Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.05.2000, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2000 »- ................ ..... Er græðgi góð? Getur hispursleysi ordid að siðleysi? Eða erþað alltafí hina áttina - að kisp- ursleysi hinna víðsýnu sé bara siðleysi í augum skapvondra fyrirlítaranna? HAFÐI Gordon Gekkó þá rétt fyr- ir sér, eftir allt saman, þegar hann sagði þau ódauðlegu orð, „græðgi er góð“? Gekkó var reyndar bara persóna í skáldaðri kvikmynd, en eins og íslendingar vita manna best er mestur sannleikurinn fólginn í skáldskap. Nánar til tekið var Gekkó persóna í kvikmyndinni Wall Street, sem var gerð á níunda áratugnum og varð að einu helsta tákni ofgnóttarinnar og þeirrar takmarkalausu gróða- hyggju sem einkenndi þau ár. Þau ár virðast komin á ný - einkum til Islands þar sem inn- byggjararnir eru á neysluíylliríi (ofan í þetta venjulega fyllirí þeirra) og VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson forsætis- ráðherrann lýsir því yfír að hóflega orðuð beiðni um kannski aðeins meiri náungakærleik sé bara klisja. En þótt orðin séu kannski sjúskuð og mikið notuð þá er ekki þar með sagt að hugsunin á bak við þau, hugsunin sem þeim er ætlað að tjá, sé ómerkileg og úr sér gengin og því sé út í hött að vera að rogast með hana upp á dekk. Ef svo væri mætti leggja af margar stofnanir, til dæmis kirkjuna, sem birtast allt- af í sömu mynd, eða svipaðri, ár eftir ár og öld eftir öld. Að ekki sé nú talað um lýsingar á fót- boltaleikjum. Nú má spyrja að því hvort það sé rétt að á íslandi fari vaxandi bilið milli ríkra og fátækra. Þeir sem að því er best verður séð þekkja í rauninni til þessara mála segja að þetta bil fari vax- andi. Þá vaknar sú spurning hvort þessir menn, sem eru sagðir að sér í þessum efnum, fari með rétt mál. Ef maður samþykkir það, og þar með að þetta bil aukist, má enn spyrja, í fyrsta lagi, er slæmt að þetta bil aukist, og í öðru lagi, getur mað- ur gert eitthvað í málinu? Gordon Gekkó og Davíð Odds- son myndu kannski ekki svara fyrri spurningunni skilyrðislaust játandi - að það sé slæmt að þetta bil aukist. Enda fer alveg eftir því hvemig maður er þenkjandi hvort svarið manni finnst blasa við þeirri spurningu, og ekkert er sjálfgefið í þeim efnum. Maður þarf alls ekki að vera þeirrar skoðunar að jöfnuð- ur sé æskilegur. Jöfnuður er ekki náttúrulögmál. En kannski myndu þeir báðir, Gekkó og Oddsson, segja að það sé slæmt að þetta bil aukist, en þeir hafa samt ekki þar með skuldbundið sig til jafnaðar- hugsjónar. Þeir gætu sem best brugðið fyrir sig því viðhorfi að þrátt fyrir að jöfnuður sé æski- legur sé hann ekki eitthvað sem einstaklingar geti komið á rétt sisona. Það er að segja, þeir gætu svarað seinni spumingunni neitandi - um það hvort maður geti gert eitthvað í málinu. Enda, má ekki segja að krafan um náungakærleik sé í hæsta máta vafasöm? Hvað á maður með það að fara með puttana í annarra manna mál? „Það verð- ur hver að bjarga sér sjálfur frá öxinni ellegar verða höggvinn,“ sagði Snæfríður við mömmu Jóns Hreggviðssonar. Þess vegna má skilja það hvers vegna menn segja að græðgi sé góð eða að biskupar fari með klisjur. Græðgi og sín- girni hvetji menn til fram- kvæmda og dáða og sé í raun og vem - þegar á hólminn er komið og öllu þessu loftkennda Jesús- artali sleppir - það eina sem kemur í veg fyrir að maður verði höggvinn. Svo má ganga enn lengra og benda á að hvort sem manni líki það betur eða verr þá séu græðgi og eigingirni einfald- lega boðorð samtímans, og þau orð komi frá Bandaríkjunum og það þýði ekkert annað en að hlíta þeim, ætli maður sér að vera með (Bandaríkja)mönnum. Þetta