Morgunblaðið - 28.05.2000, Page 16

Morgunblaðið - 28.05.2000, Page 16
16 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Einlæg- listakona MY]\PLIST L i s t h ú s H e y k j a v í k STUTTSÝNING Til 28. maí. ÞAÐ telst naumast gild sýning til umfjöllunar að hengja upp nokkrar myndir í afmörkuðu rými innan um fjölda annarra myndverka, þótt fram- takinu íylgi einblöðungur. Frekar að um kynningu sé að ræða sem í mjög fáum tilvikum kallar á faglega rýni. Eitt slíkra er þó óneitanlega stuttsýn- ing Soffíu Ámadóttur sem hefur náð að koma fyrir heilum 18 verkum á veggjum og gólfi í suðurhorni efri hæðar. Soffía er í senn vel menntuð og einlæg listiðnaðarkona, sem vinn- ur hluti sína afar hreint og klárt, leit- ar ekki í ódýrar og fallegar lausnir og fortíðarþrá hennar höfðar frekar til hins menntaða Islendings en hins breiða fjölda. Leirskálar listakonunn- ar með fornum tilvitnunum og máls- háttum eru þannig afar jarðbundnar og hér er hún á merkilegri braut. En ekki verður með neinu móti skilið af hverju ekki skuli meiri metnaður liggja að baki sýninga listakonunnar, en hún finnur þeim helst vettvang í listahomum hér og þar. Sýning henn- ar í Listakoti á sl. ári er það helsta sem rýnirinn hefur séð til hennar og hún var mjög sérstök, hefði hvar- vetna þótt hlutgeng úti í heimi og höfðaði þó einkum til íslenzks vett- vangs. Eitthvað er þetta svipminna í Listhúsi Reykjavíkur, þótt fínir hlutir finnist inni á milli til að mynda, Let- urskál, (3) og Elds er þörf, borðskál, (13). í ljósi þess sem Soffía Ámadótt- ir hefur til brunns að bera gerir mað- ur meiri kröfur, væntir svipmeiri at- hafna og helst sem fyrst. Bragi Ásgeirsson -------*-+-*----- Mynd- _ bönd í LÍ MYNDBÖND em sýnd í Listasafni Islands í tengslum við sýninguna ís- lensk og erlend mynbönd, sem er lið- ur í sýningunni Nýr heimur - Staf- rænar sýnir. í dag, sunnudag, kl. 12 og kl. 15, verða sýnd verk eftir Lizu Steele/ Kim Tomczak: Working the double shift or changing politics on the dom- estic front, 1984. ■ ■ I■ 11111II■ ■ ■ ■ M M M ■■ ■ ■ V& máhitH HípUMáH, ekki biíim Hvernig kemur bíllinn þinn undan vetri? Við gerum við rispumar og sjáum um blettanir með efni sem gerir galdurinn. Þú sparar peninga og bíllinn er tilbúinn samdægurs. Frábær útkoma og varanleg. Sjón er sögu ríkarí AK GUÐBERG EHF Sími: 567 7523 Netfang: akchips@mmedia.is - Bíldshöfða 14 Reykjavík !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ m " h ' ti g * Vandað handunnið postulín. Glæsilegir listmunir framleiddir í takmörkuðu upplagi. AUGDSTE RENOIR VASI 0.12.900 verð írá til 49.000 Hrund Ólafsvík Karl R. Guðmunds Selfossi ÚTSÖLUSTAÐIR: Jón & Óskar Laugavegi 61 • - Klukkan Hamraborg • Georg V. Hannah Keflavík • Úr og djásn Garðabæ • Gullúrið Mjódd • Jón Bjarnason Akureyri LE0NAR00 DA VINCI • MICHELANGEL0 • R0SINA WACHTMEISTER • PAVEL KAPLUN P j ^ Morgunblaðið/^verrir Mosaíkverk 1 Engjaskola FJÖLMENNI var í Engjaskóla þegar hringlaga mósaíkverk var af- hjúpað í skólanum sl. fimmtudag. Verkið táknar alheiminn eða óendanleikann, það var unnið á þessu skólaári og tóku allir nemend- ur skólans þátt í því. Listaverkið er tengt Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000 og 1000 ára afmæli kristni á Islandi. Þóra Gréta Þórisdóttir, Andrés Þór Gunnlaugsson. Djass í Listaklúbbnum DJASS Dúett + er yfirskrift dag- skrár í Listaklúbbi Leikhúskjall- arans á morgun, mánudagskvöld, kl. 20.30. Tónleikarnir verða að mestu tileinkaðir trompetleikurunum Miles Davis og Chet Baker en einnig verða leikin og sungin lög eftir þekkt söngleikjatónskáld, svo sem Cole Porter. Hljómsveitina skipa Þóra Gréta Þórisdóttir, Andrés Þór Gunn- laugsson, Valdimar Kolbeinn Sig- urjónsson og Birgir Baldursson. Þóra Gréta Þórisdóttir söng- kona útskrifaðist úr Tónlistar- skóla FÍH vorið ’98 og Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari út- skrifaðist sl. vor úr djassdeild FÍH. Þau hafa starfað saman í vetur sem dúett en á tónleikunum munu Valdimar K. Sigurjónsson kontrabassalcikari og Birgir Baldursson trommuleikari (með- limir Funkmaster) leggja þeim lið. Umsjónarmaður Listaklúbbsins er Helga E. Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.