Morgunblaðið - 02.04.2000, Page 57

Morgunblaðið - 02.04.2000, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 57 FÓLK í FRÉTTUM MYNDBÖND Klaufaleg kvikmynd Hin systirin (The OtherSister) I) r a m a ★ % Leikstjóri: Garry Marshall. Hand- rit: Garry Marshall og Bob Brunn- er. Aðalhlutverk: Juliette Lewis, Diane Keaton, Giovanni Ribisi og Tom Skerett. (129 mín.) Banda- ríkin. Sam myndbönd, mars 2000. Öllum leyfð. i um við Sveinn Þórir Geirsson, bekkjarbróðir minn, alltaf að leika amöbur eða slöngur, til þess að þurfa ekki að gera of mikið.“ Gaman að safaríkum aukahlutverkum Varþað einn af draumum þínum að fá aðalhlutverk í Þjóðleikhúsinu? „Þegar ég var í skólanum var náttúrlega takmarkið að fá aðal- hlutverk í Þjóðleikhúsinu. Þegar á hólminn er komið fer maður hins- vegar oft að velta fyrir sér hvort þetta hafí í raun verið takmarkið. Það hefur t.d. runnið upp fyrir mér síðan ég var í skólanum að það er al- veg jafn skemmtilegt að takast á við góð og safarík aukahlutverk.“ Ertu landkrabbi líkt og Pétur, samanburðarmálfræðingurinn sem þú leikur? „Ef þú spyrð hvort ég hafi ein- hvern tímann verið til sjós þá er svarið nei. Því telst ég eflaust vera landkrabbi." Þú hefurþá fundiðþig vel í hlut- verkinu? „Já, ég þurfti ekki að kafa mjög djúpt til þess að botna í Pétri. Hann kom eiginlega á fyrsta samlestrin- um. Stundum er þó hollt að átta sig ekki alveg strax á hlutverki sínu. Eg var t.a.m. alveg ráðvilltur yfir John- ny í Frankie og Johnny en þegar ég sagði Áma bróður það þá svaraði hann um hæl: „Nú, þá verður þú góð- ur.“ Maður uppgötvar svo margt bit- astætt þegar hlutverk kallar á dýpri krufningu en gengur og gerist." Þótt þú hafír ekki verið til sjós þá veistu væntanlega hvernig er að vera grænjaxl? „Jú, jú. Eitt sinn fékk ég vinnu við að beita og á meðan allir aðrir voru svona hálftíma með einn bjóð þá var ég svona þrjá tíma að fylla hann. Eg tafði svo mikið fyrir að ég var sendur í ný og ný verk og að lokum var ég kominn í að skera beituna fyrir hina. Maður heyrði þá glósur eins og: „Æ, þetta gengur ekki! Hann er bara fyr- ir! Finnið eitthvað annað handa hon- um að gera!“ Samt fékk ég ekkert lægri laun. Mér hefur ætíð tekist að koma mér í þægilegustu störfin.“ Pétur gerir mikið afþví að leið- rétta málfar fólks; gerir þú það? „Nei, en mér finnst þó ekkert að því að það sé gert. Manni er ætíð hollt að vera bent á rangfærslur sín- ar. Randver Þorláksson var t.d. dug- legur að leiðrétta framsögnina hjá mér er við æfðum Landkrabbann og spurði mig oftar en einu sinni: „Hvað segirðu, ertu samanburðar- morðfræðingur?!““ Hvað ersvo framundan? „Núna fyrst í langan tíma veit ég ekki hvað er framundan. Það kæmi sér prýðilega fyrir mig að vera bara í fríi yfir sumarið. Ég er nýorðinn fað- ir en á fyrir sex ára fósturson. Það var mikil guðsgjöf að eignast bam því ég var svona hálíþartinn farinn að halda að ég væri vatnspungur. Ég hef satt að segja ekki getað sinnt fjölskyldunni nægilega í vetur og hlakka því til að geta bætt úr því.“ GARRY Marshall hefur leikstýrt mörgum rómantískum kvikmyndum sem notið hafa vinsælda hjá hinum almenna kvik- myndahúsagesti. Hér bregst honum heldur betur boga- listin þótt viðfangs- efnið sé rómantísk gamanmynd að hætti Hollywood. Þar segir frá Cörlu (Juliette Lewis), þroskaskertri stúlku sem reynir að koma undir sig fótunum að lokinni sérskólagöngu. Móðir hennar (Diane Keaton) vill hins vegar vemda hana um of og því vandast málið þegar Carla verður ástfangin af Daniel (Giovanni Ribisi) sem einnig er þroskaskertur. Hér er fjallað um tilfinningalíf og sjálfræði þroskaheftra af einstakri vanþekkingu sem einkennist af væmni og staðaltýpum fremur en innsýn í viðfangsefnið. Orð og samtöl sem Cörlu og Daniel em lögð í munn em til dæmis í miklu ósamræmi við þá þroskaskerðingu sem gefin er til kynna með athöfnum þeirra og fram- komu. Þetta kemur tií af því að hlut- verkin em skrifuð með það í huga að ýmist vekja góðlátlegan hlátur eða kreista fram tár. Þau Juliette Lewis og Giovanni Ribisi verða því hreint út sagt afkáraleg í afar klisjulegri túlkun á klaufalegum hlutverkum í klaufalegri kvikmynd. Heiða Jóhannsdóttir SLOW STRAKURINN Jeremv Rebecca m NORTHAM PIDGEON ' oMiriu SrurnoN * 1999 CANNES INTERNATIONAI . FlLMFESnVAl. . : • 1 NY.KVIKMYND FRÁ LEIKSTJÖRA THE SPÁNISH PRISONER Öndvegis kvikmynd frá leikstjóranum David Mamet tThe Spanish Prisoner) sem hefurfengið einvala dóma allstaðar sem htfn fiefur verið sýnd. Aðalhlutverk: Óskarsverðlaunaleikarinn Nigpl JHawthorne (The Madness of King George, Amistad), Jeremy Northam (Carrington, An Ideal Husband), Rebecca Pidgeon (The Spanish Prisoner, Homicide) og C|gmma JoQ^es (Sense & Sensibility) Spjalltilboð GSH 500 stk. Motorola M3588 á léttkaupasamningi: 1000 kr. skuldfærðar á símareikning í 12 mánuði. Tilboðsverð Frelsí 25 stk. Panasonic GD90 GSM sími, Frelsispakki og 1500 kr. inneign. Tilboðsverð 26.900 Frelsf 25 stk. NEC DB4000 GSM sími, Frelsispakki og 1500 kr. inneign. Tilboðsverð 25.900 GSM NEC DB2000 GSM sími 200 klukkustunda hleðsla, 255 númera minni. Tilboðsverð 19.900 Frelsí Ericsson T28 GSM sími með Frelsiskorti og 1500 kr. inneign. Tilboðsverð 38.900 Svar hf. _ Bæjarlind 14-16 _ 200 Kópavogur _ Sími 510 6000 _ Fax 510 6001 _ Ráðhústorgi 5 _ 600 Akureyri _ Sfmi 460 5950 _ Fax 460 5959 _ Opið: mán.-fös. 9-18 laugardag 10-16 _ sunnudag 13-17 _ www.svar.is _ *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.