Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Listaháskóli Islands Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Eitt af því sem ég staðnæmdist lengst við voru hin undurfögru Vetrarklæði Ragnheiðar Guðmundsdóttur textflhönnuðar. LIST OG HÖIVMM Lislaháskóli íslands Laugarnesi útskrift - NEMENDUR SKÓLANS Opið alla daga frá 14-18. Til 28. maí. Aðgangur ókeypis. Sýningar- skrá 1.000 krónur. FYRSTA útskriftarsýning hins nýstofnaða Listaháskóla Islands er nú á fullu á jarðhæð sláturhússbygg- ingarinnar á Laugamesi, og lýkur um helgina. Sýningin er mikil um sig og fjölþætt að venju en þó ekki frábrugð- in sýningum MHI á sama stað á und- anfómum ámm, staðfestir rækilega sem jafnan áður, að íslendingar eiga mikið af ungu hæfileikafólki. Það var einmitt þetta vai'ðandi mannauðinn, sem öllu öðro fremur hélt okkur kennurom við efnið í gamla daga, að- stæður frumstæðai', við lausráðnir og réttindalausir með lélegustu laun á byggðu bóli miðað við menntun okk- ar, sem ekki var viðurkennd af opin- berum aðilum. Gleymdum okkur sjálfum sumir hvei'jir, slíkur var ákaf- inn og áhuginn en á móti kom að þá var gaman að lifa og minnast við hæfi- leikarík og metnaðarfull ungmenni sem skildu sinn vitjunartíma, engin námslán í augsýn. Sýningin er þó mis- jöfn og brotin sem áður, sem er eðli- legasta mál undir sólinni. En það sem maður verður ekki var við nema á pappírunum er að skólinn sé kominn á háskólastig að undanskilinni íburð- armeiri sýningarskrá og litprentuð- um póstkortum, sem jafnframt er sú skilvirkasta og best hannaða sem ég man eftir í augnablikinu. Skráin tek- ur jafnvel sýningunni sjálfri fram, sem er skiljanlegt í Ijósi þess að bygg- ingin er, og að óbreyttu, afspymu erf- itt sýningarhúsnæði, grófleikinn mik- ill, náttúruljós Mtið og misvísandi. Fer þar saman að það er ónothæft til kennslu þótt skánað hafi frá því fyrr- um, er það var heilsuspillandi gímald og ruslagámur, enda hefði enginn skóli á landinu látið bjóða sér það nema MHÍ, sem ég hef fengið stað- fest af virtum skóla- mönnum. Hjá gömlum nem- anda, seinna læri- meistara, sem var með í því að byggja upp skólann á mestu uppgangsárum hans, vekja þessi tímamót jafnt upp ótal minn- ingar sem spurning- ar. Væri efni í langa grein, enda fátt sjálf- sagðara og heilbrigð- ara en að hér á landi séu í gangi umræður og deilur um hlutverk og tilgang listaskóla eins og víða í útland- inu. En að setja eitt- hvað á blað um skól- ann hér á útskerinu er jafnað við niðurrif og óeðli sem ber vott um að skilningi á þýð- ingu skoðanaskipta og rökfræði sé nokk- uð, að maður segi ekki gróflega, ábóta- vant. Hér skal ein- ungis tæpt á málum að sinni, Listahátíð á fullu, við sem skrifum um myndlist fáliðaðir og alltof mikið á okk- ar könnu. í upphafi formála Kristjáns Stein- gríms, deildarforseta myndlistíideildar, getur þetta að lesa: „Með stoftiun Lista- háskóla Islands er langþráðu marki náð sem mun þegar til lengri tíma er litið efla íslenzka list. Listaháskóli íslands útskrifar nú í fyrsta sinn nemendur í myndlist og hönnun. Að þessu sinni ýmist með BA-gráðu eða diploma alls um 50 nemendur. Hér er um tímamót að ræða í íslenzkri listmenntun.“ Við þetta er ýmislegt að athuga, ekki má með öllu valta yfir fortíðina, né gleyma að kennsla í myndlist við MHÍ var lengstum á háskólastigi. Kennaramir yfirleitt landsþekktir listamenn, sem numið höfðu í listahá- skólum og listaakademíum víða um heim. Við stofnun og uppbyggingu grunnnámsdeildar sem fékk fyrir um sumt hið misvísandi nafn Forskóli I og II, var stuðst við erlenda listahá- skóla, ekki síst Folkvangs Schule fúr Gestaltung í Essen og hvað litafræði snertir við rit Johannesar Itten í Bau- haus. Fomámsdeildin þannig í seinni áfanga á háskólastigi. Um leið var tekið mið af íslenzkum aðstæðum á hvaða hátt heppilegast væri að þróa hana, minna hugsað um það hvað væri „trendy" í útlandinu. Allt var þetta í fullum gangi og nemendur yf- irmáta áhugasamir, til að mynda vildu 80% þeirra framlengja fornámið um eitt ár, bæta einu ári við þá tekin var stefnubreyting