Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 122. TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Rak forsætisráðherrann Flórída Skaut kennarann í skólanum Miami. AFP. PRETTÁN ára gamall drengur í Flórída hefur verið ákærður fyrir að skjóta kennara sinn til bana í skólan- um. Gerðist þetta í Lake Worth- skóla, sunnan við Palm Beach, á föstudag. Drengurinn, Nathaniel Brazill, hafði verið sendur heim vegna óláta, hann sneri aftur með hlaðna skamm- byssu og skaut kennarann, hinn 35 ára gamla Barry Grunow, til bana á skólaganginum með einu skoti í gagnauga. Fjöldi nemenda var á ganginum og varð því vitni að at- burðinum. „Nate sagði: „Ha, ha, hvað ætl- ai'ðu að gera núna?““ var haft eftir Timothy Gandolfo, öðrum þrettán ára dreng, er varð vitni að ódæðinu. Brazill var rekinn heim eftir að hafa kastað blöðru fyllta vatni í ann- an nemanda. Lögreglan sagði að hann hefði ekki fyrr valdið vandræð- um í skólanum en hefði að sögn verið ósáttur við að fá lélega einkunn í grein sem Grunow kenndi. Brazill var handtekinn nokkur hundruð metra frá skólanum og hélt þá á byssunni. FORSETI Fiji-eyja austan við Ástralíu, Ratu Sir Kamisese Mara, rak í gær forsætisráðherra lands- ins, Majendra Chaudry, úr emb- ætti. Einnig bauð forsetinn á ný uppreisnarleiðtoganum George Speight sakaruppgjöf en Speight og menn hans hafa í rúma viku haldið rfkisstjórninni og fjölda þingmanna í gíslingu í þinghúsi landsins. Forsetinn skipaði bráða- birgðaríkisstjórn til að taka við völdum en Speight krefst þess að Mara segi af sér og ný stjdrnarskrá Fiji verði numin ur gildi. Felld hafa verið niður stjdrnar- skrárákvæði er tryggðu frum- byggjum eyjanna meirihluta á þingi en fdlk af indverskum upp- runa, eins og Chaudry, er nú nær helmingur íbúanna og yfírleitt efn- aðra en frumbyggjarnir. Til skotbardaga kom í gær er 200 stuðningsmenn Speights yfír- gáfu þinghúsldðina og reyndu að leggja undir sig virki hermanna í grenndinni og særðust tveir sjdn- varpsfréttamenn. Á myndinni sjást uppreisnarmennirnir á leið til virk- isins undir forystu liðsforingja síns. Dýrmæt skissa London. Reuters. BLAÐSÍÐA úr handriti Lud- wig van Beethovens að Past- oral-sinfóníunni seldist á rúm- lega 200 þúsund pund eða um 230 milljónir króna á uppboði í London á föstudag. Kaupandinn er sagður ætla að bæta dýrgripnum við einka- safn sitt. A handritsblaðinu eru nokkrar hugmyndir að loka- kafla sinfóníunnar. Að sögn talsmanna uppboðsfyrirtækis- ins Sothebys hefur ekki fyrr fengist svo hátt verð fyrir skissu að verkum tónskáldsins. Ný tölvu- veira BANDARÍSKA alríkislögreglan, FBI, varaði við því í gær að ný og hættuleg tölvuveira breiddist nú út með tölvupósti sem notar Microsoft- hugbúnað, að sögn BBC. Mörg fyrirtæki munu þegar hafa orðið fyrir skakkafóllum vegna veir- unnar og sum þurft að loka. Taldi FBI að búast mætti við auknum vanda á næstu dögum. Heitið á tölvupóstinum er Res- ume-Janet Simons. Fyrr i mánuðin- um olli svonefnd ástarveira miklu tjóni víða um heim en hún átti upp- tök sín á Filippseyjum. Fulltrúaráð sambandsflokks Ulsters samþykkir þátttöku í stjórn Búist við að Trimble taki aftur við eftir helgina Belfast, London. AP, AFP, Reuters. ÖFLUGASTI flokkur mótmælenda á Norður-írlandi, Sambandsflokkur Ulsters, samþykkti í gær naumlega tillögu formannsins, Davids Trimbles, um að hefja á ný þátttöku í samsteypustjóm héraðsins með flokkum kaþólskra, þ. á