Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sveitarfélögin sunnan Reykjavíkur ræða sameiningarmál Oddviti Bessastaðahrepps vill sameiningu á kjörtímabilinu Heimsókn Abdullahs og Raníu lokið FULLTRÚAR frá sveitarfélögunum á höfuð- borgarsvæðinu sunnan Reykjavíkur funduðu um sameiningarmál í íþróttahúsinu í Bessastaða- hreppi fyrir helgina. Að sögn Guðmundar Gunn- arssonar, oddvita Bessastaðahrepps, voru um- ræðurnar mjög gagnlegar og sagðist hann búast við því að í kjölfarið færu af stað alvöru viðræður milli sveitarfélaganna um sameiningu. „Það virðist almennt vera jákvæður tónn í sveitarstjórnarmönnum - misjákvæður að sjálf- sögðu,“ sagði Guðmundur. „Við áttum mjög góð- an fund og málefnalegan, en nú fara menn hver í sitt hérað og ræða málin þar. Ég lagði fram persónulega skoðun mína eins og fleiri, en ég vil sjá viðræður sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu, sunnan Reykjavíkur, fara af stað með haustinu og myndi ég gjarnan vilja sjá sveit- arfélögin sameinast á þessu kjörtímabili. Hvernig þetta þróast get ég samt ekkert sagt um.“ Sameining eykur slagkraft sveitarfélaganna Guðmundur sagði að þegar hann talaði um sameiningu ætti hann fyrst og fremst við samein- ingu Kópavogs, Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Bessastaðahrepps, en að fulltrúar Kópavogsbæj- ar virtust ekki spenntir fyrir sameiningu að svo stöddu. Þá sagði hann að fulltrúa Vatnsleysu- strandarhrepps hefði einnig verið boðið til fund- arins. „Nú er tíminn til þess að taka á þessum málum. Við erum á miðju kjörtímabili, það er mikið talað um hagræðingu og meiri þjónustu við íbúa og ef sveitarfélögin sameinast hafa þau mun meiri slagkraft til að taka á þessum málum.“ Guðmundur sagði að á endanum yrðu það íbúarnir sjálfir sem kysu um sameiningu, það væri fyrst og fremst hlutverk hreppsnefndar að finna einhverja valkosti. Að sögn Guðmundar hefur bæjarráð Garða- bæjar þegar óskað eftir viðræðum við Bessa- staðahrepp um sameiningu. „Við vorum svo sem ekki að óska eftir þeim við- brögðum þegar við vorum að bjóða þeim á fund hingað úteftir. Ég vil því ekkert fullyrða um Garðabæ og Bessastaðahrepp einan og sér sem kost. Við viljum horfa á þetta í svolítið víðara samhengi.“ TVEGGJA daga opinberri heim- sókn Abdullahs II, konungs Jórd- aniu, og Raníu drottningar til ís- lands lauk um hádegisbilið í gær og héldu konungshjónin af landi brott skömmu síðar. Fyrir hádegi í gær heimsóttu Abdullah og Ran- ía Hitaveitu Suðurnesja og Bláa lónið ásamt Ólafi Ragnari Gríms- syni, forseta Islands, og heitkonu hans, Dorrit Moussaieff. Á föstu- dag snæddu konungshjónin m.a. kvöldverð á Bessastöðum, auk þess sem Jórdaníukonungur lýsti sérstökum áhuga á samstarfí is- lenskra og jórdanskra fyrirtækja á sviði hátækni. Umsögn húsnæðisnefndar Reykjavík- ur um tillögu stjórnkerfísnefndar Ekki rök fyrir fækkun nefnda FULLTRÚAR í húsnæðisnefnd Reykjavíkur telja ekki að til staðar séu nægjanleg fagleg rök fyrir því að nefndin verði lögð niður eða samein- uð félagsmálaráði eins og tillögur stjórnkerfisnefndar Reykjavíkur- borgar gera ráð fyrir. Þvert á móti