Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Jim Smart
Sigrún Klara Hannesdóttir, framkvæmdastjóri Nordinfo í Helsinki, telur skráningu rafrænna gagna hér á landi ekki til þess fallna að styrkja sam-
keppnisstöðu íslands á alþjóðavettvangi.
Samkeppnisiðnaður-
inn situr á hakanum
SIGRUN KLARA hefur
lifað tímana tvenna á
sviði bókasafns- og upp-
lýsingafræða. Að loknu
BA-prófi við Háskóla ís-
lands í íslensku og ensku með
bókasafnsfræði sem aukagrein
1967, tók hún MA-próf í bókasafns-
fræði við háskólann í Detroit í
Bandaríkjunum árið 1968. Frá
þeim tíma hefur hún unnið að
framgangi greinarinnar, lengstum
sem kennari við HI.
Sigrún lauk doktorsprófi frá
Chicago-háskóla 1987 og er enn
sem komið er eini doktor okkar Is-
lendinga í bókasafns- og upplýs-
ingafræðum. Hún heldur enn stöðu
prófessors við Háskóla íslands en
hefur verið í leyfi þaðan frá því að
hún var skipuð framkvæmdastjóri
Nordinfo fyrir tveimur árum.
Stöðlun upplýsinga mikilvæg
Nordinfo-stofnunin, sem hefur
aðsetur í Helsinki í Finnlandi, var
sett á laggirnar fyrir rúmum ald-
arfjórðungi. Hlutverk hennar hefur
frá upphafi verið að greiða fyrir
samvinnu á milli bókasafna á Norð-
urlöndum og aðstoða við að sam-
ræma þá miklu þróun sem er að
eiga sér stað í upplýsingamálum.
I því sambandi bendir Sigrún á
þá miklu alþjóðavæðingu sem ein-
kennir samskipti manna og þjóða í
dag sem undirstrikar mikilvægi
þess að skráning og aðgengi upp-
Forgangsröð við rafræna skráningu sögulegra
heimilda hér á landi er ekki til þess fallin að styrkja
samkeppnisstöðu okkar á alþjóðavettvangi, Sigrún
Klara Hannesdóttir, framkvæmdastjóri Nordinfo,
' s
segir í samtali við Elmar Gfslason, að Islendingar
ættu að leggja aukna áherslu á að veita háskóla-
samfélaginu og samkeppnisiðnaðinum aðgang að
hagnýtum rafrænum gögnum.
lýsinga séu stöðluð þannig að allir
geti nálgast hlutina með samskon-
ar eða svipuðum tækjabúnaði.
Sigrún Klara er fyrsti Islending-
urinn sem ráðinn er til starfa hjá
Nordinfo. Yfirbygging stofnunar-
innar hlýtur að teljast smá í snið-
um en þar starfa auk Sigrúnar, ein-
ungis þrjár finnskar konur um
þessar mundir.
Af 65 milljóna króna framfærslu-
fé sem aðildarríkin (Norðurlöndin)
leggja til Nordinfo á hverju ári fara
um 40% í rekstur og útgáfustarf-
semi en afgangurinn er notaður í
styrkveitingar. Auk Norðurland-
anna, eru styrkirnir jafnframt
auglýstir í Eystrasaltslöndunum og
öllum frjálst að sækja um, svo
fremi sem viðkomandi verkefni falli
að þeirri stefnumörkun sem stjórn
stofnunarinnar hefur samþykkt að
unnið skuli að hverju sinni. „A nú-
gildandi starfsáætlun okkar var
það sett sem aðalmarkmið að vinna
að framgangi rafræns bókasafns á
Norðurlöndum. Öll verkefni sem
við veitum fjármagn í verða því að
falla undir þá skilgreiningu.“
Vísindasamfélagið á oddinn
Sigrún bendir á að öll löndin sem
Nordinfo þjónustar séu að vinna að
því að notendur hafi aðgang að fjöl-
breyttum rafrænum upplýsingum
en forgangsröð verkefna á þeim
vettvangi sé hins vegar mjög
breytileg. „Það má segja að stofn-
unin hafi á vissan hátt stefnumót-
andi áhrif í gegnum verkáætlun
sína hverju sinni. Hins vegar ber
okkur að taka tillit til og styðja við
þau verkefni sem einstök lönd setja
í forgang, svo fremi að þau falli að
ofangreindri starfslýsingu," að
sögn Sigrúnar.
„í þessu sambandi get ég bent á
að Finnar setja á oddinn að styrkja
vísindasamfélagið og veita sínum
vísindamönnum aðgang að alþjóð-
legum rafrænum upplýsingum.
Finnsk fyrirtæki í tækniiðnaði, s.s.
Nokia, skapa mikinn auð í landinu
og þ.a.l. leggja þeir mesta áherslu
á að styrkja aðbúnað þeirra sem
starfa á þeim vettvangi. Sú starf-
stétt hefur þannig algeran forgang
hvað varðar aðgengi að rafrænum
upplýsingum. Nú þegar hefur
finnska vísindasamfélagið t.d. að-
gang að 3000 vísindatímaritum á
rafrænu formi. Þetta er dýrt en
þarna setja þeir sína fjármuni."
