Morgunblaðið - 02.04.2000, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 31
„Norðmenn líta á það sem fjárfest-
ingu að kaupa listaverk. 99% söl-
unnar heima eru til gjafa. 95% allra
viðskipta hér er sala á verkum sem
fólk kaupir fyrir sjálft sig. Þess
vegna fær maður meiri viðbrögð frá
viðskiptavinunum hér en heima.“
þegar við veljum okkur samstarfs-
fólk því það felst svo mikil vinna í
þessu,“ segir Ása María. „Svo er
bara einfaldlega ekki hægt að sinna
öllum óskum.“
Flestir kaupa fyrir
sjálfa sig
IS kunst var strax vel tekið af
Norðmönnum. „íslenskir listamenn
spurðu mig í byrjun hvort það
þýddi eitthvað að reyna að selja
Norðmönnum íslenska list,“ segir
Ása María. „Ósló er hins vegar
ekki lengur sveitaþorp. Hérna er
mikill hraði og spenna og fólk hefur
áhuga á að skapa sér nýjan lífsstíl.
Við fáum margt fólk á aldrinum 25-
35 ára til okkar, sem er að leita.
Það kaupir sér stór málverk. Það
skiptir það engu máli að verkið er
íslenskt, það er frekar kostur. Það
vill bara fá alvöru myndlist, ekki
eftirprentanir.“
Markaðurinn í Noregi er tölu-
vert ólíkur því sem Islendingar
eiga að venjast, að sögn Ásu Maríu.
Þar í landi þykir það t.d. sjálfsagt
að kaupandi bíði í nokkrar vikur
eftir að fá húsgögn sem hann kaup-
ir afgreidd, sem segir sína sögu um
viðskiptahætti þeirra.
„Norðmenn eiga fyrir listaverk-
um sem þeir kaupa. Þeir líta á það
sem fjárfestingu að kaupa lista-
verk. 99% sölunnar heima er til
gjafa. 95% allra viðskipta hér er
sala á verkum sem fólk kaupir fyrir
sjálft sig. Þess vegna fær maður
meiri viðbrögð frá viðskiptavinun-
um hér en heima. Maður veit að
málverk sem er keypt, er málverk
sem kaupandanum líkar. Maður
getur ekki verið viss um að svo sé
heima. Hér er mikið keypt í janúar
og febrúar þegar allt er dautt
heima. Hefðin fyrir myndlist er
ríkari hér en heima en þar er meiri
breidd í myndlistarsköpun og allt
er leyfilegt. Verð á myndlist er
hærra hér en á Islandi en hér er
erfiðara að koma óþekktur inn á
markaðinn," segir Ása María.
„Þannig er verðlagið kannski rétt-
látara hér.“
Ása María og Guðsteinn hafa
hingað til ekki notið neinna styrkja
við að koma fyrirtæki sínu á fót
heldur treyst á sig sjálf, atorku
sína og hugmyndaauðgi. „Norð-
menn hefðu ekki farið út í svona
rekstur nema með styrkjum," svar-
ar hún aðspurð. Eftir að þau fengu
hugmyndina að versluninni með
fatnað eftir íslenska hönnuði hefur
Utflutningsráð aftur á móti sýnt
áhuga á að styrkja framtakið m.a.
með gerð bæklinga til að kynna ís-
lenska hönnun.
Kennum börnunum
að horfa á
„Við höfum verið að skapa okkar
eigin stíl hér með óheftu og óþving-
uðu andrúmslofti," segir Ása Mar-
ía. Glöggt má sjá á vinsældum stað-
arins, ekki síst um helgar, að það
hefur tekist. „Hér er reyklaust og
vínlaust og þess vegna finnst fólki
gott að koma hingað.“ Ása María
segist hafa fylgst með og talið þá
gesti sem sótt hafa IS kunst frá
áramótum og er niðurstaða hennar
sú að um hverja helgi taki á þeim
hús um 400 manns.
Börn eru afar velkomin í IS
kunst, um það eru hjónin sammála,
enda finnst þeim nauðsynlegt að
þau læri að umgangast list. Þótt
margir brothættir listmunir sé í
galleríinu segjast þau engar
áhyggjur hafa, „Það eru foreldr-
arnir, ekki börnin, sem eru vanda-
málið,“ segir Guðsteinn hlægjandi.
„Við kennum börnunum að listin sé
til að horfa á,“ bætir Ása María við
og útskýrir að börnin verði hrædd
þegar þau skynja að foreldrarnir
hafa áhyggjur af að eitthvað brotni
eða skemmist. „Ef foreldri hleypur
af stað á eftir barni sínu, þá hlaup-
um við af stað,“ segir hún.
2-3 fermingarveislur
þrisvar í viku
Á kaffihúsinu í IS kunst er boðið
upp á kaffi frá Kaffitári og tertur
og bökur sem Ása María og Guð-
steinn baka sjálf. Hafa þau m.a.
verið beðin um að gefa uppskriftir í
bók sem norskt vikurit hefur hug á
að gefa út. Um tíma bakaði Ása
María kökur fyrir eigendur kaffi-
húss í miðborg Óslóar en nú lætur
hún sér nægja sitt eigið kaffihús
fyrir utan hvað þau hjón hafa sam-
þykkt að búa til bláberjaostakökur
fyrir norsk hjón sem reka kaffihús
í Eidsvoll, skammt utan við Ósló.
„Ég vil ekki gefa þeim uppskriftina
en þau eru svo hrifin af þessari
köku að þau koma stundum sér-
staklega hennar vegna,“ segir Ása
María. „Salan hefur aukist mjög
frá áramótum. Við bökum þrisvar í
viku þegar mest er og bökum í 2-3
fermingarveislur í einu,“ segja þau
hjónin og finnst það ekki tiltöku-
mál.