að undirlagi menntamálaráðuneytisins, námið hins vegar stytt um eitt ár (!) og margra ára uppbygging stöðvuð með einu pennastriki. Flest allt sem kennt er í grunnatriðum myndlistar í fram- haldsskólum lands- ins í dag eru leyfar frá þessum blóma- tímum innan skól- ans, oftar en ekki í útþynntu formi. Hæfileikar og metn- aður nú ekki lengur í forgrunni heldm' einingar, áfangar og prófgráður. Það er misvísandi að skól- inn sé loks kominn á háskólastig og engar gráður og skraut- skjöl geta bætt það sem tapast hefur í þessum eftium þá metnaðarfull upp- bygging við að gera skólann að þaki allr- ar listmenntunai' í landinu var stöðvuð og hann sviptur sjálfstæði sínu. í allri um 300 ára sögu listaháskóla og listakademía í Evrópu hefur árang- urinn verið í for- grunni, alfa og om- ega, en ekki einhveijar mennta- gráður né glitfagrar umbúðir. Ber hér mun frekar að stefna að því að koma að- stöðu nemenda og kennara á háskóla- stig en henni er ennþá stórlega ábóta- vant ef tekið er mið af samsvarandi skólum á Norðurlöndum einum. Öllu öðru fremur ber þó að huga að sér- hönnuðu húsi yfir myndlist, listiðnað og hönnun, sem einmitt til lengra tíma litið mun (stór)efla íslenzka list og vel að merkja spara ómælt fé. Það ero þannig ekki menntagráður né diplom sem eru undirstaða og kjöl- festa rismikils myndlistarskóla, held- ur áhugi og metnaður, og einungis hið besta samboðið íslenzkri æsku, hinn eini og sanni háskóli. Er hér athygli vakin á, og sýning- unni um leið. Bragi Ásgeirsson í LEIT AÐ ÁSTINNI LEIKLIST Theatre., 0n the Scene“ í lslenskn «í |) c I' IIII ii i GOBY NIGHT Handrit: Stephen House. Leik- stjórn: Nick Gill. Tdnlist: George Kallika. Aðstoð við hreyfingar og leikstjórn: Velalien. Ljós: Marie Docking. Búningar: Mariot Kerr. Leikari: Stephen Sheehan. Fimmtudagur 25. maí. LEITIN að ástinni er megin- þemað í einleik þessum sem er samstarfsverkefni Lunist Productions í Ástralíu, Theatre „On the Scene“ og Gay Pride í Reykja- vík árið 2000 en sýningin markaði upphaf Hinsegin daga á fimmtu- dagskvöldið. Þetta er einleikur sem segir ör- lagasögu einnar persónu. Hann byggist á beinni frásögn Johnnys og einræðum hans sem beint er til látinnar móður hans, einu mann- eskjunnar sem nokkurn tíma elsk- aði hann. Þegar leikarinn, Stephen Sheehan, bregður sér örskotsstund í einu í líki aukapersóna er eins og Johnny sé enn að segja frá. Sagan er þannig sögð með hans eigin orð- um, hún einskorðast af hugmynda- heimi hans og þess vegna mætti ætla að höfundi sé töluverður vandi á höndum að skapa trúverðuga mynd úr sjálfsævisögulegri frásögn þar sem aðrar persónur fá ekki að tjá sig um söguhetjuna. En þannig vill til með Johnny, eins og gjarnan vill verða um fólk sem afneitar eig- in tilfinningum, að hann á sér í fýrstu enga sjálfstæða sjálfsímynd. Alit hans á sjálfum sér byggist á hugmyndum annarra um hvernig hann eigi að vera, hann hegðar sér og hugsar eftir forskrift umhverfis- ins á meðan hann er á stanslausum ílótta innra með sér undan tilfinn- ingum sínum. Þegar þannig er í pottinn búið verður sjálfsmat pers- ónunnar aðeins endurkast hug- mynda annarra um hana. Johnny byggir upp flókinn blekk- ingarvef til að kasta ryki í augun á Doug, fyrirmynd hans í einu og öllu og stóru ástinni í lífi hans. Til að koma í veg fyrir að Doug geri sér grein fyrir að Johnny vilji sofa hjá körlum setur hann upp mikið sjón- arspil og sefur hjá konu í augsýn hans. Til að sanna að hann sé ekki samkynhneigður tekur hann þátt í líkamsárás á homma. Þegar þar kemur í sögu í verkinu að Johnny grunar að Doug hafi komist að leyndarmáli hans neyðist hann til að flýja heimabæ sinn og halda til stórborgarinnar í leit að nýrri imynd sjálfum sér til handa. Þannig yfirgefur hann manninn sem hann elskar til að eiga mögu- leika á að hætta að flýja sjálfan sig. í borginni leiðist hann fljótlega út í vændi. Fyrst í stað heldur hann uppi ímynd hins harðgera karl- manns en kemst að því að hún kem- ur í veg fyrir að hann geti tjáð sinn innri mann. Það er ekki fyrr en hann klæðist kvenmannsfötum, þar sem