Morgunblaðið - 02.04.2000, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 02.04.2000, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 25 Viddi hittir Dísu, ástina sína frá því hann var fræg sjónvarpstjarna, Bósi Ijósár hittir fríóa Mackintosh-mey. áhyggjur af því. „Ég held að há- tækni í framtíðinni og upplýsinga- tækni til dæmis verði í sjálfu sér minna fólgin í að kunna forritunina sem slíka. Það verði í raun meira um að þurfa vísinda- og stærðfræði- þekkingu. Þetta verði einfaldlega þannig að almennt læri fólk forrit- unarmál og tölvan virkar. Eftir er þá að skilja undirliggjandi vanda- málið á abstrakt hátt og til þess að geta það þarf náttúrlega þekkingu á vandamálinu sem slíku - ekki tölv- unni. Það er vandamálið sem þarf að leysa og til þess þarf viðeigandi bakgrunn, sem getur verið misjafn. Þá kemur stærðfræði að góðum not- um, því hún auðveldar manni að gera abstraksjónir á vandamálinu. Ég held að hlutirnir eigi eftir að þróast þannig að tölvunarfræðingar munu færast meira í þá átt að læra stærðfræði eða einhverja vísinda- grein til þess að geta fengist við vandamálin sem slík. En ekki að vera alltaf að vasast í tölvunni. Til að láta tölvuna vinna á ekki að þurfa að vita alltof mikið um innviði hennar. Þetta á að vera nán- ast eins og svart box, sem þú spyrð á forritunarmálinu og hún svarar einfaldlega. I grundvallaratriðum er þetta sú stefna sem þarf að taka til að ná góðum árangri í upplýs- ingatækni." Um raungreinamennt- unina svaraði Skeggi einfaldlega að fyrst og fremst þyrfti að hafa áhyggjur af henni. Fyrsta skrefið sé auðvitað að bæði einstaklingarnir og þjóðfélagið í heild sinni sé með- vitað um þetta. Geri sér líka grein fyrir hve menntun hefur mikið mannbætandi gildi, sem kannski skiptir mestu máli þegar upp er staðið. Þó fram hjá því sé litið þá verði þjóðfélagið að gera sér grein fyrir því að menntunin á unga fólk- inu er það sem mun standa undir hagkerfunum. „í sjálfu sér held ég að það hafi verið alveg þokkalegt ástand hér. Við höfum náð því að mennta fólk ágætlega og að senda það út í góða háskóla erlendis, sem ég held að sé mjög snjallt að gera. Síðan er auð- vitað málið að fá nægilega margt af þessu fólki heim og blanda því aftur í hópinn. Það þarf að leggja kapp á að viðhalda þessu. Við höfum merki- lega uppbyggingu á menntun, sem kemur mjög víða að. En í tölvunar- fræði mun í framtíðinni ekki duga nein skemmri skírn, að ætla sér að fara í stutt nám og svo í hálaunað starf. Ég held að við verðum að koma því hugarfari inn hjá ungu fólki að það er mikils virði að vera í skóla og læra aðra hluti. Þegar kemur raunverulega að því að byggja upp upplýsingatækni þá er það ekki að kunna á tölvuna, heldur að kunna að leysa undirliggjandi vandamál. Þetta eru ekki allt pen- ingar. Ég held að verði líka að ýta undir það hugarfar að menntun sé mannbætandi. Ekki eingöngu til að fá einhvers staðar há laun um leið og maður er útskrifaður úr skóla. Þetta er langtímamarkmið, lang- tímafjárfesting." Við ræðum áfram um þá gífurlegu þróun sem er í for- ritun og upplýsingatækni. Því skipti meiru að kunna að leysa vandamálin á abstrakt hátt en að kunna á tölv- urnar. Tölvur séu í sjálfu sér mjög ófullkomnar í dag og ekkert merki- leg tæki. Bæði þær og alla aðferða- fræðina eigi eftir að endurbæta mikið. 400 MHz PowerPC G3 örgjörvi Airport hæf Staðfært MacOS 9.0 stýrikerfi 15,1" skjár USB tengi Apple Works á íslensku, „með 64 Mb vinnsluminni Innbyggðir Harman Kardon öllu“, ritvinnsla, töflureiknir, 10 Gb harðdiskur stereo hátalarar teikniforrit, málun og 2 Firewire tengi DVD drif gagnagrunnsforrit. FaxSTF, 512 L2 flýtiminni ATi RAGG 128 VR 2D/3D 8 Mb skjáfax, Bugdom leikur, Acrobat 56 K mótald grafískt hröðunarkort með Reader, alfræðiorðabók, vafri, 10/100 Ethernettengi SDRAM minni AGP 2X stuðning tölvupóstur o.fl. Ekkert mál að kiippa heimamyndböndin með iMac DV ACO • Skipholti 21 • Simi 530 1800 ■ Fax 530 1801 www.apple.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.