Morgunblaðið - 02.04.2000, Page 56

Morgunblaðið - 02.04.2000, Page 56
56 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Er Lions tækifæri fyrir þig? Kynningarfundur 4. aprfl á Hótel Esju Kynningin hefst kl. 20:00. Allir velkomnir. Kaffi og meðlæti Lions er fyrir alla aldurshópa, karla og konur um allt land. Lions gefur einstaklingum tækifæri til þess að láta gott af sér leiða í góðum félagsskap Lions þróar og þroskar einstaklinga á margvíslegan hátt Lions leggur áherslu á þátttöku fjölskyldunnar Lions er stærsta þjónustuhreyfíng heims með 1,4 milljón félaga í flestum þjóðlöndum Eftir fundinn verður áhugasömum boðin þátttaka í Lions Einnig má hafa samband við skrifstofu okkar. Lionshreyfíngin á íslandi Sóltúni 20 - sími: 561 3122 www.lions.is ____________FÓLK í FRÉTTUM_____ Frá Lengjufífli til Landkrabba Við kynntumst Kjartani Guðjónssyni sem Lengjusjúklingnum ólæknandi og síðan hefur hann komið víða við. Nú leikur hann í sínu fyrsta aðalhlutverki hjá Þjóð- leikhúsinu í Landkrabb- anum og ræðir af þvi til- efni við Skarphéðin Guðmundsson um þann draum sinn og aðra. ÁRÍÐANDI FUNDUR FORELDRAR, ÖMMUR og AFAR í REYKJAVÍK. Hvemig tryggjum við bömunum okkar bestu kennara sem völ er á? SAMFOK boðar til fundar í Réttarholtsskóla, mánudaginn 3. apríl kl. 20:00-22:00. Framsögu hafa: Bergþór Þormóðsson, foreldri, Helgi , Hjörvar, forseti borgarstjómar, Finnbogi Sigurðsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs, og Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla íslands. Foreldrar, afar, ömmur og aðrir, sem málið varðar! Við hvetjum ykkur til að fjölmenna á fundinn, fræðast en jafnframt nota tækifærið og koma sjónarmiðum ykkar á framfæri. Samband foreldrafélaga og foreldraráða í skólum Reykjavíkur á grunnskólastigi, Laugavegi 7, 101 Reykjavík • Sími 562 7720 • Bréfasími 5522721 2? Netfang:samfok@mmedia.is TÍMASKYNIÐ getur oft verið ansi brenglað hjá manni. Eftir því sem dagarnir færast yfír virðast þeir t.a.m. sífellt styttri. Þótt gamla góða tímanum liggi svo sem ekkert á, hann lalli hægt áfram í makindum sínum þá hefur hugurinn enga þolinmæði íyr- ir slíkt hangs og anar sýknt og hei- lagt fram úr. Fyrir suma er það því alveg óhugsandi að Með allt á hreinu nálgist óðfluga tuttugu ára afmæli sitt. Aðrir eiga bágt með að sætta sig við að heil tíu ár séu liðin frá því Sigga Beinteins og Grétar Örvars bræddu hjörtu Evrópubúa með skagfirsku sveiflunni „Eitt lag enn“. Það er líka staðreynd tímans að einungis fimm ár eru liðin síðan leikarinn Kjartan Guðjónsson kom fyrst fram á sjónarsviðið, fimm ár síðan hann brautskráðist frá Leik- listarskóla íslands. Síðan hefur hann haft svo mikið að gera, komið svo víða við að það er einhvern veginn eins og hann hafi aldrei verið annars staðar enn í sviðsljósinu; „tippandi“ á enska boltann, malandi í síma, sprellandi í skaupi eða spinnandi bull af fingrum fram í keppni um gosdrykkjarbikar. Ferillinn á leið til fjandans „Hlutverk mitt í Landkrabbanum er fyrsta aðalhlutverkið hjá Þjóð- leikhúsinu. Síðan ég útskrifaðist hef ég haft nóg að gera og þar að auki verið afar heppinn með þau verkefni Til leigu Skúlagata 51 i CED EH3 DŒ] m nm ffl rrn oed mr I... L.i-1 'I; I l l I r Li [ mm EH3 EBD H B m ŒD > Til leigu vel staðsett verslunar-, skrifstofu- eða þjónustuhúsnæði, alls 2.636 fm. 30 malbikuð bílastæði. Gert er ráð fyrir að klæða húsið að utan með álklæðningu. Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll, símar 562 3585 og 892 0160 sem ég hef fengið. Ég hlaut fast- ráðningu hjá Borgarleikhúsinu strax ári eftir að ég útskrifaðist en líkaði ekki veran þar og sagði starfinu lausu eftir tvö ár.“ Hvers vegna, voru verkefnin ekki nægilega spennandi? „Nei. Mér fannst ég ekki heldur vera nægilega vel nýttur. Fékk á til- finninguna að ferillinn væri á hraðri leið til fjandans. Því flutti ég mig yfir í Þjóðleikhúsið og hef fengið nóg af spennandi tækifærum þar.“ Þú ert þó ekki fastráðinn þar? „Nei. Slík ráðagerð virðist reynd- ar falla betur og betur að þörfum leikara. Margir kjósa það hreinlega frekar að vera lausir allra mála því þannig má hafa meiri áhrif á verk- efnavalið og ekki þörf á að biðja um leyfi til þess að taka að sér verkefni hjá öðrum leikhúsum. Ég hef all- avega haft nóg að gera sem lausráð- inn, sérstaklega tvö síðustu árin. Ég tók saman að gamni mínu um daginn að síðan ég útskrifaðist hef ég leikið í um sex hundruð sýningum, sem er bara dágott.