sé húsnæðismálum í borginni þannig háttað að full þörf sé á starfi húsnæð- isnefndar með sérþekkingu og sér- stök úrræði í þessum málaflokki. Fulltrúar bæði Reykjavíkurlista og Sjálfstæðisflokks í húsnæðisnefnd skrifa undir umsögn nefndarinnar til borgarstjóra um tillögu stjómkerfis- nefndarinnar að samþykkt um nýtt félagsmálaráð. Komast þeir sameig- inlega að þeirri niðurstöðu að þær breytingar sem orðið hafi á verkefn- um húsnæðisnefndar vegna nýrra húsnæðislaga kalli á hagræðingu í rekstri en alls ekki það að nefndin verði lögð niður. Fram kemur í bréfi húsnæðis- nefndar til borgarstjóra að umsögn hennar byggist á úttekt, sem á stöðu húsnæðisnefndar og Húsnæðisskrif- stofu Reykjavíkur, samantekt á stjómsýslulegri stöðu húsnæðis- nefndar og þeirri umræðu og skoð- anaskiptum sem áttu sér stað í nefnd- inni. Nefndarmenn segja fulla þörf fyrir starfsemi húsnæðisnefndar og Hús- næðisskrifstofu Reykjavíkur, lög kveði á um starfsemi slíkrar nefndar og að hagræða skuli starfsemi Hús- næðisskrifstofu með tilliti til breyttra verkefna þar sem leggja ætti aukna áherslu á upplýsingahlutverk hennar. Loks geti það orkað tvímælis að sam- ið verði við Félagsbústaði um verk- efni er varða innlausn og sölu íbúða því þá væra Félagsbústaðir í raun að selja sjálfum sér og að hagsmuna- árekstrar gætu orðið í þeirri gjörð. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Abdullah Jórdaníukonungur og Ranía drottning heimsóttu Bláa lónið í gær. Sautján tíma aðgerð á barni á Landspítala BANDARÍSKIR og íslenskir læknar gerðu á föstudag skurðað- gerð á handlegg þriggja ára barns á Landspítala sem tók tæplega 17 klukku- stundir. Aðgerðin tókst mjög vel en hún var áttunda stóra að- gerðin sem barnið gengst undir. Sú fyrsta var framkvæmd á sjúkrahúsi í Boston í Bandaríkjunum, og tók heilan sólarhring. Torfi Láras Karls- son, frá Borgarnesi, fæddist með mjög sjaldgæfan sjúkdóm, sem veldur of- vexti i vefjum. Hann var þegar á fyrsta ári fluttur til Bandaríkjanna, þar sem læknar fjarlægðu æxli í brjóstholi, en með fyrstu tveimur aðgerðunum var lífi hans bjargað. í kjölfarið komu bandarískir sérfræð- ingar hingað til lands og gerðu að- gerð á honum á Landspítalanum. í fyrra fór Torfi síðan aftur til Banda- ríkjanna þar sem aðgerðir voru gerðar á hálsi og handlegg. Hægri handleggur Torfa hefur verið frá fæðingu um þrisvar sinn- um stærn og þyngri en á venjulegu barni. í aðgerðinni, sem þrír sér- fræðingar frá Banda- ríkjunum og Rafn Ragnarsson lýtalæknir framkvæmdu, var æxl- isvefur á handleggnum fjarlægður. Aðgerðin er mikið nákvæmnis- verk þar sem ekki má skaða æðar og sinar í handleggnum. Lækn- arnir byrjuðu á fingr- um og lófa og héldu svo áfram upp eftir hand- leggnum. Þegar að- gerðinni lauk um kl. hálf tvö um nóttina höfðu þeir komist upp fyrir olboga. Eftir er því að fjarlægja æxli á upphandlegg og á öxl. Vaknaði hress og kátur um morguninn Foreldrar Torfa, þau Sigurbjörg Ólafsdóttir og Karl Torfason, sögð- ust vera mjög ánægð með aðgerð- ina. Þau sögðust alla tíð hafa gert sér grein fyrir að ólíklegt hefði verið að tími væri til að ljúka við að