiningar
hafi orðið til þess að hann og fjöl-
skyldan skiluðu sér heim núna eftir
17 ár í Bandaríkjunum? Skeggi hik-
ar aðeins og segir svo: Já, ég held að
ég megi segja að það hafi ráðið úr-
slitum. Þó held ég að varla hafi liðið
sá dagur að maður hafi ekki hugsað
heim. En það var ekkert grín að yf-
irgefa Pixar, sem er upprennandi
fyrirtæki og algerlega veröld út af
fyrir sig, eins og öll góð fyrirtæki
eiga að vera. Þar er mjög gott um-
hverfi og afbragðsfólk að vinna með.
Kannski maður eigi að segja að það-
sé heimþráin eða þjóðarrembingur-
inn sem réð þvi að maður vildi koma
heim,“ svarar hann og bætir við að
bömin hafi líka haft sitt að segja.
Böm þeirra Skeggja og Elvu konu
hans em þrjú, elst Patricia Anna 13
ára, Hanna Soffía og Ivar Þormar.
Dóttir hans er Fríður Skeggjadótt-
ir, 18 ára menntaskólanemi.
Þetta hljóta samt að vera mikil
umskipti, að fara úr því að vinna
brúðumyndir yfir í genarýni. Ekki
tekur Skeggi undir það. Þetta sé
ekki svo ólíkt, sömu aðferðum beitt.
Allt séu það útreikningar. Hjá ís-
lenskri erfðagreiningu vinnur hann
við hugbúnað og segir að hugbúnað-
argerð sé alltaf hugbúnaðargerð.
Vandamálin svipuð. Hann kveðst
núna vera að vinna í gagnagrunns-
deildinni, að hugsa um tæknilega
uppbyggingu og úrvinnslutækni og
ekki síst öryggið. Það sé gegnum-
gangandi þráður þar á bæ. Þetta
Söguhetjan Viddi lendir í hættum og huglægum vanda í Leikfangasögu.
kann að líta ólíkt út, en þegar upp er
staðið þá er það spurning um að-
ferðir, segir hann.
Að baki liggur stærðfræði. Við-
fangsefnið skipti auðvitað máli, en
hann er að byggja upp gagnagrunna
og verklýsingatækni og aðferðir til
úrvinnslu. „Islensk erfðagreining er
upplýsingafyrirtæki á líftæknisviði.
Þetta er mjög spennandi fyrirtæki
og ég lít á tilkomu þess sem atvinnu-
byltingu á íslandi. Að við séum
núna að gera eitthvað úr allri þess-
ari menntun, öllu þessu fólki sem
hefur verið vel menntað og farið út
um allan heim í góða háskóla og
mynda úr því verðmæti.
Og í þessu tilfelli vonandi veru-
lega fjármuni. Það skiptir sköpum
fyrir íslenskt þjóðfélag að eiga fyr-
irtæki, sem eru á allan hátt alþjóð-
legt afl sem fyrirtæki, bæði í starf-
semi sinni og fjárhagslega. Það er
mjög spennandi og mjög mikilvægt
að vel takist til.“
Skeggi talar um að við séum nú að
uppskera ílagða menntun.Veiki
hlekkurinn hjá okkur virðist þó vera
lítil stærðfræði gegn um allt skóla-
kerfið og skortur á stærðfræðikenn-
urum á öllum stigum. Eftir þann
formála er borið undir hann að varla
verði unnið við alla þessa nýju tækni
án stærðfræði, eða hvað? Skeggi
tekur undir það. Kveðst sjá á dætr-
um sínum að í raungreinum séu
skólarnir hér a.m.k. tveimur árum á
eftir miðað við þar sem þau voru.
Bandaríkjamenn líti samt ekki á sig
sem forustusauði í raungreina-
menntun og hafi sjálfir miklar
EFTIR að altölvumyndin Toy
Story 1 hlaut lof, verðlaun og
mctvinsældir víðs vegar um
heim sendir framleiðandinn, Pix-
ar- og Walt Disney-fyrirtækið,
nú frá sér mynd númer 2 með
sömu tækni og sömu persónum.
Nú er kúrekinn Viddi skilinn
eftir heima vegna slitins hand-
leggs þegar drengurinn Andy,
eigandi hans, fer í sumarbúðir.
Lcikföng eru lcikföng þar til
eigandinn er víðs fjarri, þá lifna
persúnurnar. Atburðarásin tekur
að æsast þegar Alli ieikfangasali
nemur Vidda á brott, í leik-
fangafyrirtæki sitt. Þar upp-
götvar hann að hann er frægur
safngripur frá því hann var
sjónvarpsstjarna um 1950 og
þarna hittir hann fyrir vini sína
og samstarfsfólk úr sjónvarps-
þáttunum. Gróðapungurinn Alli
ætlar að selja þau öll á safn í
Japan. En leikFóngin hans And-
ys, líka vinir hans, leggja í
hættulegan leiðangur til að
frelsa hann. Og þarna kemur
fram hin heimspekilega siðfræði,
sem er undirliggjandi þáttur í
þessari lymskulega samofnu
sögu. Hún er um tryggðina. Á
Viddi að vera glaður að vera
kominn í sinn eigin gamla hóp?
