Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umhverfisdagur á Flateyri Flateyri. Morgunblaðið. ^ HEFÐ er fyrir því að ljúka skólaúr- inu í Grunnskóla Önurularljarðar á umhverfisdegi. Nemendur og kenn- arar ganga um bæinn með svarta ruslapoka og tína ofan í þá það sem lent hefur utan við ruslatunnurnar um veturinn. Á umhverfisdeginum í ár voru, auk ruslatínslunnar, gróðursettar 175 birkiplöntur sem fengnar voru Úr Yrkjusjóði Skógræktarfélags fs- lands. En 118 skólar víðsvegar um landið fengu úthlutað samtals um 40.000 plöntum úr sjóðnum á þessu ári. Svæðið þar sem gróðursetningin fór fram er innan við varnargarð- ana ofan við Flateyri. Þar er fyrir- hugaður minningarlundur um nátt- úruhamfarirnar sem dundu á bæjarbúum 26. október 1995 og voru plöntur nemendanna þær fyrstu sem gróðursettar eru í til- vonandi lundi. EIGNAMIÐIXMN <*OVO * I 55 ooor, • SíAihiiiíL Tryggvagata 28 - til leigu Húsið nr. 28 við Tryggvagötu í Reykjavík. Um er að ræða heila húseign (Gjaldheimtu- húsið) og er eignin alls u.þ.b. 1200 fm og skiptist í kj., götuh., 2. og 3. hæð og rishæð. Mögul. er að leigja alla eignina í heilu lagi eða i hlutum. Húsið er í mjög góðu ástandi og hefur allt verið endum. að utan. Húsið er laust nú þegar. Að innan er eignin í góðu ástandi. Húsið er laust nú þegar. Allar nánari uppl. veita Stefán Hrafn og Sverrir. 9535 CCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCC 4>iþiþ4)iþi4>i^iþiPiþ4>4>4>»P4>4)4>iþ4)4>i4>4>4>4>iþ4>iþiþ4> Fasteignasalan Hreiðrið Hverfisgötu 105. S: 5517270 & 8933985 hreidrid@hreidrid.is www.hreidrid.is CCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCCC ^ i^ i^ i^ lP cp Cp i^ 4) Cp 4) »^ ^ i^ i^ i^ i^ Cp Cp Cp Cp ^p Fvrirtæki til sölu Rótgróin ísbúð í Revkjavík. Góð velta. Sðluturn í Grafarvogi. Hægt að kaupa eða leigja húsnæðið. Vaxtarmöguleikar. Söluturn á Seltjarnarnesi. Góð staðsetning. Veitingastaður. Matur, fullt vínveitingaleifí o.fl. Skvndibitastaður. Mjög góð velta. Laugavegur. Af sérstökum ástæðum verslun á mjög góðu verði. Sólbaðstofa. í Hafnarfirði, mikil föst viðskipti. Trimmform, leir og sjúkraþjálfari. Verslun með ýmsa nauðsynjavöru. Sólbaðstofa. í Reykjavík; 9 bekkir, strada. í stóru hverfí. Stradastofa. 3 stradatæki, leir (parta) og ljós. Til flutnings eða með leiguhúsnæði. Innflutningsfvritaeki. Tengt bílum. Framundan markaðssetning inn alla Skandinavíu, Sviss, Austurríki, Þýskaland og netviðskipti. Til sölu 50% eða 100%. Sjóstangaveiði. Bátur og búnaður. Mjög skemmtilegur rekstur. Frumupplýsingar veittar í síma, nánari upplýsingar aðeins á skrifstofu. Aðalsteinn Torfason, sölustjóri sími 893 3985 4)4)4)4)4)4)4)»4)kP4)4>4)LP4)kPkP4)4)4)4>i]p»4)kP4)4)»4)kP4)4) Þorlákshöfn aðaltollhöfn frá næstu áramótum Lögreglan og tollvörður fá aðsetur í ráðhúsinu Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra og Sesselja Jóns- dóttir, bæjarstjóri Ölfuss, undirrita samninginn. Þorlákshöfn. Morgunblaðið. SVEITARFÉLAGIÐ Ölfus og dómsmálaráðuneytið hafa gert með sér samning um að ráðuneytið leigi 40 fermetra húsnæði í nýja ráðhús- inu undir starfsemi lögreglu og toll- varðar í Þorlákshöfn. Samningurinn er til 5 ára. Það var Sólveig Péturs- dóttir, dómsmálaráðherra sem und- irritaði samninginn af hálfu ráðu- neytisins. Sólveig sagði að sótt hefði verið um fjármagn til að auka einu stöðu- gildi við embætti sýslumanns á Sel- fossi til að tollvörður gæti starfað í Þorlákshöfn. Hún sagði einnig að stefnt væri að því að bæta löggæsl- una í Þorlákshöfn með aukinni við- veru á staðnum. Sesselja Jónsdóttir, bæjarstjóri Ölfuss, sagði að lögreglan hefði ekki verið með fast aðsetur í Þorlákshöfn lengi og skipakomur til Þorlákshafn- ar hefðu aukist verulega að undan- förnu því hefðu kröfur um úrbætur í þessum málum verið háværar og nú sæjum við fram á betri tíma. Alþingi