IS kunst er opið frá 11-18 alla
daga. Vinnudagur þeirra hjóna er
oftast mun lengri enda að mörgu að
hyggja. „Þetta er eins og ungbarn,"
segir hún, „og þarf stöðugt eftirlit.“
Þau hafa nokkrar íslenskar að-
stoðarkonur í hlutastörfum sem
ýmist eru í skóla í borginni eða
stunda önnur störf með. En þótt IS
kunst sé eins íslenskt og vera má
„er bannað að tala íslensku á bak
við afgreiðsluborðið þegar við-
skiptavinir heyra til,“ segir Ása
María og brosir til einnar af hjálp-
arhellunum, sem mætt er til vinnu í
IS kunst eftir erilsaman vinnudag á
leikskóla annars staðar í borginni.
Sú er Iris Hrönn Einarsdóttir, vin-
kona írisar Óskar dóttur Ásu
Maríu og Guðsteins, og er ekki
nema rúmur mánuður frá því hún
flutti frá íslandi. „Norðmenn
myndu segja að hún væri „erstatn-
ing til den andre Iris,“ spaugar Ása
María og snarar setningunni yfir á
íslensku: „hún kemur í stað hinnar
Irisar.“
Með glampa í augum
Þeim hjónum þykir gott að búa í
Noregi. Þau segja að fjölmargir
Norðmenn hafi látið komu sína í IS
kunst verða þeim hvatning til að
fara í heimsókn til Islands. „Þeir
koma svo hingað aftur með glampa
í augunum. Það er sama hvað er, ég
upplifi bara aðdáun Norðmanna.
Ég er sannfærð um að þetta hefði
ekki gengið svona vel ef við hefðum
valið aðra borg. Það er sérstaklega
vegna áhuga Norðmanna á íslandi.
Norðmenn vita mjög mikið um Is-
land og upplýsingarnar sem þeir
hafa um landið eru ótrúlega réttar.
Það er stórkostlegt að vera Islend-
ingur hér.“
Því er við þetta að bæta að tísku-
sýningin sem visað var til í upphafi
hefur farið fram og heppnaðist vel,
að sögn Ásu Maríu.
Dökkhærða stúlkan sýndi ís-
lenskan fatnað eins og til stóð og
gekk það með svo miklum sóma að
ljósmyndari sem þar var staddur
bauð henni að gerast ljósmyndafyr-
irsæta fyrir sig.
Skráning í sumarbúðirnar
Vatnaskógi hefst miðvikudaginn
5. apríl kl. 8:00 í húsi KFUM og KFUK við
Holtaveg. Einnig er tekið við
skráningum í síma 588-8899
Flokkaskrá Vatnaskógar
sumarið 2000
jkkur Tímabil Aldur Dagar Verð
l.fl. 31. maí - 7. júní 9-11 ára ('89 -’91) 7 dagar 17.500
2.fl. 7. júní -14. júní 9 -10 ára C90-’91) 7 dagar 17.500
3.fl. 14. júní - 22. júní 10-11 ára (’89 -’90) 8 dagar 19.800
4.fl. 22. júní - 30. júní 10 -12 ára (’88 -’90) 8 dagar 19.800
5.fl. 3. júlí -11. júlí 10 -13 ára ('87 '90) 8 dagar 19.800
6.fl. 11. júll -18. júlí 10-12 ára ('88 -'90) 7 dagar 17.500
7.fl. 18. júlí -26. júlí 10-12 ára ('88 -’90) 8 dagar 19.800
8.fl* 26. júlí - 3. ágúst 12-14 ára ('86 -’88) 8 dagar 19.800
dudagar 4. ágúst - 7. ágúst Fjölskylduhátið 3 dagar
9.fl* 8. ágúst -16. ágúst 14 -17 ára (’83-'86) 8 dagar 19.800
10.fl 16. ágúst - 24. ágúst 10 -13 ára ('87 -’90) 8 dagar 19.800
11.fl* 24. ágúst - 31. ágúst 9 -12 ára ('88 -'91) 7 dagar 17.500
12.fl 1. sept. - 3. sept 7 - 99 ára Feðgah. 2 dagar 4.900
13.fl 8. sept. -10. sept. 7 - 99 ára Feðgah. 2 dagar 4.900
14.fl 15. sept. -17. sept. 17 - 99 ára Heilsud. karla 2 dagar 2.900
KFUM
^yKFUK
Frísk félög
fyrir hrcssa krakka!
Skýringar:
8. flokkur er ævintýraflokkur,
9. flokkur er unglingaflokkur fyrir bæði pilta og stúlkur,
11. flokkur er íþróttaflokkur.
Rútur: Kr. 1000,- bætist við dvalargjaldið.
Fjöldi: í hvern flokk komast 95 þátttakendur.
Skráning: Hefst 5. apríl kl. 8:00 á skrifstofu KFUM og KFUK
Kaffisala Skógarmanna verður sunnudaginn 14. maí í húsi KFUM og KFUK
við Holtaveg og hefst kl. 14:00.
Skráning í sumarbúðirnar Vindáshlíð hefst föstudaginn 7. apríl og í
sumarbúðirnar Kaldárseli, Ölveri og Hólavatni mánudaginn 10. apríl kl. 8.
Flokkaskrár sumararins að finna á bls. 629 í textavarpi sjónvarpsins
og á heimasíðu KFUM og KFUK www.kfum.is.
WWW.KTUm.IS.