Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „Asnaspark ur Gleðilega klisjulega kristnihátíð. íslenska myndasafnið gefur út öskju með ljósmyndum frá Vestmannaeyjum Ljósmynd/Jón og Vigfús - Minjasafnið á Akureyri Ein af myndunum sem fylla Ijósmyndaöskjuna. Myndin er tekin á vetr- arvertíð árið 1932 eða 1933 og á henni er horft yfir Bæjarbryggjuna í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Þorsteinn Jósepsson Hjössi (Hjörtþór Hjörtþórsson) setti mjög svip á mannlífið í Vestmannaeyjum á fyrri hluta aldarinnar. Hann skartaði m.a. þessari sórstæðu hárgreiðslu og var talsvert á undan sinni samtíð því móhíkanagreiðslan komst ekki í tísku fyrr en um 1980. Bregða á upp mynd af fleiri kaupstöðum ÍSLENSKA myndasafnið kynnti nýverið útgáfu sína á öskju með tuttugu sórprentuðum ijósmyndum af mannlífinu í Vestmannaeyjum á 20. öld en myndirnar verða jafn- framt til sýnis á ljósmyndasýningu sem opnuð er í dag í Asgarði við Heimagötu í Eyjum. Stefnt er að því að bregða upp mynd af fleiri kaupstöðum og landshlutum á ís- landi á 20. öld með þessum hætti en tilgangur útgáfunnar er að sýna hversu miklum breytingum byggð, mannlíf og umhverfi hór á landi hefur tekið undanfarin eitt hundr- að ár. Á sýningunni í Vestmannaeyjum, sem stendur til 4. júní, verða marg- ar myndir sem aldrei hafa birst áð- ur. Meðal myndasmiða eru þeir Þorsteinn Jósepsson, Mats Wibe Lund, Sigurgeir Jónasson og Frið- þjófur Helgason og eru elstu myndirnar frá Þjóðminjasafninu og fleiri söfnum. Myndaöskjunni Island í eina öld - Vestmannaeyjar fylgir hins veg- ar bók eftir Sigurgeir Jónsson, kennara í Vestmannaeyjum, þar sem Sigurgeir hefur ritað ítarleg- an skýringartexta fyrir hveija mynd, auk yfírlitsgreinar um þró- un byggðar, atvinnulífs og samfó- lags í Eyjum á 20. öld. Framhaldið ræðst af viðtökunum fslenska myndasafnið er deild innan útgáfufyrirtækisins Genea- logia Islandorum - gen.is og er tilgangur þess að skrá og varðveita gamlar og nýjar myndir af landi og þjóð í samvinnu við ýmis önnur ljósmyndasöfn. Ritstjóri ljós- myndaöskjunnar um Vestmanna- eyjar var Kristján Siguijónsson og fram kom í máli hans á fundinum í gær að þegar hefði verið hafist handa við undirbúning útgáfu á öskju með myndum frá fsafirði og Akureyri. Tók hann þó fram að sú útgáfa réðist nokkuð af þeim við- tökum sem Vestmannaeyjaaskjan fengi. Myndirnar á sýningunni í Vest- mannaeyjum verða allar til sölu og hið sama má segja um ljósmynda- öskjuna sem kynnt var í gær. Auglýsingastofan Skaparinn sá um hönnun öskjunnar en Christopher Lund, forstöðumaður Islenska myndasafnsins, annaðist mynd- vinnslu. Norðurslóðamálefni rædd Vistvæn ferðaþjónusta STOFNUN Vilhjálms Stefánssonar efnir til fundar um ferða- mál á norðurslóðum á Ak- ureyri á morgun. Ari Trausti Guðmundsson heldur fyrirlestur á fundin- um, sem hefst kl. 20:00 í Deiglunni. Ari Trausti var spurður hvað hann ætlaði að fjalla um í fyrirlestri sín- um? „Ég ætla að fjalla um þýðingu ferðamennsku á norðurslóðum, hversu mik- ilvæg hún er fyrir þetta geysistóra og strjálbyggða svæði, og þá einnig hvað hefur einkennt hana und- anfarin ár. Mikilvægustu þættimir í þessum fyrir- lestri eru þeir að gera grein fyrir þýðingu vistvænnar ferðaþjónustu og hvað hún felur í sér. Eg ætla einnig að ræða um hvaða verkefni þetta setur okkur bæði hér heima og annars staðar í norðrinu, en allt er þetta hluti af ráðgjafavinnu fyrir verkfræði- og ráðgjafastofuna Línuhönnun.“ - Hver er þýðing ferðamennsku á norðurslóðum? „Hún hefur mikið hagrænt gildi, það hefur verið slegið á að „af- rakstur" af einum ferðamanni sé álíka og af einu tonni af fiski. Þá hefur þetta félagslega þýðingu því þama er verið að kynna fólki mjög mikilvæga menningu sem byggist á náttúrunýtingu. I þriðja lagi er þetta vistvænni búgrein heldur en flest annað, það er auðveldai-a að halda uppi vistvænni starfsemi í ferðaþjónustu en í ýmiss konar iðnaði.