Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jim Smart Sigrún Klara Hannesdóttir, framkvæmdastjóri Nordinfo í Helsinki, telur skráningu rafrænna gagna hér á landi ekki til þess fallna að styrkja sam- keppnisstöðu íslands á alþjóðavettvangi. Samkeppnisiðnaður- inn situr á hakanum SIGRUN KLARA hefur lifað tímana tvenna á sviði bókasafns- og upp- lýsingafræða. Að loknu BA-prófi við Háskóla ís- lands í íslensku og ensku með bókasafnsfræði sem aukagrein 1967, tók hún MA-próf í bókasafns- fræði við háskólann í Detroit í Bandaríkjunum árið 1968. Frá þeim tíma hefur hún unnið að framgangi greinarinnar, lengstum sem kennari við HI. Sigrún lauk doktorsprófi frá Chicago-háskóla 1987 og er enn sem komið er eini doktor okkar Is- lendinga í bókasafns- og upplýs- ingafræðum. Hún heldur enn stöðu prófessors við Háskóla íslands en hefur verið í leyfi þaðan frá því að hún var skipuð framkvæmdastjóri Nordinfo fyrir tveimur árum. Stöðlun upplýsinga mikilvæg Nordinfo-stofnunin, sem hefur aðsetur í Helsinki í Finnlandi, var sett á laggirnar fyrir rúmum ald- arfjórðungi. Hlutverk hennar hefur frá upphafi verið að greiða fyrir samvinnu á milli bókasafna á Norð- urlöndum og aðstoða við að sam- ræma þá miklu þróun sem er að eiga sér stað í upplýsingamálum. I því sambandi bendir Sigrún á þá miklu alþjóðavæðingu sem ein- kennir samskipti manna og þjóða í dag sem undirstrikar mikilvægi þess að skráning og aðgengi upp- Forgangsröð við rafræna skráningu sögulegra heimilda hér á landi er ekki til þess fallin að styrkja samkeppnisstöðu okkar á alþjóðavettvangi, Sigrún Klara Hannesdóttir, framkvæmdastjóri Nordinfo, ' s segir í samtali við Elmar Gfslason, að Islendingar ættu að leggja aukna áherslu á að veita háskóla- samfélaginu og samkeppnisiðnaðinum aðgang að hagnýtum rafrænum gögnum. lýsinga séu stöðluð þannig að allir geti nálgast hlutina með samskon- ar eða svipuðum tækjabúnaði. Sigrún Klara er fyrsti Islending- urinn sem ráðinn er til starfa hjá Nordinfo. Yfirbygging stofnunar- innar hlýtur að teljast smá í snið- um en þar starfa auk Sigrúnar, ein- ungis þrjár finnskar konur um þessar mundir. Af 65 milljóna króna framfærslu- fé sem aðildarríkin (Norðurlöndin) leggja til Nordinfo á hverju ári fara um 40% í rekstur og útgáfustarf- semi en afgangurinn er notaður í styrkveitingar. Auk Norðurland- anna, eru styrkirnir jafnframt auglýstir í Eystrasaltslöndunum og öllum frjálst að sækja um, svo fremi sem viðkomandi verkefni falli að þeirri stefnumörkun sem stjórn stofnunarinnar hefur samþykkt að unnið skuli að hverju sinni. „A nú- gildandi starfsáætlun okkar var það sett sem aðalmarkmið að vinna að framgangi rafræns bókasafns á Norðurlöndum. Öll verkefni sem við veitum fjármagn í verða því að falla undir þá skilgreiningu.“ Vísindasamfélagið á oddinn Sigrún bendir á að öll löndin sem Nordinfo þjónustar séu að vinna að því að notendur hafi aðgang að fjöl- breyttum rafrænum upplýsingum en forgangsröð verkefna á þeim vettvangi sé hins vegar mjög breytileg. „Það má segja að stofn- unin hafi á vissan hátt stefnumót- andi áhrif í gegnum verkáætlun sína hverju sinni. Hins vegar ber okkur að taka tillit til og styðja við þau verkefni sem einstök lönd setja í forgang, svo fremi að þau falli að ofangreindri starfslýsingu," að sögn Sigrúnar. „í þessu sambandi get ég bent á að Finnar setja á oddinn að styrkja vísindasamfélagið og veita sínum vísindamönnum aðgang að alþjóð- legum rafrænum upplýsingum. Finnsk fyrirtæki í tækniiðnaði, s.s. Nokia, skapa mikinn auð í landinu og þ.a.l. leggja þeir mesta áherslu á að styrkja aðbúnað þeirra sem starfa á þeim vettvangi. Sú starf- stétt hefur þannig algeran forgang hvað varðar aðgengi að rafrænum upplýsingum. Nú þegar hefur finnska vísindasamfélagið t.d. að- gang að 3000 vísindatímaritum á rafrænu formi. Þetta er dýrt en þarna setja þeir sína fjármuni." Aðspurð hvernig þessum málum sé háttað hér landi, þ.e. hvaða málaflokkar séu settir í forgang á íslandi, segir Sigrún Klara nokkuð annað vera uppá teningnum en hjá Finnum. „Hér hefur sú afstaða ver- ið tekin að mest áhersla skuli lögð á að setja gamalt efni, s.s. hand- ritin, kortin og það sem snertir