Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nuddpottar Fullbúnir acryl nyddpottar Vatnsnudd, hreinsitæki, ozintor, Ijós, höfuðpúðar, trégrind, full einangraðir með einangruðu loki. Uppsettir í sýningarsal okkar OPIÐ 011KVOLD TILKL.Z1 ÍLÉ METRO Skeifan 7 • Sími 525 0800 /HiND' HAND REPAIR IRilSD = lilE!SD Með því að nota TríND naglanæringuna faeróu þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar svo þær hvorki klofna né brotna. Ií?íi\D handáburöurínn Ný tækni í framleiðslu jjj \ Hlf húðsnyrtivara, fallegri, |Éj: ~I teygjanlegri, þéttari húð. í EINSTÖK GÆÐAVARA IRiND Fást I apótekum og snyrti- vöruverslunum um land allt. |g§^ Ath. naglalökk frá Trhsd fást I tveimur stærðum Vor naglalökkin eru komin í 6 nýjum bláum litum ATH. nú! Frá Tana Maskara Stone (Köku-maskari). Þessi (svarti) gamli óði með stóra burstanum. Uppl. í smáblaði sem fylgir augnbrúnalitnum Vatnsþynnanlegt vax- og hitatæki til háreyðingar. Vaxið má einnig hita í örbylgjuofni. Einnig háreyðingarkrem, „roll-on“ eða borið á með spaða frá byly Laboratorios bvly S.A. Þýskar förðunarvörur Ekta augnahára- og augnabrúnalitur, er samanstendur af litakremi og geli sem blandast saman, allt I einum pakka. Mjög auðveldur I notkun, fæst í þremur litum og gefur frábær- an árangur. Hver pakki dugir í 20 litanir. Útsölustaðin Apótek og snyrtivöruverslanir Útsölustaðin Snyrtivöruverslunin Nana, Rvík, Líbía, Mjódd, Hringbrautar Apótek, Rima Apötek, Grafarvogs Apótek, Lyf & heilsa, Álfabakka, Lyf & heilsa, Háteigsvegi 1, Borgarapótek, Álftamýri, Fína Mosfellsbæ, Sauðárkróks Apótek, Stykkishólms Apótek, Fínar Línur, Vestmannaeyjum, Árnesapótek, Selfossi. Dreifing: S. Gunnbjörnsson ehf. Sími 565 6317 ||mbLis _/KLLTAf= eiTTHVAÐ NÝTT Ljós úr norðri TÖJVLIST Hafnarborg TÓNLEIKAR Erlend og fslenzk lög eftir m.a. Stefán S. Stefánsson á brottfarartónleikum kvennakórsins Áróra á leið til Rimini. „Night Wave“ 2000 u. stj. Margrétar J. Pálmadóttur. Stefán S. Stefáns- son, S-saxófónn & conga; Ástríður Haraldsdóttir, píanó. Fimmtudaginn 25. maf kl. 20:30. NÁNAST í kyrrþey kom hinn 23 kvenna kór Aurora, svo stafsett sé upp á alþjóðsku, fram sl. fimmtu- dag, en náði samt að fylla Hafnar- borgarsalinn áheyrendum. Kórinn birtist í hvítum búningum og var hið mesta augnayndi, en óðara kom fram að hann væri ekki síður eyrna- yndi. Uppstillingin var frjálslegri en maður á að venjast á hefðbundn- um kórtónleikum, enda dansskáld með í spilinu (Ólöf Ingólfsdóttir) og hreyfingar og fettur partur af fram- komunni. Einstaka sinnum fór mað- ur örlítið hjá sér við fabúlöðurnar, en vart er að efa að á hlýrri breidd- argráðum en okkar, þar sem tilfinn- ingar eru oftar bomar á torg, verði slíku tekið fagnandi, og stúlkumar að sama skapi óþvingaðri í fram- komu. Dagskráin var flokkuð í þrennt undir yfirskriftum þriggja árstíða, veturs, vors og sumars, og greini- lega öðram þræði úthugsuð sem landkynning erlendis. Þannig mátti í upphafi heyra sjávarnið og klið farfugla af segulbandi. Halla kerl- ing tekur nú að deilast víðar en Ingjaldsfíflið, því íslenzka þjóðlagið Ljósið kemur langt og mjótt, sem Björn Thoroddsen og félagar hafa kynnt lands- og skólalýð undanfarið í ýmsum framandi spjöram, reynd- ist einnig hér rammi tónleikanna. Fyrst sungið við latneskt 3-5 hryn á orgelpunkti, síðan í hermikont- rapunkti Jóns Ásgeirssonar. í tón- leikalok kviknaði svo aftur á fífu- stöngum við dunandi afró-arabískan trommuundirleik af bandi í atriðinu Menningarheimar mætast, þar sem stúlkurnar dönsuðu um salinn með sekvenza þjóðlagsins á vörum. Jan Garbarek kom upp í hugann í Hrafninn flýgur, þar sem angurvær sópransax Stefáns S. Stefánssonar tengdi saman hómófónískar söng- hendingar kórsins. Madrigalettó Atla Heimis, Við svala lind, var sunginn hægt en ofurhreint a capp- ella; fyi-sta vísbendingin af mörgum um raddfarslegt