meinta raunsæi er án efa eitt af því sem hefur fyrir löngu gert Davíð Oddsson að stjórnmálamanni sem maður tekur eftir og man eftir. (Að vísu enn óljóst hvort hans verður minnst sem eins konar Nixons Islands eða sem Roosevelts sem gaf upp á nýtt). Það pólitíska hispursleysi - ef ekki kæruleysi - sem er einkenni Davíðs, er reyndar farið að benda til þess að gagnrýni hrökkvi af honum eins og vatnið af gæsinni, og að sannfæringin um eigið ágæti sé verulega heilbrigð, svo ekki sé meira sagt. En getur maður orðið svo viss í sinni sök að það fari fremur að líta út fyrir að maður sé blindur í eigin ofstæki? Merkilegt hvem- ig forsætisráðherrann virðist fullkomlega einangraður fyrir gagnrýni, og orðin um klisjur biskups benda til þess að for- sætisráðherranum standi al- gerlega á sama um hvaða við- brögð orð hans fá meðal þjóðarinnar. Auðvitað er svona ónæmi nauðsyn stjórnmála- manni, en þegar ónæmið fyrir atlögum er farið að koma í veg fyrir að maður svo mikið sem hafi áhuga á skoðunum annarra, þá er þetta ónæmi sjálft orðið að sjúkdómi. Getur hispursleysi þannig orð- ið að siðleysi? Eða er það alltaf í hina áttina - að hispursleysi hinna víðsýnu sé bara siðleysi í augum skapvondra íyrirlítar- anna? Átti forsætisráðherrann við það, að meintar klisjur bisk- upsins séu í rauninni bara til marks um tepruhátt og gungu- skap í hörðum heimi? Það má vel vera að það sé rétt, að heimurinn sé harður. En hann þarf að vera siðaður líka, og það sem skilur á milli siðaðs heims og ósiðaðs er einmitt það, að í siðuðum heimi eiga líka þeir, sem ekki eru stórir og sterkir, möguleika á að lifa góðu lífi. Þess vegna snýst þetta á end- anum alls ekld um það að maður eigi ekki að vera að skipta sér af öðrum og bara hugsa um sjálfan sig, heldur snýst þetta um það hvort maður vill búa í siðuðum heimi eða ósiðuðum. Og ætli sé ekki skárra að velja hið síðar- nefnda, jafnvel þótt maður verði þar með soldið klisjaður að mati Davíðs. MINNINGAR HAFSTEINN ÞÓR STEFÁNSSON + Hafsteinn Þór Stefánsson fædd- ist í Reykjavík 26. janúar 1936. Hann lést á Landspítalan- um 21. maí siðastlið- inn. Hann var sonur gíónanna Stefáns lafs Björnssonar, f. 12.5 1904 í Laufási, Eyjafirði, d. 15.10. 1966 og Kristínar Maríu Kristinsdótt- ur, f. 9.5. 1905, í Reykjavík, d. 18.7. 1990. Börn Stefáns og Kristínar auk Hafsteins eru Edda Svava, f. 2.10. 1933, eiginmaður hennar er John Swanholm Magnússon, f. 1.1. 1929 og Jón Baldvin, f. 15.9. 1942, eiginkona hans er Sif Að- alsteinsdóttir, f. 17.9. 1943. Hinn 10. apríl 1960 kvæntist Hafsteinn Hallberu Ólafsdóttur, f. 29.5 1936. Þau skildu. Börn þeirra eru:l) Kristín María, f. 23.7. 1955, fyrrv. maki Halldór Þ. Sigurðsson. Barn þeirra Aðal- heiður Björg Halldórsdóttir, f. 7.11. 1987. 2) Auður Aðalheiður, f. 10.7. 1962, maki Þorbjörn, f. 26.9. 1960. Börn þeirra, Hildur Hafdís, f. 19.11. 1997 og Davíð, f. 10.2. 2000. 3) Stefanía Ólöf, f. 29.5. 1967, fyrrv. maki Pálmi Bernhardsson. Þeirra barn er Laufey Pálmadóttir, f. 12.7. 1996. Eftirlifandi eiginkona Haf- steins er Bryndís Friðbjörg Guð- jónsdóttir, f. 9.10. 1939. Foreldr- ar hennar eru Guðjón Jóhannes Brynjólfsson, f. 16.12. 1916, d. 4.9. 1992 og Sigríður Guðbjörg Steindórsdóttir, f. 23.9. 1917. Börn Bryndísar eru: 1) Guðjón Magnússon, f. 16.5. 