ís- lendingasögurnar á rafrænt form og mestir fjármunir eru lagðir í það. Að vinna þetta efni á rafrænt form er svo sem gott og gilt en við megum ekki vanrækja háskólana og vísindasamfélagið hér á landi, sem hafa um of langt skeið setið nær algjörlega á hakanum. Annað mikilvægt atriði er að íslendingar hafi aðgang að sinni eigin nútíma- sögu. Það hefur verið minn pers- ónulegi vilji að fá sem flest íslensk dagblöð og landsmálablöð á raf- rænt form og gera þau almenningi aðgengileg í gegnum Netið en því miður hefur sú ósk hlotið litlar undirtektir. Síðasta umsókn Landsbókasafnsins til Nordinfo snerist um fjárveitingu til verkefn- is sem kallast Vestnord, sem geng- ur út á að vinna rafræna yfirfærslu íslenskra og færeyskra dagblaða frá upphafi vega til 1910. Þetta er sú stefna sem sett er á oddinn í þessum málaflokki á Islandi og Nordinfo ber að taka tillit til þess við úthlutun styrkja." Heildarkostnaður þessa verkefn- is nemur um 20 milljónum króna sem skiptist á 3 ár. Þar af greiðir Nordinfo u.þ.b. 30% eða 1,7 m.kr til verkefnisins á þessu ári. Sigrún telur nær að veita þess- um fjármunum til hagnýtari verk- efna sem geta styrkt stöðu okkar í þeirri miklu samkeppni sem ríkir á alþjóðlegum vettvangi þar sem að- gengi að upplýsingum er orðið lyk- ilþáttur í afkomu fyrirtækja og um leið efnahagslífi þjóða og bindur hún vonir við að einhver stefnu- breyting verði í þá átt á íslandi fljótlega. Umfangsmiklar breytingar Þrátt fyrir að hafa valið sér starfsvettvang sem flestir telja ein- kennast af formfestu og rólegheit- um, þá getur Sigrún Klara varla flokkast undir þá skilgreiningu. A liðlega 30 ára starfsferli kveðst hún hafa reynt margt og séð ótrúlega umfangsmiklar breytingar í grein- inni eiga sér stað. „Það er skrýtið að hugsa til þess að nær allt það sem ég lærði í MA-námi mínu í bókasafns- og upplýsingafræðum í Detroit fyrir 30 árum er löngu orð- ið úrelt. Þá tel ég óhætt að fullyrða að ég hafi séð bestu og verstu starfsaðstæður sem hugsast getur í þessu fagi.“ Þar vísar hún annars- vegar í þann góða aðbúnað sem hún býr nú við í Helsinki og hins- vegar í minnisstæða lífsreynslu frá Perú þar sem hún var búsett og starfaði á árunum 1969-1971. „Ég hafði nýráðið mig til starfa við há- skólann í Trujillo þegar jarðskjálft- inn mikli reið yfir þann 31. maí 1970. Skjálftinn lagði borgina í rúst og kostaði 60 þúsund manns lífið enda gífurlega öflugur eða 8 stig á Richter. Mitt fyrsta verk í nýju vinnunni, eftir að ósköpin höfðu dunið yfir, var að gá hvort nokkuð væri heilt eða nothæft í háskóla- rústunum.“ Tvívegis í kringum hnöttinn A síðustu árum hefur Sigrún Klara verið dugleg við að svala ferðaþrá sinni. Hún hefur tvívegis ferðast í kringum hnöttinn ein síns liðs og fjöldi heimsóttra landa telur nú yfir 60. Hnattferðirnar skipu- lagði Sigrún sjálf í bæði skiptin. Við upprifjun nefnir Sigrún Klara Ástrali og Ný-Sjálendinga sem sér- staklega duglegt og kraftmikið fólk sem hún kveðst dást mikið að. „Til að koma orðum að því, þá myndi ég segja að þessar þjóðir hafi afskap- lega jákvætt viðhorf til lífsins. Öll- um vandamálum er tekið sem fyrir- brigðum sem krefjast lausna, án þess að menn láti það slá sig útaf laginu. Þá held ég að við íslending- ar og reyndar Vesturlandabúar í heild, gætum lært mikið af íbúum margra Kyrrahafseyjanna sem búa í sátt við lífið og tilveruna án nokk- urra þeirra veraldlegu gæða sem við njótum og teljum orðið til lífs- nauðsynja.“ Hún kveðst ekki vera á leiðinni í þriðju ferðina að svo stöddu enda fái hún nægan skammt af ferðalög- um í gegnum störf sín hjá Nord- info. „Vinnan krefst þess að ég sé mikið á faraldsfæti bæði við að kynna starfsemi Nordinfo auk þess að leita að mögulegum verkefnum. Starfsemi okkar hefur vakið mikla athygli víða í Evrópu og Norður- Ameríku þar sem ég hef haldið er- indi og fyrirlestra. Meðan svo er, þá læt ég langar ferðir í frítíman- um bíða betri tíma,“ segir Sigrún Klara Hannesdóttir, framkvæmda- stjóri Nordinfo. Sigrún Klara Hannesdóttir, framkvæmdastjóri Nordinfo, telur Islendinga á rangri leið við rafræna skráningu sögulegra heimilda I i fc
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.