slíkt gefur meira í aðra hönd í vændinu, að hann fer að nálgast til- finningar sínar og læra að tjá þær. í uppeldi hans voru það einvörð- ungu konur sem sýndu ást og tjáðu tilfinningar sínar og niðurstaða Johnnys verður að hann geti ein- göngu sýnt og notið ástar klæddur sem kona. En heimur klæðskipta- vændis er harður og leit Johnnys að ástinni verður sífellt örvænting- arfyllri og eiturlyfjaneyslan meiri uns hinum óumflýjanlegu endalok- um er náð. Þetta kann að hljóma eins og dæmisaga um hvernig eigi ekki að lifa lífinu, en í raun er þetta rökrétt afleiðing þeirra forsenda sem gefn- ar eru í verkinu. Johnny á hvergi heima; hann er of viðkvæmur fyrir hinn harða lágstéttarheim sem hann er upprunninn í og í stórborg- inni kemur það honum í koll að hann hefur litla möguleika á að framfleyta sér á öðru en vændi og að viðhorf hans og sjálfsímynd ero svo gjörólík hinum samkynhneigðu millistéttaroppum sem þar ráða ríkjum. Hann finnur sig bara í draumaveröld stílfærðrar kven- ímyndar þar sem hann neyðist til að vera stanslaust í vímu til að bægja burt raunveruleikanum. Stíllinn á textanum er merkilegur og kemur til skila jafnt harðneskju lífsins og ljóðrænu draumanna í einföldu og tróverðugu orðfæri. Búningar og sviðsmynd eru einföld og táknræn, tvær hauslausar gínur - önnur einfætt - sín fyrir hvort kynið gegna þar meginhlutverki. Stephen Sheehan leikur hlut- verkið af miklum krafti og þraut- seigju. Það er farið hratt yfir sögu á rúmum klukkutíma og miklu efni komið til skila en hann lætur hvergi deigan síga. Þetta er stólpaleikari sem getur sýnt á sér mjög fjöl- breyttar hliðar og komið flóknustu tilfinningum til skila með einu til- liti. Það var fyrst og fremst fyrir hans tilstilli að þessi saga sem ætt- uð er hinum megin af hnettinum snart hjartastrengi áhorfenda. Sveinn Haraldsson M-2000 Sunnudagur 28. mai. Stangveiðimót unglinga - Helluvatni við Heiðmörk. Mótið er ætlað 16 ára og yngri. Það hefst kl. 13.30 og er hluti af afmælisdagskránni „Heiðmörk 50 ára“. Þátttaka er ókeypis. www.heidmork.is Umhverfislistaverk - Akra- nesi. I tengslum við „Sjávarlist" á Akranesi verða afhjúpuð um- hverfislistaverk á Langasandi. Dagskráin er hluti af samstarfs- verkefni menningarborgarinn- ar og sveitarfélaga. www.akranes.is Lífið við sjóinn - rannsókn- arskipið Dröfn. Dagskrá í tengslum við sýn- ingu sem nú stendur yfir í Lista- safni Reykjavíkur - Hafnar- húsi. Almenningi verður boðið i siglingu á vegum Hafrannsókn- arstofnunar á rannsóknarskip- inu Dröfn, ef viðrar. Fræðsla um hafrannsóknir og lífríki sjávar. Lagt verður upp frá Faxagarði kl. 11,13 og 15. Listahátíð Salurinn, Tónlistarhús Kópavogs. Tónlistarmenn 21. aldar kl. 20.30. Fulltróar framtíðarinnar ero fjögur ungmenni sem enn ero í námi. Þau eru Ari Þór Vil- hjálmsson fiðluleikari, Guðrón Jóhanna Ólafsdóttir mezzo- sópran, Víkingur Heiðar Ólafs- son píanóleikari og Árni Bjöm Árnason píanóleikari. Miðaverð: 1.500 kr. Sameiginleg dagskrá Borgarleikhúsið. San Francisco ballet kl. 14 og20. Einn virtasti ballettflokkur heims sýnir „Svanavatnið" und- ir stjóm Helga Tómassonar. Borgarleikhúsið. Einhver í dyrunum. Forsýning á nýju verki eftir Sigurð Pálsson. Verkið fjallai' um fræga leikkonu (leikin af Kristbjörgu Kjeld) sem hefur lokað sig inni á heimili sínu og neitar að fara út. Sýningin hefst kl. 19 en veridð verður tekið til almennra sýninga í haust. Aðr- ar forsýningar eru 30. maí kl. 20 og3. júníkl. 14. Leikstjóri er Kristín Jóhann- esdóttir. wap.olis.is www.reykjavik2000.is www.artfest.is Mánudagur 29. maí. M-2000 Sögubrot úr sjávarþorpi - Bæjar- og héraðsbókasafnið Aki'anesi. í tengslum við „Sjávarlist" á Akranesi verður opnuð sög- usýning. Dagskráin er hluti af samstarfsverkefni menningar- borgarinnar og sveitafélaga. www.akranes.is www.reykjavik2000.is - wap,- olis.is Listahátíð Broadway kl. 21. Tónleikar með Cesariu Evoru frá Grænhöfðaeyjum ásamt 10 manna hljómsveit. Þróunarsamvinnustofnun ís- lands styrkir komu hljómsveit- arinnar. www.artfest.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.