“ - Hvað er átt við með vistvænni ferðamennsku? „Til em sex „merkimiðar" sem hægt er að hengja á vistvæna ferðamennsku en ég ætla ekki að telja það allt upp hér. Mikilvægast er að þeim er það öllum sameigin- legt að það er verið að halda um- hverfisáhrifum ferðamennskunar í lágmarki með öllum tiltækum ráð- um og sjá til þess að heimamenn í hveiju tilviki fái sem mest út úr ferðaþjónustunni.“ - Hvaða verkefni setur þessi ferðamennska okkur? „Umhverfismál og ferðaþjón- usta hafa lengi vel ekki verið spyrt saman og það er ekki til nein mót- uð stefna í þessum málum Ukt og til er í fiskveiðimálum og verið er að vinna að fyrir stóriðju. Sam- gönguráðuneytið hefur tekið skref með vinnuplaggi um þessi mál, en lengra hefur þetta ekki þokast enn. Samtök fyrirtækja í ferða- þjónustu hafa líka tekið fyrsta skrefið í að koma sér upp einhverri stefnu og einstaka fyrirtæki hafa tekið upp hjá sjálfum sér að vera með vistvænan rekstur. En í heild sinni erum við mörgum árum á eft- ir þeim sem lengst eru komnir í þessu. Ég er einfaldlega að óska eftir að gerð verði grunnstefnu- skrá sem verði sameign allra í greininni. Og þá er ég að tala um verkefnin hér heima en _________ þegar horft er á norð- urslóðirnar í heild þá er hægt að gera mjög margt til að hjálpa til.“ -Eins og hvað er hægtaðgera? „Ég óska eftir að hið nýlega stofnsetta heim- ......... skautaráð, sem er sam- starfsvettvangur allra ríkjanna á norðurslóðum, sem Islendingar eiga aðild að, vinni að því að móta meginlínur í ferðaþjónustu á þess- um slóðum. Verið er að þróa sam- starf háskóla á norðurslóðum, Arctic University, og það væri Ari Trausti Guðmundsson ► Ari Trausti Guðmundsson fæddist í Reykjavík 3. desember 1948. Hann lauk stúdentsprófi 1968 frá Menntaskólanum í Reykjavík og cand. mag. prófi í jarðeðlisfræði og jarðfræði frá háskólanum í Ósló 1973 og fram- haldsnám stundaði hann við Há- skóla íslands 1985 til 1986. Hann hefur starfað sjálfstætt við ráð- gjöf í sínu fagi, og við ritstörf og dagskrárgerð í sjónvarpi og út- varpi, einnig hefur hann unnið mikið að ferðamálum. Ari Trausti er kvæntur Maríu G. Baldvinsdóttur sjúkraliða og eiga þau þrjú böm. mjög gott ef þar væri ferðamálun- um tekið tak.“ - Hvað gætum við íslendingar gert í þessum málum ? „Ef vistvæn grunnstefna væri tekin upp í ferðamálum þá setti það okkur mjög mörg verkefni. Það þýddi gjörbreytingu í ferða- málum og mörgu sem tengist þeim, svo sem eignarhaldi á landi, hálendisskipulagi, menntun leið- sögumanna og eftirliti með til þess bærum starfsmönnum. Síðast en ekki síst þurfum við að komast að niðurstöðu um það hvað Island þoli marga ferðamenn - náttúran og samfélagið." - Er búið að vinna mörg verk- efni í þessum efnum sem við gæt- umnýttokkur? „Já, t.d. World Wildlive Fund, sem eru hófsöm umhverfissamtök, hafa sett fram leiðbeiningar í tíu liðum handa ferðaþjónustufyrir- tækjum og hvemig þau geta haft sinn rekstur sem vistvænastan, þau hafa líka sett fram tíu leiðbein- ingar handa ferðamönnum og hvemig þeir geta komið fram á sem vistvænastan hátt. í báðum tilvikum snúast leiðbeiningarnar ekki aðeins um náttúmna heldur líka um samfélögin á hveijum stað. Það er sjálfsagt fyrir okkur hér að nýta þessar leiðbeiningar og að- laga íslenskum aðstæðum. Ég ætla að fara aðeins í gegnum þessar leiðbeiningar á fundinum á morg- ________ un.“ -Eigum við engar reglur um þessi mál? „Jú, vissulega eigum við umgengnisreglur Náttúravemdarráðs, en þær taka aðeins til lítils hluta af því sem um ræðir. í hnotskum gætum við sagt að ef tvennt gerist; við náum samvinnu norðurslóða- ríkja út fyrir vestur-norðursam- starfið og ef við getum komið ferðaþjónustunni á svipað stig og fiskveiðar hvað snertir stjómun, rannsóknir og stefnumótun, þá er bjart framundan. Þurfum að vita hvað ís- lensk náttúra og samfélag þolir marga ferðamenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.