1960, maki Steingerður Þorgilsdóttir, f. Elsku pabbi, í dag kveðjum við þig hinstu kveðju. Nú ert þú frjáls frá öllum þjáningum sjúkdómsins sem hafði heltekið þig. Þú tókst sjúkdómnum með æðruleysi og stóðst þig vel þrátt fyrir það ok sem lagt var á herðar þér. Við munum sakna þín, en minningin um góðan föður verður aldrei frá okkur tekin. Þú varst hlýr pabbi, og skemmtileg- ur. Megi Guðs blessun fylgja þér. Takk fyrir allt pabbi. Nótter komin, nú er ég inni. Nærri vert þú Jesú minn. Vemdaðu bæði sálu og sinni, svæf þú mig að brjóstum þér. Legg að höfði líknarhönd, lát burt kveða syndargrönd. Öflugan set þú englamúrinn yfir mig þá tek ég dúrinn. (Ók. höf.) Þínar dætur, Kristín, Auður og Stefanía. í fimm ár af þeim átta árum, sem okkar kynni stóðu, barðist þú við hinn illvíga sjúkdóm MND. Eg mun ætíð minnast þess hversu jákvæður og þrautseigur þú varst allt til enda. Við, sem eftir stöndum með hryggð í hjarta, getum verið stolt af því að hafa átt þig að og verði lífs- gleði þín okkur öllum að leiðarljósi í framtíðinni. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, allt erorðiðrótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja ídauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleði sal. (V. Briem.) Hinsta kveðja, þinn tengdasonur, Þorbjörn V. Gestsson. 9.10. 1961. Börn þeirra eru Þorgils Óttar, f. 11.8. 1986, Bryndís Guðjóns- dóttir, f. 25.1. 1989 og Magnús Guðjóns- son, f. 21.9. 1990. 2) Katrín Sif Ragn- arsdóttir, f. 13.8. 1966, maki Bjarni Sveinbjörn Guð- mundsson, f. 21.10. 1970. Börn þeirra eru Lilja Vignis- dóttir, f. 2.1. 1990 og Harpa Sigríður Bjarnadóttir, f. 26.5. 1998. Hafsteinn lauk stúdentsprófi frá M.L. 1958 og B.A. prófi í sögu og landafræði frá Háskóla Islands 1968. Hafsteinn var kennari frá 1963 til 1969 við Gagnfræðaskólann við Lindar- götu og síðan kennari við Hér- aðsskólann á Núpi í Dýrafirði 1969 til 1972. Þá gerðist hann skólastjóri við Gagnfræðaskól- ann við Lindargötu frá 1972 til 1977 en þá hóf hann störf við Ármúlaskóla, fyrst sem kennari, en 1979 varð hann skólastjóri þar. Árið 1981 varð Hafsteinn skólameistari við Fjölbrautaskól- ann í Ármúla og gegndi hann því starfi allt til ársins 1996 er hann lét af störfum sökum veik- inda. Hafsteinn var í stjórn og ritnefndum ýmissa félaga, s.s. íþróttafélaga, byggingasam- vinnufélaga og S.I.B.S. Eftir Hafstein liggja nokkur rit eins og kennslubæklingar í sögu og landafræði og greinar um skóla- mál í blöð. Útfór Hafsteins verður gerð frá Dómkirkjunni mánudaginn 29. maí og hefst athöfnin klukk- an 13.30. Elsku afi minn. Nú ertu farinn og kemur ekki aft- ur, því miður. En öll þurfum við ein- hvern tímann að fara. Ég vona að það sé gott þarna á himninum og þú fáir að hitta fólk sem hefur farið sama veg og þú. Takk fyrir allar stundir okkar saman og takk fyrir alla hjálpina, elsku afi. Hlakka til að sjá þig aftur, en það verður vonandi ekki í bráð. Viltu passa mig, elsku afi, og megi Guð passa þig. Faðir vor, þú, sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldu- nautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Þín afastelpa, Heiða. Okkur langar til að minnast þín í fáeinum orðum, Hafsteinn afi, eins og við kölluðum þig gjarnan. Það sem kemur fyrst upp í hugann er hversu vænt þér þótti um börn og þar er hún Lilja mín ekki undan- skilin. Það lýsir sér best í því að Lilja gaf þér Biblíubók í jólagjöf sem hún hafði búið til af mikilli natni. Þú sagðir að þetta væri besta jólagjöfin sem þú hefðir fengið. Við mæðgurnar vorum tíðir gestir á heimiii ykkar mömmu á Ásvallagöt- unni. Þú last fyrir hana og sagðir henni sögur af þvílíkri innlifun að ánægja var að fylgjast með. Við vilj- um þakka þér fyrir fyrir allar þær stundir sem við áttum með þér bæði á Ásvallagötunni og í sumarbú- staðnum á Þingvöllum. Þú hafðir svo gaman af því að segja frá ýmsu, það var líka svo gaman að hlusta á þig því þú sagðir svo skemmtilega frá. Okkur þykir það leitt að Harþa litla fái ekki að kynnast þér. Þú háð- ir