Aðspurð hvernig þessum málum
sé háttað hér landi, þ.e. hvaða
málaflokkar séu settir í forgang á
íslandi, segir Sigrún Klara nokkuð
annað vera uppá teningnum en hjá
Finnum. „Hér hefur sú afstaða ver-
ið tekin að mest áhersla skuli lögð
á að setja gamalt efni, s.s. hand-
ritin, kortin og það sem snertir ís-
lendingasögurnar á rafrænt form
og mestir fjármunir eru lagðir í
það. Að vinna þetta efni á rafrænt
form er svo sem gott og gilt en við
megum ekki vanrækja háskólana
og vísindasamfélagið hér á landi,
sem hafa um of langt skeið setið
nær algjörlega á hakanum. Annað
mikilvægt atriði er að íslendingar
hafi aðgang að sinni eigin nútíma-
sögu. Það hefur verið minn pers-
ónulegi vilji að fá sem flest íslensk
dagblöð og landsmálablöð á raf-
rænt form og gera þau almenningi
aðgengileg í gegnum Netið en því
miður hefur sú ósk hlotið litlar
undirtektir. Síðasta umsókn
Landsbókasafnsins til Nordinfo
snerist um fjárveitingu til verkefn-
is sem kallast Vestnord, sem geng-
ur út á að vinna rafræna yfirfærslu
íslenskra og færeyskra dagblaða
frá upphafi vega til 1910. Þetta er
sú stefna sem sett er á oddinn í
þessum málaflokki á Islandi og
Nordinfo ber að taka tillit til þess
við úthlutun styrkja."
Heildarkostnaður þessa verkefn-
is nemur um 20 milljónum króna
sem skiptist á 3 ár. Þar af greiðir
Nordinfo u.þ.b. 30% eða 1,7 m.kr til
verkefnisins á þessu ári.
Sigrún telur nær að veita þess-
um fjármunum til hagnýtari verk-
efna sem geta styrkt stöðu okkar í
þeirri miklu samkeppni sem ríkir á
alþjóðlegum vettvangi þar sem að-
gengi að upplýsingum er orðið lyk-
ilþáttur í afkomu fyrirtækja og um
leið efnahagslífi þjóða og bindur
hún vonir við að einhver stefnu-
breyting verði í þá átt á íslandi
fljótlega.
Umfangsmiklar breytingar
Þrátt fyrir að hafa valið sér
starfsvettvang sem flestir telja ein-
kennast af formfestu og rólegheit-
um, þá getur Sigrún Klara varla
flokkast undir þá skilgreiningu. A
liðlega 30 ára starfsferli kveðst hún
hafa reynt margt og séð ótrúlega
umfangsmiklar breytingar í grein-
inni eiga sér stað. „Það er skrýtið
að hugsa til þess að nær allt það
sem ég lærði í MA-námi mínu í
bókasafns- og upplýsingafræðum í
Detroit fyrir 30 árum er löngu orð-
ið úrelt. Þá tel ég óhætt að fullyrða
að ég hafi séð bestu og verstu
starfsaðstæður sem hugsast getur í
þessu fagi.“ Þar vísar hún annars-
vegar í þann góða aðbúnað sem
hún býr nú við í Helsinki og hins-
vegar í minnisstæða lífsreynslu frá
Perú þar sem hún var búsett og
starfaði á árunum 1969-1971. „Ég
hafði nýráðið mig til starfa við há-
skólann í Trujillo þegar jarðskjálft-
inn mikli reið yfir þann 31. maí
1970. Skjálftinn lagði borgina í rúst
og kostaði 60 þúsund manns lífið
enda gífurlega öflugur eða 8 stig á
Richter. Mitt fyrsta verk í nýju
vinnunni, eftir að ósköpin höfðu
dunið yfir, var að gá hvort nokkuð
væri heilt eða nothæft í háskóla-
rústunum.“
Tvívegis í kringum hnöttinn
A síðustu árum hefur Sigrún
Klara verið dugleg við að svala
ferðaþrá sinni. Hún hefur tvívegis
ferðast í kringum hnöttinn ein síns
liðs og fjöldi heimsóttra landa telur
nú yfir 60. Hnattferðirnar skipu-
lagði Sigrún sjálf í bæði skiptin.
Við upprifjun nefnir Sigrún Klara
Ástrali og Ný-Sjálendinga sem sér-
staklega duglegt og kraftmikið fólk
sem hún kveðst dást mikið að. „Til
að koma orðum að því, þá myndi ég
segja að þessar þjóðir hafi afskap-
lega jákvætt viðhorf til lífsins. Öll-
um vandamálum er tekið sem fyrir-
brigðum sem krefjast lausna, án
þess að menn láti það slá sig útaf
laginu. Þá held ég að við íslending-
ar og reyndar Vesturlandabúar í
heild, gætum lært mikið af íbúum
margra Kyrrahafseyjanna sem búa
í sátt við lífið og tilveruna án nokk-
urra þeirra veraldlegu gæða sem
við njótum og teljum orðið til lífs-
nauðsynja.“
Hún kveðst ekki vera á leiðinni í
þriðju ferðina að svo stöddu enda
fái hún nægan skammt af ferðalög-
um í gegnum störf sín hjá Nord-
info. „Vinnan krefst þess að ég sé
mikið á faraldsfæti bæði við að
kynna starfsemi Nordinfo auk þess
að leita að mögulegum verkefnum.
Starfsemi okkar hefur vakið mikla
athygli víða í Evrópu og Norður-
Ameríku þar sem ég hef haldið er-
indi og fyrirlestra. Meðan svo er,
þá læt ég langar ferðir í frítíman-
um bíða betri tíma,“ segir Sigrún
Klara Hannesdóttir, framkvæmda-
stjóri Nordinfo.
Sigrún Klara Hannesdóttir, framkvæmdastjóri Nordinfo, telur Islendinga
á rangri leið við rafræna skráningu sögulegra heimilda
I
i
fc