Hvort er betra að vera frægur
sýningargripur í glerbúri á fínu
safni eða gleðja drenginn Andy,
þótt Viddi viti að hann muni
vaxa upp úr leikföngum sinum
og hann þá „settur á hilluna“.
Þetta er margslungin saga og
fyrir alla Ijölskylduna, upplögð
til að fara að sjá með börnunum,
enda ekkert ofbeldi eða skothríð
Leikföng fyrir alla
Sagan af leikföng-
unum Toy Story 2
er víðfræg altölvu-
mynd, í sumum
bíósýningum ítúlk-
un íslenskra leik-
ara. Frá sérstööu
hennar segirí með-
fylgjandi grein.
Hvísli kemur að gagni. Þórhallur Sigurðsson Ijær honum íslenska rodd
hjá þessum kúreka. í þessar
myndir hefur verið mikið lagt,
bæði við gerð þeirra eins og sjá
má á viðtali við Skeggja Þormar
hér á siðunni, svo og við túlkun-
ina yfir á íslensku hér heima. I
ensku talútgáfunni eru margir
frægir leikarar og söngvarar
svo sem Tom Hanks, sem er
Viddi. Líklega er okkur hér
kunnastur dr. Frasier Crane,
sem talar fyrir munn nöldur-
seggsins Fýlu Pésa. Allir sömu
leikarar túlka sína brúðu frá
fyrri myndinni.
Á fslenskunni er Felix Bergs-
son í hlutverki Vidda og við
Grami tekur þar Harald G. Har-
alds. Þarna lesa inn 19 íslenskir
leikarar fyrir utan aukaraddir
undir stjórn Júlíusar Agnarsson-
ar og söngstjóni Vilhjálms Guð-
jónssonar, en þýðinguna á texta
og lögum gerði Ágúst Guð-
mundsson. í öðrum íslenskum
hlutverkum eru Magnús Jónsson
sem Bósi Ljósár, Ragnheiður El-
ín Gunnarsdóttir sem Dísa kær-
asta Vidda, Arnar Jónsson er
Kartöfluhausinn, Steinn Ármann
Magnússon Slinkur, Hjálmar
Hjálmarsson Rex-Rex, Karl
Ágúst Úlfsson Hammi og Sigrún
Edda Björnsdóttir Bóthildur. Þá
ljær Grímur Gíslason Adda rödd
sína og Inga María Valdimars-
dóttir Mömmu Adda, en Ragn-
heiður Steindórsdóttir er Frú
Kartöfluhaus, Björn Ingi Hilm-
arsson Liðþjálfinn, Ester Talía
Casey er Barbf, Róbert Arn-
finnsson Hreinsarinn, Þórhallur
Sigurðsson Hvísla og Zugur.
Þarna cr inikið leikaraval eins
og í upprunamyndinni cnsku. En
Stuðkórinn, Selrna Björnsdóttir,
Ragnar Bjarnason og Felix
Bergsson, flytja hugljúfu söng-
lögin, sem mörg eru þekkt úr
ensku útgáfunni. Islensk talsetn-
ing vann íslenska talið. En Disn-
ey-fyrirtækið er með puttana í
þessu og gerir strangar kröfur.
Vísast er það ástæða þess að
myndin er auglýst undir upp-
runalega nafninu á ensku, Toy
Story 2.
Leikstjóri þessara mynda og
jafnframt varaforseti Pixars er
John Lasseter, sem hlaut fyrir
þetta sérstaka framlag Academy
Award. Hann hefur leikstýrt öll-
um Pixar-tölvumyndunum og
verið bæði tækileg og stjórnun-
arleg drifQöður þeirra, eins og
Skeggi Þormar stærðfræðingur
orðar það.
„Jolin hefur það líka í sér að
hafa lag á fólki og ná þvf besta
út úr því, sem er gffurlega mik-
ilvægt þegar verið er að púsla
sainan svona smíði,“ segir
Skeggi og talar af eigin reynslu.
„Til þess þarf mikið af ffnum
græjum og margvfslegan mann-
skap. Myndin tók íjögur ár, sem
er a;ði langur tími, jafnlangur
og maður var í mcnntaskóla.
Þetta er því ekki sprctthlaup
hcldur langhlaup og þarf að
gæta þess að enginn gefíst upp á
leiðinni og heltist úr lestinni.
Það hefur John tekist með af-
brigðum, auk þess að hafa góð-
an skilning á því hvernig sögur
eiga að vera, hvernig að setja
þær fram og góðan listrænan
skilning á því hvað fólk vill sjá.
Ekki hefur John síður skilning á
pcrsónum, sem er auðvitað núm-
er eitt. Að geta tekið leikföng
og búið til úr þeim persónur,
sem eru svo manneskjulegar.
Það er snilli."