hetjulega baráttu við þennan hræðilega sjúkdóm sem að lokum bar þig ofurliði þó lífskrafturinn hafi verið svo sterkur hjá þér. Það var svo erfitt að horfa uppá sjúk- dóminn smátt og smátt sigra þig. Við vonum að nú sértu komin í betri heim og þar getir þú aftur hreyft þig, talað og hlegið. Elsku mamma, við sendum þér innilegar samúðarkveðjur og biðj- um Guð að styrkja þig í sorg þinni. Katrín og Lilja. Við félagarnir kynntumst Haf- steini í Menntaskólanum á Laugar- vatni fyrir 45 árum og þróuðust þau kynni fljótt í einlæga vináttu sem varað hefur alla tíð síðan og aldrei borið skugga á. Þótt gildismat líð- andi stundar virðist fyrst og fremst snúast um peningalega arðsemi er það nú samt svo að það er tryggðin og vináttan sem gefa hæstu raun- ávöxtun þegar að reikningsskilum kemur. Nú þegar Hafsteinn er fallinn frá, eftir langvinn og erfið veikindi, lifir minningin um góðan dreng og traustan vin. Þegar við lítum til baka og rifjum upp samverustund- irnar þá var glaðværðin og léttleik- inn þar í fyrirrúmi og stundum brá fyrir saklausu ábyrgðarleysi. Segja má að spilaklúbburinn „Sómi“ hafi verið kjölfestan í tilver- unni en hann stofnuðum við fyrir 40 árum og töldum nafnið eðlilegt þar sem að honum stóðu einstakir sóma- menn. Sómakvöldin voru í föstum skorðum en hápunkturinn var þó brauðið og bakkelsið ljúffenga sem borið var fram í hálfleik og eigin- konurnar áttu heiðurinn að. Haf- steinn var áhugamaður um bridge og ágætur spilari og það var eftir- minnilegt að fylgjast með spila- mennsku hans þótt heltekinn væri af sjúkdómi sínum. Körfubolti var eftirlætisíþróttin. Lék hann með íþróttafélagi stúd- enta á námsárunum og vann Is- landsmeistaratitil með þeim árið 1959. Eftir að keppnisferli lauk spil- aði hann áfram með áhugasömum félögum sínum og stofnuðu þeir fé- lagsskapinn „Körfukarla", sem stundaði æfingar reglulega og fóru í skemmtiferðir innanlands sem utan. Átti Hafsteinn jafnan drjúgan þátt í að skipuleggja þær þar sem hug- kvæmni hans og kímnigáfa nutu sín vel. Skólinn varð starfsvettvangur Hafsteins og þar voru honum falin ýmis ábyrgðar- og trúnaðarstörf, sem ekki verða tíunduð hér, en áhugi hans á málefnum Fjölbrauta- skólans við Ármúla og metnaður fyrir hans hönd leyndi sér ekki. Hafsteinn fylgdist grannt með þjóð- málaumræðunni, var jafnaðarmað- ur í þess orðs fyllstu merkingu, tal- aði máli þeirra sem minna máttu sín eða órétti voru beittir, hafði ánægju af málefnalegum skoðanaskiptum en gaf lítið fyrir þras og útúrsnún- inga. Síðustu ár barðist Hafsteinn við miskunnarlausan sjúkdóm sem hann vissi að læknavísindin réðu ekki við og í þeirri baráttu var aðdá- unarvert að fylgjast með umhyggju Bryndísar fyrir manni sínum, nær- gætni og viljastyrk. Um leið og við kveðjum kæran vin sendum við og eiginkonur okkar Bryndísi og öðr- um aðstandendum innilegustu sam- úðarkveðjur. Guðni, Hrafn og Viðar. Að kveldi sunnudagsins 21. maí lést vinur okkar, Hafsteinn Þór Stefánsson. Við í vinahópi Bryndísar og Haf- steins viljum minnast góðs drengs og vinar með nokkrum orðum. Hóp- urinn okkar myndaðist eftir skóla- göngu okkar kvennanna er við ákváðum að hittast reglulega í „saumaklúbbi.“ Við erum nú búnar að fylgjast að í rúmlega 45 ár, sum- ar reyndar frá barnæsku. Á þessa daga okkar hefur margt drifið. Við eignuðumst eiginmenn, börn og barnabörn . Eftir því sem árin liðu hafa vináttuböndin styrkst og var margt skemmtilegt gert saman, eins og t.d. hittst í sam- kvæmum, leikhúsi, göngu og ferða- lögum, með eiginmönnum og stund- um allri fjölskyldunni. Það var í einni slíkri ferð að Haf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.