m. Sinn Fein, stjórnmálaarmi írska lýðveld- ishersins (IRA). Á fulltrúaráðsfundi flokksins vom 459 sammála tillög- unni en 409 andvígir og þótt munur- inn sé lítill er niðurstaðan talin sigur fyrir Trimble. Breska stjórnin vék samsteypu- stjóm héraðsins frá um stundarsakir fyrir þrem mánuðum vegna ósam- komulags er virtist ætla að sprengja stjómina. Nú er búist við að Peter Mandelson, ráðherra N-írlands- mála, feli henni aftur völdin í hérað- inu á þriðjudag. Helsta deiluefnið undanfarna mánuði hefur verið vopnabúr IRA en samtökin höfðu neitað að tilgreina ákveðinn dag fyrir afhendingu vopn- anna eins og kveðið var á um að þau ættu að gera í friðarsamningnum frá 1998, sem kenndur er við föstudag- inn langa. Þótti mörgum sambands- sinnum sem afstaða IRA sýndi að samtökunum væri ekki alvara með friðartalinu og vopnamálið hafði mikla táknræna merkingu fyrir sam- bandssinna. Fyrir þrem vikum hét IRA að af- henda vopnin yfirvöldum í áföngum með milligöngu alþjóðlegra eftirlits- manna og jafnframt að tryggilega Reuters David Trimble kemur á fundinn. yrði um hnútana búið svo að ljóst væri að samtökin gætu ekki nálgast vopnin á ný. Skilyrðið var að sam- steypustjórnin tæki aftur við völdum á Norður-írlandi en Sinn Fein átti ráðherra í stjórninni. Trimble ávarp- aði fulltrúaráðið fyrir atkvæða- greiðsluna í gær og sagði þar að til- boð IRA væri sögulegur viðburður og rétt að láta á það reyna. Loforð lýðveldissinna, sem vilja að héraðið verði sameinað Irlandi, nægði ekki til að sannfæra alla sam- bandssinna, sem hafa lengi krafist þess að IRA byrji afvopnun áður en samsteypustjómin hefji störf á ný. Er Sambandsflokkurinn því klofinn í málinu. Ljóst þótti að yrði tillagan felld yrði staða Trimbles, sem var forsætisráðherra stjórnarinnar, mjög erfið og mestar líkur á að hann yrði að draga sig í hlé. Siðfræði rannsókna og gagnagrunna íslendingar stjórni ferðinni Á HRAÐRISIGLINGVINN í ALÞJÓÐLEGT UMHVERFI 30 VEDSHPriAIVINNULÍF 4 SUNNUDEQI SAFNARAR SAMTIMANS ato iuMa. HMJanl Longi. tnwn Weincfi, tuk ðta lafi «N1<31 framvwðu«M aamUmallaUnnnar aUuati nMdi vl« Mtui 0« RC«nu um þatla mUOa aafn aam iW Um nieatu nel(l oqnai I ðHum aílum Garíanatna I Kíoevc* aýnu« á MA» -----*-*-*---- Kurteisin víkur BRETAR hafa löngum talið sig kunna mannasiði en nú fínnst þeim að kurteisi sé á undanhaldi. Að sögn BBC álíta um 70% þjóðar- innar að ruddaskapur í samskipt- um fólks hafi aukist sl. fímm ár, ef marka megi könnun í blaðinu Sunday Times. 42% aðspurðra sögðu að dóna- skapur væri nauðsynlegur „til að hafa sitt fram“. David Lewis, sem kannað hefur þessi mál á vegum Sussex-háskóla, segir að helsti vandinn sé að fólk viti ekki að það hagi sér illa. Það sem einum finn- ist bölv og ragn sé ekki annað en smámunir í eyrum annars. John Morgan ritar vikulega dálk um kurteisi í The Times og gefur þar fólki ráð varðandi nú- timamannasiði. Hann hefur birt spurningalista fyrir þá sem vilja vita hvort þeim sé hætt við að angra fólk án þess að gera sér grein fyrir afbrotinu. Hann segir m.a. að sé hringt í farsíma og við- takandinn staddur í troðfullum lestarklefa sé ekki rétt að svara með háværum köllum til að yfir- gnæfa kliðinn í lestinni en einnig geti verið slæmt að svara ekki. Rétta ráðið sé þá að svara lágri röddu, snúa andlitinu niður á við og frá öðrum farþegum ef hægt sé. MORGUNBLAÐIÐ 28. MAÍ 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.