“ í löggu og bófa í stúdentsprófunum Hvaðan kemur leikhúsáhuginn ? „Ég veit það ekki. Ámi Pétur bróðir minn er leikari og móðir mín lék í Stúdentaleikhúsinu þegar hún var ung. Ég er þó ekkert viss um að áhuginn sé kominn frá fjölskyldunni og ætlaði mér meira að segja aldrei að verða leikari heldur auglýsinga- sálfræðingur eða hótelstjóri. Svo tók ég þátt í Herranótt Menntaskólans í Reykjavík og þá má segja að ég hafi uppgötvað að ég kynni eitthvað fyrir mér.“ Sýndirðu þá engin merki þess þegarþú varstyngri að þú ættireft- ir að leggja leiklistina fyrir þig? „Jú, þau komu kannski fyrst fram er ég átti að vera farinn að mannast eitthvað og þroskast. Þá var ég nefnilega enn að leika mér í jöggu og bófa, svona á þróaðra stigi. Ég man t.d. að þegar ég var í stúdentspróf- inu setti ég stundum á svið nokkurs konar sálfræðiyfirheyrslu um miðjar nætm- inni í eldhúsi hjá mömmu og pabba. Þau hafa þvi eflaust talið mig misþroska." Þú hefurþá fundiðþér starfgrein sem gerir þér kleift að halda áfram aðleikaþér? „ Já, það er einmitt einn kosturinn við að vera leikari. Að fá borgað fyrir að leika sér í löggu og bófa.“ Of kokhraustur fyrir leiklistina Þú fórst þó ekki beint út íleiklist- ina að loknu menntaskólanámi? „Nei, ég skellti mér frekar út á vinnumarkaðinn í nokkur ár og lét síðan gamlan draum rætast og fór í leiklistarskóla í New York en fékk ansi lítið út úr því námi. Eftir að heim kom vann ég í eitt ár til en ákv- að síðan loksins að láta slag standa og fara í inntökuprófið alræmda og stóðst það í fyrstu tilraun.“ Varstu ekki tilbúinn fyrr? „Ég var eiginlega of tilbúinn. Mér hafði gengið svo vel í Herranótt að ég var hreinlega farinn að líta of stórt á mig. Ég var ekkert að velta íyrir mér hvort ég kæmist inn held- ur miklu frekar hvort ég ætti að nenna! Ég afréð því að ég þyrfti ágætis spark í rassinn." Við hvað starfaðir þú áður en leiklistin tók völdin? „Ég vann aðallega sem þjónn og sölumaður og hafði mjög gaman af hvoru tveggja. í New York þjónaði ég m.a. á veitingastað í eigu tékkn- esku mafíunnar. Sölumennskuna stundaði ég hinsvegar hér heima þegar farandsöluæðið gekk yfir fyrir allnokkrum árum. Það var svo gróðavænlegt að helst mætti líkja við ævintýri verðbréfadrengjanna í dag. Fyrst seldi ég bækur en svo sló ég sjálfum mér algjörlega við þegar ég þvældist austur á firði með fullan bílinn af myndbandsupptökuvélum og seldi beint í hús.“ Varstu góður sölumaður? „ Já, ég græddi allavega á tá og fingri.“ Þú varst náttúrlega bara að leika þjón og sölumann, ekki svo? „Jú, nákvæmlega. Ég setti mig alltaf í ákveðnar stellingar og fyrir vikið varð starfið mun skemmti- legra.“ Fullsaddur af spunanum Við kynntumt þérfyrst ígegnum auglýsingarnar? „ Já, já, fólk þekkti mig náttúrlega fyrst sem Lengjufiflið.“ Hafði það einhver áhrifá þig sem nýútskrifaðan leikara? „ Já, kannski að því leytinu til að íslenskir leikarar verða fyrst frægir og kunnugleg andlit eftir að hafa komið fram í sjónvarpi. Það er fullt af góðum leikurum sem fólk kannast bara ekkert við og heldur að sá sem er í sjónvarpinu í auglýsingum, leikritum eða Skaupinu hljóti að vera betri leikari, sem þarf alls ekk- ert að vera.“ Hvort heldurðu að Lengjufíflið hafí háð þér eða hjálpað? „Ég held bara að það hafi verið mér til framdráttar. íslenski leik- húsheimurinn er svo lítill að menn vita alveg hvað í manni býr þótt maður sé fyrst og fremst þekktur fyrir auglýsingasprell." Svo varstu nokkuð viðriðinn spunabóluna sem blés út fyrir um hálfu öðru ári. „Maður tók þátt í þessu á meðan það var ferskt og mér þótti alveg ferlega gaman. En svo þegar nýja- brumið hvarf þá missti ég áhugann. Það ýtti heldur ekkert við dvínandi áhuga mínum þegar liðið mitt tapaði leikhússportkeppninni í Iðnó. Það var ótrúlega ósanngjarnt og ég lýsti því yfir í kjölfarið að ég tæki aldrei framar þátt í einhveijum spuna og ég stend enn við það!“ Ertu tapsár maður, Ejartan? „Já, frekar. Annars hef ég aldrei verið neitt spenntur fyrir spuna. í skólanum var mér t.d. alveg sérlega illa við þennan dýraspuna. Þá völd-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.