lag- færa handlegginn í einni aðgerð. Þau sögðust vera afar þakklát lækn- um og eins hvað Torfi væri hress eftir aðgerðina. „Hann vaknaði snemma í morgun og vildi að mamma sín kæmi strax í heimsókn," sagði Sigurbjörg, sem var að hraða sér á spítalann er Morgunblaðið ræddi við hana í gær. Torfi Lárus hefur samtals legið á skurðarborðum lækna í um 80 klukkustundir. Hann hefur verið stunginn mörghundrað sinnum, því að þegar hann lá á spítalanum í Boston var tekið úr honum blóðsýni á 15 mínútna fresti til að fá ná- kvæmar upplýsingar um líðan hans. Sérfræðingar í Boston hafa sýnt sjúkdómi hans mikinn áhuga, en þeir hafa verið að reyna að þróa lyf, sem gæti reynst nothæft í barátt- unni við þennan sjúkdóm. Æxlisvef- ur sem fjarlægður hefur verið af Torfa hefur verið sendur til Banda- ríkjanna þar sem hann er rannsak- aður. Margt hefur komið læknum á óvart í sambandi við Torfa og síðast í fyrradag kom í ljós að vinstri hand- leggur hans hefur frá fæðingu verið úr lið. Torfi hefur náð allgóðum þroska þrátt fyrir erfið veikindi; hann er farinn að ganga og borðar sjálfur þrátt fyrir bæklaða handleggi. Áhugamál hans eru bílar, traktorar, hestar, kýr og kindur. Mikið hefur reynt á fjölskylduna í þessum erfiðleikum, því Sigurbjörg hefur aðeins getað unnið stopult og Karl hefur mikið þurft að vera frá vinnu vegna veikinda Torfa. Torfi Lárus Karlsson U mfer ðar sly sum vegna búfjár fjölgaði um 25% UMFERÐARSLYSUM af völd- um búfjár á þjóðvegum landsins fjölgaði um 25% milli áranna 1998 og 1999, að því er fram kemur í könnun, sem unnin var af Sjó- vá-Almennum, en alls má rekja 251 umferðarslys til lausagöngu bú- fjár á árinu 1999. Flestslysinverða vegna lausa- göngu kinda en í fyrra ollu kindur 212 slysum en hross 39 slysum. Samkvæmt könnun Sjóvár-Al- mennra er hætta vegna lausa- göngu búfjár bundin við nokkra kílómetra í hverjum landsfjórð- ungi. Á Vesturlandi er mesta hætt- an á þjóðveginum við Borgames, en þar var keyrt 39 sinnum á sauð- fé og einu sinni á hross í fyrra. Á Vestfjörðum er mesta hættan við ísafjörð, þar sem keyrt var tutt- ugu sinnum á sauðfé og á eitt hross. Á Norðurlandi vestra er mest hætta við Blönduós en þar var ekið á átján kindur. Á Norður- landi eystra virðist mesta hættan vera við Akureyri, þar sem ekið var á fjórar kindur og átta hross í fyrra. Á Austurlandi er mesta hættan við Eski- fjörð og Fá- skrúðsfjörð en þar var ekið á 11 kindur í fyrra. Á Suðurlandi er mesta hættan við Hvolsvöll en þar var ekið á 9 kind- ur og 8 hross í fyrra. Á höfuðborg- arsvæðinu er mesta hættan í landi Kópavogs en í fyrra var ekið á sex kindur þar. Á svæðinu við Reykjavík og Mos- fellsbæ var ekið á fjórar kindur og eitt hross. Eins og áður kom fram hefur slysum vegna lausagöngu búfjár fjölgað mikið síðustu ár, en frá því að fyrst vora teknar saman tölur um slysin árið 1994 hefur þeim fjölgað um 70%, þ.e. árið 1994 var ekið á 147 dýr, en 251 í íyrra. Nokkrar sveiflur hafa verið í þessu á milli ára; árið 1995 var ekið á 200 dýr, 1996 var ekið á 193 dýr og 1997 á 154 dýr. Morgunblaðið/Sverrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.