einvalalið kórk- venna. Hin óvenjuhreina inntónun, ásamt hljómrænum þéttleika og samstillingu á öllum styrkstigum, átti sér vart hliðstæðu meðal hér- lendra kvennakóra og mætti helzt kalla hliðstæðu við úrvals skagfirzk- an karlakór. Sömu frábæru radd- gæði einkenndu Einum unni ég manninum (úts. K.O. Runólfsson) og Þjóðlífsmyndin Jóns Ásgeirsson- ar - hið síðara kannski sungið óþarflega hægt. Sígild bossa nova- ballaða Stefáns S. Stefánssonar við þuluna Tunglið, tunglið, taktu mig var líkt og annað sem kórinn söng að heita má vammlaust í flutningi. Á hinn bóginn opinberaðist þar að- alveikleiki heildarinnar, kraft- og sveifluvana hrynsveit, þar sem hvorki píanóleikur, congusláttur Stefáns né rafbassaleikur óna- fngreinds kórfélaga náðu að mynda nógu sannfærandi mótvægi við seið- andi sönginn. Eins og alltaf í af- stæðum heimi sker agnúi sig þvi meir úr sem bilið er stærra, og í klénni kór hefði borið minna á. Væri óskandi að hrynsveitin legði kapp og metnað í að jafna sem mest það sem upp á vantar fyrir tónleik- ana suður á Ítalíaló. Eftir Fylgd Sigurðar Rúnars Jónssonar, þar sem sætleiki textans nálgaðist hættumörk með vanga- fettum kórstúlkna, söng Áróra Maí- sól Jóns Ágeirssonar með innlifun og Lóu, lag eftir F. Jörgensen, enn betur. Hið rafmagnaða og þétt raddfærða lappíska jojk-lag Mant- yjai’vis „Peudo-Yoik Lite“ reif sal- inn verðskuldað upp úr skónum, en hefði án efa verið áhrifameira í hressara tempói. Hreyfingarspuni kórsins með skópör í hendi við tangóspil hljómsveitar, þar sem af bar saxófónblástur Stefáns, var háður ofangreindum annmörkum og sagði undirrituðum lítið, og þrátt fyrir mikla fágun var madrígall Marenzios, Amatemi ben mio, í hægara og þyngslalegra lagi. Pyrr- nefndur hrynsveitardoði dró einnig úr áhrifum gamla ítalska slagarans More; kannski mest áberandi var hvað vantaði ákveðnara „off-bít“ í píanói og trommuleik. Hinn frægi söngur portrísku stúlknanna úr West Side Story, America, var of hraður og órólegur til að „sitja“ nógu vel í rytma, auk þess sem söngtextinn fékk of lítinn tíma, og svipað einkenndi Feeling Good eftir Tyson/Scott (enn og aftur að hluta vegna óskýrrar móthrynjandi á 2. og 4. slagi). Þrátt fyrir þessar mót- bárur var söngur Árórukvenna ótví- rætt í sérflokki, enda man undirrit- aður ekki í fljótu bragði eftir að hafa heyrt betri íslenzkan kvenna- kór. Margrét Pálmadóttir hefur löngum verið til margs vís, en að þessu sinni varð varla öllu lengra komizt, og kæmi ekki á óvart ef kórinn ætti eftir að leggja Rimini- borg kylliflata að fótum sér. Ríkarður Ö. Pálsson Byggingaplatan sem allir hafa beðið eftir VIROCbyggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf VIROCbyggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi VIROCbyggingaplötuna er hægt að nota úti sem inni VIROCbyggingaplatan er umhverfisvæn VlROCbyggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað blint. PP &CO Leitið frekari upplýsinga Þ.bORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 & 568 6100 KYNNING SAMSTARF UM VEIÐAR OG VINNSLU í PERÚ Fulltrúar fyrirtækisins CopeMar S.A.C. í Perú hafa lýst yfir áhuga á samstarfi (Joint Venture) við íslensk fyrirtæki um veiðar og vinnslu í Perú. Af þessu tilefni munu fulltrúar fyrirtækisins halda kynningu og svara fyrirspurnum varðandi helstu samstarfsmöguleika. CopeMar S.A.C. hefur yfir að ráða talsverðum fiskveiðikvótum í landhelgi Perú m.a. smokkfisk, túnfisk, hvltfisk, sardínu, ansjósu, tannfisk og fleiri tegundum. Kynningin fer fram á ensku og hefst kl. 10:00 mánudaginn 29. maí í húsnæði Útflutningsráðs íslands að Hallveigarstíg 1. ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS Hallveigarstígur 1 • 101 Reykjavík • Sími 511 4000 • Fax 511 4040 • icetrade@icetrade.is • www.icetrade.is Veður og færð á Netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.