hefur samþykkt að Þorlákshöfn verði aðaltollhöfn frá næstu áramót- um og lögreglan fær fast aðsetur svo vænta má meiri viðveru hennar á staðnum. Dómsmálaráðherra ræddi um fíkniefnavandann og sagði hún að vandamál sem honum fylgja hefðu stóraukist á undanförnum árum og kallaði það á aukna löggæslu og vak- andi augu íbúanna og benti á að grenndargæsla hefði víða reynst vel. Hún sagði að fyrsta fíkniefnamál sem lögreglan í Arnessýslu hefði fengist við hefði verið 1975, síðan hefur fjöldinn aukist jafnt og þétt, 1994 voru málin sex en á síðasta ári hefðu þau verið þrjátíu og fjögur. Útskriftarárgangur Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. Skólaslit Framhaldsskólans í Eyjum VESTMANNAEYJAR - Laugardaginn 20. mai var skrifaðir 24 nemendur, þar af þrír nemendur af grunn- Framhaldsskóla Vestmannaeyja slitið, en skólinn var deild rafiðna, fjórir sjúkraliðar og tveir af 2. stigi vél- að ljúka 21. starfsári sínú. Að þessu sinni voru út- stjórnar. Fjölmennasta æsku- lýðsmót Norðurlanda UM þrjú þúsund norræn ungmenni munu taka þátt í æskulýðsmóti í Reykjavík 21. til 28. júní nk., hinu fyrsta sinnar tegundar sem fram fer hérlendis. Mótið ber yfirskriftina Kultur og ungdom eða Menning og æska. Það er NSU - Nordisk samorgan- isation for ungdomsarbejde, félaga- samtök 15 norrænna ungmennasam- taka með um tvær milljónir félaga Sjálfbær ferða- mennska á norðurslóðum ARI Trausti Guðmundsson jarðeðl- isfræðingur og ráðgjafi hjá Línu- hönnun heldur fyrirlestur á vegum Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Ferðamálaráðs íslands um sjálf- bæra ferðamennsku á norðurslóð- um. Fyrirlesturinn verður haldinn í Deiglunni á mánudagskvöld, 29. maí og hefst kl. 20. í erindi sínu fjallar Ari Trausti um mikilvægi ferðaþjónustu á norður- slóðum og framtíðarþróun; mikil- vægi vistvæns rekstrar og ferða- máta og rekur. innan sinna vébanda sem að mótinu stendur en framkvæmdin er í hönd- um Islendinga. Laugardalurinn verður miðstöð mótsins í Reykjavík, en dagskrá þess verður mjög viðamikil og fer að mestu fram í höfuðborginni. Nor- rænu ungmennin fara í dagsferð um Suðurland og skoða meðal annars Þingvelli, Gullfoss og Geysi, planta trjám í Aratungu og taka þátt í ungl- ingahátíð á Selfossi í lok dags. Arlega er haldin norræn ung- mennavika á vegum NSU, en aldrei fyrr hefur verið skipulagt jafn viða- mikið og fjölmennt mót sem þetta. Dagskrá mótsins verður fjölbreytt og má m.a. nefna setningarhátíð, tónleika, ljósmyndamaraþon, fata- hönnunarkeppni, lófaþrykk gegn of- beldi, Jónsmessuhlaup og margt fleira. Ungmennafélag íslands ber ábyrgð á framkvæmd æskulýðs- mótsins, en það nýtur til þess stuðn- ings íslenska ríkisins, Reykjavíkur- borgar, Norrænu ráðherranefndar- innar og ýmissa stofnana og fyrirtækja. Formaður undirbúnings- nefndarinnar er Ólafur G. Einars- son, fyrrverandi forseti Alþingis. Umsóknarfrestur fyrir íslensk ungmenni er til 10. júní. Ljósmyndasýning á Amtsbdkasafninu Saga utan- ríkisþjón- ustunnar HALLDÓR Ásgrímsson utan- ríkisráðherra opnar Ijósmynda- sýningu um sögu utanríkisþjón- ustunnar í Amtsbókasafninu á Akureyri mánudaginn 29. maí kl. 17.00. Utanríkisráðherra mun einnig halda fyrirlestur um utanríkisþjónustuna og ut- anríkismál íslands. Jafnframt mun utanríkisráð- herra taka þátt í kynningu á starfsemi Viðskiptaþjónustu utanríksráðuneytisins á meðal fyrirtækja á Akureyri og af Éyjafjarðarsvæðinu, í sam- vinnu við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar. Kynningin verður haldin á Hótel KE A og hefst kl. 15.30. Ljósmyndasýningin er sett upp í tilefni af sextíu ára afmæli utanríkisþjónustunnar og stendur til loka júnímánaðar. Sýningin var fyrst opnuð í Þjóð- arbókhlöðunni á afmælisdegi utanríkisþjónustunnar þann 10. apríl sl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.